Alþýðublaðið - 29.05.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.05.1920, Blaðsíða 2
9 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreidsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Guíenberg í síðasta lagi kl. IO, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Po’*Shan kolanámurnar og gler- verksmiðjurnar, sem hvorttveggja var kínversk eign, hafa þeir söls- að undir sig á þann hátt að þeir gerðust fastir kaupendur aturðanna og neyddu síðan verksmiðjueigend- urna til að selja. Þjóðverjar létu Kínverja eiga járnbrautir sfnar sjálfa og hafa innfædda starfsmenn við þær. Jap- anar hafa gert mikið af þeim að japanskri eign, rekið kínversku starfsmennina frá og sett japansk- an hervörð í staðinn. Þrátt fyrir bann Kínverja hafa þeir reist loft- skeytastöðvar í Tsingtau og Han- kow. í raun og veru fara þeir að svo sem þeir ættu Kínverjana með húð og hári. Er líklegt að afieiðingarnar af þessu háttalagi þeirra verði alvar- legar, áður en langt nm líður. (Foreign Affairs.) „Allir jafnir fjrir lögunum" Saga frá Bretlanði. Verjandi ákærða kvað Hanson vera hinn „svæsnasta bolsivík, anarkista og kommunista.“ Hanson kvaðst eígi vera bolsi- víki, enda þótt hann féllist á ýmsar skoðanir þeirra. Lark fór því næst ýmsum illum orðum um Hanson í réttinum og kvað hann og aðra af líku tagi standa fyrir verkföjlum, og væri það alt undirróður bolsivíka. Dómarinn kvað það að vísu eigi svo mega vera, að menn ræddu skoðanir með broddstafa- stungum, því það væri stjórnleysi. En það væri merkilegt, að þeir sem hrópuðu hæst um byltingu og stjórnleysi væru fyrstir til að ka la á lögregluna. Dómarinn kvað Hanson hafa gleypt við ýmsum nýjum stefnum og prédikað þær og viðurkent stefnu og aðferðir bolsivfka, sem væru jafn ófyrirgefanlegar þar, þótt þær væru ef til vill afsakan- legar í Rússlandi. Síðan dæmdi kviðurinn Lark sekan um ólöglegan áverka. Dómarinn kvað úrskurð kviðs- ins vera eina úrskurðinn sem væri sæmandi „gentlemönnum“ og á- kvað að Lark skyldi sitja 30 daga í einföldu fangelsi, en eigi skyldi hann greiða Hanson neinar bætur fyrir áverkann. Þessi saga er gott dæmi um „rétt" þann er þeir menn eru beittir, sem hafa skoðanir, og þarf jafnvel eigi meira til, en að þeir séu grunaðir um að hafa skoð- anir, til að þeir séu dæmdir óal- andi og óferjandi. X Enska blaðið „Daily Herald“ segir frá eftirfarandi sögu um enskt réttarfar, og er hún jafn ótrúleg sem hún er viðbjóðsleg, þótt hún verði ekki rengd. Vélasíuiður nokkur, að nafni Al- bert Hanson, var á ferð heim til sín af fundi nokkrum, ásamt konu sinni. Ræðst þá aftan að honum maður, að nafni Frank Lark, véla- maður, og rekur broddstaf aftan í háls Hansons, svo hann féll ör- vita niður. Daginn eftir voru haldin réttar- próf í málinu. Dómarinn heitir Lavvrence. Hann er 77 ára að aldri og hefir síðan árið 1904 haft 5 000 pund (100,000 kr.) á ári í laun. Achille Russo heitir prófessor við háskólann í Catania á Sikiley, sem hefir gert tilraunir til að veiða fisk með hjálp rafljósa »automat- iskt«. Árangurinn hefir verið svo góður, að fyrirkomulagið hefir fengið almenna viðurkenningu. Fiskiráðuneytið hefir nýlega látið í Ijósi, að fyrirkomulag þetta gæti haft hina mestu þýðingu. Verk- færið, sem prófessor Russo hefir fengið einkaleyfi á, er hægt ad nota bæði við skemtiveiðar og al- mennar fiskiveiðar. Verkfræðisrit kemst svo að orði, er það hefir lýst hinum ýmsu aðferðum Russ- os: »Sá hluti vatnsins, sem ráf- ljósið lýsir upp, úir og grúir hreint og beint af sæg fiskjar, en ætíð smáfiski, en rendur Ijósflatarins sortna af fullorðnum fiski.s Að- ferð þessi hefir það fram yfir aðr- ar fiskiaðferðir sem hafa ljós tiE hjálpar, að einn maður getur stjórn- að öllu saman, þar sem hinar þurfa venjulega þrjá báta með 10—15, fiskimönnum. Verkfæri Russos samanstendur af vatnsþéttum lampa sem innifelur rafmagnsperu, raf- geymi og verkfæri, sem lampinn og netið, sen^ veiða á í, eru fest á. Hvenær skyldu íslendingar fara. að veiða síld á þennan hátt, þeg- ar hún er hætt að sýna sig ofan- sjávarf Alleftirtektarverð eru finsku lög- in frá 24. okt. 1919, sem fjalla um vinnu í búðum, skrifstofum og geymslustöðum, og gengu f gildi 8. febr. 1920. Þar er svo ákveðið, að búðir og skrifstofur skuli á virkum dögum opnar frá kl. 8 að morgni til kl. 6 eftir miðdegi, nema aðfangadaga helgi- daga skal þeim lokast kl. 5. Þó er bæjarstjórnum heimiluð undan- þága fyrir mjólkur-, brauð- og blómasölastaði, þó mega þær að eins vera opnar 2 tíma á sunnu- og helgidögum. Börn innan 14 ára aldurs mega ekki vinna á þessum stöðum, og börn á aldrinum 14—16 ára að- eins 6. tíma á dag. Unglinga milli 14 og 18 ára má ekki nota.til að bera, lyfta, draga eða ýta þungum byrðum eða vagnhlössum, eða vinna aðra slíka vinnu, sem gæti haft ilt áhrif á heilsu þeirra. Verzlunarmenn má ekki láta vinna lengur en 47 tíma á viku, eða að meðaltali 8 tíma á dag samfleytt. Samt megá þeir vinna yfirvinnu mest 10 tíma á viku, en þó ekki lengur en 100 tíma á ári. Fyrir slíka vinnu ber þeim 50% hækkun á kaupi. Þeir verzlunarmenn, sem vinna 8 tíma á sólarhring, eiga rétt til

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.