Morgunblaðið - 20.01.1919, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.01.1919, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ r nr..."ir> Gamla Bíó <11 ......>P 31= j Mimmu drengur. Stórskostlega spennsndi og skemtilegur gamanleikur í 4 þáttum. • Aðalhlutverkið leikur hinn frægi Douglas Fairbank. L Efni myndarinnar er um ungan mann, sem er sannkallaður mömmu drengur, eins og kliptur dr nýtízku. blaði og svo til- gerðarlegur, að hann veit varla hvernig hann á að snúa sér, og vetður unnustan þess vegna leið á honum. Þvi að hún vi!l aðeins giftast reglulegum karlmanni, og er horium því einn kostur ger, að sýna karlmensku sína, til þess að vinna unnustuna aftur. * fc Sýningiii stendur yfir á aðra kl.stund 0 0 20 út 310 iiO 3E0 heldur Iðnalarmannafélagið Langardag 25. þ. tjl Aðgöagumiðar verða seldir hjá Jóni Hermannssyai úr- smið, Hverfisgötu 32. 2 sjómenrt geta fengið pláss á seglskipi nú þegar. Upplýsingar gefur Cmií Síranó Veski með alimikium pening- um í, hefir tapast. Há fundariaun Afgr. vísar á. Jarðaiför dóttur minnar, Þórunnar, sem andaðist á Vifilsstöðum, 13. þ. m., fer fram þriðjudaginn 21. janúar kl. 12,30 frá Dómkirkjunni. Páll Stephensen. Ul» Auglýsingar senybirt?st eiga í Morgunblaðinu þurfa að vera komnar tfmanlega, daginn áður en blaðið kemur út. ihn fisiiv\ Fundist hefir á reki á Faxaflóa stór uppskipunarbátur. Réttur eig- andi getur leitað sér upplýsinga um bátinn lijá H. P. Duus í Keflavík, og borgi fundar- og björgunarlaun og annan áfallinn kostnað. Ianilegt þakklæt votta eg ölium þeim, er heiðruðu jarðarför konunn- ar minnar, Margrétar heitinar Bryn- jóifsdóttir, með nærveru sinni. En sérstaklega heri a bóksala Pétri Halldcrssyni, 0g móður h.ns fyrir þá höfðinglegu gjöf, sem þau gáfu mér. Og herra bókhaldara Jóni Ey- viudssyui og frú hans, er af mér tóku eitt barnið mitt. Bið eg aigóð- an guð að launa þeim af ríkdómi náðar sinnar velgerðir við mig. Jón Gíslason, Grundarstig 21. Bezta smjörliki í bænum, er smjörlíki frá h. f. Smjör- likisgeiðiuni i Rvík og fæst í verzl. „ Jls6yrgi“ Grettisg. 38. Sími 161. Fiskilínur úr ítölskum hampi, óbikaðar og bik- aðar, 2ya— 3 — 3T/2—4 — 5 og 6 punda (ágætar lóðalínur) ódýrastar og beztar hjá Haraidi Böðvarssyni & Co. h,f. Sandgerði, Akranesi og Reykjavík. Sími 59. V iðsjá. I. Útlit bóka. Eg þekki engau einasta bókamann, er elcki hugsar jafnt um það, að bækur sínar líti vel út, eins og hitt, að eign- ast góðar bækur. Eg lief séð menn, al- kunna fræðimenn og vísindamenn, liorfa með föðurlegu stærilæti á loga- gvltar bókaraðirnar í skápum sínum, og strjúka gljáandi kili þeirra með við- kvæmni — eigi að eins vegna þess, hverja f jársjóðu þær höfðu að gevma fyrir þá, lieldur einnig vegna hins, hvað fagrar þær voru útlits. Fegurðartilfinningin er rík hjá flestum, enda þótt hún sé á mismun- andi stigi og misjöfn að ýmsu leyti. Eg þekki marga feður, sem. þykir vænst. vun laglegasta barnið sitt, enda þótt þnð sé ekki barnanna gáfaðast. Bækur eru börn bókamannanna og það er ekki nema einstaka maður, sem tek- ur fágæta skruddu og illa útlítandi fvam yfiv þá bók, sem ekkert er út á að setja að ytra frágangi. Þar með er þó ekfei sagt, að sá hinn sami mundi t. d. eigi fremur kjósa skrudduna úr eldi. En það getur verið vegna þess, Lifur gamla og nýja, kaupir hæsta verði Agúst Guðjónsson, fisktorginu. Hlín Ársrit Sambands norðlenzkra kvenna. Ritstjóri: Halldóra Bjarna- dóttir. Aðalútsala í Rvik Bókaverzhm Ísafoídar Burstar Og Kústar stórt úrval nýkomið til j ES ZIMSEN að sams konar bók er ekki hægt að fá aftur. Hún er óbætanleg, eí' húir brennur. En meðan þær standa báðar í bókaskápnum, er fallega bókin augna- yndi lians. Um þetta liefi eg of't verið að hugsa, þegar nýjar bækur koma hér á mark- aðinn. Því að á undanförnum árum hef- ir sáralítið verið hugsað um ytra útlit bókanna af hálfu útgefenda. Það er fyrst nú farið að brydda ofurlítið á. því, að augu bókaútgefenda séu farin að opnast fyrir því, hverja þýðingu það hefir, að bækurnar líti vel út. Fyrir skömmu var eg að lesa um þetta efni í nafnfrægu ameríksku tíma- riti. Greinin var eftir prentara —• mann, sem hafði aflað sér vísindalegr- ar þekkingar á öllu því, er að prent- iðu lýtur og’ síðan gerzt bókaútgef- andi. Hann segir að ytra útlit bókanna hafi tvöfalt meiri þýðingu fyrir sölu þeirra og útbreiðslu heldur en efni þeirrn. Nú verða menn að gæta þess, að það er tvennu ólíku saman að jafna, bóka- markaðinum í Bandarikjuuuin og- bóka- markaðinum hér. Þar spretta daglega upp nýir rithöfundar eins og mý á mykjuskán, og óþektir rithöfundar eiga þav miklu erfiðara með að ryðja sér til rúms heldur en hér. Þess vegna verður hið ytra útlit bókanna að vera sem snoturlegast, til þess nð þær gangi út meðan höfundarnir eru óþektir. Og þótt hiifundar séu frægir, þá eykur það alt af sölu bóka þeirra, að ytri frá- gangur þeirra sé fallegur. Ljot kápa og ósmekklegur frágang- ur mun liafa spilt fyrir sölu margra bóka hér, og gera enn. Augað heimtar fegurð, og það fer að reka að því, að nýgræðings-rithöfundar fá eigi komið bókum sínum út, nema því að eins, að meira sé hugsað um ytra útlit þeirra heldur en títt hefir verið. G 0 r m u r.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.