Morgunblaðið - 12.03.1919, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.1919, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ sem farinn er að verða þjóðinni til skammar. En stafar þetta ekki meðfram af því, að liollari og göfugrí straum- ar menningarinnar Invfci verið kæfðir og neitað um landsvist hjá oss. Þeir kosta peninga og hafa þess vegna verið taldir óalandi og óferjandi. Óþverrinn hefir vcrið Játinn einn um hituna, haft einók- un á siðferðisbreytingum hæjar- manna. Það vantar keppinaut. Duglegur keppinautur er hið eina, sem getur frelsað bæinn úr ógöngunum, sem hann er kominn í. Bæjarbragurinn þarf að breytast. Haun liefir breyzt til hins verra með ári hverju uin undanfarið skeið, en það má ekki dragast lengur að á því verði breyt- ing. Einn liður í því breytingastarfi er óneitanlega sá, að bærinn geti boðið einhver þau hlunnindi, sem aðrir bæir hafa að bjóða, en okkur vantar nú. Og eitt af því, sem þörf- ín er brýnust á nú, er að vér fáum namkomuhús, sem bænum sé sam- boðið. __ Menn spyrja ef til vill, hvort það geti orðið keppinautur í siðabreyt- ingu bæjarins. Menn spyrja, hvort það geti unnið bug á leyniknæpum, spilavítum og annari spillingu, sem ná er orðin að kýlum á bæjarfélags- líkamanuöi. Því miður fer það svo, afi þeir, sem leiðast á afvegu, eru tregir að snúa við, en hitt er víst, að það ætti að geta vamað útbr'eiðslu þossarar sýki og forðað nýjum mönnum frá plágunni. En auk þess oru góð veitingahús beinlínis menn- ingartæki. Fólk kynnist betri sið- um, lærir að haga sér sómasamlega, færí stuttu máli uppeldi í umgengn- issiðum, sem vantað hefir hingað til. Þetta munu allir fallast á og kannast við af eigin reynd, sem komið hafa til annara landa. Og þeir hinir sömu skilja líka hetur e.n aðrir, hverjum augum útlend- ingar, sem hingað koma, muni líta ít höfuðborgina lteykjavík. Á næstu árum eigum vér von á konungs- beimsókn, og þarf eigi neinum blöð- nm nm Jiað að fletta, að margir verði gestir borgarinnar um það leyti. Það verður virðulegt álit á böfuðborginni, sem þeir fara með heim til sín. Nei, náuðsynin á samkomuhúsi í bænum er tvímælalaus. E» hvernig verður með framkvæmdirnar 'í Á það skal nánar minst síðar. Hrafn. Striðsvátrygging. í hiruuB uorsku „Forsikrings Tidende“ er grein um þetta efni, og segir þar svo, meðal annars: — Það er erfitt að segja hve Jengi ófriðárhætta mun yfir standa. Eftir þeirri reynslu, sem fékst í stríðiuú milli Japana og Rússa, geta tundurdufl haldið sprenging- arkrafti sínum í 3—4 ár. En það er álit manna, að J>au geti okki flotið lengur, og sökkvi til botns. En svo fremi að tunduráuflin sé ekki slædd upp, getur skipum staf- að hætta af þeim svo lengi. Mörg dæmi eru þess, jafnvel síðan voiina- hlé var samið, að tundurdufl lenda „á flæking“. Og svo ber þess að gæta, að enginn veit með vissu, hvar þau tundurdufl eru, sem kaf- bátar hafa lagt. Nú hefir þó verið dregið úr tundurduflahættunni með því að birtar hafa verið skýrslur um það, á hvaða svæðum tundur- dufl bafi verið lögð á laun. Þó er öryggið ekki meira en svo, að enn þá eru kaupför látin sigla í horskipafylgd yfir Norðursjó. Beinua verða ákveðnar vissar sigl- ingaleiðir.-------- í þýzka blaðinu „Sehiffartszeit- ung“ er talað um það, hvernig eigi að fara að því, að hreinsa höfin. Álítur blaðið, að þegar hvert. land hefir gert hreint fyrir sínum ströndum, verði að gera alþjóða- samþykt um það, að gera hreinar slóðir á öðrum sigiingaleiðum. Seg- ir blaðið, a með samvinnu Þjóð- verja, Breta, Hollendinga og Frftkka mætti fljótt takast að gera slíka slóð frá Norðursævi suður x gegn um Ermarsund, og vanda- laust að verja hana tundurdufla- hættu. Siíkar slóðir verður að gera annars staðar og ganga síðan að því afi hreinsa þar í milli. En það tckur langan tíma. Blaðið álítur, að þótt gengið verði að þessu verki nú þeg- ar, þá verði naumast talið hættu- laust að sigla um Norðursjó, Erm- arsund og næstn hluta Atlanzhafs- ins fyr en eftir missiri. Gjöf konungs. Eins og fyr hefir verið getið hér í blaðinu, gaf konungur 5000 krón- up til hjálpar þeirn mönnum hér á landi, er harðast urðu úti í inflú- enzunni. Af því fé lagði stjórnin 2000 krónur í hjálparsjóðiim hér í Revkjavík, en ætlaði hitt til utbyt- ingar í önnur héruð. En begar svo giftulega tókst, að hægt var að sf.emma. stigu fyrír inflúenzunni austur og norður í land, mun stjórnin hafa séð, að mest var þörf fyrir fé hér í Reykjavík og hefir hún því enn úthlutað hjálparsjóðn- um hérua 1000 krónum. — Eigi hefir enn verið úthlutað öllu því fé, sem lagt var í hjálparsjóð- ino. DAOBOK & „Borg“ kom hingað í gærdag, en fékk ekki að koma upp að hatnar- bakkanum vegna sótthættu. Yar henni því lagt úti á ytri höfn og þar á hún að liggja í dag líka. Fá þá farþegar að fara í land, en þeir, sem komu frá Vestmannaeyjum, eiga að vera í sótt- kví í 5 daga. Útsvörin. Að þessu sinni hefir verið jafnað niður 980 þús. krónum hér í Reykjavík. Er það með langmesta móti, enda virðist það fullsæmilegur auka- skattur í ekki stærri bæ heldur en Reykjavík er. Tveimur lögregluþjónum á nú að bæta við hér í bænum, og eru stöðurn- ar auglýstar til umsóknar. Kaup livors þeirra á að vera 1500 krónur á ári til að byrja með. Lík Edvarðs Runólfssonar, sem a.nd- aðist í Englandi fyrir nokkru, var flutt hingað á „Borg“. Verður það senni- lega sent með „Skildi“ til Borgar- ness í dag. sem einnig hefir samið leikinn. Nýja Bíó ,Hands up‘! Ljómandi failegur ástais.ónleikr í 4 þáltum, leikinn af hinu heimsfræga Tiiangle-félagi. jg Aðalhlutv. leikur hina alþekti Við höfum af sérstökum ástæð- um neðangreindar vörur, sem við seljum með hálfvirði: Hafskipabryggjuna í Hafnarfirði vill H.f. Kveldúlfur kaupa og hefir boðið í hana 550 þús. krónur. ChouiUou kaupmaður og kona lians komu hingað með ,,Borg“. Auk þeirra voru með skipinu 18 farþegar frá Vest- mannaeyjum. 8kralls\eifar 2 teguudir Yankee wkrúfjárn, Trésmiða hamrar, Skæri H.f. Eafmagnstél. Hiti & Ljós Föstuguðsþjónusta í Dómkirkjnnni kl. (> í kvöld. Séra Jóhann Þorhels- son prédikar. Hjúskapur. Á laugardaginn voru gef- in sainan t hjónaband Silja Hjartar- dóttir og Guðmundur R. Magnússon bakari. Eftirlaon Wiirtembergskonungs Hinn afsetti kouungur í Wiir- temberg og hin nýjn lýðstjórn. þar í landi hafa gert með sér þann samning, að ríkið skuli greiða hon- um 200,000 marka eftirlaun á ári, og ef haun deyi á, undan drotniug- unni, skuli hún fá 100,000 mörk á ári. En auk þess verður ríkissjóður að taka að sér greiðslu á eftirlauti- um fyrverandi embættismanna við hirðina og ýmis konar útgjóld, sem konungur hafði áður, svo senx til hallanna, ýmsra stofnana, og þó sérstaklega leikhúsa. Kornuigi verður fengin höllin Bebenháiisen til íbúðar. Sjálfur á hann höllina Friedriehshafen, en þær hallir, sem eru ríkiseign og ættingjar konuugft búa í, verða toknar 31. marz, og verða íbúarnir þá að yfirgefa þær. Sími 176. Vonarstrseti 13000 krónur; Hr. ritstjóri! í Morgunblaðinu,' laiigardagimi 8. marz þ. á., stóð grein með yfir- skriftinni „ísJenzkir rithöfundar“ r eftir Karl hvíta. í henni var þessi setning: „.... yfir höfuð öllum listamönnum til samans (eru veitt- ar) 13 þúsund krónur, sem er ekki meiri upphæð, en margir embættis- menn þjóðarinnar.hver um siar.hafa í laun um árið.“ Fyr> í hluti setn- ingarinnar veit eg að er réttur, og álít fjárveitinguna lægri en svo. að hún geti náð nokkru af tilgangx sínum, cn síðari hlutinn, sem er auðkendur hér, veit eg ekki til að hafi við neitt að styðjast. Hér var til eitt embætti, bæjarfógetaem- bættið, sem hafði með öllu og öllu 13000 kr. eða meira, en því var skift í tvent nýlega, og nú er litið svo á, sem það þurfi að skifta ]>ví í enn fleiri embætti en það. — Nú vildi eg biðja yður, herra rit- stjóri, að fá greinarhöfundinn til að nefna þessi 13000 kr. cmbætti (scm eru svo niöx’g), til þess að bæði eg og aðrir getum sótt uii eitthvert ]>eirra, ef þau losna. Með virðingu Lesandi Morgunbl, ....... rr>0 e-.......

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.