Morgunblaðið - 15.01.1919, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.1919, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐlÐ 4 Jiomið á úfsðíuna f)já Sigurjðni, * þar fáið þár ééýrasfar vorur iií varfióarinnar, svo s&m: Olíuföt, þau beztu á landinu, Oliukápur, stórar og smáar, Trawldoppur, Trawlbuxur, Kakhi-Skyrtur, Gummistígvél, Klossar, allar stærðir, Svuntur, Ermar, Sjóhattar. Mauilla, Biktoug, Linur, Önglar, Fiskburstar, Lóðarbelgir, Lóðarstókkar, Fiskihnífa allar stærðir og gerðir, Gufuskipalogg, Segl- skipalogg, Kóssar allar stærðir, Blakkir, Blakkarskífur, Björgunarbelti» Segldúkur, Seglnálar, Seglhanzkar, Hamrar, Tangir, Kústar, Kústa- sköft, Stálsagarblöð, Stálsagarbogar, Þokuhorn stór og smá, Þjalir allar stærðir, Slökkviáhöld, þau beztu í bænum, Konpásar, Boujuluktir, Boujuluktarglös, Karbitluktarglös. Mótorlampar þeir beztu sem hingað hafa komið, Mótorlampabrennatar, Primusar. Primusndlar, Vélapurkur. Primushausar. Vasahnífar allar siœrðir og gerðir, Fiskburstar, Vélaivistur. Icy Hot fiöskur. Allar vörur undantakningarlaust veröa seldar mað 5—10% afsíæffi gegn greiðsíu við mófföku. t Gerið kaup gðar i dag — suo þér missið ekki af þeim vitdarkjörum ssm eg býd öttum mínum við- skiftavinum. Sími 137. Sigurjón Pjefursson, Ttafnarstræti 18. Flugfiskurinn, Skáldsaga úr heimsstyrjöldinni 1921. Eftir Övro Richter Frich. --- 57 Eftir fáeinar mínútur kemur lögregl- an. Og innan hálfrar stundar verðum við komin til Gravesend. Standið hérna hjá mér. Mér finst sem karlinn vilji þröngva mér út í hornið þarna. Þar er líklega einhver fallhleri. En hon- um skal eigi hepnast það. Hinn gráhærði stjómleysingi misti nú þolinmæðina. — Haltu þér saman. grenjaði hann og gekk enn nær Féld, augsýnilega til þess að fá hann til að hörfa undan. En Norðmaðurinn stóð óbifanlegur fyrir og það kom slíkur svipur á hann að Rússinn hikaði. — Þér ættuð að fara varlega, mælti Féld og laut áfram. Asev hefir gabb- að mig í dag, en eg læt ekki gabba mig tvisvar sinnum sama daginn. Það kom einhver ráðaleysissvipur á gamla manninn og það var eins og hann færi hjá sér. —Hver eruð þér? mælti hann að lok- um. Og hvað er þessi stúlka að gera hér ? Hann bjóst víst ekki við svari. Hann leit frá einu þeirra til annars. Og að lokum varð honum starsýnt á lík Onnu Speranski. Annar félaga hans hafði beygt sig yfir líkið. Það var ungur m'aður og tárin runnu niður kinnar hans um leið og hann strauk hárið frá hvítu og háu enni látnu konunnar. En alt í einu varð gagnger breyting á svip hans. Það var eins og tárin þorn- uðu í eldinum, sem brann úr augum hans. Hann starði á langan, hornskeft- an kníf, sem lá ataður í blóði hjá lík- inu. — Hvað er þetta, Alexei ? spurði gamli maðurinn. Unglingurinn reis á fætur. — Knífurinn! mælti hann. — Hvað er að segja um knífinn? mælti öldungurinn óþolinmóðlega og hristi hárlubbann. — Það er knífurinn hans Okine, mælti unglingurinn. Það er sami kníf- urinn, .aem varð Cavendish lávarði að bana. Asev átti hann. Það varð dauðaþögn í herberginu. Öldungurinn draup höfði, eldurinn hvarf úr augum hans og það kom þreytusvipur á hann. — Draumar vorir rætast eigi, taut- aði hann. Hugsjónir vorar eru svívirt- ar og eins þau takmörk, sem vér setj- um oss. Hugsjónir stjórnleysingja fel- ast eins og bandormar í þjóðfélags- líkamanum. Nú er þeim öllum lokið. Við skulum sjá sólina enn einu sinni og þá er kominn tími til að deyja. Hann draup höfði enn dýpra í sár- ustu sorg og staulaðist út úr herberg- inu. Þau hin fóru á eftir honum. En upnglingurinn kraup enn hjá lík- inu. Hann rjálaði við knífinn og þerr- aði vandlega bióðið af blaðinu .... — Við verum að flýta okkur á burt héðan, tautaði Féld. Unglingurinn stökk þá á fætur og stakk hníínum í vasa sinn. — Þér leitið að Asev, mælti hann hásum rómi. Lofið mér að fara með yður. Eg veit um fyrirætlanir hans. Hann er á leiðinni til Gravesend til þess að sprengja „Flugfiskinn“ í loft upp. Eg hefi skilaboð til hans. Skila- boð frá framliðnum........ Þér trúið ekki ? Eg er Alexei, þjónn Önnu Sper- anski. Fátækur maður. Ólánssamur einstæðingur. Það var eg, sem sá um bifreiðina og klóroformið. Við treyst- um Asev. Hann kom til okkar fyrir stundarf jórðungi. Anna Speranski hef- ir verið myrt, sagði hann. Eg hefi lokað morðingjann inni. Það er sami maðurinn sem stjórnar „Flugfiskin- um‘ ‘. Og nú fer eg til þess að sprengja „Flugfiskum" í loft upp. Pyndið hann, smákveljið úr honum lífið..... Þetta sagði hann. Það var blóð á hand- leggnum á honum, og nú veit eg það, að sál hans hefir verið enn ataðri í blóði....Jú, eg hefi skilaboð til As- evs...... Þá gall bifreiðarhom úti. Það var sjaldgæft í Whitechapel. Og við dyrn- ar heyrðist mannamál. Hurðinni var hrundið upp og mað- ur kom inn. Hann var með sína marg- hleypuna í hvorri hendi og hafði gler- auga. Það var sjálfur lögregluforinginn, hinn óttalegi foringi Scotland Yard, John Redpath. — Guði sé lof, mælti hann, að við komum nógu snemma. Lúðrafélagið „HARPA“ óskar eftir ungum, áhugasömum mönnum til að blása á Clarinett (i Es), Flautu (Piccolo) og Boryton. Menn snúi sér til Reynis öíslasonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.