Morgunblaðið - 27.01.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.1919, Blaðsíða 1
Mánudag 27 jan. 1919 LAÐIÐ 6 argangr 75, tðlublaO Ritstjómarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðsltuími nr. 500 Símfregnir. Akureyri í dag. Bæjarstjórnarkosning fer hér fram á morgun. A þá að kjósa ii menn. Listar eru þiír. A listi (verkamenn) Lárus Thorar- enser, Trausti Reykda), Björn As- geirsson verkam., Sveinn Sigurjóns- son kaupm., Erlingur Friðjónsson kaupfél.stj., Gísli R. Magniisson verzlm., Sigurður Sumarliðason skip- stj., Sigurður Þ. Njarðvík sjóm. B-listi (verkamenn og kaupfélags- menn); Erlingur Friðjónsson, Böðvar Bjarkan lögm., Ingimar Eydal ritstj. Sveinn Sigurjónsson, Halldór Einars- son HHð, verkam., Þorsteinn Þor- steinsson verkam., Guðbj, Björnsson, Scvi Halldórsson sjóm., Adolf Krrst- jánsscn skipstj., Arni [óhannesson búfræðingur. C-listi: Otto Tulinius, Ragnar Ó lafsson, Sig. E n. Hliðar ritsrj., Júlí- us Havsteen lögfr., Sigurður Bjarna- son timburmeistari, Fiiðjón Jensson læknir, Jön Guðmundsson timburm., Páll V. Jónsson verzl.stj. Kristján Sigurðsson kmpm., Bjarni Jónsson bankastj., Jón Stefánsson ritstj. Er kspp míkið í kosningunni og flokkadráttur meiri en við flestar aðrar kosningar. Ebbe Kornerup rithöfund r. Hann kemui' hingað með Botníu og ætlar að halda hér fjóra fvrir- lestra, fjögur kvöld í röð, um Suð- urhafseyjar og sýna þaðan skugga- myndir. Átti fyrsti fyrirlesturinn að vera í kvöld — eins og auglýst var hér í blaðinu í gær, en vegna þess hvað Botnía hefir tafist í Fær- eyjum, getur það ckki orðið. Eins og lesendur Morgunblaðs- ins eflaust muna, kom Kornerup til Austurlandsins í haust og hélt fyr- irlestur á Seyðisfirði um Suður- hafseyjar og' var ger að lionum góð- Or rómur. Kornerup hefir ferðast víða og kann frá mörgu að segja, og er því sennilegt að Reykvíking- ar, sem eru manna fi'óðleiksfúsast- sæki vel þessa fyrirlestra hans. Á inorgun verður nánar auglýst flvenær fyrirlestrarnir hyrja. ^aupirðu góðan hlut, mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. nvarp. Véi undirritaðir höfum verið til þess nefndir að gang- ast tyrir samskotum meðal lærisveina, samverkamanna og vina próf. dr. phil. & litt. Isl. Björns M. Ólsen til þess að sýna minningu hans einhvern sóma. Hefir oss þótt tilhlýði- legast, að máluð verði at honum vönduð olíumynd og gefin Háskóla Islands til minningar um hinn mikla vísindamann, ágæta kennara og lyrsta rektor hans. Því, sem kynni að verða umfram það, sem myndin kostar, mun verða varið til þess að heiðra minningu hans á einhvern annan hátt. Samskotin má senda einhverjum af oss undirrituðum, og mun síðar verða gerð opinber skilagrein fyrir því, sem inn kemur. Reykjavík 22. jan. 1919 t Agúst H. Bjarnason. Sigurður Nordal, F. b. heimspekisdeildar Háskóla íslands. G T. Zoega. Þorleifur H. Bjarnason, F. h. hÍDS almenna Mentaskóla. Jón Jacobson, F. h. Stúdentafélagsins i Reykjavík. Önnur blöð eru vinsamlega beðin að birta þetta ávarp. Fátæku konunDÍ kjálpað Morgunblaðinu er það sönn á- nægja að geta sagt frá því, að Reykvíkingar liafa enn sem fyrri oig'i brugðist því trausti, sem það t)or til þeirra. Sama daginn, sem vér vöktum athygli lesenda vorra á fátæku konunni og börnunum hennar tveimur, höfðu fleiri en einn hoðist til þess að taka af henni yngra barnið, og er því nú fengið fóstur á góðu heimili. Þá bárust henni og gjafir frá ýmsum og j)ótt Morgunblaðið hefði ckki mælzt til þess, bárust því samskot til hennar: Frá ónefndum .... ltr. 10.00 Frá H. E. ........ -- 25.00 Frá ónefndri konu . — 30.00 Frá N. N...........— 10.00 og hefir blaðið afliont henni þá pen- inga. Herklæði. Það var almenn skoðun fyrir stríðið, að hertýgi væru með öllu þýðingarlaus lengur í hernaði. En svo er ekki. Ófriðarþjóðirnar fundú Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. það fljótt, að stálhjálmar gátu hlíft hermönnunum mjög mikið og forðað þeim frá dauða. Og síðast liðið ár voru Þjóðvérjar einnig farnir að láta framverðí sína bafa brjósthlífar úr stáli, eins og sjá má á þessari mynd. Reyndust þær vel Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. og björguðu lífi fjölda manna, sér- staklega Jiegar hinar illræmdu flísakúlur voru á ferðinni. §g PAGBOK p Til Samverjans voru Morg- unblaðinu færðar 8 kr. í gær frá »Ketti«. Gráðaostagérð. Jón A. Guðmundsson kennir gráðaostagerð í Sveinatungu á sumri komanda og eiga þeir sem nema vilju að gefa sig fram við hann sem fyrst. Gráðaostagerðin er svo þýðing- armikil í landbúnaði vorum að það verður aldtei of oft brýnt fyrir bænd- um að taka hana upp sem fyrst og er þess óskandi að þess verði ekki langt að bíða að sú kunnátta breið- ist um alt land. B o t n í a hefir tafist mjög í Fær- eyjum. Hafði hún miklar vörur þangað, en veður hefir tafið upp- skipun. Hún lagði á stað hingað kl. 2 í gær og er því ekki væntan- leg fyr en á morgun í fyrsta lagi. Ráðgjafarnefndin, sem gert er ráð fyrir i milliríkjasamning íslands og Danmerkur, mun nú vera skipuð. Eiga isienzku nefndarmenn- irnir Jób. Ióhannesson,Bjarni frá Vogi og E nrr Arnórsson, sæti í henni en ókunnugt er oss um fulltrúa Dana. 1000 krónur en ekki 100 eins og sagt er í blaðinu í gær, ætlar U. M. F. Akureyrar að Ieggja fram til stofuunar berklahælis á Norð- urlandi. Hjúkrunarnefnd. AUur kosn- aður henvar mun nema um 80 þús. krónum, en þess er vænzt að nokk- uð af því fé heimtist inn hjá þeim sem hjálpar urðu aðnjótandi. H a f i s f j o r d danskt barkskip fjórmastrað, er væntanlegt hingað innan skams. Það kemur með kol, um 3000 smálestir, til Landsverzlun- arinnar. S e g 1 s k i p i n Noah, Ruth og Manecia eru á förum héðan. P r e n t v i 11 a var í greininni Minningarorð í blaðinn i gær, þar sem þeir Ólafur og Stefán synir Stefáns; heitins Ólafssonar á ísa- firði ern taldir sjómenn. Þeir bræð- ur eru skósmiðir og hafa vinnustofn á ísafirði. Söngskemtnn Benedikts Arnasonar i gærkvöldi var fjölsótt og söngvaranum óspart klappað lof í lófa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.