Morgunblaðið - 16.05.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.05.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ léC. c?. ÍDuus cfl~óailó, %3Co)narsírœíi í iReiðtataefni, Fataeíni, Cheviot, Alpakka, PrjónavörurJ ISilki í svuntur og slitsi, Regnkápur, Smávörur og m. fl| Jarðarfor föður mins Þorkeils Hafldórs- sonar frá Þormððsdal, er ákveðin föstu- daginn 18. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili mínu, Hverfisgötu 80, kl. II1/* fyrir hádegi. Ósk hins látna var, að engir kranzar yrðu látnir á kistnna. Reykjavik 14. mai 1917. ðuðrán Þorkelisdóttir. Það tilkynnist bérmeð vtnum og vanda- möonum, að okkar hjartkæra dóttir, Svein- dis, andaðist að beimtli okkar, Lindargötu nr. 2, f dag. Reykjavik 14. mai 1917. Ingitjðrg Gunnarsdóttir, Ebeaecer Helgason. Ungling'ur til mjólkurkeyrslu frá Lágafelli til Reykjavíkur óskas ntí þegar. Uppl. á Hverfisgötu 49. 1. F, U. W. Valur æjing í kvöld kl. hálf- niu síðd. Fjöimennið dugiega Erl. simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). K.höfn 14. maí. Bretar hata tekið Bulle- court og skotg/rafir I»jóð- verja á 1000 metra svæði hjá vegiaum milli Arras og Cambrai. JÞjóðverjar tilkynna að flugvélaárás hafi verið gerð á Zeebriigge. Belgum, sem fluttir haia verið til Þýzkalauds, verð- ur gefið heimfararleyfi í júnímánuði. Þjóðverjar viðurkenna að þeir hafimist lOkílómetra svæði hjá Roeux og 700 hertekna menn. Þjóðverjar hafa gert ár- angurslaus áhlaup hjá Cra- onne. K.höfn 15. maí. Níu brezkar flugvéiar tóku þátt i árásinni á Zee- hriigge. Zeppelins-lofttar- ið 22“ var skotið niður. Gutchkoff flota og her- málaráðherra Rússa hefir sagt af sér. «sss> »■.> a ta s o h, i n e: Afmæli i dag: Holga Árnadwttir, húsfrú. Jórunn IforSmann, ekkjufrú. Eiías Stefánason, útgerSarmaíur. Ricíhard Torfason, bankabókari. Sólarapprás kl. 4.16 Sólarlag kl. 10.36 Háf lóB f dag kl. 4.M og í nóH kl. 4.16 íþróttaæfingar í kvöld: Væringjar kl. 61/,— lxj2 Fram jun. — 7^/j— 9 Reykjav. jun. — 7*/2— 9 Knabtsp.fól. Rvfk — 9 —IOV2 Are kom hingað i gær frá Englandi, með kol, salt og tunnur til Elíasar Stefánssonar, útgerðarmanns. Enginn póstur kom með skipinu. Nýmæli. >Tíminn< flytur hugvekju um' það, að stofnaður verði sjóður og goldnar úr honum mannbætur fyrir hvern íslenzkan fiskimann, sem drukn- ar. Og ætlanin er að féð til sjóðsins verði tekið í fiskitolli. — — Satt er það, að athugavert hefir það verið hve margir menn hafa árlega farið í sjóinn hór við land, en sem betur fer, mun sjóslysum heldur fækka, og aðallega fækkað síöan fleyturnar bötnuðu. ÞÓ er það eun þungur skattur sem sjórinn heiiatir af okkur árlega. Sjálfum okk- ur er að miklu leyti um að kenna, eða er það ekki hastarlegt, að fæstir sjó- menn geta fleytt sér á sundi — kunna ekki sundtökin? Og fjöldi manna druknar árlega vegna þess. Það er sfzt ástæða til þess að amast við mann- bótunum, en hitt ætti að liggja nær, að reyna að koma í veg fyrir þáð að menn drukni, því að mannslífið er í raun og veru óbætanlegt. Það þyrfti að gera sund að skyldunámsgrein í skólunum óg þegar aibr íslendingar eru syndir, þá munum við sjá það að fækkar druknunum. Gullfoss kom til Halifax á sunnu- daginn. Ofrótt hvenær hann muni hafa farið þaðan. Kanpendur Morgunblaðsins, þeir er flutt hafa búferlum, en eigi tilkynt það enn, eru beðnir að gera það hið allra fyrsta. Flóra var á Akureyri í gær. Ný skóverzlnn verður opnuð í dag á Vesturgötu 12. Gefin saman í gærkvöldi jungfrú Guðrún Sigfríður Guðmundsdóttir frá Hrafnhóli og Einar E. Sæmundsen skógvörður. — Morgunblaðið óskar hjónunum til hamingju. Seðlaúthlntnnin. Engum vöru- seðlum verður úthlutað á morguu. Þeir, sem þá áttu að fá brauðmiða geta sótt þá í dag eða á föstudaginn. Skemtnn hefir íþróttafólagið á íþróttavellinum á morgnn, ef veður layfir. Lagarfoss fór frá Blönduósi í gær síðdegis, áleiðis til Hólmavíkur. Þaðan fer hann til tsafjarðarj og svo beint hinga?. Messað á morgun í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 á hádegi (Ól. Ól.). í frík. í Reykjavík kl. 5 síðd. (Ól. Ól.). Sðluturninn. Guðmundur Benja- mínsson hefir selt Söluturninn Einari Gunnarssyni og er nú hættur að verzla þar. Jafnframt hættir sendisveinastöð- in að starfa fyrst um sinn. Bóíusetning. I dag kl. 5—7J verða börn úr Austurbænum bólusett í barna- skólahúsinu. Til Djúpavíkur við Reykjarfjörð sendi hr. Elías Stefánsson í fyrradag botnvörpuskip sitt, er íslendingur kall* ast, með efni í bryggju, sem hann ætl- ar að gera þar, og fólk til þess aö koma henni upp. Skipið fer svo til Akureyrar og sækir þangað efni í hús, sem hr. E. S. lætur reisa i Djúpavik, þar sem hann hefir síldarstöð handa nokkrum skipa sinna eftirleiðis. Sömu- leiðis verður kolabarkurinn stóri, sem hór liggur á höfninni, fluttur þangað norður, og mun aðal »stöðin« verða í honum, enda er nú verið að innrótta skipið til þess. Lóð undir stöðina hefir hr. E. S. tekið á leigu til 40 ára hjá Guðmundi lögmanni Hannessyni. Messað á morgun (uppstigningardag) í dórokirkjunni kl. 12 síra Jóh. Þor- kelsson og kl. 5. síra Bjarni Jónsson. Kolasparnaður. Það er nauðsynlegt að sparlega sé farið með kolin og eigi eytt meiru af þeim en nauðsynlega þarf. En það er vist óhætt að fullyrða, að eigi sé farið svo sparlega með þau eins og hægt er. Það værr t. d. mikill kolasparnaður, ef bakarar bökuðu brauð sín að eins annan- hvorn dag, og bökuðu þá tvisvar, í stað þess að nú baka þeir að eins einu sinni á dag (rúgbrauð) og mik- ill hiti^fer til ónýtis hjá þeim sum- um hverjum. Þessu væri hægt að koma á nú, sökum þess að bökur- um hefir hvort sem er verið bana. að að baka »kökur« og sætabrauð, en nægilega mikið af rúgbrauðum er hægt að baka, þótt öðrum hvor- um degi væri slept úr, en hitinn notaður á hagkvæmari hátt en áður. Er þessu slegið hér fram til athug- unar fyrir alla málsaðilja. Kreppir að. Það eru engin takmörk fyrir þvf, hvað hernaðurinn getur þröngvað kosti okkar íslendinga. Það vitum við vel. Og við vituui líka hvar hættan er mest — að við getum eigi feng- ið nauðsynjavörur keyptar. Eitt hið merkilegasta, sem komið hefir í erlendum skeytum þessa síð- ustu daga, og mest snertir okkur, er sú ráðstöfun Bandaríkjanna, að skipa alLherjar eftirlitsmann mcð matvælum. Það er sýnt, að við verðum að leita til Ameríku um það að fá vörur, og þess vegna verðum. við þá sjálfsagt lika að gefa skýislu um það, hvernig ástandið sé hér í landi. Og sú skýrsla verður að ganga í gegnum matvælanefnd þá sem skipuð verður í Evrópu (Englandi?). En það er hætt við því, að slíkar krókaleiðir flýti eigi fyrir þvi, að við fáum þær vörur er við megum ekki án vera. Og svo er viðbúið, að bannað verði í Bandan'kjunum að selja ýmsar vörur Út úr landinu, nema því að eins að þær eigi að fara til bandamanna. Hlutlausu þjóðimar verða að sjálf- sögðu látnar sitja á hakanum. Hver er sjálfum sér næstur og verði mat- vælaþurð í heiminum, þá verðá hlut- lausu ríkin að bjarga sér eins og bezt gengur. Við getum framleitt allmikinu mat í landinu sjálfu, og líklega nóg til þess að geta haldið í okkur lífinu. En margar vörur verðutn við að fá frá útlöndum, t. d. kornmat, sykur, steinolíu, salt og kol. Og til þess að geta feugið þessar vörur, verðum við áreiðanlega að semja við Banda- ríkin, og það heldur fyr en síðar. Þau biunar ekkert um það þótt þau selji okkur þann kornmat, sem við þurfum. Það er svo hverfandi lítið. En svo gæti þó farið, að við fengj- um eigi neitt, ef það væri dregið þangað til komið er í ótíma, að gera viðskiftasamning. fsland verður að hafa viðskiftaráðunaut í Bandaríkjun- um eigi síður en í Englandi. Hann verður að vera fulltrúi okkar i öll- um samningum við Bandaríkjastjórn. Helzt þyrfti að senda nokkra menn vfestur um haf fyrst, til þess að leggja samning?grundvöllinn, eins og gert var, þegar samið var við Breta sið- ast, því að betur sjá augu en auga. Og annað verður eigi séð, en að nú séu siðusu forvöð til þessa, ef vel á að fara. Við skulum ekki minnast: á það, að Damr hjálpi okkur. Við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.