Morgunblaðið - 07.05.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.1919, Blaðsíða 1
'Miðvikudag maí 1919 8. &rg&n#«8 173, tölubUS Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Pinsen ís»foldarprentoitóibj» Afgr«iS«iu*5.mí mr. 508 Ur loítinu. París, 5. maí. Rúmenar nálgast Budapest. Frá B'asel er símað, a8 það sé sagt opinberlega tilkynt í Prag, að her Rúmena haldi viðstöðulaust á- fram sókninni gegn Budapest, án þess að skeyta nokkuð um friðar- beiðni Ungverja (Magyara), og eigi nú að eins 60 kílómetra leið til borgarinnar. Yfir 800 fangar hafa verið teknir og margar fallbyssur. Ungverskur herflokkur, undír stjórn Kratochwils hershöfðingja, er í för með hersveitum Rúmena, sem sækja fram á leið til Buda- pest, og margir herforingjar úr gamla ungverska hernum og aðrir Ungverjar. Sókn Koltchaks. Prá Omsk er símað, að frá aðal- 'herbúður.i Koltchaks hershöfðingja sé opinberlega tilkynt, að Síberíu- herinn haldi áfram sókn sinni með fram allri Permjárnbráutinni af hinni mestu grimd. „Vér liöfum,“ segir í tilkynningunni, „tekið marga fanga og- mikið herfang. A. Kama-fljótinu hafa hersveitir vorar uáð 18 gufubátum og 45 flutninga- prömmum á sitt vald.“ Við Tach- kent-járnbrautma hafa Síberíu her- sveitirnar enn fremur náð bænum Dakubinsk og Sagartchina-stöðinni á sitt vald og með því hindrað und- ankomu bolsvíkinga frá Orenbourg til Tachkent, Her Bandaríkjanna. Prá Washington er símað, að her- sveitir Bandaríkjanna, sem nú eru í Þýzkalandi, og þar með talið setu- liðið á .Koblenz-stöðvunum, eigi að halda heimleiðis þegar í stað er friðarsamningar eru undirskrifað- ir. Hermálaráðuneytið ætlast til þess, og Wilson forseti er því sam- þykkur, að flutningi hersins verði hraðað svo mjög, að síðustu her- sveitirnar verði farnar úr Norður- álfu í september í haust. March hershöfðingi hefir því gert ráðstaf- anir til þess, að flutningnum verði hraðað meira en áður. En til þessa hafa verið fluttar 150 þúsundir manna yfir hafið á mánuði til jafn- aðar. París, 6. maí. Bráðabirgða-friða(rskilmálarnir, sem bandamenn setja Þjoðverjum, voru lagðir fyrir leynifund full- trúa baudamanna í dag kl. 2 í Orsay-höll. Verða þeir birtir full- trúum Þjóðverja kl. 3 á morgun Kven-Nærföt og Náttkjólar og Sumarhanzke.r. H. P. Duus. A-deild. Máiningarvörur! Fernisolía Blakkfernis Zinkhvíta Blýhvíta Litir þnrir, allar mögulegar tegundir. Terpentina Törrelse Menja Botnfarfi á tré og járn. Lökk allsk. Ódýrast í Veiðarfæraverzl. Liverpool. Jarðarför litla drengsins okkar, Gunuars Sverris, fer fram á morgun og hefst á heimili okkar kl. 12^/a e. h. Svanftíður Hjartardóttir. Pétur Þ. J. Gunnarsson. (miðvikudag). Verða þar eigi aðrir við en friðarfulltrúar Bandaríkj- anna, Bretlands og nýlendna þess, Frakklands, ítalm, Japans, Belgíu, Brazilíu, Grikklands, Póllands, Portúgais, Rúmeníu, Serbíu og Czecko-Slavoníu, ásamt einkaskrif- urum sínum. Það hefir venð á- kveðið, að 30 blaðamenn frá rtór- veldunum og nýlendum Breta og hinum 10 öðrum bandamannaríkj- um fái að vera við. Auk j.ess verða þarna friðarfulltrúar Þjóðverja sex, ásamt skrifurum símun og 5 þýzkum hlaðamönnam. Þjóðasambandið. Nefndin, sem kosin var 23. apríl, til þess að taka ályktun um tilhög- l,n þjóðasambandsius, átti fund með sér á mánudaginn kl. 4 í Ilótel Crillon. Komst hún að nokkru leyti að samkomulagi um tilhögun bráðabirgða - þjóðasam- bands. ’Eftir uppástungu House hershöfðingja var M. Piehon, utan- ríkisráðherra Frakka, kjörinn bráðabirgðaforseti þjóðasambands- ins, en Sir Eric Drummond var beð- inn að taka að sér aðalskrifara- stöðuna. Hermá'laráðherra Cízecha látinn. Frá Pressburg er símað: Milan Stcffanik hershöfðingi og liérraála- ráðherra, beið bana af flugslysi Ásamt tveimur liðsforingjum flaug hann frá Pressburg og ætlaði til stöðva óvinanna, en flugvélin féll úr 400 metra hæð. Líkamir þeirra þriggja voru dregnir út úr brenn- Fiðurhelt Léreft og Foergaze svart og livítt. H. P. Duus. A-deild. andi flugvélarhræinu og fluttir til Pressburg. Uppgjöf Bolzhewikka í 'Jngverja- landi. Frá Bale er símað : Símskeyti frá Wien staðfestir skilyrðislausa upp- gjöf stjórnariimar í Ungverjalandi. Leikhúsið. Hostrup: Æfintýri á gönguför. Æfintýrið er enn.þá einu sinni risið úr gröf sinni og komið á leik- sviðið í Iðnó. Það liefir nú verið leikið fjórum sinnum fvrir fullu hrisi og á víst eftir að fylla það mörgum sinnum enn, því aðdráttar- afl þess virðist ekkert hafa rýrnað síðan það var leikið síðast, fyrir 5 árum. í Reykjavík er margt fólk, sem vill að allur skáldskapur fari vel. Ástamálni eiga að enda með trúlof- un og rembingskossum, deilur og sundurlyndi með vinalátum. Fant- arnir eiga að deyja eða strjúka eða fara í tugthúsið og réttlætiö rað sigra. Ef þessu er fullnægt, fyrir- gefst alt annað. Það er þetta, sem heldur lífinu í Æfintýrinu áratug eftir áratug. Báðir þeir, er léku aðalhlutverk- in að fornu, Árni Eiríksson og Kristján Þorgrímsson, cru fallnir frá. En nú leikur Ólafur Ottesen Lastingur, svartur og mislitur. Flauel, svart og mislitt. H. P. Duus. A-deild. Skrifta-Hans og Jens B. Waage KranS birkidþmara. Erfitt var að taka hlutverkið upp eftir Kristján heitinn, því leikur hans var a veg sérstakar í sinni röð. Það er alveg nýr Krans á leiksyiðinu, Icikiun af miklum skilningi og nákvæmni, og áhorfendur kunna líka að mela liann að maklegleikum, einkum þegar á leið sýninguna. Þá komu hlátiirrokurnar hver af annari neð- an úr salnum, eins og vatnsgusuv úr hver. — Skrifta-Hans er eigí leikinn með. nógu mikilli við- kvæmni, frekar en áður. Leikurinn ber það ótvírætt með sér, að liann á að vekja meðanmkvun, en það hafa síðnstu Skrifta-Hansar alls eigi gert. Og nú er þjófurinn enn þá kaldhranalegri en hann var í tíð Árna heitins Eiríkssonar. Aft- ur tekst Ólafi mjög vel að leika ;,Mads Rasmussen“, þó hann se ef til vill helzt til ærslafenginn á köfl- um. Jón Vigfússon lék Svale asse- sor slælega, en Verraundur Ragnars Kvaran var ágætur. Aðrir leikend- ur hafa leilcið hlutverk sín áður. Söngurinn er veígamikið atriði í leiknum og var hann yfirleitt góð- ur. Mun söngur stúdentanna og Vermundar draga marga í leikhús- ið, sem ella kæmu eigi. Hljóðfæra- sveit 6 manna leikur undir, en eigi er hún alt af vel samhent söng- fólkinu og yfirleitt er undirspil hennar of sterkt. Hafisinn. Eimskipafélaginu hafa borist eftirfarandi símskeyti frá Súganda- firði: 5. maí. Héðan sést ís 8 kvartinílur út af Súgandafirði. Á því svæði að eins tvær litlar smáísspangir, önnur í N.V., ca. fimm kvartmílur undan, hin mjög gisin, rétt við fjarðar- mynnið. Sams konar ísliroði kominn inn fyrir Bolungarvík. 6. maí. Sömu ísfréttir og í gær. Ekkert frekar sást. héðan, vir Staðardal né Stigahlíð. Allir Bolvíkingar og Suð- urfirðingar réru í morgun án ís- liindrana. Ef meiri ís er norðan- vert við Straumnes og Kögur, fást fréttir með bátunum í kvöld. € DAQBOK ) Pjórir sýslumenn cru nú sagðir í Árnessýslu, þvi að Guðm. Eggera fór nú sjálfnr austur í fyrradag. En þess- Flauels-Molskinn. og Brúnel. H. P. Duus. Á-deild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.