Morgunblaðið - 25.01.1919, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.1919, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Niðurjöfnunarnefnd Revkjavíkur leyfir sér hér œeð að skora á borgara bæjarins og atvinnurekendur, að sendá niðurjöfnunarnefndinni skýrslu um tekjur sinar árið 1918 fyrir 1. febrúar næstkomandi. í skýrslunni óskast tekið fram hvað eru atvinnutekjur og'hvað eignar- tekjur. Reykjavik, 21. febr. 1919. F. h. nefndarmnar. Bg-gert Briem. JTlóforbáíur fif söíu ca. 8 tonna stór, með 8 hesta Danvél. Báturinn sterkur og vélin í góðu lagi. Bátnum fylgja segl og legufæri. Hann liggur hér á höfninni. . Allar nánari itpplýsingar hjá SIGURJÓNI JÓNSSYNI á Hafnarskrifstofunni. Rafmagnsfélagið Hiti og Ljós Vonarstræti 8, Reykjavik. tekur að sér allskonar rafmagoávinnu, Vírainnlaqninqu til Ijósa, afls og i hitunar. Nœ%ar byrgðir af eýni dvalt ýyrirliggjandi frá ýyrstu hendi.’ Láíið okkur qera áættun farir tjður. Rafmagnsfélagil Hiti og Ljós Verkinannaíélagið Dagsbrún heldur framhalds-aðalfund í G.-T.-húsinu, laugardaginn 25. f>. m. kl. 7 siðd. A dagskrá verða ýms mikilsvarðandi mál, og eru menn f>ví ámintir um að fjölmenna. Félagsstjórnin. Effirstöðvar af tauskóm verða setdir með niðursetfu verði V 0 r u h ú s ið. Bookless Brothers (Ship Broking Department) Ship^Brokers and Surveyors. Aberdeen, Seotland. Annast sölu, kaup, smíðar og leigu á alls konar skipum. Útvega aðallega Botnvörpunga, Mótorskip og vélar í mótorskip. — Umhoðs- menn fyrir hina frægu „Beadmore" olíuvél fyrir fiskiskip. — Gerið svo Vel að senda oss fyrirspurnir um alt viðvíltjandi skipum. Nýtt blað á Seyðisfirði. Seyðisfirði, í gær. Kaupmenn hér gangast fyrir því, að stofna nýtt blað á SeyðisfirJði. Er búist við því, að flestir kaup- menn austanlands muni verða með í þeim félagsskap. Á að kaupa nýja prentsmiðju og cr helmingur hluta- fjárins þegar fenginn hér á staðn- um. —----- Tíðarfar er framúrskarandi gott, hlákur að undanförnu og auð jörð í sveitum. Leyst úr læðing Ástarsaga < eftir Curtis Yorke. 1 ---- 2 Alt í einu laut hann niður og kysti hana á ennið. — Eg skal reyna að gera þig ham- ingjusama, Penelope, mælti hann. — Og eg skal revna, að verða þér betri kona en nokkur önnur hefði getað orðið, mælti hún blíðlega og í ein- lægni. 2, kapítuli. Ronald Conyers hélt heim til sín og \ var sem hann væri þjáður af martröð. Er það fátítt. um nýtrúlofaða menn. Hvernig í skrattanum gat á því stað- ið, spurði hann sjálfan sig hvað eftir annað, að Penelope hafði fengið bréfið, sem hann skrifaði Estellu? Hann hafði þó óreiðanlega sknfað utan á til ung- frú E. Westlake. Eða hafði hann að eins skrifað „ungfrú Westlake* ‘ 1 Það gat vel verið. En honum var ómögu- legt að muna það. Því að í hans augum var ekki nema ein upgfrú Westlake til. — Mikill dæmalaus grasasni gat eg verið, mælti hann við sjálfan sig hvað eftir annaá. Það var nú auðséð, að hann gat ekki komist hjá því að kvænast Penelope. • Hún hafði sagt honum hiklaust frá því að hún elskaði hann •— að hún hefði alt af elskað hann. Og hvað átti svo sem að aftra henni frá því að segja honum það, þegar hún hafði fengið bónorðsbréf hans — vegna asnaskapar hans — bréfið, sem átti að fara til Estellu. Honum var það ljóst, að hér eftir var ekki hægt að kippa þessu í lag. Hann hafði þó haft von um það, að Estella mundi fella ástarhug til sín. Og kvöldið áður en hún fór til Skot- lands hafði hún fyllilega géfið honum það í skyn. En —• það var þýðingar- laust að vera að hugsa um það nú.Hann var nú trúlofaður Penelope — Pene- lope, sem hann hafði aldrei gefið neinn gaum, nema hvað hann hafði séð það að hún var heldur lagleg stúlka — frænka Estellu og fóstursystir. Hon- um hafði aldrei nokkuru sinni kom- ið til hugar, að JJ’enelopé litist vel á sig. / Hann varð gripinn af megnum við- bjóð á hjónabandi — á Penelope —• á lífinu. Og hann gat ekki um annað hugsað en það, að nú væri framtíð sín glötuð. Hann leit á úr sitt. Það var að byrja að ganga ellefu. Hann náði í bifreið og lét aka sér til Empire. Og meðan , haiin þeysti eftir götunum og hlý júní- kvöldgolan lék um vanga hans, mintist hann þ ess, að hann yrði nú innan skams að tala við Jakob, frænda Penelope, og fá samþykki hans til ráða- hagsinS. Penelope hafði sagt að honum hefði þótt mjög vænt um, er hann frétti af bónorðinu. — Það má liamingjan vita, hvernig á þvi stendur, mælti hann við sjálfan sig og krosslagði hendurnar á brjóst- inu. Því að eg er enginn auðkýfingur. Samt sem áður get eg látið henni líða vel, og vonandi höfum við ekki mikið saman að sælda. En hver veit þó — fyrst henni þykir vænt um mig? Bifreiðin staðnæmdist og hann steig út úr henni. C 0 R N F L AJ£ E S í pökkum fæst í verzlun Markúsar Einarssonar, Grettisgötu 26. Varnir gegn infiúenzu. Ný auglýsing frá landstjórninni. Að fenginun tillögum lækna- deildar háskólans og með ráði land- læknis er hér með samkvæmt lög- um nr. 24, 16. nóvember 1907, um varnir gegn út.breiðslu næmra sjúkdóma, 2. gr., settar eftirfar- andi reglur til varnar gegn út- breiðslu kvefpestarinnar: 1. Samgöngum milli sýktra og óSýktra landshluta skal hagað þaUnig: Engir mannflutningar eru leyfðir úr sýktum svæðum fram yfir það sem nauðsyn krefur, og á þann hátt að þeim einum skal gef- ið fararleyfi, sem hafa verið ein- angraðir í vikutíma á brottfarar- stað og hvorki hafa sýkst. grun- samlega á þeim tíma né haft mök við sýkta eða grunaða. 2. Yarningur og aðrir dauðir jnimir skulu taldir lausir við sótt- næmi 24 klukkustuudum eftiir að sjúkir eða grunaðir hafa haft hönd á þeim. Hcimili, scm sýkst hafa, skulu talin sótthættulaus, þegar 7 dag-ar eru liðnir frá því að SÍðasti sjúklingur varð hitalaus, eða 12 dagar eftir að liann sýktist, og þá án þess að sótthreinsun hafi farið fram. Heimilt skal þó héraðslækn- um að lengja einangrunartímann, ef þeir eru í vafa um framafhrreind tímamörk. <> 3. Héraðslæknar skulu svo fljótt sem því verður komið við senda öllum sveitarstjórnum í ósýktum sveitum glöggar sóttvarnarreglur og jafnframt leita álits þeirra um hvort það sé almennings vilji að verja sveitina, þó veikin fíyttíst í héraðið, síðan gerir héraðslæknir þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, til þess að verja þau bygðarlög,1 sem þess óska, sbr. 1. og 2. gr. 4. 011 skip, seni leita hafnar á Norður- og Austurlandi, Stránda-, Barðastrandar-, Dala-, Snæfells- ness- og Skaftafellssýslu, og koma annaðhvort frá útlöndum eða frá sýktum héruðum inuanlands, skulu tálin grunuð skip, er ekki teljist sótthættvdaus fyr 011 liðnir eru 7 dagar frájwí þau létu síðast úr höfn eða höfðu síðast mök við önn- ur skip, enda hafi enginn sýkst á skipinu á brottfararstað þess eða á leiðinni, svo að grunsamlegt þyki. 5. Læknar í hinum sýktu héruð- um, sem fara þurfa út í sýkt eða grunuð skip, skulu, er þeir koma á land, einangra sig, svo sótthætta geti ekki af þeim stafað, í alt að sjö daga og skal hlutaðeigandi hér- aÚslæknir , gera næstá héraðslækní aðvart, er skal skylt að þjóna fyrir hinn á meðan þarf. 6. Héraðslæknar í þeim héruðum, þar sem kvefpestin gengur, sku'a í viku hverri síma til landlækig. aðalatriðin um gö.ngu sóttarinmd \ N .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.