Morgunblaðið - 08.01.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.1919, Blaðsíða 1
Miðv.dag 8 lan. 1919 MORGUNBLAÐIÐ 6. act«... 56 Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 500 Erh simfresjmr (Frá fréttaritara Morgunblaðsins) Khöfn, 6. jan. Mackensen hershöfðingi er nú herf angi banda- manna í Saloniki. Hertling dauður. Hertling, fyrverandi kanslari í Þýzkalandi, er látinn. Nýjar óeirðir hafa orðið í Berlín. — Ukraine- menn sitja um Lemberg. Landar erlendis. Dóra og Haraldur Sigurðsson héldu hljómleika hér á laugardag- inn. Dómar allra blaðanna óvenju- lega góðir. Kolaverð lækkar Samkvæmt auglýsingu hér í blaðinu í dag frá Landsverzlun og H.f. Kol og Salt, lækkar kolaverð- ið nú um 75 krónur á smálest hverri. Áður kostuðu þau kr. 325.00 smál., en nú kr. 250.00. Er þetta eigi lítil lækkun svona í einu, og má búast við því, að landsverzlunin verði þarna fyrir stórtapi. því að „Tíminn" segir á laugardaginn, að kolin kosti hing- að komin kr. 321.20 smálestin og Öagning landsverzlunar hafi því verið kr. 3.80 á hverja smálest aö öndanförnu. Eftir því ætti tapið — hreint tap — að verða kr. 71.20 á hverri smálest af þeim kolum, sem •ian,dsverzlunin á hér nú. Að austao. (Niðurl.) Olafur tsleifsson.—Mér er kunn- £t um það, að nágranni minn, lafur læknir Isleifsson í Þjórsár- túni, hefir orðið að leggja svo á *í í líknarstarfinu, að það virðist ^St fram yfir mannlegan skiln- & að botna í því, hvernig hann skuli hafa haldið það út. Nætur og daga hefir hann verið á ferð- inni, ekki einungis hérna um ná- grennið, heldur og upp um Hreppa, Tungur og Flóann, austur um Holt, upp á Land, niður í Þykkva- bæ og jafnvel austur í Landeyjar. Sólarhring eftir sólarhring kom honum varla svefn á brá. Þegar hann kom heim var sjaldnast um nokkura hvíld að ræða, og naum- ast að hann gæfi sér matfrið. Eitt sinn hitti eg hann snemma morguns. Þá var hann að koma ofan úr Hreppum og á f jögur heim- ili hafði hann komið í frameftir leiðinni. Þá var hann búinn að vera að heiman frá því um miðjan dag daginn áður og engrar hvíldar notið. „Ertu nú ekki orðinn þreytt- ur?" spurði eg. „O-nei, ekki svo mjög, en eg held nú samt að eg gæti sofnað núna," sagði hann brosandi. „En áður þarf eg að af- greiða meðul á 9 heimili — og svo bíða kanske einhverjir heima," bætti hann við um leið og hann rétti mér höndina og hrökti hest- inum heim á leíð. Og það biðu hans menn og hestar þegar heim kom. Tvær stundir var hann að afgreiða meðulin og veita ráðleggingar. Svo hélt hann af stað. Eg sá að hann reið í'ram með á, í fylgd með tveim mönnum. Og allan þann dag var hann frammi í Flóa — suður í Pörtum — og kom ekki heim fyr en um miðnætti. Þá var meðala- afgreiðslan og allar ráðleggingarn- ar eftir. En nokkru fyrir fótaferð næsta morgun var hann þotinn upp á Land. Og þannig var það oftar. Um þriggja vikna skeið hittist hann eiginlega aldrei heima, nema á meðan hann var að afgreiða mennina. Og það segja menn og fullyrða, að nokkuð myndi á ann- an veg hafa skipast, hefði hans ekki notið við, og þeir bæta því við, og margir af eigin reynslu, að þ e i r, sem lífið eigi honum að launa að þ e s s u sinni, verði ekki tólum taldir. Slíkur bjargvættur reyndist hann. Of fáir læknar—Og hinir lækn- arnir lágu heldur ekki á liði sínu, eftir því sem sögurnar berast. En um það er mér sjálfum ekki jafn kunnugt. En þó að læknarnir væru allir af vilja gerðir og alt af á ferðinni milli sjúklinganna, komust þeir ekki nándarnærri yfir að h.jálpa öllum þeim f jölda, er leitaði þeirra. Það er ofvaxið f jórum mönn- um, að kveða niður vald Dauðans, þegar ríki hans nær frá Guðna- steini að Hellisheiði. Það hlýtur að skiljast, að margir hafa orðið að vera án læknishjálparinnar, þegar Dauðinn er jafn hraðstígur og víð- faðma, og sjálfsagt munu ekki all- fáir af þeim, sem í valinn hnigu, hafa dáið án þess að læknir kæmi til þeirra. Hjálp að sunnan.—Þetta sá og landstjórnin og að hennar tilhlutun mun það hafa verið, að 4 lækna- nemar frá Háskólanum voru send- ir austur yfir fjall — meðalalausir þó — en seinna komu meðulir að sagt er. Þessir ungu læknar reynd- ust ágætir, að minsta kosti sumir þeirra, og gátu sér bezta orðstír. Og svo útvegaði Sigurður ráðu- nautur — þingmaðurinn okkar — vinnukonur, mig minnir fjórar, óg sendi austur í Flóa-til þess að létta uiidi:- störfin og hjúkra á þeim heimilum, er álitin voru verst farin. Og seinna kom Sigurður sjálfur, í bifreið, til þess að horfa á ástand- ið og spjalla við oddvitann. Öllu þessu var þakksamlega tekið. Blessuð tíðin!—En þó hefðu all- ar þessar ráðstafanir að litlu haldi komið, hefði tíðin ekki breyzt, eins og fyr er ritað. Það var hún, eins og aftar, sem stærsta hjálpina veitti. Það var hún, „blessuð tíð- in", sem mestur bjargvætturinn reyndist. Það var hún, sem ork- una hafði og viljann til þess að eyða valdi Dauðans og setja hon- um fótakefli.....Hefði harðindin — frostið og norðanbálið — haldið áfram v i k u lengur, þá má ham- ingjan vita, hvernig farið hefði. Þetta sjá menn nú og vita. Sóttin mikla hefir nú alstaðar mist yfir- tökin og Dauðinn hefir orðið að sliðra" brandinn. Sjúkdómstilfellin fá eða engin. Þó eru mörg heimili, sem ekki eru búin að ná sér' enn. Og margir, sem enn þá liggja rúm- fastir, og aðrir lítt eða ekki starfs- hæfir, þó ferlivist hafi. Nokkrum hefir „slegið niður", en ekki al- varlega.....Og nú vona allir, að þessi vágestur sé um garð geng- inn og hættan úti.....Menn vona og vona — og reyna að friða sig með því í lengstu lög! Döpur jól.—Og mikill varð sig- ur dauðans, og döpur eru jólin á mörgu heimilinu.....B æ n d u m á bezta aldri er svift á burt frá konum sínum og ómálga börnum. .... K o n u r hrifnar frá litlu hvítvoðungunum og mörg börn látin eftir móðurlausá hjarn- inu.....Slíkt var starf Dauðans. .... Alstaðar var hann jafn misk- unnarlaus. Hlífði ekki þeim u n g u, er alt lífið áttu fram undau, og hlóð myrkri og vonleysi að öldr- u ð u foreldrunum, er sjá urðu á bak einu stoðinni, uppkomnum syninum. Svona er Dauðinn. Ekk- ert, sem mýkir skap hans.....Tár og bænir virðir hann að vettugi og skálmar hljóður og þögull með herfang sitt___að Heljarströnd- iim! Mig brestur heimildir til að telja þá og nafngreina, er íátist hafa hér austanfjalls. Veit ekki annað en það, sem sögurnar gizka á, að mannfallið muni eitthvað innan við bundrað á öllu svæðinu. En af ein- stökum hreppum munu þeir harð- ast leiknir Hraungerðishreppur og Landsvcit. Þar mun mannfallið mest, miðað við fólksfjölda. Mannskaði!—„En mér finst að ekki hafi dáið nema einn maður," sagði roskinn bóndi og greindur núna fyrir skömmu, er tíðrætt var um Dauðann. Og eg skildi vísuna hálfkveðna og var honum sam- þykkur. Og það er víst, að margir hugsa á sama veg, þó að þeir segí það ef til vill ekki upphátt. Með Gesti á Hæli er sá maður til moldar genginn, er meiri var og stærri en nokkur hinna að minsta kosti hér um slóðir. í hon- um var slíkur efniviðvir, að mér er til efs, að þjóðin og samtíðin hafi annan' átt betri og ágætari. Hann var ekki einungis sveitarhöfðingi og sjálfkjörinn foringi Árnesinga, og Sunnlendinga yfir höfuð, held- ur h 1 a u t hann að verða leiðtogi þjóðarinnar. Hjá því gat ekki farið, hefði hann ekki fallið svo fyrir aldur fram. Hann virtist fæddur til þess að verða mikill. Og í hann voru ofnir flestir þeir þættir, er afburðamanninn ein- kenna. Stórhugur hans og framkværudir síðustu árin spáðu miklu um þá framtíð, er beið ekki einungis hans sjálfs, heldur og héraðsins og þjóð- arinnar í heild sinni. Og nú er hann þagnaður .... „dáimi, horfinn'', h a n n, sem átti alt lífið eftir.....Það er svo ótrú- legt. Hann var langsýnn og bjart- sýnn, enda virtist alt honum f ært. Engir þeir örðugleikar, er hann mætti ekki sigra. Engar þær hætt- ur og ógöngur, eð ekki fyndi h a n n veg yfir þær. H a n n spenti bogann mun hærra heldur en nokkur annar, en heill var hann og óbrostinn, boginn, er hann féll úr höndum hans. Hver ykkar, sam- tíðarmannanna, þorir að taka upp bogann hans og fara með hann? „íslands óhamingju verður alt að vopni," kvað Bjarni, er hann spurði lát Baldvins. Enn þá hefir óhamingja landsins og þjóðarinnar borið sigur úr býtum. Að Gesti á Hæli er sá mannskaði, að trauðla má hann bætast um sinn. Einar Sæœ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.