Morgunblaðið - 17.05.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.05.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Alþing. Neðri deild. Þar voru sex mál á dagskrá í gær. Fyrst var stimpilgjaldsfrumva’p stjórnarinnar, með breyt.till. fjárhags- nefndat. Var f>að samþykt og vísað til 3. umræðu með 17:2 atkv. Þá var hækkun vörutollsins. Urðu þar um nokkrar málalengingar hvort rétt væri að taka þann upp, er fjár- hagsnefnd hafði lagt til, að tvöfald- aður yrði allnr vörutollur. Stjórnin taldi sig þeirri tiilögu eigi andvíga, þrí að eigi mundi af veita öllu því fé, er hægt væri að ná f landssjóð. Bjarni frá Vogi kvaðst andvígur öll- um tekjuaukafrumvörpum nií, því að meðan svo illa áraði sem nú, ætti þjóðin að eins að hugsa um það að bjargast, og eigi horfa í það, þótt skuldir söfnuðust. Þær mætti greiða aftur þegar batnaði í ári og væri rétt að nokkuð af byrðum þeim, er ófriðurinn leggur á þjóð- ina, komi niður á afkomendunum. Einari Arnórssyni þótti lítið sam- ræmi í því, að samþykkja lög um almenna dýrtíðarhjálp og samþykkja svo í næstu andrá að leggja aukna skatta á allan almenning. Það væri að taka með annari hendinni, sem gefið væri með hinni. Framsögum. nefndarinnar (M. G.) kvað það álit hennar að þjóðin ætti að reyna að bjargast sem bezt, þótt illa áraði og safna sem minstum skuldum að unt væri. Þá kvað hann það og ekki rétt hjá E A. að með þessu frv. væri verið að taka aftur, það sem gefið væri með dýrtiðarhjálparfrv. Dýrtíðarbjálpin ætti að eins að renna til hinna allra aumustu, en vöru- toll greiddu allir. Að lokum var frv., með br.till. nefndarinnar, samþ. og visað til 3. umr. með 17:3 atkv. Jörundur hafði komið fram með br.till. um þið, að þar sem í frv. stóð að vörutollur skyldi .hækka um helming (100 %)> skyldi að eins standa 100%. Kvað hann það ekki rétt, að þetta væri helmings hækk- un, heldur tvcföld hækkun, en helmingshækkun væri S°°lo- að leita nafnakalh um br.till. þessa og hefir víst eigi annar vandi meiri komið þingmönnum að höndum síðan þing hófst, heldur en sá, hvernig þeir ættu að greiða atkvæði um þetta. Þó var brttill. samþ. með 14 : 10 atkv. Þriðji málið, um laun embættis- manna, var tekið dt af dagskrá. F|órða málið, þingsál.till. um styrk og lin til flóabáta var samþ. og sent til Ed. Þá kom aðalmálið, þingsál.till. um námurekstur landssjóðs á Tjörnesi, en með samþ. fjárhagsnefndar v^r það tekið rit af dagskrá. Sjótta mál, þingsál.till. um reglu- gerð fyrir sparisjóði, hvernig ræða skyldi — og var samþykt að hafa um það eina ua;ræðu. Sildartunnur og kjðttunnur tll RÖItl. Friðrik Magnússon & Co. Sími 144. Overland-Bifreiö, i ágætu staudi, er til sölu nu þegar. — Benzín og gúmmí getur tylgt. — Upplýsiugar á Grundarstíg 5. Þór. Kjartansson. Leikfélag Róykjavilim‘ Landafræði « ást verður leikiö annan hvítasunnud. 20. mai kl. 8 síðd. í Iðnaðarmannahúsinu. Aðgöngumiðar verða seldir í Iðaó á laugardag frá kl. 4—8 síðdegis með hækkuðu verði, og annan hvítasunnudag frá kl. 10—12 árdegis og 2—8 síðd. með venjulegu verði. Fyrsta flokks bifreiðar ávalt til leigu. Símar: 127 & 581. Steínd. Einarss. Grímur Signrðss. Ejri deild. Skipamiðlarafrv. var vísað til 3. umr. og breytingrtill. nefndarinnar samþ. Frv. um lokunartíma sölubúða var v'saó til 3. umr. og breytingatill. nefnarinnar samþ. Frv. um veðu - athugunarstið í Rvik. visað til menta- málan. og frv. um breyting á lögum nm fiæðslu barna einnig. Þá hóf Halldór Steinsson fyrir- spurn sína til lansstjórnarinnar um úthlutnn og sölu kornvöru og sykurs. Talaði Halldór Lngt mál, en þvi rriður verður ekki hér birtur nema lítill útdráttur úr ræðu hans. Þó fyrirsp. væri þannig oiðið, þá yrði hann að fara nokkrum orðum um landwerzl. enda væri það náskylf. Síðan landsstjórnin tókst á hendur veiz un, hafi óánægja farið sívaxandi. Væii það sízt af öllu urdarlegt þegar litíð væri á gang hennar frá byrjun. Engin þörf hafi verið til þess að byrja verzlun ; þá hafi eugir erfið- leikar verið á nokkrum sviðum og kaupmenn hefðu ekki beiðst aðstoðar landsstjórnarinnar. Það hafi ekki verið af gróðafýkn að verzl. var hafin, heldur hafi landsstjórnin ætlað að koma í veg fyiir vöruskort. En verzl. hafi öll verið í njög smáum stil — hún hafi þv! hvorugt gert, að birgja landið né græða. En 1916 fór að kreppa að veru- lega með vöruflutninga. Þá hafi eftiflit með vörubirgðum verið nauð- synlegt, en stjórnin hefði getað gert það á miklu auðveldari og betri hárt. Hún hefði átt að leita náinnar samvinnua við kaupmenn og aðeins útvega þær vöruteg., sem útlit var fyrir að hörguli var á. Hún hefði átt að hafa forða fyrirligyjandi til þess að taka af, því að eins að eigi næðust vörur til landsins. Þá hefði verzl. grætt, því að altaf hefði vöru- verð farið hækkandi. 1917 urðu ráðherrarnir þrír, iliu heilli. Þá breytist verzlunaraðferðin — og ofarlega á stefnuskrá stjórn- arinnar verður að draga verzl. úr höndum kaupmanna — og nú er verzlunin orðin það heljarbákn að viðbúið er að hún beri landssjóðinn ofurliða. Stjórnin heldur því fram, að veizl. htfi grætt um eina n iljón. En eg segi að landið hafi tapað svo mil- jónum skiftirá landsverzlunin, því að kaupmenn hafi getað lagt miklu meira á vötur sínar, en þó fylgt vöruverði landssjóðs. Ýmislegt annað tók ræðumaður fram, svo sem, að sykurskamtar sem ákveðuir ‘hefðu verið, væru töluvert of háir, borið saman við neyzlu landsmanna á undanförnnm árum. Það væri því engin sparn- aður að teglugt rðmni og úthlutuninni, heldur sannaði hún öllnm beinlínis, ■—~ —.......... —U-V— Brjóstsykur: í tíósum, svo sem: Menthol. Malt. Brjóst-karamellur. Tóbaksfjústð. að reglugerðin gæti ekki verið fram komin til þess að spara kornvöru og sykur. Atvinnumálaráðherra svaraði því næst fyrirspurninni með alllangri ræðu, en komst þó hvergi nærri inn á öll þau atriði, sem fyrirspyrj- andi drap á. Landsverzlunin ætti ekki að keppa við kaupmenn — hún hefíi aldrei ætlað sér það og mundi aldrei gera það. Frjáls samkepni ætti ætíð að ráða og væri aðalfyrirkomu- lagið á »noimalc-tímum. Þá talaði Halldór Steiusson aftur, . siðan átvinnumálaráðherra, forsætis- ráðherra, síra Eggert Pálsson, Magn- ús Kristjánsson, þá Halldór Steins- son i prrðja sion og ioks Magnús Torfasou, sem meðal annars stað- hæfði það, að kaupmenn á ísarirði hefðu algerlega brugð;st kaupmanns- skyldu sinni og að enginn skyldi nokkru sinni reiða sig á kaupmenn o. s. f v. Harðærisuppbót handa orðabókar- hójmdunum. Minni hluu fjárveit- inganefndar Nd. ber fram eftirfar- andi þingsil.till.; Alþingi ályktar að heimila stjórn- inni að veita orðabókarhöfur.dunum, Birni dr. Bj irnasyni, Jóhanuesi L. L. Jóhannessyni og Þórbergi Þórö- arsyni, uppbót á launum þeirra, eftir sömu reglum sem cð-um staifs- mönnum iandsjóðs. I Námsstyrhur háskólasveina. Fjár- veitinganefnd Nd. ber bam þessa ingsál.till. Alþingi ályktar að heimil.t stjórn- inni ?ð ve ta háskólasveinum i.ppbót á styrk þeim til náms og húsaleigu 1917—1918, er þeir hafa notið, 50%. ■ Fyrirspurn til landsstjórnarinnar út af sölu á salti og öðrum nauð- synjum til i’itlecdra fiskiskipi bera þeir fram Híkon Kristófersson og • Pétur Ottesen: Er það með ráði eða samþykki hndsstjórnarinnar, að útlend fiski- skip, sem stunduðu fiskveiðar hér við land slðastliðna vetrarverlið, hafa fengið hér salt og aðrar nauðsynjar til útgerð.irinnar? Bankaútbú í Vestmannaeyjum; Alls- herjarnefnd Ed. hefir virzt það létt fð leggja til að þingsál.till. Karls Einarssonar um stofnun Landsbanka- útbús í Vestmannaeyjum nái fram að ganga f þinginu, því að hún muni ýta u dir að bankaútbú komist þar sem fyrst á fót. En hún hefir bætt inn í till. að »svo framarlega sem íslardsbanki* setji [iar ekki upp útbú »innan hæfilegstíma« þáskuli stjóröin hlutast til um það að Landsbankinn setji þar upp útbú. J --------------------------------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.