Morgunblaðið - 07.05.1919, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.05.1919, Blaðsíða 4
4 MORGIJNBLAÐIÐ Crep Silki Alpacca í svuntur * j Japanskt Silki N Alpacca, slétt, fl. litir Silki í svuntur Ljósadúkar, Hlauparar \ Silki í upphluti «r ' . Rúmteppi, Borðdúkar Silkibönd, stórt úrval Gardínutau, Morgunkjólatau 8ILKI MOLL, hvítt, svart og misl. t •o § o= o= SOKKAR úr hííSíí, «11 og1 bómull. t Flónel, hvít og mislit Prjónatreyjur fyrir börn og fullorðna Hvít Lérefí 35 Greiðslutreyjur, Greiðslusloppar .1 Tvisttau, Creptau & Millipils, Dömukragar Rifstau, Picci Pífur, Saumnálar Handklæði, Handklæðadregill r? * Cheviot, sv. og blátt §! 3 ot ií I I Tíaueí tvíbr., ág. í dragtir og kápur. II - Sími 599. — ir ■ ■ if=^l Leyst úr læðing Ástarsaga eftir Curtis Yorke. ----- 82 En í sama bili gargaði Jemima: — Hvað er þetta. Hvað er hér á seyði ? Estella tók viðbragð, er hón heyrði hljóðið og spratt upp úr stólnum. En brátt áttaði hún sig og settist aftur. Penelope kom inn í þessum svifum og gekk þangað sem bréfið var og tók það upp. — Hún er sofandi, mælti hún. Hjúkr- unarkonan heldur að' hún sé dálítið fcetri. — Eg er viss um að þetta líður hjá, svaraði Estella og hélt niðri í sér geisp- anum. — Yeslings gamla hróið, — hún getur lifað um aldur cg æfi. Penelope roðnaði og beit á vörina. — Hún er ekki svo tiltakanlega göm- ul, mælti hún hægt. — Svei mér ef eg hefi nokkra hug- mynd um hve gömul hún er, svaraði hin kæruleysislega. Hún lítur út eius og hún væri hundráð ára, en eg trúi nú varla að hún sé svo gömul.\En hvað þú ert skrítin, Penelópe, svei mér ef eg held ekki að þér þyki vænt um kerl- ingarsauðinn. — Eg hefi fulla ástæðu til þess, svar- aði frænka hennar og varir hennar skulfu lítið eitt. Estella leit á hana með furðusvip og maalti síðan: — Heldurðu að hún ætli að láta þér eftir máurana sína, þegar hún fer héðan? — Eg hefi aldrei hugsaö um það, mælti Penelojie og rann í skap. Þú hagar orðuin þínum svívirðilega í minn garð, Estella. Estella ypti öxlum. — Það er ekki verra að segja en þegja, ef maður hugsar, mælti hún með uppgerðarhlátri. Þú tekur alla hlutí alt af svo alvarlega. Mér finst það mjög eðlilegt, að Elísabet frænka ar£- Ieiði þig að eignum sínum. Eg er viss um að við Hugh lireyfum ekki and- mælum gegn því, þó að hann standi í raun og veru næst erfðum. Okkur vantar ekki peninga, guði sé lof, og gerir vonandi aldrei. Ekki svo að skilja að alt standi og falli með peninguil- um bætti hún við og geispaði. —En þeir eru alt af mikils virði. — Þú átt margt fleira gott en pen- inga, mælti Penelope viðutan. Eigin- mann, sem dáist að þér — — Vel á minst, þegar við tölum um eiginmenn: Þú hefir vonandi fengið góðar fréttir af Ronald? tók Estella fram í. — Hvenær kemur hann heim? — Hann minnist ekkert á það. Augu Estellu leiftruðu. — Það virðist svo sem hann kunni vel við sig, mælti hún. — Hvernig veizt þú það? spurði Penelope, og var röddin harðan en ástæða virtist vera til. — Af því, góða, að hann skrifaði mér og sagði mér það. • — Hvenær fréttir þú af honun. V — Eg man það ekki. Það eru örfáir dagar síðan. Penelope tók á því, sem hún átti til, svo að hún gæti leynt geðshrær- ingu sinni, og reyndi að gera rödd síua svo ástúðlega sem hún gat um leið og hún sagði: — Þú ert föl og þreytuleg. Líður þér ekki vel? — Jú, en eg á dálítil éþægindi'í vændum í sumar, og eg get ekki sagt að eg hlakki til þess. Hugh er néttúrlega í sjöunda himni. Penelope dró andann hraðara. •—- Ó, Estella, en hvað þú ert ham- ingjusöm,- mælti hún. — Þú mátt vera þakklát. — Má eg? Ekki finst mér það. i’etta er mesta plága, frá mínu sjónarmiði. Og hún bætti við í æsingi: — Veröldin er leið og hversdagsleg. Það er ekkert, sem manni þykir nokk- urs vert. Alt lofar svo miklu og efnir svo lítið. Eg óska þess stundum, að eg hefði aldrei fæðst. — Hægan, hægan, ekki að taka of mikið upp í sig, gargaði Jemima hásri i ödd. — Þessi fuglskratti lilýtur að reyna á taugarnar í þér, mælti Estella og ypti öxlum óánægjulega. — Jemimá, veslingurinn, sagði* Pene- lope. Hún er mér til mjög mikillar skemtunar. Er það ekki, Jemima ? Jemima hengdi hausinn og hló og vældi á víxl, um það að hún væri heimilislaus stelpugarmur. Síðan gelti hún svo náttúrlega, að Larry varð aS gelta líka. Estella stóð upp og vafði kápuna a5 sér. — Jæja, nú verð eg að fara, mæltí hún upp úr eins manns hljóði. Heils- aðu Elísabet frænku frá mér. Meða! annara orða: Skrambi hefir hún valiS vel liún ungfrú Hamlyn. Maðurinn hennar er ekki einungis ríkur og lag- legur, heldur einnig einstaklega. við- feldinn. Okkur kemur einstaklega vel .saman, þegar við tölumst við. Eg held nærri því að Kathleen litla sé hálf hrædd uin hann fyrir mér. — O, Estella, vektu ekki misklíð á rnilli þeirra, hrópaði Penelope í hugs- unarleysi. Estella starði á hana. Síðan mælti hún og hló kuldahlátur: — H’vað í ósköpunum áttu við? Eg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.