Alþýðublaðið - 29.05.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.05.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Atvinna. Tvo formenn og fjóra háseta vantar að Skálum á Langanesi. — Góð kjör. — Mennirnir verða að :: :: :: fara með Snðwnrlandli. :: :: :: :: Jóh. Norðfjörð, Bankastr. 12. 3 <3 sumar verður Sdðum SönRunum loRað á íaug* aróögum ML 1 e. R. Reykjavík 27. maí 1920. <3slanðsöaníU. JBané&BanMinn. Xoli koníisipr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). ,Eg hlýt að skýra honum frá þessu. Ef hann vill ekkert hafast að, þá sýnir hann nekt sína, og það getur orðið efni í nýja grein fyrir yður Keating. Við hlöðum hverri sönnuninni á aðra ofan“. Jú, rétt er nú það“, sagði fréttaritarinn. „Hvað viljið þér láta hann gera?“ „Skjóta málinu til landsdóms og stefna verkstjórunum f Nórður- dal*. „Það mun taka langan tfma, og ekki hjálpa mönnunum í nám- unni“. „Hótunin um þetta, ætti að bjarga þeim“. „Eg held, að engin hótun frá Dick Parker myndi hafa þau áhrif, Verkstjórarnir vita, að þeir geta troðið upp í hann". „En get eg þá ekki leitað til einhvers annars? Ætti eg ekki að fara til réttvfsinnar?" „Jú, ef við byrjum að neðan frá, þá skal þar frægan telja frið- ardómarann. Það er Jim Ander- son dýralæknir, hann er eins og hinir, lifir á smásvikum", sagði Skotinn. „En til hærri dómstóla?" „Til héraðsdómsins; þar er Denton dómari. Hann er félagi Vagelmans, sem er málfærslu- maður G. F. C. Þér getið sjálfir séð, hve langt þér komist þá leiðina". „Mér stendur á sama, eg fer til þeirra allra, ef til vill get eg neytt einhverja þeirra til þess, að gera eitthvað. Það getur ekki sakað". Hinir þrír voru honum þá ekki sammála í hinu seinasta falli. Þeir reyndu til þess, að fá Hall til að taka tillit til hættunnar, sem hann kom sjálfum sér í. En hann hafði nú einu sinni ákveðið að hætta ekki, og úr því var ekki að aka. Hann ætlaði að koma þessu f kring með svo miklum flýti, að óvinir hans hefðu engan tfma til þess, að átta sig. Hann vildi heldur ekki þiggja fylgd nokkurs þeirra. Edström átti að hraða sér á pósthúsið eftir peningunum og skifta seðlunum í snatri, Hallur ætlaði að bera fram nokkrar yfir- lýsingar, sem hann staðfesti með eiði; og ef enginn í Pedro vildi hefjast handa, ætlaði hann að fara til ríkisstjórans. En til þessa þurfti hann fé. Bylly Keating þurfti að skrifa söguna um vogár- eftirlitsmanninn og átti að mæta eftir tvær stundir á American Hotel, þar sem Hallur ætlaði að hitta hann og Iáta hann fá afrit af yfirlýsingunum, til þess að senda þær „Gazette". Mac Kellar bauð Halli föt, en hann afþakkaði það, hann vildi heldur koma fram sem sannur námuverkamaður, en illa klæddur „gentlemaður*. Þegar þessu hafði verið komið þannig fyrir, fór Hallur út á göt- una; en þar var Pete með hrúta- nefið og tók þegar að elta hann. Alt í einu tók Hallur til fótanna, og báðir hentust þeir niður eftir götunni, þeirn tií mikillar undrun- ar er þeir mættu. Vafalaust varð Pete feginn, þegar Hallur, sem var æfður kapphlaupari, stansaði fyrir framan skrifstofu málfærslu- mannsins. Þetta og hitt. Deschanel og Clemenoeau. Það er ryfjað upp í sambandi við forsetakosninguna frönsku, að þeir keppinautarnir Deschanel og Clemenceau hafi áður háð annað einvígi með sverðum. Það var fyrir aldarfjórðungi síðan, og reis deilan milli þeirra út af stjórn- málum. Deschanel hafði deilt þung- lega á Henri Brisson í franska þinginu, en Clemenceau birti þá svæsna grein um Deschanel í blaði sínu, „La Justice", og skor- aði Deschanel hann á hólm. Þetta var í júlí 1894, og börðust þeir með sverðum í Boulogne, og lauk einvíginu syo, að Deschanel skeind- ist eitthvað á enninu og var úr- skurðað að hann hefði beðið ósigur. (Hkr.). Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Ællir* þeir sem vilja fá vel og ódýrt gert við Prímusa koma til Guðna Þorsteinssonar Miðstr. 3. Þar eru einnig lakkhúðaðir og málaðir Barnavagnar og margt fl. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.