Alþýðublaðið - 15.12.1928, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 15.12.1928, Qupperneq 2
t ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ Mikið úrval af fallegum jólakortum í Emaus, Bergst.str. 27 Bæjarstjórnarkosningar á Norðfirði 2. janúar, Einkaskeyti til Alpýðublaðsins. Eftiríarandi einkaskeyti barst Aljþý&ublaðniu i gærdag frá „Jafnaöarmanninum“ á Norðfirði: \ Bæjarstjórnarkosnin'g hefír ver- ið fyrirskipuð hér 2. janúar. Prír listar eru komnir fram, skipaðir 8 möninum hver. Fara hér á eftir nöfn fjögurra efstu manna hvers lista: Alpýöuflokkur: Jónas Guð- mundsson oddviti, Þorvaldur Sig- rfcrðsson kennari, Guðjón Hjör- Ieifssori skipstjóri, Stefán Guð- mundsson trésmiður. Ihaldslisti: Páll Þormar hreppstjóri, Jóri Sveinsson verzlunaxmaður, Pétur Waldorff kaupmaður, Sverrir Sverrisson útgerðarmaður. „Fram- sóknar“-listi: Ingvar Pálmason al- pingismaður, Helgi Pálsson kaup- félagsstjóri, Magnús Hávarðsson og Jón Sveinsson útgerðarmenin. Búist er við fjórða lista, sprengi- lista, er íhaídsmenn standa að og útgerðarmenn. 1 „J^Æp,',pnaSu-inn.'‘ Nes í Norðfirði fékk bæjarxétt- indi með lögum frá síðasta þingi, og verða þetta því fyrstu bæjar- stjórnarkosningarnar þar. Frá sjómönnunum. FB., 14. dez. • Farnjr af stað til Englands. Vellíðan. Kveðjur. Skipverjar á „Gylfa“. Útl. Jólabfað drengja, Skátaféíagið „Væringjar“ gefur út jólablað með þessu nafná. Það er 24 bls. í störu bókarbroti, og hið prýðjjlegasta bæði að efn-i og ytra 'frágngia. 1 því eru fræði- greinir, sögúr og ýmsar nytsam- iegay hendingár fyrir unglingá, enn fremur kvæði og vísur og margar myndir. Klemens Jóns- son fyrv. ráðh. skrifar fróðlega og skemtilega grein um útilíf junglinga í Reykjavík fyrir 50—60 árum. Þá er fróðleg grein um „heiðin jól“ eflir Pétur Sigurðs- son. D. Sch. Th. skrifar um „drukknun og lífgun drukkn- aðra“ og Jón H. Guðmundsson prentari ritar skemtilega drengja- sögu, er heitir „Aðfangadagur sendisveinsins'. Jón Oddgeir Jónsson er ritstjóri blaðsiins og (skrifar hann í það margar greinir. Áformað er að gefa svona blað út um jól á hverju ári. Alþýðublaðið er þess hvetjandi, að þetta gagnlega og skemtilega blað verði alment keypt og lesið. Þorsteinn EHingsson: Málleysingjar, æfintýr um dýrin. Reykiavík — prentsmiðjan Guten- berg, 1928. Efni bókarinnar er: 1. Gamli Lótan. 2. Sagan af Sjatar konungi og Sonaide •drottoingu. 3. Sagan af Darjan músavini eða Músa-Darjan. 4. Sassanela hin sægöfga. 5. Bondóla Kasa. 6. Sigurbur mállausi. Pappír er sæmilegur og letur gott. Smámyndir við upphaf og endi hverrar sögu eru haglega gerðar og koma lesanda í gott skap. Ásgeir Ásgeirsson fræðslumála- stjóri hefir ritað formála bókar- innar.. Skýrir hann frá' því, hve- nær sögumar hafi verið ritaðar. Og því næst farast honum svo orð: Sögurnar „komu allar fyrst út í Dýravininum. Hinar fyrri- voru kaUaðar spánskar, pers- neskar og indverskar, en hinar síðari birtust undri nafni Þor- steins sjálfs. En það þarf ekki Iangrar rannsóknar við um upp- runann. Sögurnar sverja sig sjálf- ar í ættina.“ — 1 þessum sög- um er mildi, mannúð og hrein- ar ástir. Konur hafa jafrtan rétt og karlar, og dýrin hafa þar rétt- indi, og umhverfi þerira atburða, sem gerast, er íslenzk náttúra eins og logn og sólskin getur gert hana blióasta. Það eina, sem er austurlenzkt, eru nöfnin og þyt- úrinn í flugi andanna. Æskuást- ir Þorsteins á undrum „Þúsund og einnar nætur“ munu hafa fengið sögúnum þenna búning. En hvað kom þá til, að Þorsteinn lét sín þá ekki getið við fyrstu sög- urnar, heldur gaf í skyn austur- lenzk áhrif og uppruna? Guðrún kona hans spufði hann þess eitt sinn, og svarið var þetta: „Það stóð þá slíkur styr um nafn mitt hér á landi, að ,ég hafði ástæðu til að óttas.t, að dýrin mundu gjalda min, en ekki njöta, ef ég hefði ritað undir nafni:'“ Hvort Þorsteinn hefir ritað sumar sögurnar með hliðsjön austur- lenzkra æfintýra eða frumsamið þær allar, skiftir ekki miblu máli.j Hitt er aðalatriðiö, að þær hafa skáldlegt gildi, eru siðbætandi og ritaðar á fagurri íslenzku. Hjarta Þorsteins slær í frásögn- inni, Skilniingur hans * á tilfin/n- ingalifi málleysingjanna er auð- sær í hverri sögu. ViÖkvæmni Þorsteins er öldukvikið í öllum sögunum. Mannúð hans er heið- ríkjan í þeim. Réttilætistiifinniilng hans er andvarintn, sem um þær leikur. Og kærleikur hans er sól- skinið yfir þeim öllum. Ungir menn og aldnir mumu sögurnar lesa. Og göð frækorn skilja þær eftir í hvers manns hjarta. Sögur þessar hljóta að verða kennurum mikjll fengur. Eru þær ákjósanlegar Iesbækur handa börnum og unglingum. Ekkja Þorsteins Erlingssonar sparar ekkert til að varðveita minningu göðskálds vors. Hún áuðgar bókmentir þjóðar vorrar og styður að uppeldi hennar. En hvernig megnar hún að koma koma þessu öllu í fram- kvæmd? Svo spýrja margir. Hún hefjr gefið út Þyrna, Eiðiinn ;og Málleysingja. Er þetta álit milli fjörutíu og fimmlíu arkir. En Guðrún er starfsöm og störhuga, vitur og vinmörg, örugg og á- ræðin. Þorsteinn þekti Guðrúnu. Og hann kvað: „Ég veit ekki gnýja svo geig- vænan 'heim, að Guðrúnu ofbyði það. » Ég þekki. ei svo viltan og veg- lausan geim, að vængirnir legðu ekki af >stað.“ Er óskandi, að henni endist lengi stórhugur og styrkleiki til þess að framkvæma hugsjónir og vinna kærleiksverk. Hallgmnur Jónsson. Erl@nd slmskeyti. Khöfn, FB„ 13. dez. Jafnaðarmaður stjórnarfoiseti i Eistlandi. Jafnaðarmaðurinn Rei hefir myndað stjórn i Eistlandi með þátttöku verkalýðsflokks, nýbýl- ingaflokks og flokks „kristilegra jafnaðarmanna“. Vond samvizka. Frá Buenos Aires er símað tii Ritzau-fréttastofunmar: Forsetinn í Argentínu tilkynnir, að lögreglan í Rio de Janeiro hafi fundið ! húsi einu þar í horg sprengikúlur, skotvopn oig uppdrætti af járn- brautarkerfi landsins. Ætla menn, að hér hafi samsærismenn átt hlut að, og hafi tilgangur þeirra verið að sprengja í loft upp járnbraut- arlest Hoovers, en lest hans var væntanleg til Rio de Janeiro í dag. Sendisveit Bandaríkjanna segir, að lögreglan hafi síðustu dagana verið að leita að möimum, sem vitanlega eru övinveítti'r Banda- xíkjunum vegna Sacco-Vanzetti- málsins og framkomu Bandarikj- anna gagnvart Nicaragua. Rússneska ríkinu úrskurðuð listaverkin. Frá Berlín er símað: Landsrétt- urinn hefir úrskurðað, að rússi- neska rikið sé eigandi li'staverk- anna, sem ■undirrétturinn bamnaðl að selja á listaverkauppboðinu í növember, samkvæmt kröfu rúss- neskra fursta. Eignarréttur ríkis- ins byggist á úrskurði rús'snesku stjórnarinnar árið 1920, eri sam- kvæmt honum var ákveðið, að lausar eignir rússneskra manna, sem flúið hefðu frá Rússlandh væru eign ríkisins. Virkisdeilan. Frá Washington er símað: Stjörn Bandaríkjanna hefir árarng- urslaust reynt að miðla málum á milli Paraguay og Boliviu,. Fulltrúar Boliviu á al-amerísku ráðstefnunni hafa lýst yfir því, að þeir ætli sér ekki að takí? þátt í ráðstefnunni fyrr en Para- guay greiði Bolivíu hæfilegar skaðabætur fyrir árásina. Stjörnin í Argentínu hefir nú gert tilraun til málamiðlnnar. Khöfn, FB„ 14. dez. . Frá Washington er símað: Sendiherra Paraguay hefir fengið tilkynningu frá stjórninniii í Pa- raguay þess efnis, að Bolivia dragi saman her á landainiærum Paxaguay og Boliviu, Stjörnin i Paraguay kveðst því álíta vafa- samt, hyort hægt muni að komasí hjá ófriði, en meiri bjartsýni um það virðist ríkjandi í Bandaríkj- unum. Þannig er það taLið göðs viti, að fulltrúar Boliviu eru aftur farnir að taka þátt í al-amerísku

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.