Morgunblaðið - 15.04.1917, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.04.1917, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ með öllu móti að notast við það sem landið sjálft gæti framleitt; og eldsneyti til landsbúa tel eg nóg af ef ráðstafanir í tíma eru gerðar til að afla þess. Og þá er- uin við komnir að því hvernig eigi að birgja búandan að elds- neyti, án þess að flytja það að, frá öðrum löndum. Hið algenga er að kasta allri áhyggjunni upp á stjórnarráð og stjórnarvöldin og segja þeim að sjá fyrir slíku. Sjálfsagt verða stjórnarvöldin drýgsti þátturinn í slíkum ráð- stöfunum, en hver einstakur verður að vera fús að styðja þau í allri framkvæmd og gefa skýr- ingar um þá möguleika, sem þeir álíta bezta. Hvað mónum viðvíkur þá eru menn honum svo kunnir að naum- ast ætti tvímælum að valda nota- gildi hans, aftur kæmi sjálfsagt erviðleikar fram við ráðstöfunina á vinnunni og úthlutun á því, sem næðist, og þótt eg viti að mikið mótak sé víða, er svo kostnaðarsamt að flytja slíkt elds- neyti að lítt hugsanlegt er að mór eingöngu gæti bætt úr vönt- uninni og yrði þá að gripa til einhverra af þessum svokölluðu kolanámum, þar surtarbrandur eða brúnkol eru talin raun drýgra eldsneyti en mór, einkum vildi eg benda á námuna í Stálfjalli. Þar sem á þeim kolum er fengin töluverð reynsla og þau talin eftir henni jafngilda meðal húsa- kolum enskum, sem sé vera jafn góð og algeng húsakol sem við höfum notað. Jafnframt þessu vil eg geta þess að þessi náma er sú eina sem eg hef að nokkrum mun kynst. Það var með Islands Falk síða8tliðið sumar, þegar við mældum upp víkina í Stálfjalli framundan námunni. Og mönnum til fróðleiks skal eg reyna að skýra frá staðháttum eftir minni en vísa að öðruleyti nánari skýr- ingum til sjómælingar skrifstof- unnar dönsku. Stálfjall er í raun réttri efsti tindurinn á fjalli þvi, sem ligg- ur milli Sjöundár á Rauðasandi og Sigluness á Barðaströnd, sem kallast Stigaskor eða Skorahlíðar, liggja hlíðar þessar móti S.V. og ganga inn í ströndina tvær vík- ur aðgreindar með brattri stein- brík alt fram í sjó, en ekki er hægt að komast úr einni vík í hina með sjó fram, er þess brík kölluð Stál og dregur fjailið að líkindum nafnið af því. Sunnan- verðu við brík þessa er stör lægð inn í fjallið og kallast Skora- vík en norðan við bríkina er vík sem 'mæld var upp og nám- an stendur við. Um 300 m. fyr- ir norðan bríkina hefir fyrir löngu síðan fallið stór skriða niður fjallið og myndað lítinn tanga út í sjóinn með litlu dal- verpi fyrir ofan. í dalverpi þessu bygðu námumennirnir í fyrra timburhús handa vinnufólkinu til íbúðar, en að eins örfáa metra frá bríkinni eru námugötin. Fjallshlíðin er víðast snarbrött með lausaskriðum á milli stand- bergsins, fjaran sem er að eíns örmjó ræma er liggur töluvert bratt niður í sjóinn. Tanginn framundan húsinu eru fastar klappir og norðan við tangann eru töluvert há sker, og mynd- ast djúpir vogar milli þessara skerja og tangans. Útlit kolalaganna í fjallinu þegar gengið er meðfram fjör- unni fyrir norðan bríkina liggja kolalögin í mismunandi þykkum lögum alt frá flæðarmáli og tölu- vert upp í fjallið, á minst 200 m. lengd og má á öllu þessu svæði sjá sömu lögin skjótast fram í standberginu millum skrið- anna mátti á einum stað greini- lega sjá trjákolsmyndina, sem nú leit helzt út sem í viðarkols- bútum. I einn af þessum kola- haugum hafði Guðm. námamað- ur grafið holu inn í bergið og voru kolin þar orðin mikið hreinni en úti gljáði *a þau eins og vana- leg kol, um gæði þeirra sýna rannsóknir þær sem námufélag þetta hefir látið gera og sem áð- ur er minst á. Að hér sé um nægan forða að ræða handa okkur að minsta kosti í mörg ár, getur engum blandast hugur um, sem skoðað hefir þetta svæði. Hafnarstæðið. Við uppmælinguna reyndist víkinn alveg hrein með 20 m. dýpi, um 700 metra undan landi, smágrynti eftir því sem nær landi dró, þannig var 12 metra dýpi um 150 metra frá fjöruborði. Jafnast var dýpið upp að tang- anum fram af húsinu og milli tangans og skerjanna mínnir mig að að væru um 4 m. Þannig hagar til að við þennan tanga er mun minna brim, en niðurundan- námuopinu; valda því að likind- um boðar þeir sem liggja í vest- ur frá norðurhorni Skorahlíðar og kallast Skoraboðar, er grunn þetta illa uppmælt en talið í sjó- bréfum ná á þriðju sjómílu út frá landi. Lengi má lenda í vognum milli tangans og skerjanna, þótt al- ófært 8é að leita lands fyrir neðan námuopið og að urdanskyldum verstu veðrum mundu bátar geta flotið, án þess að skemmast á vognum. Hvernig hugsanlegt væri að ná kolabirgðum, ef um slíkt væri að ræða? Eg reyndi að gera mér grein fyrir hvernig hægt væri að ná kolunum án þess að leggja stór fé fram meðan stæði á fullnaðar- rannsóknum, og komst eg að þeirri niðurstöðu sem nú skal greina: 1. Leggja vagnbraut frá nám- unum meðfram fjörunni yfir að tanganum og brú ytir voginn, sem vagnar gætu ekið yfir þannig að hella mætti úr vögnunum i skip eða pramma, sem þar lægi undir brúnni. 2. Að bygður væri einskonar flot-öldubrjótur bygður úr trjám með flothylki innan i, sem settur væri í slæmum veðrum fyrir opið á vögn- um, flutning8færum þeim sem þar lægu fyrir til varnar. 3. Að útveguð yrðu stór mótor- skip til flutninga og svo mörg sem þurfa þætti til að koma kolabirgðunum burt hið fyrsta er veður leyfði. Mundu skip þessi í stormum geta leitað inst á Sjöundár- vik, Siglunesvík eða Grund- arfirði og væru þá aidrei mjög langt frá fermingar- staðnum. Nú munu menn segja að hægra sé að segja en gera, og færa sem ástæðu fyrir erfiðleikunum: 1. Að þessi náma sé eign út- lends félags, sem hafi í hyggju að reka hana af eig- in ramleik og hafi þegár safnað álitlegri' fjárupphæð til þessa. 2. Að lítt hugsanlegt sé, að fá í tíma efnivið, vagna og járn- brautarteina til brautargerð- ar, enda tvísýnt um vinnu- kraft við námugröftinn. 3. Að síðustu að engin skip muni fáanleg til slíkra flutn- inga í þessari skipaekla og margt fleira mun koma á góma. En allar slíkar mótbárur eru sem hjóm í samanburði við þá nauðsyn að ná kolunum. Hvað námufélaginu viðvíkur, þá skil eg ekki að landsstjórnin geti ekki komist að viðunandi samningum eða samkomulagi við það, um að reka námuna í ár og máske eftirleiðis, þar sem það gæti orðið félaginu hin mesta stoð í framtíðinni. Hvað viðvíkur efnivið og áhöld- um til brautalagningar þá liggur nóg efni af trjám viðsvegar og járnbrautateina, mundi hafnar- gerðin hér geta mist sér að baga- lausu og eínnig vagna og hvað flutningsskipunum viðvíkur vor- kenni eg ekki landsstjórninni að taka til sinna afnota svo mörg vélaskip sem hún þyrfti af þeim flota sem landsmenn eiga án þess að það þyrfti að koma sárt niður á hvern eínstakan. Setjum svo að landstjórnin þyrfti tíunda hvert skip af þeim skipum, sem notbær væru, mundi nokkrum þykja það óhæfilegt. Hina sömu aðferð tel eg hæfa hvað vinnukraftinum viðvíkur, fengjust ekki nógir menn frívilj- uglega 3em eg fyrir mitt leyti alls ekki efast um að fengjust. Að síðustu bið eg alla heiðraða lesendur velvirðingar á því hversu þessu stórmáli er ófullkomlega hreift, en vona að fleiri sjái nauð- synina að hefjast eitthvað handa og láti ekki hrekja sig i kulda og sulti þó stríðshörmungunum ekki linni á komandi sumri. Og þó svo ólíklega skyldi ske, sem allir þrá en fáir vænta, að stríðinu linti og slíkar ráðstafanir sem þessar ekki hefðu verið brýn nauðsyn. Hefði þá nokkru verið á glæ kastað þótt þessu stórmáli hefði verið hreift áfram og full vissa fengin um það hvers kyns kol hér er um að ræða? Stjórnarbyltingint í Rússlandi. —o--- Orsakir hennar. (Eftir fréttaritara »Timesc). Petrbgrad, 19. matz. Vegna þess að það hefir eigi verið ’ hægt fyr, sökum fréttaeftirlitsins, að senda nákvæmar fréttir af því, sem gerst hefir undanfarna daga, sendi eg nú yfirlit um þær ástæður, sem voru þess valdandi að stjórnarbylt- ingia komst á og varð með svo skjótum hætti og tókst svo vel. Aður hefi eg þráfaldlega minst á- þá óánægju, sem fór hér sífelt í vöxt vegna þeirra mistak3, er voru á úthlutun matvæla. Verkametm hafa haft gifurlega hátt kaup í her- gagnaverksmiðjunum. Konur þeirra og venzlamenn hafa haft efni á því að kaupa sér dýrindisklæðnaði, en hitt hefir orðið örðugra að útvega mat. Enda þótt svo væri talið að verka- menn í hergagnasmiðjum intu af hendi reglulega herskyldu og enda þótt þúsundir þeirra væru sendir til vigvallanna, þá er verkfallið var haf- ið í nóvembermánuði síðastl., sem tnótmæli gegn því að dúman yrði send heim, þá gátu yfirvöldin eigi fætt hergagriaverkamennina, eins og hermennina. Birgðirnar af hveiti og korni voru svo litlar í borginni, að þær nægðu eigi til þess að her- mennirnir fengu fullan skamt af brauði. í stað þess að þeim voru áður ætluð 3 pund af rúgi, fengu þeir nú að eins i3/* pund. Og það' átti mikinn þátt í því, hvernig fór, að stjórnin varð að skera skamtinn þannig við neglur sér. Eg man eftir því, að múgur og margmenni hafði safnast saman i Nevsky-torginu, og hrópaði til hef- mannanna: »Bræður, skjótið eigi * okkur! Okkur vantar brauðl* Og þá svöruðu hermennirnir: »Nei, erum svangir eins og þið<. Það var eigi einungis skortur brauði í borginni. Úthlutunin var og mjög bágborin vegna eftirlitsleysí5 með bökurunum. Verðið var lega hátt en fólk hafði nóga PetI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.