Morgunblaðið - 15.04.1917, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.04.1917, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ < inga. Og það beið í þvögu frampn við brauðsölubúðirnar til þess að reyna að fá keyptan svolítinn bita Og altaf fjölgaði þeirn sem biðu og óánægjan fór vaxandi. Menn sem vinna í hergagnaverk- smiðjum Putiloffs hafa sagt rrér frá þessari sögu: Hinai miklu verk- smiðjur hafa um 50.000 veikamenn, og þær framleiddu meira af her- gögnum á mánuði, heldur en hægt er að senda hingað frá Englandi á einu ári. Skömmu eftir að ófriður- inn hófst, vildi verksmiðjan flytja sig til Suður-Rússlands, þar sem nóg var af kolum, stáli og matvæl- um. Stjórnin skarst í leikinn og verksmiðjan varð að hætta við fyrir- ætlun sina. Og afleiðingarnar komu fljótt í ljós. Verksmiðjuna skorti eldivið, stál og matvæli. Sameign- arfélög verkamanna, sem sáu um úthlutun matvælanna, gátu eigi selt brauð. Og þá er verkamennirnir fóru heim til snæðings, fengu þeir ekkert að eta, en konur þeirra og dætur stóðu allan daginn hríðskjálf- andi af kulda fyrir framan sölubúð- irnar og biðu þess að opnað væri. Protopopoff, fyrverandi innanrik- isráðherra ög fylgifiskar hans, vissu það vel að uppreist var í nánd. Þeir héldu að hiin mundi brjótast út i ljósum loga, þegar »diiman€ kom saman aftur í lok febrúarmán- aðar, en þá bar ekki neitt á neinu. Rússar ætluðu að þola mótlætið lengur möglunarlaust. En Protopopoff misskildi þetta al- vegoggaf keisaranum ranga hugmynd um ástandið. Kvaðst hann hafa kipt öllu í lag með ýmsum hern- aðarráðstöfunum og með því að láta handtaka nokkra foringja verka- manna. Og keisarinn hélt til her- stöðvanna, fullvUs um það, að alt væri í beztu reglu. Og eg skal bæta því við, að þetta var álitið alls staðar. Eg fór til Moskva og ætlaði að vera þar í nokkra daga. Þar yar brauðskort- urinn enn verri heldur en í Petro- grad. En enginn bjóst við skyndi- legri stjórnarbyltingu. Miðvikudaginn 7. marz var ein- hver órói í loftinu. Nokkrar Kó- sakkaherdeildir sáust á götum borg- arinnar, en borgarlýður var hinn ró- legasti. Enjdaginn eftir var krökt af fólki á öllum aðalstrætunum. Stjóminni skaut nú skelk í bringu og þá um kvöldið tilkynti hún það, að undir eins skyldu gerðar alvar- legar ráðstafanir til þess að útvega matvæli, i samráði við fulltrúa Zem- stovanna og forseta beggja þingdeilda. Riddaralið var allsstaðar á ferðinni. Margar brauðsölubúðir voru rændar og sumstaðar kom upp eldur. A föstudaginn var rætt um fæðu- skortinn i »dúmunni€ og kom öll- om ásamt um það að útlitið væri ískyggilegt. Landbúnaðarráðherrann Rittirch bar sig illa út af þvi, að yfirsfónir fyrirrennara sinna væru litnar bitna á sér. Þenna sama morg- °n var múgur og margmenni með oiesta móti á strætum og torgum, *o fór eigi með neinum óspektum og söng jafn vel ættjarðarsöngva og lofkvæði um keisarann. Lögreglu- liðið reyndi að halda verkamönnum kyrrum í þeim borgarhlutum þar sem þeir áttu héima, en hermenn héldu kyrru fyrir í skálum sínum. A laugardaginn var ástandið óbreytt nema hvað lögregluliðið notaði ein- staka sinnum byssur og vélbyssur og Kósakkar og fótgönguhð var kall- að til bjálpar, en vildi ekki fara hörðu fram við múginn. Seint um daginn neyttu þó sumir hermennirnir vopna, en sumir neituðu að hlýða og drápu einn liðsforingja, Múgurinn lék lög- reglumennina grátt og voru sumir drepnir. A sunnudagsmorguninn gaf Khaba- loff hershöfðingi út tilkynningu um það, að hermenn mundu látnir tvistra múgnum éf hann safnaðist saman á götunum. Og þá fór nú útlitið að verða iskyggilegt. Fólkið gat eigi fengið brauð, og hafði mist alt traust á stjórninni. Blöðin komu ekki út á sunnudagsmorgun og enginn vissi neitt um það hvað fram fiafði farið á fundi »dútrrannar«. Piotopopoff lézt vera veikur og hafðist við í skrif- stofu innanríkisráðaneytisins um dag- inn. Á sunnudaginn hófst stjórnarbylt- ingin. Nokkrar hersveitir lífvarðar- liðsins, sem er í skálum rétt hjá Taurishöll, gerðu uppreist, myrtu þann foringjann er verst var þokk- aður og gengu í lið með múgnum. »Dúman« kaus bráðabirgðafram- kvæmdanefnd. Stjórnin hafði að visu mikið herlið á sínu bandi enn þá, en allsstaðar var bezta samkomu- lag milli þess og lýðsins. Öll umferð strætisvagna og bif- reiða stöðvaðist. Pavlovsky varðlið- ið skaut á lýðinn á Nevskytorgi og drap og særði um 100 manns. En þessi sama herdeild sneri siðár við blaðinu og gekk í lið með »dum- unni.€ Lögregluliðið, sem hafði tekið sér stöðvar hingað og þangað á húsa- þökum, tók nti til að skjóta í ákafa. Framkvæmdanefadin hafðist við í Taurishöll og lét herlið sitt vernda sig. Uppreistarmenn höfðu eigi tek- ið höndum saman eða komið neinu föstu skipulagi bjá sér, hvorki her- menn né alþýða. A mánudaginn var það sýnt hvern- ig fara mundi. Þá gengu næstum því allir hermennirnir til liðs við uppreistarmenn. Rodzianko forseti »dúmunnar« símaði þá til keisarans og skoraði á hann í síðasta sinn að verða við kröfum þjóðarinnar og veita henni þær réttarbætur, sem hún krefðist. En svarið kom ekki og um kvöldið var það synt að eigi var hægt að koma á neinni málamiðlun. Og á þriðjudaginn tóku uppreistar- menn á sitt vald allar skrifstofur stjórnarinnar, opinberar byggingar og hallir. Afsetning keisarans. Meðan þessu fór fram í Petrograd var Nikulás keisari á heimleið. En á Bologoe-járnbrautarstöð, sem er miðja vega milli Moskva og Petro- grad bárust honum þau tíðindi, að honum þótti rAðlegra að hverfa eigi til höfuðborgarinnar fyrst um sinn. Hann hélt því til Pskoff, sem er miðja vegu milli Petrograd og Dwinsk. Þar hefir Ruzsky hershöfðingi her- búðir sínar. Það er mælt að þá er keisarinn kom þanga**, hafi hann sagt við fylgdarlið sitt: »Alda stjómar- byltingarinnar mun iíklega sópa burtu einveldinu«. Rodzianko fól þeim Alexander GutchkofF og M. Shulgin fulltrúa afturhaldsmanna, að fara til herbúða Ruzskys. Komu þeir þangað á fimtu- daginn. Keisarinn tók í móti þeim í lítilli og dimmri stofu. Hann var mjög fölur og þreytulegur, en hinn rólegasti. Snéri hann sér þegar að Gutchkoff og mælti: »Segið mér allan sannleikann*. Gutchkoff svaraði: »Við erum komnir hingað til þess að skýra yður frá þvi, að allur her- inn í Petrograd er á okkar bandi. Það er þýðingarlaust að senda þang- að fleiri hersveitir. Þær munu ganga í lið með okkur nndir eins og þær koma.€ »Eg veit það,€ svaraði keisarinn. »Og hersveitunum hafa þegar verið gefnar skipanir um það að halda aftur til vigstöðvanna.€ Efrir litla þögn spurði hann svo: »Hvað viljið þér að eg geri?« »Yðar hátign, þér verðið að leggja niður völd í hendur ríkiserfingjans og Michaels bróðir yðar sem for- ráðamanns hans. Það er vilji nýju stjórnarinnar, sem við erum nú að koma á fót undir forystu LvofF prins.« »Eg get eigi skilist við son minn,€ mælti keisarinn og var mikið niðri fyrir.€ Eg skal fá bróður mínum vöidin í hendur.€ Og svo mælti hann eftir nokkra þögn, eins og ekkert væri um að vera: »Viljið þið ljá mér pappír*. Og eftir nokkra stund var skjalið ritað, þar sem keisarinn sagði af sér völdum og afsaiaði ríkiserfðum fyrir hönd sonar síns, En áður en hann undinitaði það, ritaði hann undir út- nefningu George Lvoff, sem forsæt- isráðherra. Svo stóð hann nokkra stund og draup höfði. En siðan greip hann pennann og ritaði hiklaust í síðasta sinni nafn sitt, sem keisari alls Riissaveldis — undir ríkisafsal sitt og sonar sins. Nyja stjórnin. Hún var i raun og veru þegar mynduð, þá er keisarinn fól Lvoff að koma henni á fót. Hana skipa: George Lvoff prins, forsætis og innanríkisráðherra. Gutchkoff her- og flotaraálaráð- herra. Miliukoff utanríkisráðherra. Terestchenko fjármálaráðherra. Imanuiloff fræðslumálaráðherra. Shingareff landbúnaðarráðherra. Nekrasoff samgöngumálaráðherra. Kerensky dómsmálaráðherra. Konovaloff verzlunar- og iðnaðar- ráðherra. Wadimir Lvoff kirkjnmálaniðherra. Hámarksverð. Tafla sú er hér fer á eftir sýnir öll þ»u hámarksverð er sett hafa verið og mnn bætt inn a hana nýjnm hámörhnm jafn- harðan og þan koma, svo að fólk geti altaf séð hvaða gjald má taka af þvf. f/rir þessar vörnr: Rjúpnr kr. 0.35 hver Rjðmabnssinjör — 3.30 kg. Annað smjör ðsvikið — 3.00 — Smáfisknr og ýsa óslœgð — 0.24 — — — — slægð — 0.28 — Þorsknr óslægðnr — 0.28 — — slægðnr — 0.32 — Heilagfiski — 0.40 — Hvitasyknr hg. — 1.10 — Tennar ern tilhónar og ssttar inn/bæði heilir tann- garðar og einstakar tennnr á Hverfisg. 46. Tennnr dregnar út af lækni daglega kl. 11—12 með eða án deyfingar. Viðtalstími 10—5. Sophy Bjarnarson. George Lvoff er nafnkunnur mað- ur. Hann var áður formaður Zemstvo- sambandsins, sem hefir stuðiað svo mjög að því að Rússar hafa getað haldið uppi ófriðnum fram á þennan dag. Arið i9j4 var hann fremstur i fiokki þeirra manna, sem ráðlögðu keisaranum að koma á stjórnarbót. Af því varð þó eigi þá, uppreist varð í landinu, en »dúman« var sett á laggirnar árið 1905. Var Lvoff þá kjörinn fulltriii fyrir Tula. Pavel Nicolaievitch Miliukoff hinn nýi utanrikisráðherra er fæddur árið 1859. Hann stundaði nám í Petro- grad, en varð sögukennari í Moskva árið 1886. Þá er hann hafði kent þar i nokkur ár, var honum vikið frd embætti vegna þess að »stjórn- málaskoðanir hans væru eigi heil- brigðar.€ Fór hann þá til Sofia og kendi þar í tvö ár, en fyrir undir- róður sendiherra Riissa var honum vikið þaðan. 1899 fór hann til Rússlands af:ur og fékst þá við rit- störf og blaðamensku, en var þá hneptur í varðhald og sat þar um hríð. Arið 1902 fór hann af landi burt og dvaldi erlendis i þrjú ár. En þegar hann kom heim aftur * (1905) tók hanu með lífi og sál þátt í frelsisbaráttunni og fyrsta kosningaundirbáningi »dúmunnar«. Var hann kjörinn fulltrúi í Petro- grad, en sú kosning var ónýtt og það var eigi fyr en við þriðju »dúmu«-kosningar að hann komst að. — Hann er sagður gáfaður maður, víðlesinn og kvikar eigi frá því, sem hann hyggur rétt vera. Alexander Ivanovitch Gutchkoff„ hinn nýi her- og flotaráðherra er fæddur 1853. Faðir hans var vell- ríkur vefnaðarverksmiðjueigandi. Þá er Gutchkoff hafði lokið námi gaf hann sig við verzlunarstörfum fyrst í stað. Árið 1907 var hann kjör- inn til »dámunnar« og gerður að forseta hennar. Þegar sem mest vat ólagið á hergagnaiðnaðí Rússa, var hann gerður að formanni miðstjórnar heriðnaðarins, sem þá var stofnuð og því á hann það nú að þakka, að hann hlaut þetta sæti i stjórninni. Kerensky dómsmálaráðherra er ákafamaður mikill og hefir gefið þjóðinni loforð um algerðar umbæt- ur á öllu dómsmálastarfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.