Morgunblaðið - 16.01.1919, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.01.1919, Qupperneq 1
Firatu&ag fan. 1919 0R6DNBLADID 6. argapgr 64 tðlnblaO Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Yilhjálmnr Fmsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslnsími nr. 500 Fisksaían Þegar Bretar höfðu keypt hér allan þann saltfisk, er þeir kærðu sig um, kom það til álita, hvað gera ætti við þann fisk, sem eftir var. Mr. Geo. Gopland gerði tilboð í fiskinn, kr. 265.00 hvert skippund hér á staðnum. En fiskeigendur voru í nokkrum vafa um það, hvort þeir ættu að taka því tilböði. Vildu sumir beldur senda fiskinn á eigin ábyrgð til Spánar og ítalíu og freista þess, hvort ekki fengist fyr- ir hann hærra verð. Varð það þá úr, að þeir kusu þrjá menn í ráð- gjafarnefnd í þessu máli. Þá nefnd skipa þeir P. A. Ólafsson konsúll, Garðar Gíslason stórkauþmaður og Þorsteinn Jónsson kaupmaður. Þessir fulltrúar fiskeigenda áttu fund með útflutningsnefnd í gær, en eigi mun nein ákvörðun hafa verið tekin í málinu. Þá höfum vér og frétt, að það hafi komið til orða, að skip land- stjórnarinnar verði send með fisk- inn til Spánar og ítalíu, ef það verður ofan á, að fiskeigendur sendi hann til markaðs á síua á- byrgð. Spanska veikin. Berst hún hingað aftur? Síðan á öndverðu sumri hefir spanska veikin legið í landi í Kaup- mannahöfn. Stnndum hefir lítið borið á henni, en aðra tíma hefir hún gosið upp og verður æ magn- aðri eítir því sem lengur líður. Þegar Botnía fór frá Kaup- mannahöfn síðast, var sagt að veik- in hefði verið með versta móti. Og nú kemur skeyti um það, að enn sé veikin að magnast. Það mun sönnu næst, að læknar þekki enn eigi eðli þessarar pest- ar, þrátt fyrir það, þótt hún hafi nú geisað um heiminn í tvö missiri og banað miklu fleiri mönnum held- ur en ófriðurinn mikli. En sé það nú rétt, að menn geti fengið veik- ina aftur og aftur á þriggja vikna eða mánaðarfresti, þá megum við eiga von á hexmi með Botníu næst. Og hvað verður þá gert? Og hvað hefir verið gert til þess að fá glögt yfirlit um það, hvernig veikin hefir hagað sér hér á landi? Ekkert ? Það hefði þó verið mjög þýðingarmikið að fylgjast með gangi hennar til þess að sjá hvernig hún hagaði sér á hverjum stað, hvernig hægt var að verjast henni og hvað sóttnæmið reyndist mikið eða lítið. Hefir nokkurra upplýs- inga verið aflað um það, livort. veik- in er nú útdauð hér á landi, eða hvort hún er enn á ferli og þá hvar? Vér efumst mjög um það. Þetta hefði þó eigi litla þýðingu þegar þar að kemur að við verðum að taka í móti pestinni öðru sinni Gunnar Gunnarsson skáld. Hjá Gyldendal er nýkomih út ný skáldsaga eftir Gunnar Gutmars- son. Heitir hún „Edbrödre“ (Fóst- bræðnr) og er efni hennar tekið úr landnámssögu íslands og aðal- söguhetjurnar þeir Ingólfur Arn- arson og Hjörleifur Hróðmarsson. Bókin er nær 350 blaðsíður í stóru broti. Mun hennar verða nánar minst hér í blaðinu síðar. Steinoliuverð. Eins og allir vita, er verð á stein- olíu afskaplega hátt hér. Muxi það vera 300% hærra heldur en árið 1914. En nú er einmitt notað ákaf- lega mikið af olíu hér í bæ til elds- neytis vegna þess hvað gasið er dýrt og kolin dýr. Mundi því öllum almenningi draga mjög mikið um það, ef eitthvað lækkaði olíuverðið. Og menn höfðu einmitt vænzt þess að það mundi lækka nú þegar „Fredericia“ kom. Dag eftir dag hafa menn beðið eftir tilkynningu um það, en húu hefir ekki komið. Hvernig stendur á þessu? Það er þó vitanlegt, að vátryggingargjöld hafa lækkað síðan stríðinu lauk. Nú fer vertíð líka að byrja og fjöldi vélbáta' mun ganga á fisk- veiðar í vetur. Fyrir þá mundi verð- lækkun á steinolín — hversu lítil sem hún væri — hafa ákaflega mikla þýðingu. Því trúir enginn, fyr en hann tek- ur á, að olían, sem kom síðast þurfi að kosta eins mikið og sú, sem fyr- ir var. En hvenær lækkar verðið? 6uðm. Jónsson. -------. «. , ----- OAGBOK I Sterling fór frá Seyðisfirði í gær áleiðis til útlanda. Borg var enn á Seyðisfirði í gær og fer líklega þaðan í dag til Húsavíkur og Sauðárkróks og þaðan til útlanda. Samverjinn. Matgjafir hans hófust í fyrradag og komu þá þegar 160 gest- ir. í gær voru þeir rúmlega 200, og nær eingöngu börn. Ef Samverjinn sér sér fært, mun hann gefa sjúklingum mjólk, eins og í fyrra, en féð er naumt og alt dýrt, sem kaupa þarf. — For- stöðumönnunum þætti vænt um það, ef styrktarmenn Samverjans vildu heim- sækja hann, t. d. í dag, og líta yfir hópinn og fyrirkomulagið. Snorri Sturluson kom hingað í gær frá Englandi. Sigurjón hefir nú sýningu mikla í skemmunni hjá Haraldi, á þeim vörum, sem menn þarfnast nú helzt til ver- tíðarinnar og hann selur þessa dag- ana með niðursettu verði. Lúörafélagið „HARPA“ óskar eftir ungum, áhugasömum mönnum til að blása á Clarinett (í Es), Flautu (Piccolo) og Baryton, Menn smii sér til Reyois öíslasonar. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðar- för Elíínar Jónsdóttur, Hverfis- götu 82. Börn og tengdabörn hinnar látnu. » Arnbjörn G-unnlaugsson, sem verið hefir skipstjóri á botnvörpungnum „Ráu“, er stundað hefir veiðar við New Foundland að undanförnu, kom hingað í gær með „Snorra Sturlusyni' ‘. Tekjuskatfskráin (Framhald.) Hafstein Hannes 10500 297.50 Hákon jarl, h.f. 22800* 1352 Halberg J. G„ eign 10000 850 Halld. Gunnlaugsson kaupm. 8000 175 Halld.Sigurðss. úrsm. 15000 595 Halld. Þorst. skipstj. 30000 2320 Hallgr. Benediktsson 60000 6820 Hallgr. Kristinsson 7000 135 Hannes Hafliðason 0000 100 Hansen Halldór 6000 100 Hansen H. J. bakari 8000 175 Hanson H. S. 8000 175 Haraldur Árnason 50000 5320 Haraldur Böðvarsson 6250 108.75 Haraldur Níelsson 6000 100 Havsteen Jakob 8000* 175 Heiðdal Jón 5000* 70 Helgi Helgas. smiður 5000 70 Helgi Helgas. verzlm. 7000 135 Helgi Magnússon 8000 175 Henningsen Sv. Juel 5000 70 Hið ísl. steinolíufél. 80600 9910 Hjálmtýr Sigurðsson 8000 175 Hjaltested P. úrsm. 8000 175 Hjalti Jónss. skipstj. 14000 520 Hobbs Clifford 100000 11820 Hólm Elías 5000 70 Höepfner C„ h.f. 48600* 5110 íshúsfélagið 10050* 272.75 ísbjörninn 12000 385 Jaeobsen E. 60000 6820 Jensen Thor 300000 41820 Jessen M. E. 10000 270 Jóh. Ögm. Oddsson 8000 175 Jóh. Ólafsson & Co. 8000 175 Jóhannes M. Bjarnason skipstj. 12000 1 385 Johnson Ingibjörg 6000 100 Johnson Ólafur 150000 19320 Jón Bjarnas. kaupm. 8000 175 Jón Björnss. kaupm. 35000 3070 Jón Björnsson & Co. 10000 270 Jón Brynjólfsson 9350 237.50 Jón Gunnarsson 5000 70 Jón Halldórss. & Co. 10000 270 Jón Hallgrímsson 6000 100 Jón Helgas. kaupm. 10000 270 Jón Helgas. biskup 5000 70 Jón Herm.s. lögr.stj. 6000 100 Jón Hjartars. kaupm. 12000 385 Jón Jóhanness.skipstj. 13000 450 Jón Jónss. frá Vaðnesi 40000 3820 Jón Kristjáns. próf. 8000 175 Jón Kristóf.s. skipstj. 5000 70 Jón Magnúss. forsæt- isráðh. 11900* 379 Jón Ólafss. frkv.stj. 14000* 520 Jón Pálss. gjaldk. 5000 70 Jón Sigurðss. skipstj. 7000 135 Jón Sigurðss. verzlm. 5000 70 Jón Hj. Sig. héraðsl. 6000 100 Jón Stefánss. skósm. 8000 175 Jón Þórðars. verzlun 12000 385 Jón Þorkelss. skjalav. 5000 70 Jón Þorlákss. verkfr. 18000 850 Jónatan Þorsteinss. 12500* 417 Kaaber L. E. 150000 19320 Kjartan Gunnlaugss. 8000 175 Kl. Jónsson 8000 175 Knudsen Vilh. 5000 70 Kol og Salt 49700* 5275 Kolb. Þorst. skistj. 13000 450 Krabbe Th. 5200* 76 Kristín Þorvaldsd. 12000 385 Kristinn Brynjúlfss. 6000 100 Kristj. Jónss. dómstj. 6000* 100 Lárus G. Lúðvígsson 50000 5320 Laxdal Jón 80000 9820 Leví R. P. 20000 1045 Loftur Loftsson 80000 9820 M. Kristjánss. forstj. 15000 595 M. Magnúss. frkv.stj. 7450 153 M.. Sigurðss. bankastj. 8000 175 Malmberg O. J. 8000 176 Marteinn Einarsson 25000 1620 Matth. Ein. laeknir 15000 595 Meinholt A. M. 6000 100 Metúsalem Jóhanness. 5000 70 Muller L. H. 10000 270 Nathan & Olsen 100000 11820 Niðursuðuverksmiðj. 6000 100 Nielsen Emil 11000* 327

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.