Morgunblaðið - 01.01.1919, Page 1

Morgunblaðið - 01.01.1919, Page 1
6. argrangpr Miðv.dag l lan. 1919 H0R6DNBLADID 50 töiublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Yilhjálmur Finsen ísaf oldarprentsmið j a Afgreiðslusími nr. 500 Gleðilegt Nýár! Nýársljóð. Hvað skilur þú eftir, ár? — Blóð og sorg og sár, söknuð, dauða og tár. — Heiminn hrundan í rústir >— í rústir. — Hverf þú í djúpin, dapra ár. — Bunar af vængþyt hins nýja, veröld um hjartað skal hlýja. ■— Það brýst fram sem sól milli skruggu skýja. Velkomið, velkomið, unga ár, með óskir og þúsund drauma, sólskin og fallandi flauma. — Sérðu’ ekki mannkynið krjúpa á kné, og kalla á lífsins strauma yfir sín vanhelguð vé? Velkomið, velkomið, ár! Veistu um öll þau sár, sem þú átt að græða — græða? Um ísa, sem áttu’ að bræða? — Hið gamla lét heiminn í rústir hrapa, lét hugsjónir tapa — en þú átt að skapa — skapa. — Velkomið, velkomið, ár — til að lífga og leysa, lyfta og reisa viltan veraldarlýð, eftir frost og fellibyls hrið. JÓN BJÖRNSSON. H ~ VV. -KJLV. JL. Leikhúsið. Lénharður fógeti eftir E. H. Kvaran hefir nú verið tekinn til leiks á ný með breyttri hlutverka- skrá frá því sem var fyrir 5 ár- um, að því er flest lilutverkin snertir. Hr. Jens B. Waage leikur nú að- alhlutverkið. Það eru tilþrif meist- arans, sem auðkenna leik hans nú sem. endranær, og þann Lénharð, sem liann vill sýna, sýnir hann einnig svo, að unun er á að horfa. Leiknin í leik hans er orðin hon- um svo samgróin að hann ber höfuð og herðar yfir alla „leik- bræður“ sína. Hins vegar mimu margir hafa búist við, að ránsmað- urinn danski væri öllu harðneskju- iegri eu hr. Waage lætur liann vera. En sínum augum lítur hver á silfrið. Eystein leikur Ragnar Kvaran, og fer hann yfirleitt mjög laglega með hlutverkið, þó vandasamara sé en flest önnur. Oðru máli er að gegna um Selfossbóndann og Kot- strandarkvikindið. Máifæri og all- ir tilburðir bóndans voru óeðlileg- ir og leikarinn samlagaðist ekki iilutverkinu nema stöku sinnum. Það er meiri vandi að leika bænd- ur en margur . hyggur, áhorfend- urnir þekkja þá og- því má ekkert út af bera, svo að þeir reki ckki í það augun. Bændurnir í leikimm voru lélegir nema Stefán Runólfs- son, hann var „ekta“. Og Kot- strandarkvikindið! Það var maun- rola, en ekkert k v i k i n d i, seni Friðfinnur Guðjónsson sýndi. Var furðulegt að jafngömlum og vön- um leikara og' honum skyldi ('kki takast betur, ekki síst þegar hlut- verkið er jafn ljóst frá höfundar- ins hendi og Freysteinn er. Leik- andinn ætti að sundurgreina kvilt- indishugtakið betur en hann hefir gert, og sjá hvort hann finnur ekki meira. Höfðinginn Torfi í Klofa sker úr bændaþyrpingunni. Og leikandan- um, sem gaf honum lífið í þetta sinn, hr. Ágúst Kvaran, tókst á annan og betri ve'g en bændaleik- endunum. Leikur hans var Torfa samboðinn, og Kvaran lyfti vel þungum arfi eftir Andrés heitinn Björnsson. Þá var einnig höfð- ingjabragur á húsfreyjunni í Klofa, í höndum frk. Soffíu Guðlaugsdótt- ur, en að sumu leyti virtist hún ekki kunna sem bezt við hlutverk- ið, á köflum. Jón Vigfússon lék Magnús bisk- upsfóstra, heldur bragðlítið lilut- verk, og gerði það laglega, en fremur dauflega. Guðný, bóndadóttirin á Selfossi, var sem fyr leikin af frú Stefaníu Guðmundsdóttur og er óþarfi að taka fram að það var snildarlega gert. Hún var klædd eins og kongs- dóttirin í ævintýrinu, en Sélfoss- bóndinn var enginn konungur og leikurinn ekkert ævintýri. Að vísu er hún „dís drauma Lénharðar“ og hefir dvalið með landsins mestu höfðingjum, og í öðru lagi er það títt, að fegra búninga í söguleg- um leikjum. Eu mér fanst fullmik- ið að þessu gert. Lénharður fógeti á eflaust margt kveldið ólifað í vetur. Hefir hann síðan annan jóladag verið leikinn 4 sinnum, ávalt fyrir fullu liúsi. Af „stemningu’ ‘ áhorfenda -er al- drei hægt að ráða neitt, nema fyrsta kvöldið sem leikið er. Vér erum svo fálátir, fslendingar. Quidam. Erl. simfregnir (Frá fréttaritara Morgunblaðsins) Khöfn, 28. des. Frá Þýzkalandi. Frá Berlín er símað, að ráðu- ueyti Eberts sé enn við völd. Sjóliðsmenn þeir, er keisarahöll- ina tóku, hafa neitað að gefa hana upp aftur. Blöðin hafa aftur fengið leyfi til þess að koma út. Prinz Friderich Karl af Hessen hefir afsalað sér konungdómi í Finnlandi. Gengi erlendrar myntar. Sænsk króna-............... 108.85 Norsk króna................ 104.65 Mörk ....................... 46.75 Pund Sterliug............... 17.68 Dollar ...................... 3.72 Bæjarstjórnarfundir Lán til rafmagnsstöðvar Reykjavíkur. 27. þ. m. var boðað til auka- fundar í bæjarstjórninni og fundur haldinn á skrifstofu borgarstjóra. Var skýrt þar frá tilboði um lán til rafmagnsstöðvar bæjarins og hver lánskjörin væru. Eru þau með- al annars, að lánið yrði veitt með öþá % rentu, útborguð 95 % af upphæðinni, afborgunarlaust þrjú fyrstu árin, borg'ist svo með jöfn- run afborgunum á 20 árum. Til tryggingar er krafist, auk á- byrgðar bæjarins, fyrsta veðréttar í stofnuninni, ábyrgðar landssjóðs og verkfræðingseftirlits við bygg- ingu stöðvarinnar. Lánsupphæðin er 2 miljónir króna. Samþykti bæjarstjórnin að ganga að þessum skilyrðum og taka lánið. 30. þ. m. var annar aukafundur haklinn á venjulegum stað og tíma. Var þar samþykt við aðra umræðu áætlun um tekjur og gjöld hafnar- sjóðs fyrir næsta ár. Gjaldskrá fyrir sorphreinsim og salernahreinsun var samþykt eftir tiilögum vega- nefndar. Gjaldið skal miðað við vifðingarverð húsanna til bruna- bóta og vera 3 %c af virði þeirra, er húseigendur greiði í bæjarsjóð árlega. Af húsum, er virt hafa ver- ið eftir 1. jan. 1917, skal gjaldið tekið af 70 % af virðingarverði þeirra. Hreinsanir fara frarn vikulega. Um skipun lögregluliðsins og laun lögregluþjóna urðu allmiklar umræður. Borgar- stjóri skýrði fra því, að ekki væri hægt að launa núverandi lögreglu- ;)jóna samkvæmt tillögum lög- reglustjóra, þar km fjárhæðin, er 1il þess væri ætluð á fjárhagsáætl- uninni, væri of lág, 20 þús. kr., en þyrfti að vera 23 þús. kr„ en þar með væri talin laun yfirlögreglu- manns, kr. 2500.00. Benti hann á hver laun lögregluþjónar gætu haft

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.