Morgunblaðið - 11.12.1916, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.1916, Blaðsíða 1
Mánnudag 4. argangr 41. tðlublað Ritstjórnar.sími nr. 500 Harmonium frá Petersen & Steenstrups viðurkendu verksmiðju fást í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur (opið kl. 1—4 og 7—-8). Nokkrir Guitarar fást á sama stað. Erl. símfregnir. Opinber tilkynning írá brezku utanríkisstjórninni í London. London, 9. nðv. Vikuskyrsla um hernaðinn. A herstöðvum Breta i Evrópu hefir ekk- ert markvert skeð að undarförnu. Hjá Somme hefir viðureignin stöðvast vegna þoku og illrar færðar. Þjöðverjar gerðu nýlega loftárás á Lond- on að degi. Tvær flugvélar vor skotnar niður, flugmennirnir handteknir og fyrir- skipunum þeirra náð. Sézt af þeim að þeir áttu að skjóta á London. Það er aug- Ijóst að Þjóðverjar vaða í þeirrí villu að London sé viggirt borg og að árásir þoirra séu gerðar gegn vigjum. Það var þoku- veður þennan dag, flugvélarnar voru 12 þúsund fet uppi i loftinu og gátu þvi alls eigi gizkað á hvar sprengjur þeirra mundu lenda, enda komu þær niður i þeim hlut- um borgarinnar, sem er'u fjarri öllum þeim fayggingum, er einhverja hernaðarþýðingu hafa. Frá Salouiki-vígstööv- unurn. Frakkar og Serbar hafa unnið nýja sigra norðaustur af Monastír. En þótt stöðug framsókn sé þarna, þá vegur það ekki upp i mðti sigrum óvinanna i Rúmeniu, en er þó dálítill hnekkir fyrir þá. Menn vérða að viðurkenna þýðingu þá, er sigrar óvin- anna i Rúmeniu hafa, en eigi má gera of mikið úr þeim. Rúmenar hafa enn her sinn, og tjón hans hefir eigi verið svo mikið að það hafi lamað þróft hans að miklum mun. Það er nú kunnugf að það var aðeins afturlið Rúmena, ekki nándar nærri heil herdeild (division), sem Miðrikja- Jherinn einangraði hjá Orsova. Ritstjóri: Vilhjáimur Finsen. ,Goðafossi‘ verður ekki bjargað. Seint i fyrrakvöld barst svolátandi skeyti frá Emil Nielsen framkvæmda- stjóra: »Getum eigi dælt skipið. Höf- um reynt að láta kafara þétta ytri botninn, en hann hefir eigi hald- ist við vegna undiröldu, sem leið- ist hér inn, þótt altaf sé austan- átt. Skipið liggur á bakborðshlið, og þar sem það er mest skemt liggur það á grjóti, svo að knfar- inn getur ekki komist þar að til þess að þétta það. — Naumast nokkur von til þess, að skipinu verði bjargað. Björgum nú innan- stokksmunum, og hjálpar Apríl til þess.------—« Frá fréttaritara vorum á ísafirði fengum vér svolátandi skeyti í gær: »Alveg vonlaust með Goðafoss. Geir hefir ekki við að dæla og Goðafoss nii fullur af sjó. Geir er nú að bjarga vélinni og ýmsu öðru. Veður mjög hagstætt undan- farna daga.« Frá Hjalta Jónssyni skipstjóra, sem fór vestur með April, fengum vér einnig svolátandi skeyti i gær: »Straumnes liggur austan við Aðalvík, og stefna þess er norður og suður, en mjög sæbratt, hátt fjall með urð, skriðum og hömr- um yzt. Á nesinu er litill oddi sem beygist til vesturs. Hérum- bil 200 föðmum fyrir innan odd- ann liggur Goðafoss undir há- fjallinu, samsíða landinu, með fram- stafn i norður, hallast nokkuð til sjávar. Að ofan er skipið óbrotið, en botninn er víst mjög skemdur, því að dælur Geirs ráða ekki við neitt. Kafari var niðri föstudag og hentist fram og tilbaka í brim- sogunum. — Þó mun hann hafa séð nóg til þess, að honum leizt ísafoidarprentsmiðja ekki á blikuna. Klappir og stór- grýti undir skipinu og engar lík- ur til björguuar. Nú er verið að bjarga innanstokksmunum. Fimtu- dag og föstudag var moldbylur af austri, en í dag, laugardig, bjaríara veður. Frásögn farþega. Svo sem getið er uÁ annarstaðar í blaðinu, kom hr. Zöllner stórkaupm. hingað á Nirði frá ísafirði í fyrra- kvöld. En þar hefir hann dvalið, síðan hann komst á land úr Goða- fossi. Til þess að fá fregnir af strandinu, fórum vér á fund hans í gær og báðum hann segja frá. — Þetta er hörmulegt slys, segir hr. Zöllner. Það hefði alveg eins getað farið svo, að allir, sem áskip- inu voru, færust, enda er það hepni, að ekki varð manntjón að. Goðafoss fór frá ísafirði um miðnætti á fimtu- dag, og var þá bezta veður. Tæp- um þremur stundum síðar var komin kafaldshríð, en sjór var mjög lítill. Um 10 mínútum áður en skipið strandaði hafði skipstjóri gengið af stjórnpalli, en stýrimaður skipsins hafði stjórn. Maður sá ekkert land, því bylur var á. — Skyndilega virtist stýrimanni, sem skipið væri komið of nærri landi, því að það rendi inn i ládauðan sjó. — Sendi hann boð til skipstjóra, en i sömu andránni sem skipstjóri kom á stjórn- pallinn, rakst Goðafoss á skerið. Nú var vélin stöðvuð og látin taka öfuga sveiflu, eins hratt og unt var, en skipið stóð sem fastast. Um leið og skipið rakst á, biluðu loftskeytaþræðirnir, svo að þær vélar urðu ekki notaðar. En tilraun var þegar gerð til þess að senda út neyð- armerki, S O S, sem það heitir i loft- skeytamálino, en auðvitað var það árangurslaust. Og um 10 mínútum síðar sloknuðu öll ljós á skipinu og hitaleiðslan um skipið stöðvaðist. Þegar birti um morguninn, var stýrimaður sendur ásamt 5 hásetum 1 björgunarbáti skipsins áleiðis til Aðalvíkur til þess að sækja hjálp. Um daginn gerði ofsarok og þar eð báturinn ekki kom aftur að kvöldi, hugsuðu menn á Goðafossi, nð hann hefði farist og menn allir sem á honum voru. Sem betur fór, var það eigi svo, þvi á þriðja degi kom skipsbáturinn og nokkrir vélbátar frá Aðalvík á strandstaðinn. Hafði stýrimaður orðið að dvelja i Aðal- vík þann tlma, þar eð ófært var veður. Það var og fyrst á laugar- dag að fært var bátum milli Aðal- vikur og ísafjarðar og þessvegna kom fregnin ekki hingað fyr. — í tvo sólarhringa urðu farþegar að dvelja i hinu strandaða skipi. Var það eigi áhættulaust, því sjó- arnir og brimið gat mölbrotið skip- ið á hverri stundu. Enda reyndi Afgreiðslusími nr. 500 NÝJA BÍÓ Flötti fangans. Sjónleikur í þrem þáttum tekinn af Nordisk Fiims Co., Kaupmannahöfn. Meðal annara afbragðs leikenda í þessari kvikmynd eru: Robert Dinesen, Torkild Roose og Ebba Thomsen. Til jólanna. ísl. konfekt og sódakökur, enn- fremur allskonar myndir úr marzipan og sukkulade. Litið á sýnishorn af isl. iðnaði. Að eins selt til kaupmanna. Brjóstsykursverksm. Lækjarg. 6 B. Stmi 31. Jóh. Olafsson & Go. nmboðs- og heild.sala Lækjargötu 6A (bakhúsið) Talsími 584. Skjifstofan fyrst um sinn opin 2—4 skipstjóri að koma kaðli á land, en það var ekki unt vegna brims. Háir hamrar þar sem skipið lá og urðar- grjót alt i kring, en býlalaust með öllu. Er líklegt að skipbrotsmenn mundu hafa týnt tölunni þó þeir hefðu komist á land, og þvi rétt- ara að láta alla dvelja i skipinu. Farþegar voru allir i rúmum sinum þegar skipið strandaði. Greip þá suma hræðsla fyrst, sem vonlegt var, en annars fór alt fram í beztu reglu. Kalt var mjög og óvistlegt í skipinu, svo farþegar fluttu allir upp í reyksal skipsins og héldu þar til að nokkru leyti. A iaugardag komust þeir allir, ásamt öllum skip- verjum til Aðalvikur á vélbátum, sem þaðan komu. — Miklar áhyggjur höfðu farþegar út af þvi, að aðeins var einn björg- unarbátur eftir á skipinu (stýrimaður á hinum i Aðalvík). Ef til þess kæmi að yfirgefa þyrfti skipið, hefði um 60 manns þurft að komast fyrir i einum báti og má geta nærri hvern- ig það hefði farið í því veðri, sem þá var. í Aðalvík var flestum skipverjum og farþegum komið fyrir i skóla- húsinu. Skipstjórinn og nokkrir aðr- ir fengu inni á heimili kaupmanns eins. í skólahúsinu fór vel um okk- ur, en það var litið um matvæli á staðnum. Brytinn hafði þó tekið með sér dálítið af brauði og smjöri, en það var ekki nægilegt. Næsta dag var sendur bátur til skipsins til þess að sækja mat, steinoliu og kol og eftir það fór ágætlega um okk- |> GTUTlLn BÍÓ <Hj ™1 as. I Landnemar í Arkansas Áhrifamikill ameriskur sjónleikur í 3 þáttum, 100 atriðutr, sem lýsir lífi meðal landnema í Noröur-Ameríku og þar að auki spennandi og* íalleg- ástarsaga, sem hrifur áhorfendurna frá upphafi dl enda. Beztu meðmæli myudarinnar er, að hún hefir verið sýnd í Palads-ieikhúsinu í Kauptnaunahöfn í sumar í 5 vikur, altaf fytir fullu húsi. Tölusett sæti kosta 50 aur., almenn 30 a. og barnasæti 10 a. A sunnudögum kl. 6, 7, 8 kosta aðgöngum.: 10, 23 og 40 aur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.