Morgunblaðið - 15.03.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1919, Blaðsíða 1
Langardag 15 ianarz 1910 MORGUNBLAB 0. argangr 122. tölublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjalmur Finscn íi»fol<íarpr«ntami8js AfgraiSsiaifaBÍ fc*s 5ði Vilhj. Stefánsson. Eins «g fyr htefir verið getið hér í blaðinu, er landi vor, Vilhjálmur Stefánsson, hinn frægi norðurfari, kominn til New York, eftir fimm Uira útivist norður í höfum. Hefir þessi för hans borið þann árangur, að liin ókuniiu svæði þar nyrSra hafa minkað um 100,000 enskar fer- mílur. Eru nú mörg ár síðan að svo mikil landkönnun liefir verið gerð. Eyrir þetta hefir Landfræðisíélag Bandaríkjanna sæmt Vilhjélm Hubbards heiðursmcrki úr gulli, og er það hin hæsta viðurkenning, sem félagið getur gefið. Hafa að eius fjórir menn hlotið haua fyr, þeir Peary, Roald Amundsen, Paral Gilbert og Robert A. Bartlctt kap- teinn. Það er ím þegar byrjað að gefa út vísindalegt rit um þessa norður- för. Voru margir vísindamenn með í föriimi og' verður þetta því heilt bókasafn, og er talið að útgáfa þess- muui kosta 50,000 dollara. En förinni er ekki alveg lokið emi, því að Storkerson, aðstoðar- inaður yilhjálms, er við fjórða íiiann úti í hafísmun og ætlar að reyna að komast yfir til Síberíu í vor. Vilhjálmur gat eigi farið með þeim, vegna þess að hami vciktist hættuleg-a. En hann segir svo sjálf- ur um f ör þessa: — Eins og menn vita, er ísinn í Norðuríshafinu á reki frá Alaska og Síberíu í áttin'a til Spitzbergeu og Grænlands. Nansen var hinn fyrsti, sem sá þetta á hinni óham- ingjusömu för ,,Jeanette". Skip öMtt, „Karluk", festist og í ísnum norðan við Alaska 1913 og hrakti vestur á bóginn, þangað til það brotnaði í nánd við Heraldsey. Og nú ætlar Amundsen að hef ja norð- urför sína hjá hinum nýju síber- isku eyjum. Það er nú skoðun mín, að kæm- ist maður 100—200 mílur norður fyrir þann straum, sem bar þessi þrjú skip, þá mundi mann hrekja . jafnhliða þeirri straumstefnu, en að eins þeim mun norðar. Eg afréð því, að leggja upp frá Alaska- strönd, fara yfir leið „Karluks" og komast á sleðum 200 mílur þar norður fyrir. En vegna veikinda minna fól eg Storker Storkerson íorystu þessarar farar. Hann fór frá Cross-eyju snemma í marzmán- uði 1918 með 10 sleða og 80 hunda. **upirðu góðan hlut, ^4 mnndu hvar þú fékat hann. Sigurjön Pétursson. Ebbe Kornerup flytur erindi með skuggamyndam í dag í Bib Hafnarfjarðar kl. 6 ura Astralíu og kl. 9 um Jack Lontlou. Á sunnudag í Bárubúð i Reykjavík kl. 6 um Suðarhafseyjar og kl. 9 um Ecaador. Á mánudag í Iðaó kl. 6 um Ástralíu og kl. 9 um Jack London. Aðgöngumiða að öllum fyrirlestrunum í Reykjavík mi panta i Bár- unni kl. 12—3 i dag. Aðalfundur Frikirkjusafnaðai ins i Rvik verður haldinn í kirkjunn.i næstkomandi sannudag 16, þ. m. og byrjar kl. 4 síðdegis. Erindi-frá Silarrannsóknarfélagi íslands, um leigu á kirkjunni til fundarhalda um andleg tnál liggja fyrir fundinum. , Reykjavik 13. marz 1919. Safnaðaretjórnin. LcikféÍQQ netjkíavikur. Sknggar leikrit í 4 þáttum, eftir Pál Steingrímsson, verður leikið sunnudaginn 16. marz kl. 8 síðdegis. Aðgöngumiðar seldir i Iðnó á laugardag frá kl. 4—7 með hækkuðu verði og á sunnudag frá kl. 10—12 og eftir 2, með venjulegu verði. Þegar hann var kominn 100 mílur norður, sendi hann heim fyrstu hjálparmenn sína. Og 10. apríl var hann kominn 200. mílur norður, og þaðan átti hann að senda heim hinn flokk hjálparmannanna. En áður en hann gerði það, gerði hann at- huganír til þess að mæla breiddar- og lengdargráðu, og lágu þeir þar í tjöldum í fjóra daga. Það kom þá í ljós, að þá hafði rekið 40 mílur NV—V. Ágiskun okkar virtist því vera rétt, stefnan virtist samhliða stefnu ;,Karluks". Og í skýrslu þeirri, er Storker sendi, segist hann ætla að halda enn 50—75 mílur norður á bóginn, áður en hann setj- ist að á ísnum. Mestur hluti íssins þarna er margra ára gamall og hefir hlaðist upp í hauga af þrýstingi og svo frosið saman aftur. Sums staðar er Kaupirðu góðan hhit, þá mundu hvar þú fékst hann Sigurjón PétursBon. hann 30—50 fet á þykt. Eg mundi hafa valið mér jaka, sem ekki væri nema 30 feta þykkur og ekki stærri en fermíla. Og nú er Storkerson án efa seztur að á slíkum jaka. Aðalvandinn er að afla sér matar. Það er ekki hægt að flytja nægi- lega mikið með sér á sleðum, en reynzla vor á ísnum síðustu 5 árin hefir kent okkur, að það er jafn óþarft að flytja mat með sér þar, eins og að senda kolafarm til New- castle. Maður getur lifað af sel, og í sumar hefir Storkerson safn- að til vetrarins. Spikið er látið í beigina af selunum, en kjötið þurkað. Ef alt gengur eins og við höfum búist við, þá ætla eg að Storkerson hafi hrakið 200 mílur á mánuði fyrst í stað, en síðan nokkru hæg- ar. Þegar kuldinn kemur, byggja Kaupirðu góðan hlut, þ& mundu hvar þú fékst hann, Sigurjón Péturason. þeir sér snjóhús og þar getur þeim liðið ágætlega. Eg hygg. að þeim sé engin hætta búin, nema ef vera skyldi að ísinn rofnaði í skamm- degis-myrkrinu. Ef jakiun, sem þeir eru á, brotnar um þetta leyti, néyðast þeir til þess að leita uþpi annaii sterkari jaka, og getur þá vel verið, að þeir missi mikið af matbirgðum sínum. En eg hygg, að slíkt muni ekki koma fyrir. Ef ágizkanir okkar ern réttar, ættu þeir Storkerson og félagar hans að vera skamt frá Ný-Síberíu í lok febrúarmánaðar 1911), 100— 200 mílum norðar en ..Jeanette" sökk. Þá. geta þeir lagt á stað, nndir eins og birtan ieyfir, og freistað að ná landi hjá einhverju ármynni, líkl^ga Lena-mynni. Geta þfiir þá ef til vill komist þangað í maí. Þaðan er ekki nema nokk- urra vikna ferð til Síberíu-járn- lirautarimiar. Dómsmálafrétíip. Landsyfirdómur 4. marz. Málið: Eiríkur Kjer- úlf gegn Guðmundi Gnðmundssyni. Mál þetta er risið út af meiðyrð- nm í blaðinu „Njörður", en með því að í vottorði sáttanefndar var ekkert um það, hvort aðiljar hefðu sótt sáttafund sjálfir eða aðrir fyr- ir þeirra hönd,.eða yfirleitt hvort nokkur hefði sótt sáttafund áf þeirra hendi, áleit yfirdómurinn að engin sönnun væri fyrir um það, hvort lögleg sáttatilraun hefði farið fram og ómerkti því auka- réttardóminn og alla meðferð máls- ins í héraði. Málskostnaður var lát- inn falla niður. (í máli þessu vék justitarius sæti, en prófessor Ein- ar Arnórsson tók sæti í hans stað.) Málið: Pétur Sigurðs- son gegn sóknarnefnd Eyrarbakka. Afrýjandi þessa máls, sem beyr- ir til sjöundadags-aðventistum, austan fjalls, neitaði að greiða sóknargjald fyrir árið 1917 og úr- skurðaði sýslumaður þá, að lögtak skyldi fram fara. Úrskurði þessum skaut áfrýjandi til yfirdómsius og krafðist þess, að lögtaksgerðin og úrskurðurinn yrði íir gildi feldur. Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst bannf Sigurjón Pétaruon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.