Morgunblaðið - 24.01.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Dómsmálafréttir. Yflrdómur 8. janúar. Málið: Margrét Arnason gegn skiítaráðandanum í Arnessýslu f. h. dánarbús Ólafs Arnasonar o. fl. Frú Margrét Arnason, er skilin var við mann sinn Ólaf Arnason fram- kvæmdarstj. frá Stokkseyri að borði og sæng, en með fullum fjárskilnaði, krafði>t þess við skifti dánarbús hans að mega taka þátt í skiftunum og eiga þar allan úthlutunarrétt. En úr- skurður skiftaráðanda, uppkveðinn 23. maí f. á., neitaði henni algert um rétt þenna, og áfrýjaði hún úrskurð- inum. Áfrýjandi taldi félagsbússkifti þau, er áður höfðu fram farið á milli þeirra hjóna, ógild, og undan þeim hafi verið dregið óréttilega eitthvað af eignum. Yfirdómurinn taldi þessar fullyrð- ingar áfrýjanda algerlega rakalausar, og íhlutunar- og atkvæðis-réttur um málefni dánarbúsins beri henni alls eigi. Var því úrskufdur skijtaréttar- ins staðfcstur og áfrýjandi M. A. dæmd til að greiða fyrir yfiidómi alls /o kr. málskostnað. Yfirdómur 15. janúar. Málið: Einar Benedikts- son gegrl dánarbúi Sigur- bergs Einarssonar. Sigurbergur Einarsson, sem nu er andaður, en búandi var að Hlíð und- ir EyjaFjöllum, höfðaði mál fyrir und- irrétti gegn Einari Benediktssyni fyr sýslumanni í Rangárvallasýslu og krafði hann til greiðslu á arfahluta, er hann (S. E.) ekki hafði móttekið úr skiftum eftir foreldra sína, að upp- hæð kr. 288,00. En ábyrgð á þess- uíh arfahluta taldi hann skiftaráðanda E. B. verða að bera, þótt skipaður hafi verið umboðsmaður Sigurbergs og annara erfingja (Páll Pálsson í Hlið, er nú er einnig látinn), er E. B. hélt fram, að tekið hefði við arfahlut þessum, sem þó eigi varð sannað. Undirréttur, bæjarþing Reykjavíkur félst á mál Sigurbergs og dæmdi E. B. til þess að qreiða S. E. umqetinn arjahluta 288 kr. o% 2; kr. í máls- kostnað. Yfirdómur komst að sömu niðurstöðu og staðjesti bæjarþings- dóminn og dæmdi áfrýjanda tfl kr. málskostnaðarqreiðslu fyrir yfirrétt- inum. Yflrdómur 22. janúar. Málið -. Borgarstjóri R.- vikur gegn Hannesi Thor- arensen f. h. Sláturfélags Suðurlands. Niðurjöfnunainefnd Reykjavíkur- kaupstaðar hafði jafnað niður á Slát- urfélagið 1300 kr. iksvari fyrir árið 1915, — en er félagið tregðaðist við að greiða útsvarið, var heimtað lög- tak. Fyrir fógetarétti féll svo úr- skuiður á þann veg, að lögtak skyldi fram fara fyrir 100 kr. að eins (sem Yerkmannafélagið Hlíf í Hafnarflrði heldur Kvöldskemtun i Goodtemplarahúsinu fimtudaginn þann 26. janúar 1917 kl. 9 síðdegi Allir félag'smenn velkomnir. Skemtiskrá: 1. Giíysaga um Hsfnarfjörð. 2. Ferskeytlur 3. Haldin tala. 4. Gamanvísur. 5. Tafl — Spil — Dans. Aðgöngumiða má vitja upp á loft í G.-T.-húsinu miðvikudaginn 25. an. kl. 4—9 og kosta 60 aura. Skemtinefndin. Goff í)ús með einni ibúð 6—8 fjerberqi óskast fif kaups eða íeigu frá 14. mai n. k. Tiíboð merkt 145 sendist afgreiðsíu btaðsins fyrir 26. þ. mán. fél. vildi borga), en eigi meiru. Þess- um úrskurði áfrýjaði bærinn. Krafist var þess fyrir yfirdómi, að 2 af yfirdómurunum viki sæti, þeir Eggert Briem og Halldór Daníelsson þar sem þeir hefðu verið i niðurjöfn- unarnefndinni, en sú krafa var að eins tekin til greina að því er hinn fyrnefnda snerti, — hinn hafði ekk- ert átt við þessa niðurjöfnun og eigi átt sæti í nefndinni. Frávfsunar var krafist, en eigi var sú krafa tekin til greina. Af hálfu Sláturfél. var það fært fram, að fét. væri samvinnufélag, er að eins fengist við að koma á fram- færi innlendri framleiðslu, og þótt bað hefði að visu útsölu i Reykja- vik, færi þó ágóði félagsins til hinna einstöku félagsmanna beint. Það væri því ekki gróðastofnun, heldur sam- band manna til samlagssölu, og ætti því ekki að greiða útsvar „em heild út af fyrir sig. Yfirdómurinn komst nú að þeirri niðurstöðu, að félagið væri þó eigi svo frábrugðið öðrum gróðastofnun- um, að um það ættu að gilda sér- stakar reglur að þessu leyti, enda ekkert í fslenzkri löggjöf, sem tæki samvinnufélög þannig undan skatt- skyldum. Við rannsókn á stofnsefn- setning og lögum félagsins, kom það einnig i Ijós, að það er hlutafélag, sem rekur verzlun og hefi þannig arðsama atvinnu. Væri því pess vcqna skylt að qreiða útsvar htr i banum og niðurjöfnarnefnd hefði gert rétt í að leggja það á félagið. Dæmdi yfirréttur fógetaúrskurðinn rangan, enda lægi það algert fyrir utan verksvið dómstólanna að lækka eða breyta hinu álagða útsvari. Úr- skurðurinn var því Jeldur úr qildi, og bæjarfógeti skyldaður til þess að fram- kvæma lögtak hjá Sláturfélaginu fyrir þessum ijoo kr., og skyldi fél. greiða 80 kr. í málskostnað. £=3 i) AQ ÖO 13(1 N. *=E» Afmæli f dag: Magnús Guðmundsson, trósm. Ólafur Ólafsson, skipstj. f. Friðrik mikli, 1712. 8 ó 1 a r irp p r á s kl, 9.37 Sólarlag — 3 43 Háf lóð í dag kl. 6.11 f.h. og kl. 6.33 e.h. Fyjirlestrar Háskólans: Agúst H. Bjarnason próf., dr. phil. Róm í heiðnum sið, kl. 9.’ Lækningar Háskólans: Augnlækning ókeypis í dag í Lækjargötu 6, kl. 2—5. Þriðjudugiun 23. ján. Vm. a. gola, hiti 3.0 Rv. a. kul.-Tfrost 0.2 íf. logn. hiti 0.5 Ak. s. andvari, hiti 0.0 Gr. logn, frost 4.0 Sf. logn, frost 0.9 Þh. F. logn, hiti 2.0 Fermingarbörn síra Jóhanns komi í kirjuna fimtudaginn 25. þm. kl. 5 og fermingarbörn síra Bjarna komi á sama stað föstudaginn 26. þm. kl. 5. Hrlngurinn heldur afmælisfagnað á föstudaginn. Samverjinn. í fyrradag voru þar um 170 gestir, en í gær 252. Þar af voru aðeins 15 fullorðnir. GeturSam- verjinn tæplega tekið á móti fleiri gest- um, enda mun börnunum sjálfsagt fækka þegar matgjafir byrja i barna- skólanum. Þessa viku verður þó reynt að gefa skólabörnunum að borða sem öðrum. — Það er eftirtektarvert, að aldrei hafa jafn fáir fullorðnir komið að matborði Samverjans eins og i vetur. „Merkúr“ Af ófyrirsjáanlegum atvikum verður aðulfundi félagsins frestað til miðvikudagsins 31. þ. mán. Stjórnin. Sfubbasirz “r nýkotnið til Kristinar J. Hagbarð, Laugavegi 24 C. Skorið neftóbak, vindiar, alls konar, Cigárettur og alls konar sælgæti, hvergi betra en hjá Tirisfínu J, Jíagbarð, Laugavegi 24 C. Þafi fÁlfr sem vantar at" 1 U.U lUXIV.j vinnu yfir lengri eða skemri tima, ætti sem fyrst a& tala við Kristinu J. Hagbarð, Laugavegi 24 C. Svanuriun. Mishermi var það hjá tíðindamanni vorum að Svanurinn hefði komið hingað í fyrrakvöld. Hann lagði af stað frá Sandi í fyrramorgun, en varð að snúa aftur vegna óveðurs og hleypti til Stykkishólms. Þar lá harm i gær. Tveir vélbátar komu hingað í fyrrakvöld, Snarfari frá ísafirði og Sjöstjarnan frá Akureyri. Snarfari er að fara til veiða suðuf í Sandgerði,. en Sjöstjarnan er að sækja hingað olíu farm. Vörnskortnr. Mikið er nú kvart- að undan vöruskorti norðanlands. Sykurlaust er alstaðar og geta auðvit- að fleiri kvartað undan því böli. En svo er þar einnig skortur á ýmsri matvöru' og menn yfrleitt eigi svo birgir að lengi endist. Getur því farið svo að hart verði i búi hjá mörgum, oð ekki gott að segja hvernig farið hefði ef eigi hefi tekist að fá svo fljótt skip í staö Goðafoss. En nú eiga Norðlendingar alla sína von þar sem Lagarfoss er, þótt það hrökkvi ef til vill lítið, sem hann getur fært þeim. Bretar byggja skip. Brezka stjórnin hefir ákveðið, að á þessu ári skuli byggja fjölda flutn- íngaskipa á kostnað brezku stjórnar- innar. Hefir samningur verið gerð- ur við nær allar skipasmiðastöðvar i Englandi og Skotlandi. A framvegis að leggja meiri áherzlu á byggingu kaupfara en herskipa, því að af þeim hafa Bretar nóg. Undir eins og skipin eru fullsmíðuð, eiga þau að annast flutninga fyrir stjórnina, en verða svo seld að ófriðnum loknum- Ii.ni.. .................——

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.