Morgunblaðið - 19.03.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ c7C.<3?fi)uus cfl'óeiló Hafnarstræti. Nýkomið með Islandi: Svartar Regnkápur með spennum eða belt- um. Allskonar prjónavörur. Morgunkjólaefni, mikið úrval. íslenzkir fánar af öllum stærðum. Handklæðadreglar, einl. Flauel o. m. m. fl. Það er ákaflega mikið efamál eftir því sem á undan er gengið. Hvað lengi á annars þessi skrípa- ieikur að ganga? Hvert á að fara með bankann? A altaf að standa í þessu lóðabraski þangað til bankinn er húsnæðislaus og veríur útrekinn úr pósthúsinu? Hann gæti þá auð- vitað flutt t. d. í Báruna, vestur á Hól eða inn í Bjarnaborg, en hver þökk er landinu á því? Hvar er landstjórnin, getur hún ekki tekið í taumana og stöðvað þennan hringl- anda nógu snemma? Kaupin á Bjarnaborg. Nú er það kotnið fram í bæjar- stjórninni, sem Morgunblaðið hefir lengi barist fyrir, að bærinn tæki sjálfur hús yfir þurfalinga sina. Og það er ekkert minna hús en Bjarna- borgin. Þar eru tiu ibúðir og auk þess mörg herbergi fyrir einhleypa menn, svo það er líklegasta húsið í bænum til þeirra þarfa. Nú hefir bærinn á þessu ári gold- ið nær 8000 krónur í húsaleigu fyrir þurfalinga sina. Bjarnaborgin á að kosta 38 þús. og hefir gefið af sér áður xo % af 45 þúsundum. Þetta verða því ekki slæm kaup. En hitt varðar þó meiru, að bænum er það nauðsyn að fá eitthvert skýli yfir þurfalingana, svo ekki fari jafnan svo sem í haust er leið, að hóla verði þeim niður hingað og þangað í ó- vistlegutn heimkynnum cg jafnvel óþolandi. Og hitt er líka leiðinlegt, að fátækranefnd skuli þurfa að ganga með grasið í skónúm á eftir hús- eigendum hér til þess að fá skýli yfir þurfalingana og fá svo jafnvel ekki annað en hundaholur fyrir ok- urverð. Húseigendur verða auðvit- að að hugsa um sinn hag, en þegar bærinn á í hlut, er það talið svo sem sjálfsagt, að hann gjaldi meira en aðrir. Sézt það meðal annars á því, að húseigendur, sem bænum cJC.cF.ffiuus <Jl-óciíó Hafnarstræti. Nýkomið með Islandi: Hvít og »Crem«-Iit Gluggatjöld, Mislit Gluggatjöld. Möbel Damask og Brokade Ullarteppi. Vatt-teppi, Gluggatjalda-»Knolde« Vaska-borðdúkar o. m. m. fl. leigja eitthvað, eru altaf að færa sig upp á skaftið, og er skemst á það að minnast, að fyrir fundi fátækra- nefndar h. 9. þ. mán. lá krafa frá einum manni um hækkun á húsa- leigu fyrir þurfaling. Þegar nú þess er gætt, hvað bær- inn hefir margra þurfalinga að gæta og hvað hann hefir greitt í húsaleigu fyrir þá siðastliðið ár og áður, þá dylst manni það eigi að bænum er það nauðsyn, að eiga sjálfur þak yfir þá. Því fé, sem hann ver nú í húsaleigu — ef til vill fullháa á sumum stöðum — er áreiðanlega betur varið i það að kaupa hús — og eignast það smám saman með þvi þó að greiða eigi meira en leig- an er nú. Réttilega hefir verið á það bent, að þessi ráðstöfun bætir alls eigi nokkuð úr húsnæðisskortinum í bæn- um. íbúðum fjölgar ekki við það, þótt eigendaskifti verði að húsum. Þess vegna er engin ástæða til þess að ætla sem svo, að þetta spilli fyrir húsbyggingamálinu, sem nú er á döf- inni. Þetta eru að eins bjargráð út úr því öngþveiti, sem bæjarstjórn, eða þó öllu heldur fátækranefnd, hefir verið í að undanförnu. Væri nú hlutur bæjarins áreiðanlega betri, ef hann hefði hugsað fyrir þvi fyr, en þess er ekki að vænta, að hann sé á undan tímanum í öllu, og því er það virðingarvert, er hann rekur til framkvæmda þau mál, er harðast knýja dyrnar. Bæjarstjórnin. Það er alls eigi til þess að skamma bæjarstjórn að þessi grein er skrif- uð, þótt það sé nú flestra manna að víta hana fyrir alla skapaða og óskapaða hluti. Þetta á að eins að vera bending til hennar um það, að jafnframt þvi sem Reykjavík vex, verður hún að færa út kvíarnar. Hún hefir nú haldið fundi tvisvar í mánuði og þótt nóg, enda þótt oft hafi orðið að ganga lengra en fundar- sköp heimila og lengja fundi fram- yfir miðnætti. En aldrei hefir gengið svo langt, sem á síðasta fundi, að bæjarstjórnin hafi orðið að hlaupa frá hálfri dagskránni. Nú er þvi þannig farið vanalega, að þau mál sem fyrir bæjarstjórn komast, þola enga bið. Þess vegna er það vandræðum næst, að þurfa að fresta málum. En þó er það ekkert hjá því, að skjóta þeim á frest vegna tímaleysis, svo sem nú varð síðast. Vegna ókunnugleika skal nú ekkert um það sagt, hvort það hafi verið svo mjög áríðandi að afgreiða þau mál, sem eftir urðu á síðasta fundi. Má jafnvel ætla það, að hafnar- fógetanum standi það á sama hvaða dag hann er leystur frá útsvari sínu. En ef sú regla á að komast inn hjá bæjarstjórninni, að hún gangi frá leyfum, þá getur farið svo, að þau málin verði eftir, er sizt þola bið. Þess vegna virðist það nauðsyn að bæjarstjórn eigi fund einu sinni í viku hverri. Væri það mikill hagn- aður fyrir bæinn, því að þá væri það óþarfi að draga mál á langinn fram úr öllu hófi svo sem gert hefir ver- ið, enda hægra um vik að afgreiða þau fljótt. SSSS3 DAG BÖFflN. Afmæli í dag: Pálfna Þorleifsdóttir Steinnunn Bjarnason, húsfrú. Kristofer SigurSsson. járnsm. Tunglfult kl. 4.27 e. h. S ó 1 a r u p p r á s kl. 6.32 f. h. S ó I a r I a g — 6.41 e. h. HáflótS i dag kl. 5.8. f. h. og í nótt kl. 5.52 e. h. Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2. (Myndasafnið er í Alþingishúsinu opið á sama tíma). Veðrið í gær: Laugardaginn 18. marz. Vm. n.v. stormur, frost 0.6.. Rv. n. kaldi, frost, 1.5. íf. n.a. kaldi, frost 5.7. « Ak. n.v a. kaldi, froat 1.5. Gr. n.a. st. kaldi, frost 3.0. Sf. logn hiti 0.7. Þh. F. logn hiti 2.6. Nýja gatan í Þingholtunum, sem skírð var Hellusund, á að vera 12.55 metra á breidd. Sig Þ. Johnson kennari, endurtek- ur kl. 5 í dag hinn ágæta fyrirlestur, sem hann flutti síðastl. sunnudag, í Bárubúð. Allir þeir sem heyrðu mál Sigurðar síðast, ljúka upp einum munni um það, að erindið hafi verið ágætt. Það verður því sjálfsagt fult hús hjá honum í dag. Olga fór til útlanda í gær. Botnia kom frá útlöndum í gær- morgun, hafði feiðin gengið vel frá Leith. ísland er nú á ísafirði. Rán kom af fiskveiðum í fyrra- kvöld, eftir 5% sólarhrings útivist. Hafði skipið á þeim tíma aflað 90—100 smálestir af fiski. Skipstjóri er Sigur- jón ÓlafsBon. Þilskipin. Skarphóðinn kom inn í fyrrinótt með 12 þús. af fiski. Tviler kom til Hafnarfjarðar með 11 þús, og Surprise með 13 þús. Skálholt fer hóðan í kvöld til Leith, að sækja kol sem flytja á til Færeyja. Samverjinn. J. S. færði oss 2 kr. i gær handa Samverjanum. éCÆ^UUS cjl-ócil^ Hafnarstræti. Nýkomið með íslandi: Kápuefni. Cheviot. Alpakka. Svart og mislitt Silki, Röndótt og rósótt Silki. Rósótt Silki. Chiffon, Nýung. Regnhlífar. Skúfatvinni. Smávörur o. m. fl- Nýtrúlofnð eru ungfrú Hildur Zöeg»i dóttir Helga kaupmanns, og Jón Sívert' sen verzlunarskólastjóri. Ennfremur skipstjóri Agust G. Waagö og ungfrú Elvfra Scholfman, til heim- ilis 284 St. Georg Road, Hull, England. Kvöldskemtnn heldur »Hiðíslenzka kvenfólag<( um miðja næstu viku. Agóðinn fellur í styrktarsjóð hins ísl* kvenfólags. Þau sem skemta eru EiO' ar Hjörleifsson, dr. Ól. Daníelssor), Guðm. Thorsteinsson listmálari (syng- ur og leikur) og frú Stefanía Guð- mundsdóttir. Guðsþjónnsta í dag 2. sunnud. 1 föstu (Guðspj. Konan Kanverska, Matt. 15. Mark. 9. 16—28. Matt. 20. 29—34) í dómkirkjunni í dag kl. 12 sr. Bjarnl Jónsson. Kl. 5 síra Jóhann Þorkelsson. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 12 (sr. Ól. Ól.). Messufall í Frí- kirkjunni í Rvfk vegna safnaðarfundar- Konráð Konráðsson læknir á Eyt' arbakka og kona hans dvelja hór f bænum þessa dagana. Gnllfoss fór ekki frá Leith fyr en í fyrradag. Hafði tafist við úts;glingu frá Leith, og kom skeyti um þa® hingað í gær. Mokafli kvað vera á AustfjörðunOi á Reyðarfirði og Faskrúðsfirði. Muu það vera sjaldgæft mjög, að mik'A fiskur só þar um þetta leyti árs. Marz kom af fiskveiðum f gærmorg" un, hlaðinn ágætis fiski. Jón Fálsson hefir söngæfingu nie® börnum í Fríkirkjuni kl. 2 í dag. Skugga-Sveinn verður — vegn® forfalla — ekki leikinu í Hafnarfirð' 1 kvöld. Prentvilla var í blaðinu í g®r; Bara ef lúsin f s 1 e n z k er — auðvitað að vera ú 11 e n d, svo 86111 kveðið er. _ cJC.&JÐuus cH-ÓcÍ^ H^fnarstræti. Nýkomið með íslandi: Svartir og mislitir Skinnhanzkaf, Svartir og mislitir Jersey-hanzkaL Nýmóðins Kvenkragar, Tull blúndur, Skrauthnappafr Slæður. Pifur. Sokkabönd- Saumþráður og m. m. A-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.