Morgunblaðið - 13.01.1919, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1919, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Stórkostleg útsala usm* WuJ Iffgerðarmönnum, shipsfjdrum, > sjómönnum og öfíum öðrum er boðið uppá sfórhosffega úfsöíu, sem burjar■/ dag ;Bsaas&. - . J /J. þ. m. og sfendur ufir fií faugardags 18. þ. m. Allar vflrur undanfekningarlaiist varða saldar með 5—10% afsíæffi gegn borgun úf / bönd. Þetta eru þau mestu vildarkjör sem nokkurntíma hafa verið boðin og ættu því allir að byrgja si% uþp með þœr vörur er þeir þurfa að nota á komandi vertið. Virðlngarfylst Sigurjön Pjefursson, Sími 137. ffafnarsfræfi 18. Flugfiskurinn. Skáldsaga úr heimaatyrjöIdÍDDÍ 1921, Bftir Övre Richter Frich, ---- 56 — Það er hérna rétt hjá mér, mælti Bergljót. Það bregzt mér ekki. Síma- tólið getur ekki verið nema svo sem alin frá mér. Það var eins og hinar innri gáfur hennar væru óvenjulega næmar. Hún rétti fram hendurnar, eins og dáleidd- nr maður, sem er seiddur að einhverju takmarki. Fingur hennar, hvítir og langir, titruðu um leið og hún fálmaði l'yrir sér. Svo lokaði hún augunum og sneri sér við. Féld horfði forviða á hana. Það var eitthvert öryggi í hreyfingum hennar, sem hann hafði óbeit á, Á borði þar rétt hjá stóð líkneski úr bronzo. Það var af Roland, þá er hann þeytti horn sitt í Roncival. Bergljót þuklaði á myndinni og hnykti henni til. Brotnaði hún þá um miðju og heyrn- artól kom í Ijós. Það var mjög hug- vitsamlega frá þessu gengið. Símtólinu var þannig fyrir komið, að horn Ro- lands var talpípan. Bergljót hneig niður á legubekk þar í horninu. Hin líkamlega og andlega áreynsla, sem hún hafði orðið að þola síðustu stundirnar, hafði nú lamað þrek hennar. Hún slepti heyrnartól- inu .... og Féld greip það, en var þó skjálfhentur. Nú var líf þeirra und- ir því komið, að hinn sjálfvirki tal- sími vær'. í lagi. Hann hlustaði og var sem á nálum .... Jú, þarna var svarað. Féld andvarpaði. — Get eg fengið Scotland Yard, lög- regluforingjann — fljótt! Það leið svo sem hálf mínútu. — Er það John Redpath? Eg veit ekki, hvort þér munið eftir Jónasi Féld lækni .... Nú, það gleður mig. .... Fyrirgefið þér að eg sleppi öllum kurteisisreglum. Eg er í slæmri klípu. .... Þér vitið ef til vill að eg kom hingað með „Flugfiskinum“, Hann liggur nú í Gravesend undir umsjá hafnarvarðanna .... Yiljið þér biðja þá að gæta hans vel. Það er maður farinn héðan fyrir stundarfjórðungi til þess að ónýta „Flugfiskinn' ‘ .... Hver það er ? .... Já, hann heitir Asev .... Nú, þér þekkið hann . — Já, það er hættulegur náungi, Hann lék á mig í dag. Það er ógurleg saga að segja frá því og alt of löng. Eg og ung stúlka vorum deyfð með koroformi og flutt í tveim kössum heim til Önnu Speranski .... Já, einmitt .... Nei, eg veit ekki hvar hun á heima .... Hér hefir komið fyrir aivariegt atvik, sem eg botna ekkert í .... Þegar Anna Speranski ætlaði að koma í veg fyrir það að Asev mjrrti okkur, gerði hann sér hægt um hönd og drap hana og flýði síðan .... En um leið lokaði hann okkur inni .... Eg hefi rannsakað hurðina og gluggana. Það er ekki hægt að komast þar út nema með verkfær- um. Til allrar hamingju fundum við þennan leynda síma, sem eg tala nú í. .... Hvort eg veit, í hvaða hluta borg- arinnar við erum? Nei, það hefi eg enga hugmynd um. Og eg býst ekki við því að nafn Onnu Speranski standi í símaskránni. Nei, auðvitað ekki. Og lögreglan veit ekkert um hana .... Ja> það gét eg skilið. Nei, það er ekkert hér í herberginu, sem geti bent okkur á það hvar við erum niður komin. Ekk- ert bréf, engin ljósmynd. Hér er alt undir það búið, að menn komi á óvart. Anna Speranski hefir verið hyggin • • • • Mér er það sem stendur óskiljanlegt, hvernig við ættum að komast heðan. Sennilega mun Asev aðvara vini Önnu Speranski og segja þeim að eg hafi myrt hana. Ef svo er, þá eru litlar lík- ur til þess að eg fái nokkru sinni að taka í hönd yðar. Annars skulu þeir ekki ganga af mér dauðum svona þegj- andi Og hljóÍSalaust. Að vísu er eg vopn- íaus, en það liggja tvær marghleypur hérna á borðinu .... Og ef þið verðið svo varir við heldur mikla skothríð ein- hvers staðar í borginni, þá er eg þar og ver mig .... Orvílnaður? .... .Ta, það er nú eftir því hvernig á það er litið. Þessir sjálfvirku talsímar hafa þann galla, að miðstöð veit ekki hvaðan hringt er. Annars væri þetta vanda- laust .... En bíðum við ..., Féld slepti símanum. Bergljót hafði setið á bekknum meðan hann talaði við lögreglustjórann, en nú reis hún á fæt- ur og hafði aftur augun. — Slökkvið gasljósið, mælti hún. Féld glápti á hana. — Hvað eigið þér við ? .. -. — Slökkvið gasljósið undir eins, mælti hún. Mér hefir komið ráð í hug. Ósýálfrátt hlýddi Féld henni. Það varð niðamyrkur í herberginu. — Sjáið þér nokkuð? mælti hún lágt. Féld skildi þegar hvað hún fór. En hvað hún var hugsunarsöm og hug- vitur! Lengi horfðu þau, en sáu hvergi ljós- skímu. En alt í einu mælti Bergljót: — Lítið á, þarna í gólfinu, í horninu, vinstra megin ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.