Morgunblaðið - 04.03.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.1919, Blaðsíða 1
I»r»ö jaflag » Baas s. 1 ! * Elitstj niarsi i ur htm Kitstjóri V'ilhjá* in»«« f 8»f oíd arpr«ntsœiiB j* ,rl símrregmr (Frá fré'taritara Morgunblaðsins). Khöfn, 2. marz. í gær ráðgaðist konungurhm um við foringja flokkanna. — íhalds- menn leggja það til, að skipað verði „framkvæmda"-ráðuneyti. Ekki er buist við, að það takist að skipa nýju stjórnina næstu daga. í i i t Seyð'isfirði, i gær Sterling fór hé'öan á föstudaginn var, en sneri aftur vegna óveðurs. Pór héðan aftur í dag. Tók nér nokkra farþéga til hafna á Norður- landi, en engan póst, hvorki til Reykjavíkur né útlanda. Frosthríðar og fannkoma niikil hefir verið hér síðan um miðjan febrúar. Á Héraði hefir lungnahólga ver- ið að stinga sér niður hér og hvar, og hafa tveir menn látist. \ h; ¦ London, í gær. Friðarskilmálar handamanna. í dag tekur 10 manna nefnd til ¦ athugunar álit Fochs marskálks og annara hershöfðingja bandamanna um hernaðarleg skilyrði, sem óvin- unum verða sett. Þýðingarmikil grein í þeim er að þar er gert ráð fyrir stöðugu eftirliti til trygging- ar því, að hinum nýju kvöðuih verði komið í framkvamid'og skilyrðin haldin. „Dailý Mail" segir, að álits- skjal þetta geri ráð fyrir því, að ner Þjóðverja verði svo takmark- aður, að hann verði í rauninni ekki annað en lulið. Reuter segir, að búist sé við því, að Þjóðvarjar vcrði alls krafnir ur 24 miljarða Sterlingspunda, og gi Öi þeir stóra upphæð í byrjun, er. ifgangirm á 25—30 árum. Xaupirðu góðan hlut, M mundu hvar bu fékst hann Sigurjón Peturssoo Tyrkland úr sögunni. Fréttaritari „Reuter" í París hefir það eftir góðum heimildum, að nefndin, sem skipuð var til þess að íhuga kröfur Grikkja, hafi hald- ið langan fund um það, hvað verða eigi um Litlu-Asíu í framtíðinni. Nefndin hefir orðið sammála um það, að keisaradæmið tyrkneska eigi að hverfa úr sögunni, Mikli- garður og sundin verði alþjóða eign. Tyrkneskt ríki verði stofnað í miðri Litlu-Asíu og allir þjóð- flokkar leystir undan yfirráðurn Tyrkja. Viðvíkjandi Litlu-Asíu hefir nefndin í orði kveðnu ákveðið. að ströndin milli Avali og Cos, þar með talin Smyrna og Bfesus, verði afhent Grikkjum, annaðhvort til fullrar eignar, eða umráða fyrir al- þjóða hönd. ítölsku fulltrúarnir hafa gert athugasemdir við þetta atriði. Fréttaritarinn bætir því við, að nefndin, sem fjallar um kröfur Dana, hafi samþykt, að í norður- hluta Slésvíkur skuli fara fram al- menn atkvæðagreiðsla og héraðaat- kvæðagreiðsla þar fyrir sunnan, nokkru eftir að héruðin eru laus undan áhrifum embættismanna Prússa. Herskipatjón ófriðarþjóðanna. Símskeyti frá París herma það eftir áreiðanlegum heimildum, að herskipatjón bandamanna hafi ver«- ið 803 þús. smálestir. Þar af koma 550 þús. smál. í hlut Breta. Her- skipatjóii Miðveldanna var 415 þús. smál. og þar af mistu Þjóðverjar 350 þús. smálestir. Meðferðin á Rúmeiium. A þeim tveim árum, eða tæplega það, sem Þjóðverjar höfðu Ráme- níu á sínu valdi, létu þeir greipar sópa um alt, sem þar var að hafa, og sendu heim til Þýzkalands 3,500,000 smálestir af kornvöru, auk húsgagna, fatnaðar, véla og ýmislegs annars, sem þeir gátu náð í. Fyrir endurreisn Rúmeníu or þó enn verra, hvernig þsir ónýttu samgöngutækin. Allir hestar voru Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann. Sigurjön Pétursson. teknir úr landinu og tæplega 100 nothæfar eimreiðar voru skildar eftir. Friðurinn Suður í Versailles sitja nú þeir menn á þingi, sem hafa ráð heims- íhs í hendi sér og skapa kjör þau, sem veröldin mun eiga við að búa um ókomna áratugi.. Þó að endanlegir friðarsamning- ar eigi enn þá langt í land, þá hef- ir ýmislegt gers't á friðarþinginu, sem gefur vísbendingu um, hvern- ig þeir verði. Og svo mikið hefir heyrst af gerðum friðarfulltrúanna, að nóg hefir orðið til þess að gera mönnum vonbrigði. Baráttan fyrir rétti smáþjóð- anna, frelsi, og sigri réttlætisins, eru orðin, sem kveðið hafa við um víða veröld á undanförnum árum. Og fylgismenn bandamanna hafa trúað því, að baráttan hafi veri'ð háð fyrir einhverri æðri hugsjón. Það er á valdi friðarþingsins, hvort stóru orðin, sem mest hafa verið notuð allra or'ða í sannfæringar- 'veiðum ófriðarþjóðanna, reyxiast glamuryrði og ekkert annað, eða hvort þau hafa verið töluð í al- vöru. Menn hafa^gert sér vonir um, og þeir haft sér til harmaléttis, er ófriðurinn hefir leikið sárast, að '.etri heimur mundi rísa npp á rúst- um styrjaldarinuar. En eigi er enn farið að móta fyrir slíku. Ástand- ið er verra nú í heiminum en það hefir veí-ið nokkru sinni fyr. Hung- ursneyð og borgaj-styriöld í al- gleymingi í tveimur stærstu og fólksflestu löndum Evrópu. Það virðist mega ganga aö því vísu, að barátta fyrir æðri hugsjón hafi rekið Bandaríkjamenn út í ó- friðinn. Og sigur sá, sem fenginn er, er þeirra verk fyrst óg fremst. En svo lítur út, sem Wilson f orseta þyki sigurinn ekki fenginn enn. Misklíðm milli hans og sigurveld- anna í Evrópu, einkum Frakka og ítala, er eigi útkljáð enn, og vifð- ist Wilson eiga örðugt uppdrí a.ð koma hugsjónum sínum inn hjá Clemenceau, og hans llkum. Nú heyrist lítið talað um rétt smáþjóðanna. Montenegro-menn verða t. d. lítið varir við umhyggju stórveldanna fyrir sér. Og ekki er það í samræmi við landamæralagn- Kaupirðu góðan hlut, þ& mundu hvar þú fékst hann Sigurjón Péturason. ingu eftir þjóðerni, að Frakkar vilja nú ná undir sig landflæmi fyrir austan Elsass og færa þá á- stæðu fyrir, að land þetta hafi lot- ið Frökkum fyrir heilli öld. Þá mættu Danir á sama hátt leggja undir sig Noreg og fleiri álíka vit- urlegar breytingar verða á heims- kortinu. — Friðarfundurinn vill taka allar nýlendur Þjóðverja frá þeim og yfirleitt virðist eiga að lama þá svo, að þeim verði ei fram- ar viðreisnar von. Friðarráðstefnan á að tryggja heimsfriðinn á komandi árum. En svo mikið er víst, að ef framferðið gagnvart Þjóðverjum verður líkt því sem ástæða er til að ætla af gerðum ráðstefnunnar hingað til, þá leggur hún sjálf nú þegar grund- völlinn að úlfúð og hatri milli þ.ióð- verja og annara þjóða í framíð- inni. En það verður naumast al- þjóðabandalaginu fyrirhugaða mik- ill styrkur. Sigur bandamanna var stórkost- legur, og nú láta þeir kné fylgja kviði. Máske hefði það verið holl- ara, að sigurinn hefði verið minni, því þá hefðu kröfurnar sennilega orðið vægari og betur gætt hófs. — Austur í Rússlandi hafa þrælar, aldir upp undir aga hnútasvipunn- ar, sigrað böðlana. Og þar er líka fylgt á eftir, eins og venja er um þann, sem ofan á ^ærður í áf'log- um, og því ósleitilegar sem sigur- vegarinn er óvitrari og meira ill- menni. Enginn þarf að furða'sigr á framferði Bolsvíkinga, því þar stýrir höndinni hatur, sem alið er mann fram af manni, í margar aldir. En hitt væri óskiljanlegra, ef fundur, sem heitir „friðarþing", og setinn er af stórmenmtm heims- ink, léti það vera eitt af verkum sínum, að stofna til nýs ófriðar- efnis, með því að leika grimmilega þá þjóðina, sem að mörgu leyti var mikilhæfust alíra. I G B O K „Fredericia" j/ar 2ú da;_?a á le frá í. i var rúm 7000 föt af steinolíu, hráolíu ingsolíu. P. O. Bernlsurg fiðlul leldur liljómlcika í Iðnaðarmannahúsinu ann- að kvökl kl. 8. Hefir hann fengið til aðstoðar lúðrafélagið „Hörpní; og Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst Itann, Sigurjón Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.