Morgunblaðið - 09.06.1918, Page 8

Morgunblaðið - 09.06.1918, Page 8
b iTORn-UNBLAÐID stjórnin og tekið 200 miljónir að láni innanríkis og yrði það greitt smám saman. Afta miljónir marka af finsku fé sem var gert upptækt í Þýzkalandi þegar stríðið hófst, hefðu Þjóðverjar nú gefið laust aftur. og Jláff kaup. 2 karlmenn og tvær stúlknr geta fengið ágæta atvinnu eystra í sun ar frit ferð með Sterling. Menu gefi sig fram í dag eða á morgun. <sJl, v a. DAQBOX Gangverö erlendrar myntar. Bankar Doll.li.S.A. &Ganada 3,35 Póathúa 3,60 Franki franskur 59,00 62.00 Sænsk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna ... 103,00 103,00 Steriingspund ... 15,50 15 70 Mark. ... ... ... 65 00 67,00 Holl. Florin ... 1,55 1 7 7 á r eru í dag liðln síðan barna- ferming var lögboðin á íslandi. Hé^með tllkynriist heiðruðum almenningi nð eg hefi nú flutt vinnustofu mina í PóstháíiStraBti 11 norðurendann, og hefi þar á boðstólum ýms:!r -vörur svo sem: Manicure-etni, hárbursta, hárnet turbana, andlitspúður margar teg., andlitscreme, handa-áburð, ilmvötn frá kr. 2.30—2300, ýms naglaáhöld svo sem: þjalir, sköfur o. s. frv. Hið alþekta hærumeðal Juventine de Junon, Guldhaarvand, Kamilh-extrakt, Brilliantine og margskonar önnur hármeðul. Mikið úrvat af hári við ís- lenzkan og útlendan búning. Vinnustofan er opin á miðvikudögum og laugardögum fiá kl. 10—6. Aðra virka daga---10—6. Simi 23, Kristolina Kragh. Sími 23. Skrifstofur. Útflutningsnefndin óskar að fá leigð nú þegar eða sem fyrst 2 rúm- góð herbergi og 1 minna, fyrir skrifstofur, með sérstökum inngangi í minsta herbergið, méð eða án skrifstofugagna, Tilboð með lýsingu og leiguskilmálum sendist á skrifstofu Ó. Benjamínssonar, (hús Nathan & Olsen). Guðsþjónuata í dag, 2. sunnu- dag eftir þrenningarhátíð (Guðspj. Hin mikla kvöldmáltíð, Lúk. 14) í dómkirkjunni kl. 11 árd. (Fr. Fr.) 1 fríkirkjunni kl. 2 síðd., sfra Ólafur Ólafsson. Iðnó seld. Iðnaðarmannafélagið befir selt Iðnó. Kaupandinn er H&- kjnson, sá er nú stýtir þvottahúsinu »Geysir< við Skólavörðnstíg. Sjötugsafmæli átti í gær Ól- afur Ámundason kaupmaður, einn af elztu kaupsýslumönnum þessa bæjar. TJm margra ára skeið veitti hann for- stöðu verzlun J. P. T. Brydes hór i bæ, sem blómgaðist vel í þá daga. XJm hríð var hann verzlunarstjóri Brydes í ' Hafnarfirði, en þegar sú verzlun hætti, og Bryde dró saman seglin bór á landi, þá byrjaði Ólafur verzlun fyrir eigin reiknlng hór á Laugaveginum og rekur hann hana enn af miklum dugnaði. Oddfólagar og allmarglr kaupmenn bæjarins höfðu dregið flögg við hún 1 tilefni af þessu sjötugsafmæli. í nokkru af upplagl Morgunbiaðs- ins i gær hafði dagsetningin misprent- ast — stóð 7. júní. jþetta ern þeir beðnir að afsaka, er þan blöð hafa fengið. Hjónaefni: Jungfrú Hrefna Einars- dóttir og Siggeir Einarsson, bakara- meistari. Austurasíu-Andersen. Herra ritstjórii Leyfið mér með örfáum orðum að mótmæla grein með fyrirsögn- inni tiAusíur-Asiu-iAnderseti*, er birt- ist i dagblaðinu »Vísi« fimtudaginn 24. f. m. Greinin hefir að geyma óviðurkvæmilegar aðdróttanir að hr. Andersen, sem hefir, það menn vita frekast, aldrei 1 orði eða verki gert landi voru eða þjóð nokkuð til miska, nema síður sé. Eg veit ekki frekar en greinarhöf. X, hvernig stendur á ferðum hr. Andersens hingað til lands. En flog- ið hefir það fyrir, að ráðgert sé, að koma á beinum kornflutningum frá nokkrum kornauðugum héruðum i Notður-Ameríku og hingað. Eftir þvi ætti að reisa kornvörubirgðastöð einhverstaðar á Suðurlandi eða Vest urlandi og ef til vill mylnur til að mala kornið, og flytja það svo héð- an til Norður- og Vesturlanda. En slikar fyrirætlanir viðast ekki á neinn hátt geta verið hættulegar frelsi eða sjálfstæði landsmanna. En þó nú hr. Andersen kæmi í einhverjum öðrum kaupsýslu- og fjárgróða-erind- nm hingað til lands, þá er það bein skylda vor að taka honum sem mentuðum og siðuðum mönnum sæmir, en gæta allrar varkárni og hygni i samningnm við hann, og þá* ætla eg, að oss gæti staðið fremur hamingja en óhamingja af hingað- komu hans. Og fossanefndin er vitanlega svo vel skipuð, að hún verður væntanlega ekki að gjalti, þó að hún eigi orðastað við hr. Andersen. Kynni svo að vera, að einhver þeirra manna, er nú skipa æðstu stjórn landsins, hafi áður fyr leitað ein- hverra samninga við þing íslendinga fyrir hönd Andersens eða réttara sagt einhvers félags, sem hann hefir verið riðinn við, þá er ekki að óreyndu ástæða til að gera ráð fyr- ir, að mann þenna bresti vitsmuni, þrek og samvizkusemi halda i fullu tré við herra Andersen eða aðra fjársýslumenn, er hingað kunna að koma í einhverjum kaupsýslu- erindum við þing og stjórn. En hitt má ekki með nokkru móti eiga sér stað, að gripið sé til svo ódrengi- legra vopna, að ófrægja menn eða gera þá grunsamlega áður en menn vita nokkuð um erindi þeirra. Virðingarfyist Civis. Islandsmál í blöðum Svía. Símskeyti. Khöfn, 6. júni. Hið alkunna sænska blað »Stock- holms Tidningen« segir: Sviar verða að telja sig sem með- eigendur að þeim menningarfjár- sjóðum, sem íslendingar hafa varð- veitt fyrir kynþátt vorn, en Sviþjóð hrýs hugur við þvl, að stjórnmál íslendinga taki ranga stefnu. íslendingar ættu að geta lært það af öðrum smáþjóðum hve erfitt er á þessum timum að gæta sjálfstæðis. ísland hefir meiri hagsmuni af þvl cJhaupió cfliorgunBl. Notið Súrsað kál og þurkað grænmutl frá AMA að vera i sambandi við Danmörk, heldur en af þvi, að vera háð stór- veldi. Islendingar vantar skipastól og þeir geta ekki komist af án hjálpar Dana. Svíar eru vinir beggja og vona það, að þeir verði sáttir og sammála. »Stockhólms Dagblad* vekur at- hygli á því, að Island muni vera óháðara í sambandi við Danmörku, i bandalagi Norðurlanda, heldur en það mundi vera sem óháð riki. Skiinaðurinn getur orðið Dönum til mikils tjóns og öllum Norður- löndum. Finnland hefir nú fengið sjálf- stæði og sinn eigin blá-hvita fána. Ea af þvi virðist ætla að verða sú sorglega afleiðing að þjóðin ^jarlæg- ist hinar bræðraþjóðirnar á Norður- löndum. En alt, sem verður til þess að Norðurlandaþjóðirnar fjar- lægist hver aðra, dregur úr öryggi þeirra allra. íslendinga skortir fé og þeir eiga greiðast með að fá það i Danmörku. Erlent auðvald leiðir til yfirdrotn- unar og þegar íslendingar hugsa sig betur um, munu þeir komast að raun um það, að ekki er jafn hættu- legt að fá fé frá Norðurlöndum, eins og hjá stórþjóðunum. Sjálfstæði íslands, eftir það, að það hefir skilið við Danmörku, er komið undir náð gtórþjóðanna og háð samningum þeirra á milli. Ritzau.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.