Morgunblaðið - 06.01.1918, Side 7

Morgunblaðið - 06.01.1918, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 * H lutaútboð til. kartöfluræktunarfélags. Við undirritaðir höfum ákveðið að beita okkur fyrir stofnun hluta- félags, sem hefir það markmið að byrja á kartöflurækt í stórum stil þegar á næsta sumri. Gefst því til kynna að þeir sem gerast vilja hluthafar í þessu félagi, geta átt kost á að skrifa sig fyrir hlutum til io. janúar næstkomandi á skrifstofum Vísis og Morgunblaðsins og eins á Búnaðarfélagsskrifstofunni. Upphæð hlutanna verður 50 — 100 — 500 — 1000 krónur. Komi nægilegt framboð á hlutafé (á þessu setta timabili' til þess að hægt sé að byrja á rekstri fyrirtækisins, verður haldinn fundur um miðjan janúar með þeim er hafa skrifað sig fyrir hlutum og tekin ákvörðun um hvort félagið verði stofnað og um frekari framkvæmdir. Bjóðist meira fé fram en tök verði á að nota á komandi sumri, verða þeir, sem fyrstir verða til að skrifa sig fyrir hlutum, látnir sitja í fyrirrúmi með að gerast hluthafar. * Það skal tekið fram, að tilætlunin er að hlutaeigendur, er þess óska, eigi forkaupsrétt að uppskerunni i hlutfalli við eignir sinar í félaginu. Nánari upplýsingar á áðurnefndum skrifstofum og hjá undirrituðnm. Guðm. Jóhannsson. Þórður Oiafsson. (frá Brautarholti). (frá Borgarnesi. Skrifst. Árna Benediktssonar er flutt í hús Nathans & Olsens (2. hæð). Aðalfundur Framfarafélags Seltirninga verður haldinn laugardaginn 12. janúar á venjulegum stað og tima. Fundarefni samkvæmt 6. og 9. gr. félagslaganna. Breyting á 4. gr. og svo önnur mál er upp kunna að verða borin á fundinum. Félagar fjölmennið. S t j ó r n i n. Nýárssundið. »öllum alheilbrigðum manneskjum er holt og hættulaust að baða sig i hreinum sjó, þó kalt sé, ef gætilega er farið«. G. Björnson, landl. I. Nýárssundið hefir eins og að undanförnu farið fram hér á höfn- inni við bæjarbryggjuna. Fólk hefir skemt sér vel og blessað sundkapp- ana i hcga að verðleikum. Því það mega menn vita, að þeim er ekki fisað saman, er þreyta Nýárssundið. Eins og flestir bæjarbúar vita, þá er höfnin okkar aðal-endastöð sorpræsa borgarinnar. Eins og það var og er sjálfsagt að koma sorpræsum í hverja götu í borginni, og með þvi girða fyrir þann óþrifnað og sóða- skap, að helt sé skolpi og óhrein- indum á göturnar, eins er það að mínu áliti afar sóðalegt, að láta þennan óþverra hafa aðalútrensli sitt i sjálfa höfnina, sem að heita má að nú sé lokuð. Bilið á milli garðanna, innsiglingaropið, er að eins 95 stikna breitt. Er fram líða stundir mun sjást að þetta var og er óheillaráð; sá illi ódaunn, sem þegar er farið að leggja frá þessari endastöð sorp-æsanna, sýnir það bezt. Þótt straumur sé talsverður i höfninni, er hæpið að hann sé svo sterkur, að hann hreinsi allan þann óþverra, er af þessu óheilbtigða rensli leiðir. Ætti ekki að laga sorpræsalagningu borgarinnar? Hætta að leiða sorpið í nýju höfnina okk- ar? Ætli það mundi ekki svara vel kostnaði að breyta stefnu allra, eða flestra, sorpræsanna, t. d. suður í Skerjafjörð? Ef dælt væri úr sorp- ræsunum, t. d. upp að Skólavörðu, mundi verða nægur halli þaðan suð- ur i Skerjafjörð*. Að þetta er vel frafúkvæmanlegt vita verkfræðingar. Góð dýrtíðarvinna ætti þetta að geta orðið fyrir marga. Hvar hugsa menn sér annars frá- rensli Landsspítalans, ef hann á að standa i Skólavöiðuholtinu ? Ætli að skemsta og heppilegasta leiðin verði ekki suður í Skerjafjörð? Nú er mér spurn? getur »Nýárs- sundið* farið oftar fram hér á höfn- bni eða við bryggjurnar? Sjá ekki allir, að höfnin á ekki að vera sund- staður borgarbúa, getur það ekki — að mér virðist — að framangreind- ástæðum. Ekki ætti sundíþrótt- að dofna við það, þó að kapp- s,1nd hættu að fara fram hér við ^fnarbryggjurnar. Gagnsemi sunds- lQs er jafnmikið, þó að sundið yrði ^ sækja lengra leið. Var ekki einu« Sl°ni bannað að baða sig hér að n°tðanverðu við Reykjavík? Ætti ^ ekki að vera nóg til þess, að Sllndtnót yrðu ekki háð hér á höfn- Um ^ Kaupmannahöfn er sörpræs- a borgarinnar stefnt (dælt) út á | s;!ffur> °g þaðan út í Eystrasalt. # '. ? höfnina rennur saurinn ekki. MUeti getum við lært af Dónum. inni, eða er bannið ekki lengur í gildi? Spyr sá sem ekki veit. Sundíþróttin hefir verið kölluð ojsótl íprótt, hvert það er satt, geta menn séð á undirtektum bæjarstjórn- arinnar, ef fram kæmi tillaga að flytja Sundskdlann frá Skerjafirði — út i örfirisey (sunnanverðu). Flestir eru nú orðnir ásáttir um það, að flytja beri Sundskálann sem allra fyrst frá þessum bræðslu- og grútar- stöðvum, sem risið hafa þar i nánd við skálann. Flest virðist mæla með þvi, að Sundskálinn standi einmitt út í Orfirisey — fyrst og fremst er þar hreinn sjór fyrir sundmennina og ágætis útsýni fyrir áhorfendur, og þar sem nú að grútarbræðslustöðin, ?em þar hefir verið, á að hætta starfa sínum i eyjunni, þá mun að flestra dómi vera sjálfsagt að Sund- skálinn stai^i þar í eynni sunnan- verðu eins og oft áður hefir verið bent á hér í blaðinu. í nánd við Reykjavik er, eftir þvi sem eg veit bezt, enginn staður eins heppilegur fyrir sundskálann sem hafnareyjan (Örfirisey). Mér er sagt að það standi að eins á leyfi bæjar- stjórnarinnar, að fá sundstæði fyrir »Skálann« út i Örfirisey. Hafi þessi orðrómur við nokkur rök að styðj- ast, þá má með sanni segja að sundiþróttin sé ofsótt iþrótt, — að minsta kosti hér i Reykjavik. 1. janúar 1918. Sundmaður. Dufansdalsnáman. Svo er hún kölluð, náman í Arnarfirði þar sem kclin eru nú tekin. Réttara er að kalla hana Þernudalsnámu, þvi að dalurinn sem unnið er i, heitir Þernudalur. A rennur eftir dalnum. Fram i dalnum er foss í henni, og þar fyrir neðan gljúfur stór. 1 gljúfrum þess- um hafa fundist kol. Það var á þeim árum sem Guðm. E. Guð- mundsson fékkst við kolagröft í Dufansdal, að menn veittu þessu fyrst verulega athygli. Reyndar hafði Sumarliði bóndi á Fossi fundið þar surtarbrand og látið flytja heim, en surtarbrandurinn finst svo víða á Vestfjörðum að þessu var enginn gaumur gefinn, fyr en Guðmundur kom. Hann lét taka þar upp dá- litið af kolnm en þau reyndust ekki vel, og var þá hætt að vinna þar. Siðastliðið sumar var aftur byrjað að vinna þarna. Félag var stofnað hér í Rvík. það sendi menn vestur og unnu þeir þar til siðasta sept. Þá varð ágreiningur milli þeirra er unnu og félagsmanna, og fór þá nýr verkstjóri til Þernudals og þangað fluttust aðrir menn. Eg var einn í tölu þessara nýju manna. Hitti eg Jónatan Þorsteins- son á Blldudal. Auglýsti hann þar eftir mönnum og bauð 5. kr. á dag og f ítt fæði og húsnæði. Þetta voru kostakjör, þvi að litið var um vinnu, og varð eg feginn að komast að starfi þessu, en fegnari varð eg þó, að komast burtu frá þessum kostakjörum og mun eg reyna að segja frá, hvað því olli, en segja þó fyrst frá námunni. Náman er hér um bil noometra frá sjó, og er hæðin yfir sjávarflöt frá 50 — 60 metra. Að vestanverðu við gilið hafa verið grafnar nokkrar holur. Ná þær stutt inn i fjallið, eigi lengra en 4 metra, utan ein, sú er við unnum í. Hún var þá er eg fór, 10. des., 13 metrar á lengd, 2 metrar á hæð og 3 á breidd, eða mjög nálægt þessu. Við gátum að eins unnið þarna i þrjár vikur, frá byrjun október. Skorti þá sprengi- efni, en án þess er ekki hægt að vinna, þegar inn kemur i bergið. Mjög voru kolalögin óregluleg og lágu þau ýmist upp eða niður. Oft var það, að þótt borað væri í stein, þar sem engin kol sáust, þá voru kol fyrir innan. Það kom einnig fyrir, þó að sprengd væru upp kola- stykki, að eftir lá grjót, og virtust kolin þannig vera í pollum, en ekki i reglulegum lögum. Mikið var af við i kolunum og rcyndist hann bezt eldsneyti þar i dalnum. Verri þóttu jurtaleyfarnar, enda hygg eg, að þær hafi oft ekki verið nógu vel greindar frá steinin- um. Er það vandasamt verk og mjög seinlegt. Þarf til þess birtu góða og helzt hita, þvi ákaflega er það kaldlegt. Við vorum 6, sem unnum þarna. Fyrst eftir sprengingu hverja voru tekin frá þau stykki,# sem álitið var

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.