Morgunblaðið - 30.01.1919, Síða 1

Morgunblaðið - 30.01.1919, Síða 1
ITimtudag 6. argarsgr Ritstjórnarsími nr. 500 .æs Ititstjóri: Vilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Úr loftinu Loudon, 29. jan. Fulltrúar stórveldanna áttu í'und nieð sér í gær til jiess að ræða um það, hvað verða ætti um ný-lendur Þjóðverja framvegis, og um al- þjóðasambandið. Fulltrúar Japans, Kína og brezkra nýleudna létu uppi álit sitt um nýlendumálið. Frá Bolzhewikkum. Eftir símskeytum frá Reval hefir Lenin verið í Yamborg, skamt frá Narva, þessa síðustu daga. Narva er þýðingarmikil höfn við Eystra- salt, liér um bil huudrað mílur frá Petrograd. Tóku Eistur hana fyrir skömmu, en Bolzhewikkar flýðu þaðan og skildu eftir mikið hcrr- fang. Það er fullyrt, að Trotzk.r’ hafi verið með lier Bolzhewikka, sem beið ósigur, og liafi nauðulega komist undan. Krupp lægir seglin. Fraiigka blaðið .,Temps“ hefir það eftir fréttum frá Köln, að iverksmiðjur Krupps í Essen liafi hætt smíðum á rafmagnsáhöldum Úr járhi. Spartacus-flokkurinn í Wilhelms- haven. Símskeyti frá Wilhelmshaven hermir það, að Spartacus-flokkur- inn þar háfi gert stjórnarbyltiugu og tekið á sitt, vald banka og opin- berar byggingar <>g fyrirskipað her- rétt gegn andstæðingum sínum. Allar járnbrautasamgöngur ].afa verið stöðvaðar. Frá Portúgal. Símskeyti, sem komið hafa til París, herma það, að reglu hafi nú verið komið á aftur í Portúgal, að undangengnum fundi allra fulltrúa flokkanna. Ný stjórn liefir verið skipuð undir forsæti Senor Jose Relvas. Lcikhús og sönghallir Iiafa opnast aftur. Forseti liins iiortú- galska lýðveldis hefir heimsótt her- skipið „Armente Nois“, sem tók þátt í árás lýðveldissinna á kon- ungsflokkimi í Oporto. Friðarfulltrúar Þjóðverja. Þýzk blöð herma það, að Bern- storff greifi og prins Lichnowsky verði fulltrúar Þjóðverja á friðar- fundinum. Sjönleikur í Hafharfirði. ). Þegar maður er seztur á bekkina á áborfendasviðimi í Hafnarfirði, ])á líður manni betur en á áhorfr endasviðinu í Reykjavík. Ivlilli þátta er það upplýst með rafljósi frá tvcimur ljósahjálmum, sem slökt er á hvenær sem tjaldið fer upp. Bekkirnir, sem setið er á, eru söinu ósköpin á báðum stöðunum. Eg’ ímyuda mér þó, að bckkirnir í Hafnarfirði séu heldur skárri. Her- bergin fyrir leikendurna í Hafnar- firði eru stórum' mun heilnæmari og rúmbetri en í Reykjavík. Aðkomumaðurinn saknar ]x'ss, að leikfélagið, sem hefir komið ..Afltaugum kærleikans“ á leik- sviðið, hefir onga prentaða leik- skrá. Það er líklegt að Hafnfirð- ingar þurfi hennar ekki með, því ]ieir þekkja leikendurna, og heyra við og við hvað leikpersónurnar heita. Eu þegar sömu leikendurnir stundmn leika tvær persóimr í leikuum, er hætt við að þær bland- ist saman í eina fyrir einhverjum, ])ótt Hafnfirðingur sé. Að síðustu er ]>ess að gæta, að í Hafnarfriði er svo bjart á áhorfendasviðinu ]>egar tjaldið er niðri, að þar sér maður til að lesa leikskrána, en í Revkjavík verða menn að kveikja á eldsþýtum í sæti sínu til þess að geta lesið hana. Það er nú reyndar kultvir mynd fyrir sig. Leikurinn er íslenzkur. Það er góð nieining í honum. Nafnið or ó- viðkunnanlegt; því var hann eklti nefndur „Afl kærleikans“ eða „Kraftur kærleikans“, eða það sem fyrir mér vakir, — eftir að hafa heyrt farið með leikritið eitt ein- asta skifti — „Gamla og nýja tíð- in“. Fyrir aðvífandi leikgest. verð- ur það aðalefnið í leiknum. \ el fjáður, fulltíða bóndi, sem býr á eigin eign, rekur búskapinn með áníðslu á jörðinni. Hann vill ekki gera jarðabættTr, þott hann sé bú- inn að afs’ala sér skóginum á jörð- iimi til landsins, og þar sé búið að setja skógarvörð, þá vill hami höggva skóginn þangað til engin hrísla.er eftir. Hann fær sekt íyrir skógarhöggið. Þá er honum boðið verð fyrir fossimi, og hann selur haun fyrir enskt gull. Þótt euska gullið sé fengið, kennir *hann sig ekki mann til að borga hjúunum kaupið. Honum finst að maður með því innansveitarvaldi, sem hann hefir, eigi að vera þingmaður, og eigi að geta látið aðra finna til máttar síns. Til ])ess að fá nógu marga meðmæleridúr hækkar hann sveitarútsvar fátæks manns — uþp á sitt eindæmi — en hann rífur meðmælendaskrá hans sundur í bræði og skrifar sig þar ekki. Með því lætur leikurinn þingmenskuna fara út í veður og vind. Þá er eftir að ráðstafa liúsi sínu eftir sinn dag, og til þess að að géra þau að hjón- um son hans og uppeldisdóttur haiis. Haim gengur í mikla ábyrgð fyrir tilvonandi tengdaföður son- ar síns. Ungu hjónaefnin eru á sama ináli um alt, og líka ]iað að þau skuli aldrei verða lijón. Síð- ast í ]n-iðja þætti, þegar bóndinn getur ekki ráðið giftingu sonar síns, rekur hann hánn frá sér og v i 11 ekki við hann kánnast, en stúlkan fer til föður síns og burt af heimilinu. í fjórða þætti, í samkomusal Hjálpræðishersins, er bóndinn ör- eigi, sem ekki fær nauðsynjar á einn hest. Sonur hans kemur þar, og er orðinn drykkjuræfill, ]>egar baim er búinn að atyrða föður sinn, kemur dóttir skógarvarðar- ins, sem er komin frá útlöndum ríkur verzlunareigandi, telur syni bóndans hughvarf og sigrar allar mótbárur hans, og tekur hann í raun og veru að sér. Hún — Svafa heitir hún — er framar öllu full- trúi nýja tímans í leiknum. Ef leik- gestur, sem að eins hefir heyrt leik- inn einu sinni, getur um ]>að borið, þá er alt sem hún segir hugnæmt. I fimta þætti er bóndinn kominn heim aftur. Svafa og bóndason- ur eru þá trúlofuð og á kynnisleit í skóginum, ])ar sem hún var áður en hún sigldi. Bóndinn ætlar að drekkja sér í fossinum af geðveiki, en sonur hans kemur nógu snemma til að fyrirbyggja það, og Svafa hefir leyst út jörðina þeirra og þau keypt aftur fossinn. Afgreiðsl oíími nr. 500 Gamla kynslóðin átti bújörð, sem hún níddi niður, hún hjó skóg- inn og seldi undan henni fossana. Unga kynslóðin á fósturjörð, sem hún vill klæða með skógi og grasi, og lýsa og' hita upp með „hvítuin kolum“. — Nýja tíðin hefir, þegar tjaldið fellur, gert sitt til að bæta afglöp gamla tímans. II. Leikritið er sjónleikur, en hvorki gamanleikur né harinleikur. Luúd- erni persónanna er vel haldið frá upphafi til enda. Höfiindurinn er vel fyndinii, en neýtir ]>ess um of. Fyndnu persónurnar grípa alt af inn í samtölin lijá honum, og eyða áhrifunum af því, sem þær eru að segja. Þehn er sjaldnast markað svið fyrir sig. Með þessu móti skift- ast alvarleg og hlægileg atriði ekki á. Fyndnin verður með því móti ekki hvíld frá alvarlegu atriðiui- umt Gaman og alvara upphefur hvort annað hjá áhorfendunum. Það er eklti öllum hent að skrifa atriði eins og Lear konung á heið- imii. Ymsir útúrdxirar falla tæp- lega í geð. í fjórða þætti er áhorf- andinn leiddúr inn í Hjálpræðisher- inn, líklega til þess að komið verði að dæmisögunni um týnda souinn. Ahorfandinn hefir.hann fyrir aug- unum; tvær eða þrjár setningar gætu nægt til að minna á daunisög- mia. Ekkert það, sem stúlkurnar í Hjálpræðishernum segja, vekur ó- ánægju, en söngurinn á versinu, ] >ar sem vinnumaðurinn syngur undir með sínu nefi, verkar óþægi- lega á eyrað. Allur þátturinn gæti farið fram án Hjálpræðishers-sam- komu, á liverju kaffi-, matsölu- eða gistiliúsi sem væri. — Það sakaði ekki, þótt húsið væri eign óg óðal hersins, ef stúlkurnar að eins gengju þar um beina, en héldu ekki samkomur. í fimta þætti er ekki, að mínu áliti, hæfilegur tími fyrir atriðið með hattinn af bóndanum, og sam- tali hjúanna út af því. Væri sam- talið stytt niður í þriðjung, færi það betur. Aður eu bómlinn ætlar að fleygja sér í fossinn, ákallar hann guð hátt, fórnar upp hönd- mmm og biðst fyrir. — Leiksviðið er aldrei annað en leiksvið, og ])olir oft ekki að sjá atvik úr daglega lifinu ut í æsar, eins og þau eru í raun og veru. Kóngurinn í Hamlét krýpur þegjandi á bæn, — ekkert °rð heyrist. til hans. Sízt af öllu er skiljanlegt hvað höfundurinn vill með því, eftir sjónleik eins alvar- legs efnis eins og þessi er, að láta Kaupirðu göðan hlut, þá mundu hvar þú fékst haxm. Sigurjón Pétursson. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann, Sigurjón Pétursson. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjón Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.