Morgunblaðið - 25.01.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.1919, Blaðsíða 1
Xaugardag | 25. fan. 1919 MORGUNBLADID 6. arg»Bgr 73. tölublaO Bitstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðsltuíími nr. 500 Úr loftinu, London, 24. jan. Pólland i vanda. Póllánd á að fá alla þá hjálp, sem þarfnast — fallbyssur, rifla og skotfæri. Það verður nauðsynlegt að koma upp hergagnaverksmiðj- um þar í landi. Samkyæmt vopna- hlésskilmálunurn hefir Foeli mar- skálkur trygt það^ að hægfr s/é að flytja hergögn og lier til Póllands yfir Þýzkaland. Og Pólverjar eiga að fá opna leið til sjávar yfir Dan- zig. Pólverjar mega ekki halda uppi hernaði sjálfir. Verða banda- menn fyrst að útkljá mál sín við Þjóðverja. Það er ppiöberlega tilkynt, að horfurnar í Póllandi séu mjög slæmar frá Pólverja sjónarmiði. Að austan hörfa.Þjóðverjar heim á leið og skilja vopn sín ef.tir í hönd- um Bolzhewikka, en gefa Pólverj- um ekki kost á því að gera nauS- synlegar raðstafanir til þess að yerjast Bolzhewikkum. Það er enn fremur sagt, að hersveitir séu send- ar frá Þýzkalandi til Póllands til þess að berjást gegn Pólverjum. "í suðausturhlutl, Póllands hafa Ukrainemenn ráðist á Pólverja ná- lægt Lemberg með 30 þús. manna. I þessum hluta Galizíu eru íbúarnir sambland margra þjóðflokka og það er sennilegt, að Ukráine ætli sér að ná valdi á umþráttuðum hér- uðum áður en nokkur ákvörðun hefir verið tekin um þau á friðar- fundinum. Pólverjar hafa þjóðern- iskröfu til Lembergs, en ekki að neinu ráði til héraðanna þar um- hverfis. tJkraine-mönnum hefir orðið nokkuð ágengt og er sagt að þeir njóti styrks þýzkra og austur- ríkskra flugmanna, Hafa þeir af- skorið vatns- og ljósleiðslu borg- árinnar, en það virðist þó svo, sem Pólverjar hafi hana enn á valdi sínu. Alheims bann. Ameríkskir bannmenn hafa hafið baráttu til þess að%þurka" allan heiminn! Kaupirðu góðan hlut, Jþá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. Vélskip til sölu. Folio: — 10. Moíorkutíer 36,27 tonn með tvöíaldri danskri 50 hesta »Hein«-vél, sem er aðeins ca. eins árs gömul og gallalaus. Skipið viðurkent gott i alla staði,, og fylgja því 2 herpinótarbataí af nýjustu og beztu gerð. Ennfremur Iterpinót fyrirtaksgóð. N Hvorttveggja aðeins 2-gja ára f,amalt og mjög vel með farið. Verð als kr. 54,000. — Tækifæriskaup. Væntanlegir kaupendur gefi sig fram nú. þegap. Síœnefoi: „Espholins" Talsími^i^. Espholin Co8, Aknreyri. íþróffoféíag neijkjavíkur heldur danzleík laugardag 8., marz i Iðnó. ftlúðarþakkir fií aííra fjéraðsÞúa mittna, er auðsýndu mér vinálfu og fjeiður á 25 ára fæknis- afmæli mínu. Akranesi 24. jan. 1919. Óíafur Tinsen, Friðarfondnrinn. Wilson fer heim — en Taft tekur við af honum. Það er mælt að "VVilson forseti muni fara f rá París hinn 15. febrú- ar og halda rakleitt heim til Banda- ríkjanna. Sæti hans á friðarfund- inum mun þá verða skipað Taft fyrverandi Bandaríkjaforseta. „Echo de Paris" segir að það sé búist við því, að bráðabirgða-frið- arsamnihgár verði undirritaðir eigi síðar en í öndverðum júnímánuði, og að kosningar til þings í Frakk- landi muni fara fram annaðhvort í júlí eða október. Keisarinn höggur í eldinn. Það er sagt, að Vilhjálmur fyr- verandi keisari vinni frá morgni til kvölds að því að saga brenni í eld- inn í Amerongen-höll. Er hann hljóður og talar ekki orð við neinn mann. Keisarafrúin hefir óskað eft- ir því að vera flutt heim til Pots- dam og fá að deyja þar. Kaupirðu göðan hlut, , þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. Stór sprenging. Hergagnaforðabúr Þjóðverja hjá Zuatrecht, sem er milli'Ghent og" Briissel, sprakk í loft upp 22. janú- ar. Misti þar fjöldi manna lífið4>g flýði fólk undan í allar áttir. Járn- brautiri milli Ghent og Briissel ó- nýttist á stóru svæði. Bandamenn mæla sér mót við Bolzhewikka. Wilson forseti hefir með loft- skeyti boðað þrjá fulltrúa fyrir Bolzhewikka á fund með nefnd bandamanna. A fundinnm að verða á Prinz-eyjú í Marmarahafi. Kosningar í í^ýzkalandi. Nákvæmar, en þó ekki opinberar skýrslur eru nú fegnar um úrslit kosninganna í Þýzkalandi. Af 421 fulltrúum, sem kosnir voru til þjóðfundarins, eru 164 meiri-hluta- jafnaðarmenn og 64 úr demokrata- flokknum. Það er búist við því, að þessir tveir flokkar muni slá sér saman og mmii þeir verða í meiri- KaupirSu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. hluta. Óháðir jafnaðarmenn konftl að 24 fulltrúum og alþýðu- flokkurinn 23. Eru^það fyrverandi ..national-liberalar''. Af turhalds- flokkurinn fyrverandi sem nú nefn- ist „national" -alþýðuflokkur, koni að eins 34 fulltrúum að í stað 71, sem hann hafði í ríkisþinginu. Mið- flokkurinn kom að 88 fulltrúum og er það sama tala og hann hafði í ríkisþinginu, en þess ber að gæta að nú eru þjóðfulltrúarnir 24 fleiri heldur en í ríkisþinginu. Friðarþingið hefst fyrir alvöru í dag, ¦ Pulltrúar stórveldanna áttu með sér fund í gær í París til þess aS imdirbúa alþjóðafund friðarráð- stefnunnar, sem haldinn verður á morgun. Var þar rætt um ábyrgð og hegningu í sambandi við ófrið- inn og hernaðarskaðábætur. Frá Tyrkjum. Tyrkir hafa nú alveg yfirgefið Kákasus nema Kars-héraðið. Áður en þeir gerðu það, gerðu þeir laun- samninga sinn í hvoru lagi bæði viS Georgiumenn og Armena um það, að þeir tækju við löndunum og ætl- uðust til þess íið með því byrjaði ófriður milli þessara tveggja þjóð- flokka. En Bretar skárust í leikinn og gátu afstýrt því. Þaff er mælt að tyrkneska stjórn- in sé farin frá og búist við því, að Tewfik Pasha muni mynda stjórn aftUr og taka í hana fleiri andstæð- inga sambands og framsóknar- manna, sem enn reyna að koma í veg fyrir það að hegnt sé þeim sfem bera ábyrgð á hryðjuverkunum í. Armeníu. Heiðursborgarar í London. Prinsinum af "Wales hefir verið boðið að verða heiðursborgari í London. Það. hefir einnig verið á- kveðið að gera þá Jellieoe lávarð, Sir David Beatty, Prench lávarð, Sir Douglas Haig og Sir Allenby að heiðursborgurum. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.