Morgunblaðið - 19.03.1916, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.1916, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ „Margt er sMið í Harmoniu11.* Svar til vinar Samverjans. í Morgunblaðinu 5. þ, m. hefir einhver«er nefnir sig »Vinur Sam- verjans*, reynt að koma með at- hugasemdir og leiðréttingar við grein þá, 30 ára stríðið, sem eg reit í fyrra í Eimreiðina. Þessar athuga- semdir eru svo nauðaómerkilegar, að þær verða eigi betur titlaðar en með — humbng — tómt bumbug, en vegna hins bersýnilega vilja höf. að ala á tortrygni manna, og vilja reyna að telja mönnum trd um að eg hafi eigi skyrt rétt frá, þá vil eg þó svara höf. nokkru. Fyrsta sakargift hans er sú, að of- lítið sé gert að því, hversu mikið meðlimir framkvæmdarnefndarinnar hafi aðstoðað stórtemplar árin 1911 —1913. Höf. hyggst að hrekja þetta með því að þyija upp nöfn þeirra er þá sátu i framkvæmdar- nefndinni, en þau sanna ekkerr. Vill höf. fræða mig um á hvað mörgum framkvæmdarnefndarfundum þeir mættu. A hvaða útbreiðslufundum töluðu þeir? Hvaða bindindisritgerðir skrifuðu þeir ? Við hvaða verk aðsíoð- uðu þeir stórtemplar sérstaklega ? Ætli honum vefjist ekki tunga um tönn, og það er ekki nema eðlilegt, því ummæli mín voru og eru alveg rétt. Af 8 framkvæmdarmeðlimum (auk stórtemplars) gerðu tveir dálít- ið (J. Arnason er reit Templar sem ritstjóri hans og G. J.), hinir ekkert eða mjög litið. Margir þessara manna hafa áður — og síðar — starfað mikið fyrir Regluua, og er þess getið í ritgerðinni, en þessi ár gerðu þeir það ekki. Alt skraf höf. um þetta er þvi gerrangt, en það má sjá hversu höf. hegðar sér heið- arlega, þar sem hann rangfærir um- mæli um þetta (breytir »vilja eða mátt« í »vilja og mátt, sem er tvent ólíkt). Önnur sakargiftin er sú að áein- um stað standi »ungfrú« fyrir »frú« og þessi voðalega sakargift er sönn. Mér hefir óneitanlega orðið sú skissa á, að rita »ungfrú« fyrir »frú«, eða þá að það er prentvilla, sem jafn ritvanur maður og höf. ætti að geta hugsað sér. En í sambandi við þetta vil eg biðja hann að fræða mig um það, hvaða frii >Jónsson« hann telur upp, er sat í framkvæmd- arnefnd stórstúkunnar árin 1911— 1913? Þá er þriðja sakargiftin. Það sé ekki getið um hver stofnaði Sam- verjann. Höf. segir að framkvæmdar- nefnd Umdæmisstúkunnar hafi stofn- að hann. En hér hefði höf. verið betra að segja færra, því samkvæmt lögum templara, hefir framkvæmdar- nefndin sem slik ekki heimild til þess, og eg verð í lengstu lög — eða þangað til annað er sannað — að telja að hr. S. A. G. og fleiri nýtir menn er þá sátu í framkvæmd- arnefndinni hafi ekki brotið lög Reglunnar. Þeir gátu ekki annað cn malt með bví, að Umdæmisstúk- an samþykti tillögur Páls um að stofna Samverja, og það er alt ann- að en að stofna Samverjann. Það sjá allir nema ef vera kynni höf. Annars var — ef það hefir mikla þýðingu — Samverjinn, eftir því sem eg veit bezt, stofnaður af templurum (aðallega embættismönn- um Umdæmissttikunnar) prívat, og fyrst eftir að hann hafði starfað heilan vetur, samþykti Umdæmis- stúkan að taka hann að sér. Það er bert, að minsta kosti, að frásögn höf. um stofnun Samverjans er röng. Þá tekur við löng lofgrein um hr. S. A. Gislason. Um hana er fátt að segja, hann má bezt vita það sjálfur hversu mikið lof hann á skilið. Hann skýrir frá því, að hr. S. Á. G. hafi verið jyrsti Jormaður Samverjans, en segir svo siðan, að ef menn hefðu ekki verið ánægðir með S. Á. G., þá hefði verið »nær að taka einhvern Jyrir Jormann Samverjans* se'm hr. P. Z. telur skyldara að nefna í þessu sam- bandi«. Hver er þessi fyrri for- maður Samverjans? Áður fræðir höf. á að hr. S. A- G. hafi verið formaður Sámverjans frá byrjun. Hver er þá þessi leynilegi formaður ? Þá hneykslast hann á því, að hr. S. Á. G. sé ekki nefudur í sambandi við Samverjann. Þar til er því að svara, að hr.-S. A. G. er áður minst í greininni, og þar sem varð að hafa hana sem styzta, þá vildi eg íoTÖast endurtekningar, og áleit að hann kærði sig he'dur ekki svo mjög um það, þó góðverkum hans væri eigi mjög á lofti haldið. En þetta gefur mér tækifæri til að minnast á annað atriði. I grein mína vantar nöfn fjölda margra manna, sem hafa lagt sinn skerf til bindindisbaráttunnar, og hann máske meiri og stærri en margir sem nefndir eru, bæði hr. S. A. G. og aðrir. í jafn mannmörgu félagi og Regl- an er, er ómögulegt að komast hjá þvi, að fjöldamörg agætisnöfn vanti í þessar greinar, og það enda þótt þær séu stærri. I sögu norsku stórstukunnar, sem er stór bók, vantar urmul, og svo er alstaðar, annars yrðu ritin ekkert annað en nafnaþula. Eg hélt mig nærfelt eingöngu við sögu Stórstúkunnar, og því er fjöldamargra ágætra manna, sem starfað hafa í undirstúkum ekki getið, eða mjög lítilfjörlega. Og margir þeirra verðskulda það þó fyllilega að nöfnum þeirra sé haldið á lofti. ' Þó er sumra getið i grein- inui, sem ekki er getið í Minning- arriti templara. Eða ætli ekki hver skynbær tempiari (hér í bæ) viður- kenni og játi að t. d. Felix Guð- mundsson, Guðjón Jónsson, Þor- valdur Guðmundsson, Þorst. Sigurðs- son, Jóhann Ögm. Oddsson, Elín Zoega, Soffia Heilmann, Aðalbjörn Stefánsson, Sigurjón Jónsson, Guðm. Guðmundsson bókb., Einar Einars- son i Keflavík, Einar Brandsson í Vfk, íóa Ólafsson í Vík, Jón heit. *) Leturbreyting mín. P. Z. Chr. Stephánsson og fjölda margir fleiri (t. d. Sveinn Jónsson, Otto N. Þorláksson, sem lítilfjörlega er minst á) hafa gert stúkum sínum afarmikið gagn, og þar með stutt Regluna margfalt meira en S. A. G. sem formaður Samverjans og þó er þeirra ekki getið í ritinu. Og það mætti telja upp svo mörg nöfn, að þau fyltu heilt tölublað af Morgun- blaðinu. Það er því engin ástæða til þess fyrir höf. að þylja upp neina raunarollu yfir því, þótt S. A. G. sé ekki getið í þessu sambandi. Eg vil leggja honum það heilræði, að rita lofræðu um hr. S. A. G. í eitt- hvert blaðið. Hann er honum áreið- anlega það kunnugur, að það ætti að geta tekist, svo vel væri og hr. S. A. G. yrði ánægður með grein- ina. Höf. býst við því, að ef saga Reglunnar hér á landi verði skráð ítarlega, þá verði þessi grein mín lögð til grundvallar. (Eg þakka hon- um fyrir hrósið) og því vill hann láta leiðrétta hana. Eg vil ráðleggja höf. að fá einhvern annan til að skrifa leiðrétringarnar, því þessari stuttu 2 dálka grein sinni hefír hann aðeins leiðrétt »ungfrti« í »frti< en hinsvegar hnoðað saman premur vit- leysum, auk þess sein athugasemdir hans eru rangar. Honum er því sýnilega eitthvað annað betur lagið. En jamframt vil eg hughreysta höf. með því, að ef einhver fer að rita sögu Samverjans, er hann þykist bera svo mjög fyrir brjósti, þá þykir mér það harla einkennilegt, ef hann byggir meira á *einni málsgreim sem eg hefi ritað, en fjölda blaða- greina frá hr. S. Á. G. um Sam- verjann. Það væri óneitanlega lítill heiður fyrir hr. S. A. G. sem höf. heldur þó mikið af, ef svo færi, en það dettur engum skynbærum manni í hug. , Þetta hjal höf. verður því að skoðast sem hvert annað hugsunar- laust fleipur. Reykjavík 14. marz 1916. Tétur Zóphóniasson. Ungir njósnarmenn. Rússar nota mikið unga drengi, 12—14 ára gamla, til þess að njósna fyrir 6Íg um ferðir og viðbúnað óvin- anna. Hafa drengir þessir oft kom- ið mjög þýðingarmiklum boðum til Rússa. Þýzkur fyrirliði segir svo frá, að það hafi liðið nokkur tími þangað til Þjóðverjar urðu varir við þessa njósnarmenn. Drengirnir eru vopn- aðir með skammbyssu og dolk, og eru oft marga daga í njósnarferðum sínum. Þýzki liðsforinginn segir, að Þjóðverjar hafi engum dreng náð lifandi. Enginn þeirra gefst upp — þeir láta fremur skjóta sig, en lenda í klónum á Þj'óðverjum. Enn um orustuna hjá Yerdun. , »Times« flytur þessa grein þ. 8. þ. mán. eftir Mr. Wiegand, fréttaritara ameríksku blaðanna j Þýzkalandi. Hann hafði ásamt sjö öðrum frétta- riturum hlutlausra þjóða verið boð- inn til þess að horfa á vtðureignina hjá Verdun. Hefir hann sent »NeW York World« greinina og þaðan hefír Times hana. Htin er dagsett: »Hjá stórskotaliði Þjóðverja skamt frá Verdun og norðaustan víð Douau- mont-vígið, 5. marz 1916.« Hann segir svo: Herforingjar Þjóðverja hafa lært það hvernig þeir eiga að spara menn sína. I stað þess að fórna þúsund- um mannslífa i það að gera herflóð yfir óvinnaudi stöðvar óvinanns, þá bíða þeir þess að stórskotaliðið ryðji hernum veg. Nú sem stendur virð- 'ist eitthvert hlé vera á viðurejgnirini hjá Verdun. Hægt en örugt styrkja Þjóðverjar stöðvar sínar. Manni verð- ur það ósjáifrátt að ætla sem svo, að Þjóðverjar gangi að þessu sem einhverri vinnu, eri þó halda þeir sókninni að Verdun áfram, jafnt og stöðugt, og g'æta nákvæmlega hverr- ar hreyfingar hersins, svo engi mað- ur flani áfram i blindi. Einn af herforingjum rilíiserfingj- ans fylgdi okkur frá Etain yfir Woevre-hálsana og sAum við glögt þaðan stöðvar Frakka á Lothringen- hæðum og bæðirnar 307 og 301 þar sem nú er svo ákaft barist. Hinum megin við Ornes, þar sem stöðvar Frakka voru fyrst, höfðum við ágæta útsýn yfir vígstöðvarnar á margra mílna svæði. Þar Iágu nokkru framar tveir fallnír Frakkar og höfðu þeir legið þar svo lengi að hausarnir höfðu grotnað frá boln- um. — Við fórum i gegnum La Chaume-skóginn og komum þétt að stöðvum Frakka hjá Douaumont- þorpi, sem Þjóðverjar höfðu þá þeg- ar tekið. Þar sem við fórum yfir var svo að sjá sem mannfjón Þjóð- verja mundi hafa verið mjög litið, þá er þeir gerðu áhlaupin, því að rækilega hafði stórskotaliðið rutt áhiaupsliðinu braut. — Þéttir skógaf eru þar sem nú er barist hjá Verdun, eins og viðast hvar á orustusvæðinu í Frakklandi. Og af því leiðir það, að menn sjá þeim mun minna af orustunni sem þeir koma nær. — Leið okkar liggur fram hjá hverjn stórskotavíginu hjá öðru, háskota" byssum, hriðskotabyssum og fall- byssum. Eg hefi aldrei séð önnof eins stórskotatæki neins staðar þaf sem eg hefi komið. Sums staðar voffl þau falin vandlega, en annars staðaf á bersvæði. Sórar og langdræg^f umsáturs fallbyssur gusu eldi og eiturnari yfir Vaux-vígið. í dálfti"1 lægð eru 6 þumlunga háskotabyssöf og rétt fyrir aftan þær eru stónf sprengjuvarparar. Og svo langt serð augað eygri eru síspúandi í^}' byssur. Loftið skelfur svo mjög ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.