Alþýðublaðið - 29.05.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.05.1920, Blaðsíða 3
i kl.tíma matarhvíldar. Sunaudags- hvíld þeirra á að vera að minsta kosti 38 tímar, og enginn getur skyldað þá til að vinna á sunnu- dögum. Vinnukaupendum er bann- að að láta þá vinna þessa daga: 1. dag jóla, langafrjádag, 1. dag páska, 1. maí, 1. dag hvítasunnu og „miðsumardag" (finskur hátíða- dagur). Á tímabilinu frá 15. maí til 15. sept. eiga allir verzlunarmenn, sem hafa verið að minsta kosti hálft ár á sama stað, lagalegan rétt til einnar viku sumarleyfis með full- um launum. Þeir, sem hafa verið 1 ár á sama stað, fá 2 vikna leyfi, eftir 3 ár þriggja vikna og eftir 10 ár. mánaðarleyfi. 4~ Ii dagiDD og vegii. Bönkunum verður báðum lok- að kl. i á laugardögum í sumar. Ansturvöllur. Tvær stúlkur hafa verið að hreinsa Austurvöll — „túnið í Knútskoti" — undan- farna daga. Vonandi verður hann ekki lokaður í alt sumar, eins og í fyrra, vegna þess, að það þurfi að heyja á honum handa bæjar- hestunum!! Þegar kominn er á hann nokkur gróandi, ætti að leyfa börnum aðgang að honum, að minsta kosti á sunnudögum. Vegna viðgerðar á Mentaskól- anum, aðaliega í tilefni af kon- ungskomunni, þar sem konungur mun eiga að gista hann, verða vorpróf skqlans að mestu leyti haidin í Barnaskólahúsinu. Brunaliðið hallað. í gærkvöldi um kl. 8 var brunaliðið hvatt til hjálpar, og hélt þegar sveit úr því af stað upp á Lindargötu, en þeg- ar þangað kom var því sagt að búið væri að slökkva eldinn; en hann hafði verið í húsi við Frakka- stíg. Urðu, sem betur fór, sama og engar skemdir af völdum ,rauðs‘ að þessu sinni. Saurhlaðamenska á hæsta stigi mundi það kallað utanlands, að taka til birtingar iafn lúalega og ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Frá Landssímanum. Námskeið fyrir loftskeytamenn hefst í byrjun næsta mánaðar, svo framarlega að nógu margir nemendur fáist. Námskeiðið stendur yfir 4—5 mánuði (minna próf) og kostar kr. 50,00 um mánuðinn fyrir hvern nemanda, auk kr. 50,00 í inn- tökugjald. Umsæltjendur á aldrinum 17—23 ára verða látnir sitja fyrir. Eiginhandarumsóknir, ásamt kunnáttu og Iæknisvottorði, sendist landssímastjóra fyrir 3. júní n. k. Eyðublöð undir læknisvottorð fást hjá Iandssímastjóra. Reykjavík, 28. maí 1920. O. Forberg. svívirðilega grein í alla staði og þá, sem „Vísir" birti í fyrradag um H S. Ottosson umdæmisgæzlu- mann bannlaganna. Má það merki- legt heita af blaði, sem þózt hefir fylgjandi bannlögunum, að gerast jafn eindregið málgagn auvirði- legustu andstæðinga þeirra, og „Vísir" hefir gert með birtingú þessarar saursmíðar. Belganm kom af fiskiveiðum í gær með ágætan afla (80 föt lifrar). Skonnorta kom í gær, er 'Olga heitir, með timburfarm til h.f. Völ- undur. Ágætis afli hefir verið í Sand- gerði undanfarna daga. Kora fer í dag norður um land til Noregs. Fara margir farþegar með henni, þar á meðal nokkrir norðanstúdentar. Kaupfélag er nýstofnað á ísa- firði og sitja stjórn þess Guðm. Guðmundsson, Vilmundur Jónsson og Guðjón Jónsson. Okur þegar hafið. Jafnskjótt og það spurðist, að smjörliki væri að þrotum, nema á einum stað, færði sá, sem það hafði, það upp í kr. 2,90 pd. úr kr. 1,80. Kart- öflur stigu og jafnskjótt og þær fengust ekki lengur í kaupfélagi úr ‘25 aurum pundið, upp í 40 aura pundið hjá sama manni. I Noregi kostar pundið af kartöfl- um 6 aura. Því nær óskiljanlegt er, að svona kaupmenska skuli liðin af heiðarlegum kaupmönn- um, — að slík úrþvætti skuli ekki rekin úr öllum félagsskap. Yeðrið í dag. Reykjavík .... ANA, hiti 6,6. ísafjörður .... Iogn, hiti 4,2. Akureyri .... logn, hiti 7,0. Seyðisíjörður . . SV, hiti 5,1, Grímsstaðir . . . logn, hiti i,o. Vestm.eyjar ... A, hiti 8,5. Þórsh., Færeyjar VSV, hiti 8,4. Stóru stafirnir merkja áttina. -í- þýðir frost. Loftvog einna lægst fyrir suð- véstan land og fallandi. Austlæg átt. Norsk sjóföt Síðsokkar Skálmar Treyjur Buxur Pils Ermar Sjóhattar Svuntur Drengja-síðkápur komu nú með s.s. ,Kóru‘ í verzlun 09 S (8 C CD Sigurjóns Péturssonar, Hafnarstræti 18.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.