Morgunblaðið - 31.03.1919, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1919, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ sen. Það verður ekki af honum wkafið, að hanií er efnilegasti leik- andinn, sem hér er á að skipa. Það virðist sama hvaða hlutverk hon- um er fengið —— hann lifir sig alt af inn í efnið og er laus við þá kæki,sem mjög hafa spilt fyrir sum- um öðrum leikendum hér. Hann er líka svo, að hann dregur ekki dám af öðrum, eins og hætt er við, hvorki í fasi né málrómi. Kemur það sér vel í þessum leik — sér- stakléga — því að hrekkjabrögðin njóta sín ekki nema því að eins að hrekkjalómurinn sé ólíkur öllum hinum. Friðfinnur Guðjónsson fer einn- ig vel með hlutverk sitt í þessum leik og flestir hinna leikendanna einnig. Mátti heyra það í gærkvöldi að fólki var skemt, því að hvað eft- ir annað kvað við skellihlátur um allan salinn og að lokum ætlaði lófaklappinu aldrei að linna. Það má því búast við því, að þessir tveir gamanleikir fylli leikhúsið í mörg kvöld. HrossasaSa. b ■ ----- Stóran heiður og þökk á útflutn- ingsnefndin skilið fyrir afskifti sín af hrossaverzluninni á næstliðnu sumri. Það er þess virði, að um það sé talað og þess getið, sem gert er í þessu efni sem öðru, enda var góðs að vænta af ncfndinni. Sú von brást heldur ekki, því aldrei hefir verið borgað hér á landi eins hátt verð fyrir hross á mörkuðum eins og í sumar; svo gleður það menn ekki lítið, að fá nú á þorranum, þegar minst er um peningainn- heimtu, borgaðar 160 krónur í upp- bót á hvert hross, sem selt var. Þessum góðgjörðum hafa Borgfirð- ingar ekki átt að venjast. Undan- farið hefir hrossaverzlunin gengið svo hér um sveitirnar, að liingað hafa komið ýmsir menn til hrossa- kaupa, ýmist upp á eigin reikning eða gerðir út af öðrum, og mark- mið þeirra nátfúrlega að kaupa sem ódýrast að unt er að fa, svo á- góðinn verði sem mestur, sem þeir geta stungið í sinn vasa, cða þeirra, sern þeir vinna fyrir. Svo er oftast reglan, að selja útlendingum bross- in um borð komin á Reykjavíkur- höfn og taka þeir þá við að græða á þeim lxka. Það pr ekki svo að skilja, að eg sé að álasa þeim mönn- um, sem gera sér þessa hrossaverzl- un að atvixinu, þó þeir, exns og aðr- ir kaupsýslumenn, kaupi vörmia svo ódýra, sem þeir geta íengið hana. Eg álasa hreint og beint bændum f.vrir samtakaleysið og félagsleysið, að verzla svona xlla með þá vöru, sem þeir framleiða. Eg endurtek það, að eg álasa ekki þeim mönnum, sem kaupa vörur jneð því verði, sem seljandi vill selja, og borgar |>að sem samið er um, eins og flestir menn auðvitað gera, en hitt er verra, þegar það kemur fyrir, að menn koma, sem narra hrossin út hjá bændum og borga svo seint eða aldrei, eins og átti sér stað síðast vorið 1908, þeg- NÝJA bíó Hrói höttur Sjónleikur í 4 þittum eftir hinni ensku þjóðsögu. Hér gefst mönnum i fyrsta skifti kostur á að sjá á kvikmynd hina frægu og hugljúfu ensku þjóðsögu: Hrói höttui'. Myndin er leikin á söguslóðum af ágætum enskum leik- endum og tekin af sama félagi sem tók Ivar hlújárn. Ekki síður en sagan er myndin mjög skemtileg og spennnandi. Hvað er að lifaP Hvað er að lifa? Að loga út af löngun og von og báðum að fleygja, vera dáður með glötun og drekt í sút, að drotna og verða svo bundinn að þegja, elskunnar njóta, sjá ást sína deyja. gvo bikar hvem tæmdu, sem tímans fljóð í troðningniun að þér réttir, og kveð loks með brosi þitt ættlancl og óð, er akkerum dauðinn á fleytunni léttir. Með fullum seglum sigl úr höfn, er syrtir í lofti 0g rýkur dröfn. Þá manndóm þinn lofar lýður, svo lifirðu —■ hvað sem þín bíður. M. G. Cnnardlinn-skipiii ! _ j Enskt Garrick, Wiverley, Capstan, Glasgow Mixture, Old Friend, Birds Eye Amerikskt reyktóbak í pökkum Litla LUÐIN Sími 529. ar einn prangarirm sendi hingað þénara sinn til lirossakaupa ,með skriflega beiðni um að lána sér hrossin einn mánuð og strangt lof- orð um að borga hrossin að þeim mánuði liðnum, annaðhvort með ódýrum vörum eða peningum. Svo líða mánuðir og svo líða ár, að ekk- ert er borgað, og’ munu flestir eiga þessi hrossaverð hjá kaupanda enn í dag. Reyndar hefir hann látið suma fá eitthvað af lélegu rusli, sem lítils virði var, og menn tóku heldur en ekki neitt, því ekki var annað að fá. Þetta er nú versta dæmið, sem eg þekki í hrossaverzl- unarsögunni á seinni árum, og ætti alls ekki fyrir að koma oftar. Yon- andi er að hændur sjái nú að sér! að láta ekki þessa dýrmætu gripi framvegis fyrir lítið verð í hendur ýmsra braskara, myndi heldur fé- lagsskap og seudi hrossin út upp á eigin ábyrgð. Æslcilegt væri, að Búnaðarfélag Islands athugi þetta hrossasölumál og annaðhvort tæki að sér útsending og sölu hrossa hér á Suður- og Austurlandi, eða leið- beini bændum eitthvað í því efni, því nú geta menn ekki lenguv bú- ist við að útflutningsnefnd verði til að verzla með hrossin fyrir bæiidur. 2. febr. 1919. Borgfirðingur. „Valtýr“ kom inn í morgun með 16 þúsund fiskjar. Hefir skipið þá aflað 63 þúsund alls á hálfri vertíðinni, og er það mesti afli, sem jnokkurt þilskip hefir fengið. Rakarastofan í Hafnarstræti, sein þeir Kjartan og Sigurður Ólafssynir hafa rekið í sameiningu undanfarin ár, er nú orðin eign Sigurðar eins. Hefir Sigurður keypt Kjartans hlut og rekur rakarastofuna einn framvegis. „Vínland11 kom frá Englandi í gær og hafði nokkuð af pósti meðferðis. Dönsk skonnorta, „Kongedybct1 ‘, kom hingað í gær, hlaðin vöruin til kaupmanna. öoodtemplarar héldu danzleik í Jðnó í. fyrrakvöld. Hafði þar verið f jölmenni mikið og salurinn prýðilegn skreyttur. Út úr bænum fór inargt fólk í góða veðrinu í gær. Var krökt af bæjarfólki inn við ár og víðar. Tveir kongar. Hér á þessari mynd má líta tvo kununga — Manuel, hinn afsetta konung í Portugal, og' Alfons Spán- arkonung. Það er nú langt síðan að Manuel var relcinn frá ríki, en í vetur var t.ilraun gerð til þess að koma honuin aftur til valda. Þó fór SVO, að sú uppreist mishepnaðist —- eji vinur hans, Alfons Spánarkon- ungur, á nú í vök að verjast. Kata- lonia, hjartað úr Spáni, hefir lýst yfir því, að hún sé sjálfstætt iíki, og' Jiefir tekið Bareelona sem höfuð- borg fyrir sig. --------------------— voru í ófriðnum notuð sern lijálpar- beitiskip, flutningaskip og spítala- skip. Þau fluttu uær miljón ber- manna og sjóliða og' rúmlega 10 miljónir smálesta af matvælum og vamingi. Nær 500 þús. ameríkskir hermenn voru fluttir á skipum fé- lagsins frá Bandáríkjunum, og eru það 40% af hermönnum þeim, sen* fluttir voru þaðan á brezkum skip- um. I uín ferðum vorið 1918 fluttí „Aqnitania“ 60,000 menn yfír hafið. Steinolíuframleiðsla Bandarikjanna. Árið 1918 vorn unnin úr jörðu í Bandaríkjunum 345 miljón föt af steinolíu eða 10 miljónum meira en árið áður. Út voru flutt 5 miljón föt en inn 361/2 miljón — mest- meguis frá Mexiko. Framleiðslan. hefir sérstaklega ankist í Kalifor- níu, nfl. úr 93 milj. upp í 101 ndlj- síðastliðið ár, og er það að þakka nýfundnum lindum við Montebello í Los Angelos. í Texas hafa einnig fundist nýjar lindir og olíubrnnn- um hefir fjölgað þar um 60 síðau-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.