Morgunblaðið - 23.03.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1919, Blaðsíða 1
'Surmudag 23 saaarz 1919 M0R6DNBLAÐIÐ 6. argangr 130 tðlublað Ritstjóraarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finscn lsafoláarp;«ntMui8j» AigndMwcíaif ar. 6W LeikféloQ Ret/kjavfhur. Skuggar leikrit 1 4 þáttum, eftir Pál SteingrímsKon, verður leikið sunnudaginn 23. marz kl. 8 síðdegis / siðasfa sinn. Aðgöngumiðar seldir i Iðnó í dag kl. io—12 og eftir 2 með venju- legu verði. , Primusklúbbwinn fösíudag 28. marz i iðtió. Réttarfarið í Reykjavik í Morgimbl. 1G. þ. m. ritar hr. lÖgreglustjóri Jón Hermannsson alllanga grein um skifting bæjar- fógetaembættisins í Rcykjavík, og vill ósanna ýmislegt af ummælum Morguublaðsins um þetta mól, er tekið var til athugunar í blaðinu 3. þ. m. Aðalefni greinar hr. J. H. er að sýna fram á, að skifting embættis- ins hafi farið fram að mjög vel athuguðum málavöxtum, og að Inin liafi eigi verið gerð til þess að jafna á tvo menn störfum þeim, sem áð- ur hvíldu á bæjarfógeta persónu- lega, heldur tii hins, að aðgreina umboðsvald og dómsvald, í sam- ræmi við tillögur Jaunamálanefnd- arinnar. Rekur hann að nokkru á- lit þingnefnda þeirra, er um málið fjölluðu, til stuðnings þessari kenn- ingu sinni. f sjálfu sér or það nú engin sönn- un fyrir því að fyrirkomulagið á skiftingunni hafi hepnast vel, að launamálanefndin hafi lagt undir- stöðupa. Og enn þá rýrari verður hún, er það kemur í ljós, að frum- varpið sem frá ]>inginu kemur, er alls ekki í fullu samræmi við til- lögur launamálanefndarinnar. Skal að gefnu tilefni, farið út í sögu málsins, á grundvelli sömu heim- ikla sem lir. J. H. notar, sem eru álit launamálanefndarinnar og þingtíðindin. Gísli Sveinsson og samflytjendur hans að frumvarpi til laga um skiftinguna færa fram sem á- stæðu fyrir frumvarpinu að það sé orðið ofvaxið einum manni, að þjóna embættinu, og að það sé orðið svo argsamt og ofhlaðið störfum, að engin' Jeið sé til annars en skifta því, svo sem líka hr. J. H. teluir fi’am í grein sinni. Enn- fremur segja þeir: „Sjálfgefið virð- ist, að embættinu verður að skifta, að minsta k o s t i í t v e n t.‘ ‘ * Hvers vegna? Ætli það sé ekki vegna þess að persónuleg störf bæj- arfógeta séu orðin ofvaxin einum manni, fremur en af hinu, að skrif- Btofufólkið sé orðið of margt. Plutningsmenn virðast. því hafa haft augun opin fyrir því, að skifta þyrfti cmbættinu einmitt vegna persónulegra anna bæjarfógetans sjálfs, því öðru vísi verða, Orð þeirra ekki skilin, en frumvarpið J sem frá þeim kemur bætir samt. sem áður lít.ið sem ckkert úr þessu. ^tærsti málaflokkurinn sem þeir filka undan embættinu eru tolla- Letuvbreyting vor. Xaupirðu góðan hlut, mundtt hvar bú fékst hann Sigxirjón Pétursaon. málin, en þeim hafði bæjarfógeti ekki komið nærri, sbr. álit. allsherj- arnefndar Nd., og því hvorki haft áhuggju né umsvif fyrir, enda segir forsætisráðherra svo nm frumvarp- ið„ að með því sé litlu cða engu létt af hæjarfógetaembættinu, og telur að um það eitt mundi muna að lögfeglustjórastarfið væri tekið uiidan því. Állsh.nefndirnar hreyta frum- varpinu samkvæmt þessu og tala svo mörg fögur orð um að láta hið nýja skipulag vera í samræmi við launanefndartillögurnar að vænta mátti, að svo yrði. En hvernig verða svo framkvæmdirnar t Launanefndin . skiftir verkum milli dómarannna (lögmanna)) og þeirra, sem með umboðsvaldið fara (sýslumanna) og teJur þar til verka hinna síðamefndn þessi mál m. a.: L ö g r e g 1 u s t j ó v n, þ. e. liið al- mennna eftirlit með að lögunum sé hlýtt, eftirgrenslun lögbrota og rannsóknir til undirbfinings saka- mala og lögreglumála; sýslumönn- um sé falið, að setja grunaða menn í liöft, og hafa þá í haldi, þángað til |>eir verða leiddir fyrir dómara, taka lögregluskýrslur af vitnum og grunuðum mönnum og taka á móti sektum í almennum lögreglumálum og útkljá slík mál til fulls, ef lög- ákveðið hámark sektar fer eigi fram úr 200 kr„ 0g kærandi, ef nokkur, er samþykkur, en ella sé málinu skotið til lögmanns." Þá er talið: Skiftamál, fógetagerðir, uppboðsmál, notaríalgerðir, skatt- heimta, gerðir allar við skipströnd, lögskráning skipshafna, heilbrigð- ismál, leyfishréfaafgreiðsla alls- konar, tilnefning mats- og skoðun- armarma, vegabréfaafgreiðsla, eft- irlit með fé ómyndugra, borgaraleg hjónavígsla og hjónaskilnaðarmál Kaupirðu góðan hlut, þfe mundu hvar þú fékat hann Sigurjón Pétursson. o. fl., o. fl. Menn beri nú þetta sam- an við lög alþingis og' reglugerð stjórnarráðsins um skiftingu bæj- arfógetaembættisins og athugi hve samræmið er dásamlegt. Hvað ömi- ur atriði þc'ssa máls snertir, t. d. launakjörin, er samræmið álíka mikið. Nefndin leggur til, að toll- vörður, sem í Rvík sé jaínframt „sýslumaður“ (þ. e. lögreglustjóri) skuli eigi hafa föst laim, heldur hundraðsgjöld fyrir tollvörsluna, og hyggur, að með því móti verði starfið svo lavlnamikið, að lögfræðingur sæki mu það. Þetta, t. d. er í dálítið undarlegu samræmi við þá framkvæmd, að lögin gera ráð fyrir tveimur lög- fræðingum við lögreglustjóraem- hættið og þeim ákveðin föst íaun, en samkv.launanefndartillögum var það ekki sjálfsagt, að nokkur lög- fræðingur þyrfti að vera við lög- reglu- og' tollmálastjórnina. Það yrði yfirleitt of langt mál að telja upp öll dæmi sem sýnt geta ósam- ræmið, sem orðið hefir í þessu máli og ljóslega sést við samanburð á launanefndartillögvlnum og marg- nefndum lögum. Að frágangurinn á málinu hafi verið fyrirmynd að öðru leyti, skal eigi farið út í hér, en benda mætti á, að eigi hefði það spilt neinu þó minst hefði verið á í Jögum eða reglugerð, hvar eigi óverulegur flokkur mála, eins og fátækramálin ættu heima eftir skiftinguna, en fyrir því sést eng- inn stafur. Vér getum því alls eigi viðurkent að það hafi ofmælt verið að skiftingin hafi verið gerð af handahófi, og þó að lagðar séu til grundvallar tillögur launamála- nefndarinnnar, þá verða lögin hvorki fugl né fiskur fyrir því. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort stefna sú, sem tekin KaupirCn góðan hlut, þá mundu hvar þú fékst b.ans Sigurjón Pétursson. er upp í áliti nefndarinnar sé rétt eða hvort hún hæfi okkar Iiögum. En vegna þess að menn gætu ætl- að það af grein hr. J. H. að öll nefndin- hafi verið cinhuga í þessu máli, þá þykir rétt að geta þess, að tveir af þremur lögfræðingum, sem í nefndinni voru, þeir H. Daníels- son yfirdómasri og Skúli lieitinu Thoroddsen sjá sér e k k í fært að leggja með breytingu í þessa átt, þó þeir viðurkenni að greiniug um- boðsvalds og dómsvalds sé í sjálfu sér æskileg. Margt það, sem hr. J. H. vitnar í, úr álitum þingnefnda í málinu og ræðum þingmanna um það, virð- ist bera þess ljósan vott, að þing- menn geri sér aðra hugmynd um framkvæmd laganna, en orðið hef- ir. Nefndin í Ed. telur það mikils- vert, að aðskilja lögreglustjóra- starfið frá hinum e i g i n 1 e g u dó m a r a s t ö r f u m, og Jón Magmisson forsætisráðherra telur, að um það eitt myridi muna, að lögreglustjórnin væri skilin frá bæjarfógetaembættinu. Berum nú þetta saman við eftirfarandi klausu úr áliti meiri hluta launanefndar- innar um lögreglumálin, sem er þannig: „Auk þess mundu þau flestútkljáð* á þann hátt, er bent er á að framan (nfl. af „sýKslu- manni“, þ. e. lögreglustjóra), án þess þau þyrftu að koma fyrir dóm- ara.“ í þessum meiri hluta er .Tón Magnússon, þáverandi bæjarfógeti eini lögfræðingurinn, og virðist auðsætt, að þegar liann talar um að létta lögreglustjórninni af bæjar- fógeta, þá hafi verið átt við eitt- hvað mikið rneira en eftirlit með lögregluþjónnnum, og að taka á móti skýrslum ]>eirra o. þ. h. Ann- ars virðist skilningur lir. J. H. á orðinu „lögreglustörf“ vera dálítið einkennilegnr, þar sem hann segir, að engin lögreglustörf fylgi bæjar- fógetaembættinu nýja, og að það þess vegna þurfi einkis lögreglu- liðs með. Manni gæti eftir þessu dottið í hug, að lögreglust jóri byggi öll mál til dóms, en því mun fjarri fara. En liitt vajri óneitanlega í hetra samræmi við launanefndar- álit og orð þingmanna, töluð og skrifuð, að svo væri um hnútana búið að dómarinn þyrfti minna á aðstoð lögreglunnar að halda, en raun ber vitni. Það er ekki lögð nein áhersla á, í greininni frá 3. þ. m„ að dómara- störfin hafi verið venju fremur mikil síðastliðið ár. En það var ver- ið að gera samanburð á jiví, sem var fyrir skiftinguna og nn er, og var því sjálfsagt,, að taka, það tíma- bil sem liðið var frá skiftingunni, * Leturbréyting vor. Kaupirðu góðan hlut, þá munðu hvar þú fékst hann< Sigurjon Péturssún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.