Morgunblaðið - 22.03.1919, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.1919, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Saumastofan Agætt vetrarfrakkaefni — Sömuleiðis stórt úrval af allskonar Fataefnum Komið fyrst í Vöruhúsið. Trolle & Rothe h. Brnnatryggingar. Sjó- og striðsYátryggia^r Talsfmi: 255. Sjótjóns-erindrekstiir a| skipaflutaiagör ' Talsími 429. Geysir Export-Kaffi er bezt. Aðalumboðsmenn: 0. JrtHNSON « ulm. Brenslu- spiritus á 1 kr. pr. i1/^ pela. Daníel Halldórss. Silkikogur á sjöl og slifsi, v nýkomið i verzlunina Guilfoss. £ur getur fengið atvínnu strax. A. v, á. Ibúð. 2—3 herbergja íbúð, ásamt eldhúsi og geymsluplássi, (eða heil hæð), óskast til leigu nú þegar, eða frá 14. mai næstkomandi. He!zt við Lauga- veginn. Fyrirfram borguD fyrir eitthvað af leigutímabilinu, er til reiöu, eða eftir f>ví sem leigjandi færi fram á. Tilboð merkt »í B Ú Ð« legg- ist inn á afgreiðsiu þessa blaðs, fyrir 1. apiíl n. k. Stýrimann, matsvein og nokkra duglega háseta, vana handfæraveið- • um vantar á mótorkútter >Braga« frá Isafirði. — Nánari upplýsingar hjá skipstjóranum sem er að hitta um borð í skipinu hér á höfninni MANN vantar til loka. Hátt kaup í boði. Upplýslngar gelur Stefán Þorláksson Þingholtsstræti 8, Heima 5—6 e. h. Leyst úr læðing Ástarsaga eftir Curtis Yorke. ---- So Ef þetta hefði ekki viljað til, mundi hún hafa komist hjá því að sjá bónda sinn með Estellu í faðminum og sjá hana halla höfðinu að öxl hans og horfa beint í augu honum. Penelope varð náföl, en að öðru leyti lét hún sem ekkert væri um að vera. Estella reif sig lausa og fól andlitið í höndum sér. — Penelope, hvað mættir þú hugsa i hrópaði hún. Mér — mér varð svo ilt. — Ó, Ronald, segið henni frá hvernig það var. Látið hana ekki misskilja þetta! í sama bili sagði stúlkan að nú væri matur kominn á borð. — Eigum við þá ekki að setjast að borðum ? mælti Penelope-rólega. Meðan á máltíðinni stóð reyndi Est- ella alt hvað hún gat til þess að frið- mælast við frænku sína. Penelope var alveg eins og hún átti að sér að vera, nema hvað liún bragðaði varla mat og talaði sama sem ekkert. Ronald var í æstu skapi og órólcgur. Hafði hann ef til vill ástæðu til þess. Hann leit hvað eftir annað til konu sinnar hálfvandræðalega, en hún forð- aðist það að líta á hann. Þegar máltiðinni var lokiö, fór Pene- lope upp á herbergi sitt og Estella fór imi í borðstofuna þar sem Jemima sat í búri sínu og skammaðist og kross- bölvaði. — Komdu ef þú þorir — k o m d u, ef þú þorir.Við skulum fá okkur g:;ngu- túr. Segðu ekki nei. Farðu heim og hlustaðu á hljóðfærasláttinn. Estella skemti sér við það hálfa stund að tala við páfagaukinn og hlusta á hann. En alt í einu fór Jem- ima að sofa. Rétt á eftir heyrði Estella að úti- dyrahurðinni var lokið upp og skelt aftur. Hún hélt, að Ronald væri að fara, gekk því út að glugganum og dró gluggaskýluna til hliðar. Henni til mikillar undrunar sá hún við tunglsljósið að það var Penelope, sem var að íara. Hafði hún tekið sér hatt og képu og gekk hratt í burtu frá húsinu. — Nú, hún er auðvitað að fara til þeirra Hamlynssytkina, mælti Estella fyrir munni sér. Iiún lauk upp píanóinu og byrjaði að leika og syngja. En enginn kom til þess að hlusta á hana. Þá gekk hún að dyrunum á skrif- stofu Ronalds og barði. Enginn svar- aði og þess vegna gekk hún inn óboð- in. Myrkt var í herberginu og enginn þar inni. Þegar Imn gekk uni anddyrið nftur mætti hún Bayliss. — Herra Conyers er farinn, mælti liún. — Þakka vður fyrir, mælti Estella. En þegar eg þarf næst að fá vitneskju um það, hvar búsbóndi yðar er, þá skal eg koma og spyrja yður. Bayliss Iiristi höfuðið og roðnaði af gremju. — Eg skal segja yður það, mælti hún við matreiðslumanninn, er hún kom frarn í eldhús, að ungfrúin nær sér niðri bráðlega — því miður — því miður. — Eg veit hvað eg skyldi gera, ef eg væri húsmóðir hér á heimilinu, svar- aði matreiðslumaðurinn. Eg mundi sparka ungfrúnni út úr húsinu og banna henni að stíga fæti sínum hing- að aftur. — Þnð er rétt, mælti Bayliss. En liamingjan hjálpi okkur — heldurðu að frúin hnfi hugrekki til þess að reka hana í burtu? Og satt að segja kærir húsbóndinn sig víst ckkert um það, að hún fari. ^^fai8a8B3KgaaaEg8iif nirxi iwawwwÉfc i í Alkk. briisaatrygfg I r5 g » v. Aöalnmboösmaöur CaFl Skólavðrðustíg Sknfstofns. t1/,—ÓÞ/tSc, Tsk . éSunmtr sklpamiMari, Hzínarstræti 15 (appij ik'ifstofan opin kl. 10—4. Sími StriSls-, BrynatrygifBgsf^ Talslmi heims 475, M Uí ÖCÍT, BráRÉIIS?IMI Kaapmannahðfa ritryggir: hús, hásgr8gn„ aU»» konar vörtíforðíi o.s.ftv gege eldsvoðs fyrir lægsía iðgjald. Beima ki. 8—12 f h. og 2—I «.k,- í Aastursir. 1 (Btóð L, NiclíssJ. M. B. NiStgSflí, »SUN INSUfiANOE OFFICEr Heimsins elxta og stcrstx vítrjfgg-- .nggrfétag. Tekur aí sér «nsk<Msr brnnatryggingar, Aðlsinboðsmaður hér i Itr-ái Matthias Mattáhl&as©^, Holti. TdsíiSi. Eiuni stundu fyrir miðuæiti gekk Estella til hvílu og var í þeigi góðu skapi, þyí að Jivorugt þeirra var komið heim, Ronald né Penelope. En áður en hún háttaði, hringdi hún í tvo síma. Um miðnætti heyrði hún að Ronald kom lieim. Hún flýtti sér níður stig- anu í náttkjólnum og með hárið hrynj- andi niður um axlirnar. — Ronald! hrópaði hún — þér megið ekki læsa útidyrahurðinui, því að Pene- lope er ekki komin heim eun þá. — Ekki komin heim? endurtók haim hastur í mnli. Hvar er hún"? — Eg — eg veit það ekki, stamaði Estella. Hún fór út skömmu eftir að við snæddum miðdeglsverð. Hún nefiidi það ekkert, hvert hún ætlaði. Af til- viljuu sá eg á eftir henni út, úm glugg- ann. Hún gekk út á götu og hélt til vinstri. Nú varð nokkur þögn. En svo inælti Ronald rólega: — Eg ætla ttð bíða ei'tir henni. — dá, hún hlýtur að koma bráðum, mælti Estella og vafði náttkjólmim að séi' eins og henni væri kalt. Klukkan er að ganga eitt. Eg er hrædd unt að eitthvað hafi komið fyrir I.ana. Mér datt í hug að hún mundi hafa farið tii Hamlyns, eii eg hringdi þangað áð- an og hún var þar eigi. Eg hringdi einnio' ti 1* frú Dallington, eu hún tiafði ckki komið þangað heldur. Eg veit ekki hvert hún hefir getað farið, fyrsi, hún hefir í hvorugan þann stað komið. Ó, eg er svo lirædd, — eg veit ekki, hvað eg á aðdmgsa um burtveru hennar. Ó, hvað eg vildi að hún hefði ekki — aö við hefðum ekki ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.