Morgunblaðið - 04.12.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐJÐ Niðnrsoðið kjði cQTýfiomið mcé „éSoéafossi": allar sortir af SQCjlÓÚfi á mótorbáta 11—40 tons. Sömuleiðis £pog og siléarmfagarn. Guðjón Ólafsson, seglasaumari Bröttugötu 3 B. Reykjavík. JTlafreiðsíu-skólt Piliar, sem hafa hug d því adverða matreiðslu- sveinar d islenzkum botnvörpuskipum, geta fengið bRcypis ficnslu í matargerð með pvi að snúa sér til undirritaðs. — Tveir piltar geta þegar byrjað ndmið i. janúar nœstkomandi. Ttjalti Jónsson, skipsfjóri, Bræðraborgarstíg 8. irá Beauvais þykir bezt á ierðalagi. til Aðalvíkur með farþega, vegna stórhríðar. Skeyti þetta kveðst skipstjóri ætla að reyna að senda til Aðalvíkur með skipsbitnum. En það hefir ekki tek- ist, því Jdlíus bætir við fyrra skeytið því, sem hér fer á eftir: Hefir verið ómögulegt að senda ennþá, sendi í nótt. Skipið liggur ennþá eins; sjór i vélarúmi og stór- lest. Bið Flóru taka farþega norður. Hefi nú í dag bjargað farþegum hingað (Aðalvik) með mótorbátnupi. Júliniusson. Bókverð Goðafoss er 540 þús. krónur, en skipið er vátrygt fyrir 900.000 kr. að sumu leyti hjá Danske Lloyd, en aðallega hjá þeim Trolle og Rothe. Bátur ferst. Faðir og þrír synir hans drukna. í fyrradag var bátur að koma að úr fiskiróðti í Hjörsey. Brim var töluvert á og stormur nokkur. í lendingu hvolfdi bátnum og 4 menn druknuðu. Voru það Bjarni Bjarnason og þrír synir hans. n A <3 B O « I N. fiSSS' Afmæli í dag : Guðrún Steinsdóttir, 81 árs. Guðríður ísaksdóttir, jungfrú H.f. Ingibjörg Johnsen, húsfrú Sofía L. Hafstein, jungfrú Hannes Hafstein, bankastj. Kjartan Ólafsson, rakari. Jóla- og nýárskortia sem F r 1 ð- flnnur L. Guðjónsson gef ur út, eru hverjum manni kærkomin sending; á þeim eru íslenzk erindi og heilla- óskir svo fjölbreytilegt að hver og einn getur þar fundið það sem hann er ánægður með. Sólarupprás kl. 9.57 S ó 1 a r 1 a g — 2.39 Háflóö í dag kl. 1.24 og kl. 2.1 Trúlofnð eru jungfrú Guðrún Guð- jónsdóttir og Bjarni Pétursson, báts- maður á s.s. »Are«. Fyrirlestrar Háskólans: Sendikennari Holger Wiehe mag. art.: Gamanleikar Dana kl. 6—7. Æfingar í sænsku 5—6. Gullfoss var ferðbúinn frá Leith í fyrradag og mun sennilega hafa farið þaðan þá. Emil Nielsen framkvæmdastjóri, tók sér far með Geir vestur að Straum- nesi. Ceres er væntanleg bingað innan skamms frá Vestfjörðum. Húsnæðisleysi í Kristiania Um miðjan nóvembermáuuð lét bæjarstjórnin í Kristiania taka manntal í borginni og kom það þá í ljós, að þar voru 500 fjöl- skyldur húsnæðislausar, eða, sam- tals 1500—2000 menn. Víða er nú pottur brotinn. Verzlun Rússa. Samkvæmt skýrslu, sem fjár- málaráðherra Rússa hefir gefið dúmunni, hefir inn og útflutning- ur fyrrihluta þessa árs verið miklu meiri heldur en á sama tíma í lyrra. Innflutningurinn hefir aukist um nær 250% og útflutningurinn um 71,6%. Af útfluttri vöru er mikið vefnaðar- vara og bómull, sem aldrei heflr fyr verið flutt út. Fannnr ,,Deutschlandsu. 7 í New London tók þýzki kaf- báturinn »Deutschland* 360 smá- lestir af nikkel, 288 smálestir af togleðri, 60 smálestir af krom og 20 smálestir af »Kanadin«, en það er efni, sem haft er til þess að herða stál. í vörugeymsluhúsum í New York eru nú geymdar 400 smálestir af togleðri og 200 smá- lestir af nikkel, sem »Deutsch- land« á að taka í næstu ferð. Ruslakista. Öll fiskverzlun í Þýzkalandi hefir verið sameinuð og ogstofn- að »Central-Einkauf« til þess að fiskur geti orðið í sem lægstu verði. Og er búst við því að þetta muni verða til þess að fisk- verðið lækki drjúgum. Stjórn þessarar sameinuðu fiskverzlun- ar kaupir allan þann fisk er seld- ur er til Þýzkalands frá Hollandi og Norðurlöndum og við því verði er henni sjálfri sýnist. Samkvæmt því sem »Nya Dag- ligt Allehande« segir, hefir Grengesbergsbolaget sænska sem vinnur að málmgreftri, fengið skipasmíðastöð í Gautaborg til þess að smíða fyrir sig 18 skip í einu. Eiga þau að kosta um 40 miljónir króna og verða höl'ð til málmflutninga. í tilefni af hinum happasælu ferðum kafbátsins »Deutsch!and« til Ameríku, stingur þýzka skop- blaðið »Ulk« upp á því, að breytt verði ættjarðarsöngnum þannig að nú sé sungið: »Deutschland, Deutschland unter alles!« Við foi’setakosningar í Banda- ííkjunum veðja menn stórfé um það hver muni komast að. Við síðustu kosningar var veðmálaféð 40 miljónir króna. Skólakennarinn: Jung- frú Fríða! Það eru næstum fim- tán hundruð miljónir manna í heiminum. Af þeim eru hér um bil sjö hundruð miljónir konur. Jungfrú Fríða! Af öl’lum þessum sjö hundruð miljón konum eruð þér hin eina sem eg elska. í New York varðar það sekt- um að hrækja á gólfið í spor- vögnunum, 500 dollara eða eins árs fangelsi eða jafnvel hvort- tveggja. Drotningarefni Svía eignaðist son í fyrramánuði. Var þá mik- ið um dýrðir eins og vant er við slík tæifæri og var haldin þakkarguðsþjónhsta og skotið tvis- var sinnum 21 fallbyssuskoti til heiðurs við nýja prinsinn. En nú er það venjan þar þegar ný prinsessa fæðist að þá er skotið 21 skoti til heiðurs við hana. Héldu því allir að drotningarefn- ið hefði átt tvíbura — tvær dæt- ur og flaug sú saga út um alt. Og það var næstum eins og menn hefðu orðið fyrir einhverjum von- brigðum er það vitnaðist að eigi hafði fæðst nema einn drengur. Siðustu fréttir írá Goðaíossi. ísafirði 3. des. kl. 5,40. Mótorbáturinn »ísleifur«, sem er einn af þeim 5 bátum, er fóru til strandsins, er nýkominn hing- að. Fór hann frá strandstaðnum kl. 2 í dag. Veður var þá kyrt og allgott, en dálítil alda. Allir 5 bátarnir hafa unnið að því, að' bjárga pósti og vörum úr skipinu og hefir það gengið vel. Skipstjórinn af Goðafossi hefir beðið um fleiri báta og menn. Er' von á hinum bátunum hingað í kvöld og á morgun, fara þeir sennilega allir aftur og liklega 5 aðrir að auki. Geir var ókominn þegar íeleif- ur fór frá Goðafossi. Um Goðafos8 segir skipstjórinn á isleifi að skipið liggi flatt með fjöruuni. Sjór er í stórlestinni upp undir miðja miðlest. Var eigi komið háflóð þegar Tsleifur fór, en þá var 18 feta djúpur sjór fyrir framan mitt skip og líkt dýpi afturundan. Skipið stendur á steini og gerir skipstjórinn á Goðafossi sér von- ir um það, að lekinn á skipinu' sé ekki meiri en svo, að Geir geti haldið því á floti með dæl- um, ef honum tekst að lyfta því af steininum. P'Ióra tók farþegana í Aðalvík og mætti Isleifur henni, er hún;> var að koma Jiaðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.