Morgunblaðið - 25.01.1918, Side 2

Morgunblaðið - 25.01.1918, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Frá Akureyri. Þar fór fram bæjarstjórnarkosning síðastl. laugardag. Voru kosnir tveir fulltrúar, og hlutu kosningu þeir Stefán skólameistari Stefánsson með 182 atkv. og Erl. Friðjónsson með 179 atkv. Allur fjörðurinn ein íshella. Mætti sjálfsagt fara ríðandi þaðan alla leið til Siglufjarðar. Menn frá Siglufirði gengu upp á fjall í gær. Svo langt sem sást var samfeldur ís. Frá Þingeyri. Af upphæð þeirri, sem jafnað hefir verið niður hér í kauptúninu, hefir verzlun bræðranna Proppé verið gert að gjalda 34 %. Mun það vera eins dæmi hér á landi, að nokkur veizlun borgi svo mikinn hluta útsvaranna. Auk þess gjalda Proppé bræðurnir hvor fyrir sig útsvar af árstekjum sinum. ísinn er hinn sami. Bjarndýr skotið. Morgunblaðinu var símað frá Norð- firði i gær, að bjarndýr hefði verið skotið i fyrradag i Dalakjálka í Mjóa- firði. Er þetta sjötta bjarndýrið sem lagt er að velli hér á landi i vetur. Bannlög. Að nndanförnu hefir áfengismálið verið ofarlega á dagskrá hjá Dönum. Bindindisfiokkarnir þar i landi hafa kúvent, eins og sums staðar annars- staðar, og heimta nú bannlög. En í annan stað hafa andbanningar myndað með sér félög, víðsvegar um landið og ganga þau undir nafn- inu »Den personlige Friheds Værn«. Nafnið sjálft bendir til þess, hver stefnuskrá félaganna er og í þau hafa gengið margir hinir merkustu borgarar Dana — eigi af þeirri ástæðu að þeir séu blindir fyrir skað- semi ofdrykkju, heldnr vegna hins, að þeir álíta sig svifta einhverjum hinum dýrmætustu mannréttindum sinum, ef bannlögum yrði komið á, og vegna þess að þeir álíta að hóf- semi manna sé ver borgið undir bannlögum, heldur en undir ábyrgð- artilfinningu hvers eins og almenn- ingsáliti. A þessa skoðun fallast og sumir hinir nýtustu starfsmenn bind- indishreyfingarinnar, eins og t. d. Otto Larsen stórkaupmaður, sem um langt skeið hefir verið foringi bindindismaDna i Kaupmannahöfn. í grein, sem hann ritar í »Politik- en« 8. nóvember segir hann svo: — I mörg ár hefi eg á ótal fund- um viðsvegar um landið haldið þvi fram, að bölvun áfengisins sé mál sem alþjóð varðar og lögggjafarvaldið verði að stemma stigu fyrir þvi. En skoð- un min um það efni samrýmist alls eigi hinni áköfu bann->agitation«, sem sérstakir menn innan bindindis- félaganna hafa komið á stað og flest- ir bindindismenn hallast nú áreiðan- lega að. A mörgum fundum, er haldnir hafa verið um bannið þessi síðustu ár hefi eg skýrt tekið fram allar þær ástæður, sem mér þykja mæla í móti bannlögum. Og þótt eg eigi það á hættu að verða »trúvillingurc í félagi því, er eg hefi barist fyrir i mörg ár, þá vil eg þó eigi láta þröngva mér til að fylgja stefnu, sem er mér jafn fjarri skapi og bann- stefnaD. Komi svo það sem koma vill, en réttinn til þess að ákveða það sjálf- ur að vera í bindindi, það getur hvorki »Den personlige Friheds Værn« né »bannklíkan« frá mér tek- ið og eigi heldur kyrkt áhuga minn fyrir bindindis-hugsjóninni. Fyrst áfengisbölið snertir alþjóð, þá kemur það eigi eingöngu við »Den personlige Friheds Værnc né bindindismönnum, heldur þjóðinni sjálfri, og hver sá, er vill hjálpa til að útrýma því hefir rétt til þess að leggja orð í belg. Um aðferð Bratts hins sænska geta menn t. d. sagt hvað sem þeim sýnist, en það verða menn þó að viðurkenna, að hann hefir af ein- beittri alvöru reynt að stemma stigu fyrir áfengisbölinu. Þess vegna di- ist eg innilega að dr. Bratt. Það er mín skoðun að áfengis- málið eigi að hlita sömu meðferð og önnur alþjóðarmál: að sem allra mestar kröfur séu 'gerðar til hvers einstakligs, að einstaklingsfrelsið sé sem óskertast, þar sem það kemur eigi í bág við almenningsheill. Þess vegna verða lögin að taka hart á þeim sem eigi kunna sér hóf, en láta hina vera í friði, sem ekkert hafa af sér brotið. Eg veit vel að það er vandasamt að koma löggjöfinni i þetta horf, en góður vilji er sigursæll, og með- an ekki er reynt að fara þennan veg er erfitt að færa fram sönnur fyrir réttmæti bannlaga. Frá minu sjónarmiði er það al- veg sjálfsagt að áfengislöggjöfin ger- ir miklar kröfur til ábyrgðartilfinn- inga hvers einstaklings. Eg skal þó eigi tala neitt nánar um þetta. Það munu gefast tækifæri til þess siðar. Með þvi, að krefjast sem allra mestrar ábyrgðartilfinningar af hverj- um einstakling og með því að glæða þá sannfæringu hjá þjóðinni að áfengisbölinu eigi að útrýma og þvi skuli útrýmt, berjumst vér til sig- urs. Vér meigum að eins eigi blind- ast af þvi sjálfsáliti að vér séum beztir og að engir aðrir vilji vel. Þvi að höfum vér að eins sannfært þjóðina um það, að vér höfum á réttu að standa, þá mun það rætast er Labori sagði i Dreyfus-málinu: »Sannleikurinn kemur fram og ekkert getur stöðvað hann.« Kartöfluræktunarfélagið stofnað. í íyrrakvöld var kartöfluræktunar- félagið stofnað á skrifstofu Búnaðar- félags íslands. 1 stjórn þess voru kosnir þeir Guðm. Jóhannsson og Þórður Ólafs- son, sem voru frumkvöðlar fyrir- tækisins, og Ben. Sveinsson banka- stjóri. En varastjórnandi var kosinn Einar Helgason garðyrkjufræðingur. Endurskoðunarmenn voru kosnir þeir Jón Þorláksson verkfræðingur og Pétur A. Ólafsson konsúll. Stofnféð er 8000 krónur, en stjórn- inni var gefin heimild til þess að auka hlutaféð upp í 12 þús. kr. Mun það sennilega verða bcðið út að nýju, þó vafalaust muni margir þeirra, sem þegar hafa skrifað sig fyrir hlutum, bæta við sig einhverju. Fundurinn samþykti að taka þegar 20 dagsláttu land á Brautarholti á Kjalarnesi til ræktunar á komandi sumri. En gert mun vera ráð fyrir þvi, að tölvert stærra land verði tekið til ræktunar síðar. Áburður i matjurtagarða Víða stendur það matjurtarækt fyrir þrifum, að áburð vantar i garð- ana. Mátti sjá það glögt i sumar í kartöflugörðunum hérna á Skóla- vörðuholtinu. Þeir sem höfðu næg- an áburð fengu góða uppskeru, en aðrir litla eður enga. í vor verður áburðarleysið sjálf- sagt enn tilfinnanlegra heldur en áður, bæði vegna þess, að menn munu hafa fullan áhuga á þvi, að rækta sem mest af matjurtum og í annan stað vegna þess að minna mun um áburð heldur en að undan- förnu og sama sem enginn tilbúinn áburður. Þar sem hægt er að ná í þara, má auðvitað hafa hann í garða, en eigi geta allir hagnýtt sér það. Og þótt Reykvlkingar gætu fengið þara i matjurtagarða siua, þá verður hann altaf dýr. En þá er að nota annað áburðar- efni sem margir eiga nú nóg af og það er tnóaska. Hún er ágætur áburður og gerir jarðveginn feitan og mjúkan. í haust voru bæjarmenn i hálfgerð- um vandræðum með það hvað þeir ættu að gera við móöskuna. Og sumir höfðu reiknað það út að það mundi kosta nær jafnmikið og mór- inn kostaði, að koma frá sér ösk- unni — þvi að þeir sem hreinsa ösku og sorp voru þá orðnir dýrir á vinnu sinni. En menn eiga ekki að amast við öskunni og það er ekkert vit í því að fleyja henni eins og gert mun hafa verið. Það væri þarfaráð ef bæjarstjórn hefði fasta menn til þess að safna móösku í bænum, flytja bana upp i kartöflugarðana í Skólavörðuholtinvr og safna henni þar í hauga til vors- ins. Þvi að eigi má fleygja ösk- unni ofan á jarðveginn, heldur verð- ur að blanda henni í garðana jafn- óðum og þeir eru stungnir upp eða plægðir, svo að h 'ún fjúki ekki burtu Gæti bæjarstjórn svo náð upp kostn- aðinum við öskuhreinsunina, annað- hvort með þvi móti að taka gjald fyrir öskuhreinsunina eða taka hærri leigu fyrir garðana. Er það auðvelt þegar áburðurinn fylgir þeim. En að fleygja öskunni núna i Tjarnarveginn, eða annarsstaðar til uppfyllingar — það nær ekki nokk- urri átt. Baráttan gegn kafbátunnm 40 þú3. hugmyndir rannsakaðar. Það er enginn vafi á þvi, að bar- áttunni gegn kafbátunum miðar vel áfram og virðist vera að koma að verulegu haldi fyrir bandamenn. Er það og víst, að Þjóðverjar hafa mist miklu fleiri kafbáta tiltölulega, nú upp á siðkastið, heldur en þeir gerðu áður. Daniels, einn ráðherra Banda- ríkjanna, sagði nýlega í ræðu, að stjórninni hefðu borist 40 þús. hug- myndir til þess að finna og granda kafbátunum, siðan Amerika komst inn i ófriðinn. Allar þessar hug- myndir hefðu orðið bandamönnum að miklu liði. Hann kvaðst ekki trúa þvi, að hægt væri að finna nokkurt ráð sem gerði kafbátaárásír ómögulegar, en það sem mest á riði væri að finna ráð til þess að sjá kafbátanna í kafi. Ef þeir fyndust eða sæust þá væri til-' tölulega auðvelt að granda þeim Daniels sagði að stjórninni væri engin launung á því, að bezta vörn- in, sem enn þektist, væru hraðskreið varðskip. Bandarikjastjórn hefði smíðað mörg hundruð slíkra skipa og sent til Norðurálfu þar sem þan hefðu grandað fjölda kafbáta. Það þyrfti að smíða enn fleiri hraðskreiða tundurspilla. Þá mundi brátt kom3 i ljós, að kafbátarnir hyrfu og banda- menn gætu farið ferða sinna hættu- laust. Kvikmyndaskoli. Viða hjá stórþjóðunum hefir vet$ haldið uppi skólum, fyrir fólk seo3 vill læra að leika í kvikmyndum, 0% hefir árangurinn af þvi orðið mje# góður. Nú hafa Danir tekið opP þá hugmynd og sett á stofn í Ka°P' mannahöfn skóla fyrir kvikmyo^3' nemendur. Eru þeir Aage Hert*‘> Svend Kornback og Olaf Fönss a.°' almenn fyrirtækisins, og má svo seg)jl| að betri kennara er ekki hægt i kvikmyndalist meðal danskra lelí enda. Að náminu loknu á fram ^./^ír próf. Verða þá nemendurnii' lát sýna kunnáttu sina i kvikmý111*'?^, sem sýndar verða á eftir í sérsto leikhúsi i Khöfn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.