Morgunblaðið - 11.03.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.1919, Blaðsíða 1
I»riðjudag 11 marz 1919 118. tðiubi»e Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjilmur Finsen lsafoldwrpr«nt*mi8jft Afgrtigslísííjsf m. 59« Egg eru dýr, en . Eggjaduftið hjá 8ÖKEN KAMPMANN er ódýrt og betra en nokkuð annað eggjaduft. Ur loftinu, London, 10. marz. Nýir samningar milli bandamanna og ÞjóSverja. Retiter hermir það, að yfirher- stjórnarráð bandamamia haí'i í gær tekið ákvarðanir um það, að iaka upp aftur samninga þá við I'jóð- verja, eem slitið var í Spa. Full- trúar bandamanna munu fara frá París á miðvikudaginn kemur og halda til Briissel, en þar sezt vopna- hléssnefndin á rökstóla í stað þess að sitja í Spa. Er búist við því, að fyrsti fundurinn verði haldinn á fimtudaginn. Bandamenn hafa sam- þykt, að taka kaupskipastól Þjóð- verja, en láta þá hafa í staðinn næg matvæli til næstu uppskeru. Aðal- vandræðin við þetta hafa verið þau( hvernig Þjóðverjar ættu að gre,iða vörurnar, en það er víst ráðið fram úr þeim vanda. Er búist við því, að þrenns konar greiðsla verði látin fram fara. í fyrsta lagi borgi E>jóí5- verjar með vörum, svo sem kolum og kartöflum. í öðru lagi greiði þeir með innieign í hlutlansum löndum, sem þeir hafa ekki getað hafið vegna hafnbannsins. Og í þriðja lagi greiði þeir mcð erlend- um skuldabréfum, sem þeir hafa undir höndum. Það er búist við því, að á þennan hátt verði hægt að draga saman 100 miljónir Sterlings punda, en það er sú upphæð, sem þarf til þess að kaupa fyrir vörur, er nægi Þjóðverjum fram til næstu appskeru. Ábyrgðin. Nefndin, sem kosin var til þess að athuga hverjir bæri ábyrgð á ófriðnum og glæpsamlegu athæfi, 'frömdu í ófriðnum, mun bráðlega XaupirSu gððan hlut, ;,jþá mulidu hvar þú fékst hann. Sigurjttn Pétursson. leggja fram álit sitt. „Times" seg- ir, að hún vitni þar til ummæla baróns Biebersteins á friðarfund- inum í Haag, þar sem hann talaði um hvað ætti að vera leyfilegt í ófriði og hvað skyldi talið óleyfi- legt. Ásakar nefndin þannig Þjóð- verja með þeirra eigin skoðun. Til þess að komast hjá drætti, leggur nefndin til, að um allar yfirsjónir, sem varði við lög í landi þess, er þær framdi, skuli dæmt af dóm- stólum þar í landi, en um aðrar yfirsjónir, skuli alþjóðadómstóll dæma, t. d. um það, hverjir eigi sök á upptökum ófriðarins. Á. list- anum yfir nöfn þeirra manna, sem talið er að eigi að stefna fyrir þenn- an alþjóðadómstól, er Vilhjálmur, fyrv. keisari, efstur. í nefndarálit- inu er ekkert um það talað, hvern- ig eigi að draga keisarann til á- byrgðar, en nefndarmenn hafa góða von um það, að hægt sé að krefjast þess, að Hollendingar -framselji hann. Plugmál Breta. Það er búist við því, þegar litið er til fyrri reynslu og hverjar þarf- ir kalla að, að fjárveitingin til flug- ferða, sem rætt verður um á fimtu- daginn, geti ekki numið minnu en 65 miljónum Sterlingspunda. Það er opinberlega tilkynt, að stofnað iiafi verið flugvéla-vátrygg- ingarfélag, sem tekur að sér alls- konar vátryggingar á flugvélum. Betri horfur í Berlín. Hernaðarframkvæmdir þær, er þýzka stjórnin hefir látið gera í Bérlín, eru nú að bera góðan árang- ur. Upphlaupsmenn biðu fullkom- inn ósigur í orustu á fimtudag og föstudag, og stjórnarliðið hefir nú náð öllum þýðingarmestu stöðun- um á sitt vald. Það virðist svo, sem Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þu fékst harai Sigurjón PéturssoÐ. iTltjiar vömr: Cakao, Chekolade bezt og ódýrast. Spytjið um verðið. Hver býður betur? Flýtið ykkuv áður en alt er uppgengið. Sören Kampmann. Sími 586. verkfallinu sé lokið, enda þótt f'or- ingjarnir hafi ekki afturkallað það. Edith Cavell. Símskeyti frá Briissel hermir það, að lík Edith Cavell, sem Þjóð- verjar skutu, muni bráðlega verða f lutt til Lundúna. Skemdir if ofiriBrL ——— 60 símastaurar hrotna í Vest- mannaeyjum. Vestmannaeyjum, í gaír. í ofviðrinu á laugardaginn urðu hér feikna miklar skemdir á síma og rafleiðslu. Af 70 símastaurum, sem hér eru, eru að eins 10 iippi standandi, og við búið að það taki marga daga að bæta skemdimar. Rafleiðslan skemdist og svo mikið, að öll hús eru ljóslaus. Á höfninni hér urðu sárlitlar skemdir. Mótorskipið „Reginn'', eign Þorsteins kaupmanns Jóns- sonar frá Seyðisfirði, rak á land í Botninum, en þar er sandur, og mun skipið óskemt. Nýr tollur Stjórnin hefir gefið út bráða- birgðalög um toll á tómum síldar- tunnum, sem fluttar verða hingað til lands á þessu sumri, og nemur sá tollur 5 kr. af hverri tunnu. Vegna þess hve lítið veiddist af síld í sumar sem leið, eiga margir útgerðarmenn mikið af tunnum, og eru þær dýrar, eða að minsta kosti svo dýrar, að óhætt mun að gera Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst hann Sigurjón Pétursson. ráð fyrir, að uýjar tunnur verði-að mun ódýrari. Tollur þessi kemnr því vel niður að því leyti, að hann jafnar tunnuverðið, og þa* sem ætla má, að það verði aðallega lít- lendingar, sera flytja inn tunnur á þessu ári, þá er þetta gott til þess að þeir boli ekki íslendingum frá á markaðinum að hausti vegna þess að þeir hafi ódýrari tunnur. Getur þetta líka orðið nokkur tekjugrein fyrir landsjóð. VerzlunartrelsL Það hafa verið litlir verzlunar- frelsisdagar þessi síðustu árin, en nú, þegar loksins sér lít úr sortan- um, þrá kaupmenn eigi annað meira en að fá að varpa af sér oki yfirvaldanna, öllum höftum og tak- mörkuuum, sem stjórnirnar í hin- um ýmsu löndum hafa sett. Og sama máli er að gegna á öðrum sviðum,'svo sem í iðnaði, landbún- aði og siglingum. Það landið, sem fyrst verður til þess að losa sig við öll höftin, er hamingjusamt. Það þjóðfélag, sem fyrst fær komið öll- um viðskiftum undir frjálsa og eðli- lega samkepni, kemst fram úr öðr- um. í mörgum löndiim hafa verslun- ar- og iðnaðarmenn nú þegar tekið sig upp og farið í ferðalög til þess að endurnýja gömul sambönd og afla sér nýrra og útvega markað fyrir afurðir heimalandsins. Um öll lönd verður nú með hverjum deg- inum háværari kröfurnar um það, að afnema allar stríðsnefndir, eftir- lit, takmarkanir og losna við ófróða og ábyrgðarlausa menn. Er heldur eigi að furða, þótt slíkar raddir séu háværar, t. d. í Englandi, hinu verzlunarfrjálsasta landi, sem til Kaupirðu góCan hlut, þá mundu hvar þú fékst hanxu Sigurjón Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.