Morgunblaðið - 11.01.1919, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1919, Blaðsíða 2
2 MOKGUNBI.AÐIÐ K-1SI!í" Hver er maðurinn? í skýrslu sinni til stjórnarráðsins lætur L. H. B.jarna- son prófessor þess getið, aS allir, sem komu nærri hjálparstarfinu í inflúenz- unni, hafi reynst ágætlega — að u n d a n t e knu m einum manni! Hver er sá maSur? Ætli það sé sá sami, sem f'lest önnur bönd berast að í inflúenzumálinu? Skautafélagið hefir nú látið gera á- gætt skautasvell á Tjörninni og liefir unga fólkið óspart notað sér það und- anfarin kvöld, enda, ættu sem flestir að iðka hina ágætu skautaíþrótt sér tíl skemtunar og hressingar. Messað á morgun í Dómkirkjunni kl. 11 (síra Jóhann Þorkelsson) og kl. 5 (síra Bjarni Jónsson). Baðhúsið er opið á miövikudögum og íaugardögum. Háskélsp éf Nemendur Háskólans, þeir er ætla að lúka embættisprófi í vet- ur, hafa farið fram á það við há- skólaráðið, að prófi verði frestað um einn mánuð. Astæðurnar til þessarar bóiðni eru þær, að Háskól- anum var lokað, meðan inflúenzan gekk hér. Háskólanemendur gáfu sig þá fram til hjúkrunar, og þeir, sem ekki gerðu það opinberlega, hjálpuðu vinum sínum og kunn- ingjum meðan veikinda-vandræðin voru. Varð þeim, sem von er, lítið úr lestri og námi þanu tímann, og má beita að svo hafi gengið fram að jólum. Hafa þeir því, að kalla má, mLst tvo mánuði frá námi (nó- vember og desember), og eru því auðvitað miklu ver undir búidr, heldur en þelr nemendur, sem áður hafa gengið undir vetrarpróf. Má ganga að því vísu, að há- skólaráðið taki þessar ástæður til greina og fresti prófum, eins og um er heðið. KoSaeinoku''. „Samkvæmt heimild fyrir land- stjómina til ýmsra ráðstafana út af Norðurál£uófriðnum,“ tilkynnir stjórnin nú, að hún taki í sínar hendur alla verzlun á útlendum kolum hér á landi. „Á rneðan land- stjórnin hefir kolaverzlunina í sín- um höndum, er kaupmörtnum, fé- lögum svo og einstökum mönnum bannað að flytja til landsins kol frá útlöndum sýo og að selja kol, sem flutt hafa verið til landsins gágnstætt ákvæðum þessarar reglu- görðar.“ f»eir, sern áttu kol hér 8. janúar, fá þó að selja þau eftir eigin geð- þótta. op ar m3tvóru <> ý endj' ör.. vetz u í hún s*ou -- r.iuúa l i in li n 2n van ar á seghk p sem hér iiygur. j Uppl. hj i Emil btrand, sk pimié. ata. Bvot varða 100 þús- króna sekt- um. Það er eigi tími til að þessu sinni að athuga mál þetta. En flestir munu þó sjá, til hvers refirnir eru skornir. Utfíwtnfogsgjaíd. ,. Með an Nor ð urá lf u óf rið urinn stendur og ráðuneyt.i íslands fer með verzlun innlendra vöruteg- unda, eða sér um útflutning á þeim, skal greiða í landsjóð 3% af andvirði því, er greiðast skal selj- endum varanna eSa þeim, sem þær eru teknar hjá eignarnámi.“ Ef skattur þessi verður meiri en kostnaður sá, er landsjóður hefir af umsjá með sölunni, fá eigendur endurgreitt það, sem fram yfir er. Reglugerð um þetta bráðabirgða- útflutningsgjald var út gefin 7. jan. og nær til allra þeirra ís- lenzLra vara, sem landstjómin hef- ir haft afskifti af síðan 14. júní 1918. Búlgarar í Serbiu Blaðið „La Serhie“ hefir flutt margar frásagnir um jmð, hvernig jieim hltrta serbnesku þjóðarinnar leið, sem átti við kúgun Búlgara að búa. Og meðal annars segir blað- ið syo frá: — Þegar er Búlgarar höfðu lagt gömlu Serbíu og Austirr-Serbíu undir sig, gaf herstjóm Jieirra út þá skipun, að hver sem ætti bækur á serhnesku yrði að afhenda þær og vanræksla í þessu efni varðaði hinni þyngstu refsingu. Serbar urðu að hlýða og afhenda allar sínar serbnesku bækur, og einnig bókasöfn, og alt var þetta brent á opinberum stöðum. Serhneskum skólum var lokað, en búlgarskir skólar opnaðir, og J)íir voru serbnesk böm neydd til þess að lesa og tala húlgörsku og alt til þess gert, að þau gleymdu móðurmáli sínu. Þau máttu eigi kalla sig serbnesk og var J>eim greipilega hegnt fyrir það, ef þau sýudu Jress nokkum vott, að þau væri af serbnesku bergi brotin. Það kvað svo ramt að þessu, að meriu urðu að leggja niður hin serhuesku nön sín og breyta þeim í búlgörsku. Ef einhver maður í þeim hluta Serbíu, sem Þjóðverjar og Austur- ríkismenn höfðu á sínu valdi, skrif- aði bróður sínum, sem átti heima hinum megin við Morava, þá varð hann að breyta nefni sínu; armars komst bréfið ekki til skila, Fjöldi bæja og borga liggur í auðn. ibúarnir hafa annaðhvort verið drepnir eða fluttir burtu. Sumir kusu heldur að flýja heimili sín nógu snemma og flakka um I skógunum. En þar fóru svo Búlgar- ar á mannaveiðar, því að þeir köll- uðu þessa flækinga „Komitadji- er“, eða rrtlaga. Þeir, sem komust undan Búlgurum, dóu af hungri og kulda í fjölkmum. Blómlegt þorp, sem heitir Banovats, er nú svo kom- ið, að ])ar eru að eins tvö hús uppi standandi af 500, sem voru þar fyr- ir stríðið. í Petrovats léku verðir Búlgara sér að því að myrða Jrá af íbúunum, sem þeir höfðú hnept í varðhald. 1 margar næt.ur samfleytt vonr menn, Jronur og ungar stúlkur myrtar í tugatali utan við fangeLsið. Búlgar- ar hjuggu höfuð af líkunum og höfðu þau fyrir fótknött, og þegar ]>au rákust saman, hrópuðu þeir: „Kyssist, Serbar!“ Búlgarskir kennimenn lögðu und- ir sig allar serbneskar kirkjur, og IsXUGGAB L IDN S TIMA S| >i leikur í 4 páttum. A'alhlutvtrk ð 'eikur hin favr e ko Na ma Talmadge A I'ii úmún ‘‘ nvndarsnnar a lci sc<ú h ut ú hiuð 0. W Gnffiih, cem ■ ú e> o ði >u hei.nsfrægur fyiir p 1 -t si í '. Ve'f'ur sýnd < fti? ósk fiö d martr , sem ei-tíi hoÞu tæ t- fæ t tu að sjá þessa lj6m.-)ndt my d áður. Fí yst D i! k a k j ö t i verzl. S k ó g a f o s s, Aðalstræti 8. Is'enzkt srrtjör kæfi Oií tólg í verzlun &unnors Pórðars. Lau vei3 64. Sykur ko:;t.:r núí Hðgginn sykur kr. 1.2J pr. kg. Steyttur »» « i.ij « « Púðursykur « i.oj « « h|i Jimmssi Óiaf.S’/ni & Co. Síœi 649 B. GrettisgÖtU I. - eignir Jreirra og serbnesku prest- arnir voru. fluttir úr landi. Flestir jieirra voru hengdir. Allar ktrkj- urnar voru rændar og dýrgripir J>eirra fluttir til Búlgaríu. Seinast voru sendir menn um öll þau héruð, er Búlgarar höfðu á. sínu valdi, til þess að spyrja alþýðu um Jtjóðerni hennar. Þeir sem sögðust vera Búlgarar urðu að gefa yfir- lýsnigu um það og þessum yfirlýs- iugum var safnað sem sönnun fyrir ]>ví að héraðið væri búlgarskt. Af fullvöxnum karlmöimum voru allir teknir í herþjónustu, sem sögðust vera Búlgarár. En J>eir, sem könn- úðust við hið serbnéská þjóðerni sitt voru ákærðir fyrir hinar og aðrar yfirsjónir og drepnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.