Morgunblaðið - 14.01.1918, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.1918, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Rúmstæði Og Rúmfafnaður beztur í Vöruhúsinu Hérmeð tilkynnist heiðruðum við- skiítavinum minum, að eg nú með s.s. Sterling fer alfarinn til Dan- merkur og hefi því selt þeim herr- um Kristjáni Guðmundssyni og Hall- dóri Oddssyni vinnustofu mína á Bergstaðastræti i hér í bænum. Jafnframt og eg þakka kærlega fyrir viðskiftin á liðnum árum óska eg að vinnustofa þessi megi fram- vegis njóta hylli þeirra eins og að undanförnu. Reykjavík 12. jan. 1918 Páll GuðmundsBon Geysir Export-kaffi . er bezt. Aðalumboðsmenn: 0. JOHNSON & KAABER. Æaupié cJfíorgunBl Indverska rósin, Skáldsaga eftir C. Krause. 67 Uppieistarmenn vissu það að þeir áttu eigi ueinnar náðar að vænta og börðust þvi sem æðistryltir. þrisvar sinnum skoraði Robert ofursti á þá að gefast npp, en þegar þeir vildu það eigi, lét hann aka fram fall- byssum og skjóta á þá. Einni stundu síðar var bardagan- um lokið. þegar Arthur Verner færði ofurstanum lista yfír þá er fallið höfðu, komu tár 1 augu Roberts, því að þar var Robe flokksforingi efstur á blaði. þegar dagur ljómaði fór John Fran- cis með ofurstann *pp í turninn og benti út á vatnið. — Lítið til austurs, herra greifi! Robert sneri sér við og það kom gleðisvipur á andlit hans er hann sá að þar komu þrjú stór herskip, er sigldu undir brezka fánanum. — þarna kemur hjálpin, mælti John Francis. Víginu er bjargað! Lengi lifi England! — Lengi Iifi Georg konungur! hrópuðu liðsforingjarnir og veifuðu sverðum sínum. Ágætt saltkjðt fæst í Kaupangi. Ræningjaklær. Skáldsaga úr nútíðar sjóhernaði, eftir hinn góðkunna norska rithöfund 0vre Richter Frich, er komin út og fæst á afgreiðslu Morgunblaðsins. Hinhver hin skemti- legasta og ódýrasta sögubók sem út hefir komið á þessum vetri. Passiusálmar og 150 sálmar eru aftur komnir út. Fást hjá bóksölum bæjarins. Isaf. - Olafur Björnsson f>á kvað við fallbysBuskot það voru sfeipin sem hyltu brezka fánauu er blakti yfir Buckinghamturninum. Fjórði kafli. I. Sú röggsemi er Robert Cumber- land greifi hafði sýnt { því að verja St. Georgsvfgið, hafði vakið hugrekki hinna annara hersveita og hvatt þær til nýrra dáða og þess vegna lauk strfðinu betur en á horfðist. Og nú var hinn ungi herforingi kominn til Plymouth ásamt lífvarð- asveit sinui og átti að halda innreið sfna í borgina. Frá því árla morguns höfðu höf- uðborgarbúar verið á ferli til þess að taka sæmilega á móti hinum hraustu hermönnum. Og sumstaðar var svo mikil mannþröng á götum, að öll vagna-umferð stöðvaðist. í lokuðum vagni sátu tvær stúlk- ur og tölnðu svo alúðlega að ætla mátti að þær værti systur, enda þótt þær væru ólíkar. það var auðsáð að þær voru mjög órólegar, og þegar ökumaðurinn full- vissaði þær um það að hann gæti eigi komist neitt áframj fyrir fólk- inu, hrópaði hin eldri: — f>á skulum við heldur ganga! — Nei, mælti hin yngri, það er lffsháski að hætta sér út í þessa mannþröng. Og ank þess sjáura við hér vel yfir. — ó. sonur minn! andvarpaði hin eldri. Sonur minn! — |>ór fáið bráðum að faðma hann að yður frú Verner, mælti Helena Forster, því að þetta var hún. Hafði hún kynst frú Verner fyrir nokkru og fór nú með henni til þess að taka á móti Arthur Verner liðsforingja, Nú heyrðist kliður allmikill og í fjarska Bázt jóreykur. — Þarna koma þeir! þarna koma þeir! hrópaði fjöldinn. Kona nokkur brúnleit í andliti, hafði gripið f vagnhurðina og hólt sór þar dauðahaldi. — Ó, frú mfu góð! hrópaði hún. Ef þér eruð móðir þá veitið mér þá bæu mfna að fá að stfga upp á vagn- inn, svo að eg fái að sjá son minn. Frú Verner veitti þá bæn, og kon- an settist í fremsta sætið. Helena virti hana fyrir sér. Sá hún það að þessi kona mundi hafa verið forkunna- fríð meðan hún var ung, en rauna- leg á svip. — þessi óheilla ófriður hefir sjálf- Bagt grætt yður, mælti frú Verner.j; — Já, svaraði ókunna konan og leit til henuar. Mér hefir liðið ákaf- lega illa. Vátryqqmgar. %3$runatrygcfingarf sjó- og stríðsvátryggingar. O. Jofjnson & Kaaber. Det kgl. octr. Brandassurance Kaupmannahöfn vátryggir: hús, húsgögn, alls- konar vöruforða o. s. frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heima kl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. i Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen) N. B. Nielsen. Brunatryggið hjá „W OLGA* Aðalumboðsm. Halldór Eiríksson, Reykjavík, Pósthólf 385. Sfmi.115. Umboðsm. i Hafnarfirði kaupm. Daníel Berqmann. ALLSKONAR VATRY GGINGAR Tjarnargötu 33. Símar 23561429 Trolle & Rothe. Trondhjems vátryggingarfél. h.t. Allsk. brunatryggingar. Aðalumboðsmaður Carl Finsen, Skóla/örðustíg 25. Skrifstofut. 5J/a—6^/2 s.d. Tals. 331 iSunnar Cgiíson skipamiðlari, Hafnarstræti 15 (uppi). Skrifstofan opin kl. 10—4. Sími 608. Sjó-, Stríðs-, Brunatryggingar. Talsími heima 479. — En sonur yðar kemur vonandi heill á húfi heim aftur? — Já, guði sé lof! — SoDur hennar er sjálfsagt meðal hermannanna, hvíslaði frú Verner að Helenu. Hiu unga stúlka svaraði eugu. |>að var eins og gamlar endurminn- ingar hefðu hertekið huga hennar. — f>arna koma þeir! grenjaði múgurinn. Konurnar f vagninum stóðu á fæt- ur ’til þess að geta sóð betur. A undan herdeildinni reið liðsforingi nokkur með fána á lofti og var hann allur sundurskotinn og svartur af púðurreyk. A eftir honum kom Ro- bert Cumberland greifi, hinn ungi herforingi, sem hafði vakið öfund margra eldri liðsforingja. Hann kvaddi hinn gleðitrylta múg á her- manna vísu. Ókunna konan í vagn- iuum rak upp gleðióp er hún sá hann. — Ó, hvað hann er fagur! and- varpaði hún og hneig aftur niður í sæti sitt. Um leið ruddist maður fram að vagninum, greip hana eins og hún hefði verið barn og hvarf með hana út í mannfjöldann og mælti um leið; — Hvað gerir þú kona? Ætlarðu að koma upp um sjálfa þig? Helena hafði þekt manninn þótt húu sæi honum að eins bregða fyrir sem snöggvast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.