Morgunblaðið - 27.07.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.1919, Blaðsíða 1
 °\ 6. árgangur, 249. tölublað Sunnudag 27. júlí 1919 Isaf oldarpr entsmið j a GAMLA BIO Feigðirkossinsi ágætur og vel leikinn sjónleikur í 3 þittum, leikinn af ágætum ftölskum leikuram. Aðalhlutverkið leikur hin fræga leikkona Francesca Bertini. Caoada, Ijðmandi falleg landlagsmynd. Taöa oS úthey er til sölu við Zimsensbryggju Bifreiiaskatt- urinn. Frumvarp eitt er á ferðinni gcgn um bingið, og £er það fram á að skattur sé lagður á allar bifreiðar. Er skatturhm ákveðinn 250 kr. fyrir bifhjól og eins manns vagna og 50 kr. fyrir hvert sæti, er við bætist í bifreiðinni. Af vöruflutn- ingabifrciöum var ákveðimi 200 kr. skattur, en hann var feldur úr frv. við aðra umræðu í Nd. Gert er ráð fyrir að 80 þús. króna tekjuauki verði að frv. Frumvarpið er afsakað með því, að bifreiðar spilli mjög vegunum, og eigi þessar 80 þúsundir að ganga til vegabóta. Vert er að gæta þess, að mikill hluti veganna, sem bifreiðar fara um, er nú falinu umhirðu hlutað- cigandi sýslunefnda. Eigi munu þeir vegarspottarnir batna við skattinn, sem ekkert fá af honum. Sýslusjóðirnir íyllast eigi fé né sýslunefndirnar umhirðu fyrir veg- unum, þó ríkissjóðurinn fái nokkra tugi þúsunda í tekjur af bifreið- nnum. En óafsakanlegur er þessi skattur, nema því að eins að hann gangi allur og óskiftur til viðhalds flutningabrauta, um fram það, sem landið er vant að verja til við- haldsins. Perðalögin era ekki svo ódýr hér á landi, að það geti heitið forsvaranlcgt að gera þau dýrari með sköttum. Bifreiðagjöldin þurfa aðv lækka, en það geta þau því að eins gert, að vegirnir batni. Ef þeir, sem sjá eiga um viðhald vega, bregða svo skjótt við til að bæta vegina, að bifreiðunum sparist við það upphæð sú, er skattinum nem- ur, er auðvitað öðru máli að gegna, en það er cngin ástæða til að ætla, af reynslu undanfarandi ára, að svo verði. Því hefir verið borið við, að bif- reiðarnar spiltu veguuum og það er satt. En vöruflutningabifreiðarnar spilla vegunum mest, og þær eiga að vera undanþegnar skatti, að á- liti neðri deildar. Kemur þetta af því, að menn hafa séð það bezt á vöruflutninga-bifreiðunum, hvað yerið var að gera, að það var verið ^ leggja okurskatt á flutninga. En E*uninni er alveg sama máli að Söa um fólksflutningabifreiðarn- " ^kattur er lagður á samgöng- l1rnar, hvort heldur'það er fólk eða JJ*0* "«a ciga í hlut. Og þctta l' aö leggja skatt á biíreiðarn- r alveg þag sama og a5 leggja stein í götu nýjungar, sem allir verða að játa að sé þarfleg og stór framför á samgöugusviðinu, þó að bifreiðarnar séu ýmsra hluta vegna illa þokkaðar. Þær hafa verið mis- brúkaðar hér á landi, en það er ckki þeim að kenna, heldur óaf- sakanlegu eftirlitsleysi og skcyt- ingarleysi hins opinbera. Vilji meim eudilcga fæla bifreið- arnar úr landinu, þá er auðvitað rétt að leggja á þær skatt. Ef þing og þjóð álítur að vér eigum endi- lega að ferðast ríðandi eða gang- andi um ókomnar aldir, þá er skatt- urinn á bifreiðunum skiljanlcgur. Aðflutningsbann væri þó enn skilj- anlegra. Hvers vegna era ekki lagð- ir skattar á gufuski}), sláttuvélar og yfirleitt öll tæki, sem borga sig betur eii það, sem fyrir var. Maður, sem á mótorhjól og notar það til að brégða sér út úr bænum í frístundum sínum, á að borga 250 króna skatt af því. Anuar maður, í sveit, álíka efnaður, á hest sem kostar viðlíka mikið. Hvað borgar hann? Eða vilja skattfrömuðurnir halda því fram, að mótorhjólið skemmi vegina fyrir 250 kr. á ári. Nei, það eru vegirnir, sem skemma það. — Prumvarpið er svo fráleitt, að það hefði verið sanni nær, að ríkið borgaði bifreiðunum árlegan skatt, meðan það lætur sér sæma að hafa vegina í því óstandi sem þeir eru. Því annars eru styrkveít- ingar fyrri þinga til þess að fá bif- reiðar inn í landið óskiljanlegar. Þá var vcrið að sækjast eftir þeim. Nú vilja menn þær brott. Skárri er það nú samkvæmnin! Áfengissending kemur til SiglufjarOar. Akureyri, í gær. Brczkt gufuskip kom til Siglu- fjarðar í ga»r og hafði meðferðis mörg þúsund flöskur af whisky og öðrum víutegundum. Var vínið alt á farmskrá skipsins og viðtakend- ur nafngreindir. Annar þeirra er hér staddur og hefir kannast við sendinguna- Lögregla var sehd með skipinu hingað í gærkvöldi. Bithjólaslys. í fyrradag varð slys á Laugaveg- inum fyrir framan húsið nr. 108. Jón Pétursson, Klapparstíg 20, ók þá á bifhjóli á annan mann, Leif láigurðsson, til hcimilis á Lauga- vcgi 27, og var hami á reiðhjóli. Var áreksturinn svo mikill, að Leif- ur haudleggsbrotuaði og meiddist enn fremur svo mikið á fingri, að læknir telur líklegt að taka verði hann af. Enn fremur skemdist Leif- ur allmjög á höfði og fótum. Leifur segist hafa ekið á reið- hjóli sínu réttu megin á götunni. Eftir að áreksturinn varð, ók Jón Pétursson burtu og skildi, að sögn, mannimiN eftir, sem þó var allþjak- aður. Jóif þessi hefir ekkert öku- skírteini og hefir áður verið ákærð- ur af lögregiunni fyrir það. Pétur Jóttssott homitm fjeitn* ; wn$* . 1 . S^Mbjj^HI t *B ' ^B^HHH & ' iÉT^ Þeir voru margir, farþegarnir með „íslandi", sem komu hingað í ga^rkvöldi. Þegar skipið midi að landi var krökt af fólki bæði á efra og neðra þilfari, sjálfsagt hátt á annað hundrað manns. Pleiri voru þó í landi. En í þvög- unni þar fanst manni einhvern- veginn að ekki væri nema einn mað- ur með skipinu. Alstaðar þar sem fólk talaði saman heyrðist nafiiið „Pétur". „Er þetta Pétur?" „Nei, sko, þarna er Pétur," pískruðu stúlkurnar. Morgunblaðið mátti til með að fara á stúfana strax í gærkvöldi og ná tali af Pétri^ svo fólkið fái eitthvað að vita. Hann býr, ásamt Frú Ida Jónsson. frú sinni og lítilli dóttur, hjá föð- ur sínum á Vesturgötu. — Mér þykir ákaflega gaman að vera kominn heim, segir hann. Eg liefi sjaldan hlakkað eins mikið til þess, en eg mátti hlakka lengi, því við hjónin töfðumst svo lengi í Kaupmannahöfn. Og svo loksins þegar við hefðum getað farið — með „Botníu" seinast — gat skip- ið ekki tekið okkur. En betra er seint en aldrei og nú er maður þó kominn. — Hvernig er að vera í Þýzka- landi ? — Okkur leið skrambi illa fyrri part vetrarins. Þegar við vorum nýkomiu til Darmstadt í haust, varð kouan mín veik af infhienzu. Við vorum öllum ókunnug, og höfð- um ekki einu sinni komið okkur fyrir í íbúðinni þegar þetta bar að. Mataræðið var afarslæmt, kart- öflur voru það eina, sem maður fékk nóg af; kjöt sást varla. En þegar frá leið og maður kyntist fólki, fór alt að gauga betur. Þá gat maður keypt sér ýmislegt utan hjá, en það var dýrt. Annars byrjaði einkeunilcga hjá mcr í Darmstadt. Lohengrin var fyrsta hlutverkið, sem eg söng, og fyrsta kvöldið, sem eg söng, var flugárás gerð á borgina. Leikhús- stjórhm þorði ekki annað en stöðva sýninguna í miðjum öðram þætti og henni var ékki haldið áfram það kveldið. Að öðru leyti hefir alt gengið vel. Eg kom að leikhúsinu eftir Joseph Mann, sem var í mjög miklu uppáhaldi í borginni. Allir sáu eftir honum, svo eg átti þung- um arfi að lyfta. En það gekk alt ágætlega og eg held að fólkið sé alveg hætt að sjá eftir Mann. — Hvaða hlutverk hafið þér helzt sungið í vetur? — Eg hefi sungið margt og haft mjög mikið að gera. Aðallega.hefir það verið Wagner, sem eg hefi sungið, en einnig í óperum eftir Verdi, t. d. Rigoletto og Aida, Cár- men Bizet's o. fl. o. fl. í operunni „Sonncnflammen", sem er alveg nýr söngleikur eftir Siegfried Wagner, söng eg aðalhlutverkið. Var mikið vandað til sýningar- innar. Eg hefi líka sungið dálítið í öðr- um leikhúsum, þar á meðal í Stutt- gart, og held eg að fólkið hafi verið vel ánægt. — Pétur fer ósköp hægt í sakirnar, þegar hann er að tala um- sjálfan sig. Þegar hann segir, að „það hafi gengið vel" eða að fólkið hafi verið „vel ánægt", þá þýðir það, að fólk- ið hafi slept sér af hrifningu, og að Pétur hafi uppfylt kröfur allra vandlátustu gagnrýnenda. Blöðin, sem hafa getið Péturs, bera þetta ljóslega með sér. — Pétur hefir sungið á Seyðisfirði, ísafirði og tvisvar á Akureyri. Og hérna syngur hann strax á morg- un. — Það er auðvitað uokkuð stutt- ur tími þetta, til að hvíla sig eftir ferðina. Eg er hálf þreyttur, var ekki vel hress á leiðinni og er ekki laus við kvef. Það var svo heitt þarna suður frá í sumar, en kalt þcgar hingað kom, bæði fyrir aust- au og norðan. Eg hefi víst verið of lengi uppi á þilfari á kvöldin, með- an við vorum á leiðinni kringum land, — en það er aldrei eins fall- egt eins og á kveldin. En eg vona, að kvefið verði mér ekki að meini. Eg má til að byrja að syngja strax, því tíminn er svo stuttur, og mig langar til að eiga dálítið frí á eftir. Svo fer eg aftur með Botníu næst. — Hvað ætlið þér að syngja á mánudaginn? —• Eg veit það ekki vel enn þá. Þa$ verður sitt af hverju, Schu- mann, Schubert, Wagner og Verdi. Nti kemur Páll fsólfsson inn. Hann ætlar að aðstoða Pétur við hljómleikana. Þeir fara að blaða í heljarmiklum nótnabunka, og skrafa og bollaleggja. Pétur raul- ar einhverja hendingu iir „Die Meistersinge.r", aðra úr „Der fliegende Hollánder", þriðju úr „Tannhauser" og tekur nýtt og nýtt hefti. Innan um allan þennan nótna- jgrúa verður ekki mikið úr einum vesælum blaðataanni. Og honum finst það vænlegast, að kveðja bæði Pétur og Pál og fara. En þeim mörgu til huggunar, sem ekki komast á hljómleikana annað kvöld, ætlar hann að til- kynna að söngskráin verður endur- tekin á ])riðjudagskvöldið. Þegar Pétur fer héðan aftur, segir hann líklega eitthvað á þá leið, að fólk hafi verið „vel ánægt". En ef vér ættum að spá nokkru um fólkið og álit þess á hljómleikun- um, þá viljum vér spá því, að orðið „ánægja" verði jafn ónýtt til að lýsa því, eins og alinmál til þess að mæla lciðina upp í tunglið. NYJA BIO Cecil Faber komion. \ Þá er nú flugmaðurinn kominn til landsins og fyrsti þátturinn byrjaður í Flugfélagi íslands.Hann kemur vitaskuld vélarlaus hingað, því hún varð eftir í Leith, þar sem gleymst hafði að panta rúm fyrir hana með „íslandi". Að öðru leyti er hann reiðubúinn að hefja hér flugsýningar, því hann hefir véla- fræðing með sér og hanu æfðan vel. Vér hittum kapt. Paber um borð í „íslandi" í gærkvöldi. Lét hann vel yfir ferðinni hingað, en hon- um gramdist mjög, að eigi skyldi vélin hafa komið með sama skipi. — Nú verð eg að bíða hér að- gerðalaus í heila viku eða meira, segir hann, og við erum óvanir því íir ófriðnum, að bíða aðgerðalausir. Kapt. Paber hefir, svo sem les- endur Morgunbl. vita, verið flug- maður í liði Breta í 4 ár. Hann er kornungur maður, rúmlega tvítug- ur að aldri, hvatlegur að sjá og einbeittur, en lítill vexti. Hann byrjaði sem uudirfyrirliði í loft- hernum, en fyrir dugnað sinn og ósérhlífni hækkaði hann í tign mjög fljótt og er nú höfuðsmaður í lofthernum. Maður kemst fljótt að raun um það, er maður talar við kapt. Paber, að flugfélagið hefir verið heppið með valið á þeim manni, sem fyrst- ur á að sýna íslendingum merki- legustu uppfyndingu nútímans, fluglistina.Hann er þaulæfður fiug- maður og brennur af áhuga fyrir starfi sínu. Allan tíniaun meðan barist var, var haiiu á vesturvíg- stöð.vunum og þar skaut haim niður 5 þýzkar flugvélar, en sjálfur særð- ist hann tvisvar, þó eigi svo mjög, að eigi gæti hann lent með vél sína. — Hvað búist þér við að dvelja hér lengi? — Líklega um 6 vikna tíma. Ann- ars kemur þetta undir því, hvort flugvélin kemur með „Gullfossi", sem eg fastlega vonast eftir. — Hvernig lízt yður á mögu- leika fyrir flugi hér ? — Eg held að það væri bezt að hafa flugbáta hér. Það er erfitt að finna góða lendingarstaði í þessu landi, held eg. Vélin, sem vouandi kemur með „Gullfossi", er svokölluð A v r o-v é 1, með 110 hestafla Le Rhone-mótor. Eg keypti hana af brezku stjórninni áður en eg fór, fyrir um hálfvirði, eða 700 sterlingspund. Hún er alveg ný, jað hefir aldrei verið flogið með henni. Eg vonast til að geta flutt tvo farþega í vélinni og þá nægi- legt benzín í 3 klukkustundir. Viðtalið berst nú aftur að ófriðn- um, um loftbardaga og hættur flugmannanna á vesturvígstöðvun- um. En kapt. Faber vill lítið um það tala. Hann er hingað kominn til þess að nota reynslu sína úr ófriðnum í friðarins landi. Og hann tekur það fram, að hann ætli ekki að annast póstflutninga, eins og dönsk blöð hafi sagt frá, heldur eingöngu til þess að sýna fluglist og með því búa undir að flug-póst- ferðir ef til vill verði hér síðar hafnar. — En það verður dýrt, bætir Mr. Faber við. Carol. Gunnar Hauch, aðstoðarmaður í flotamálaráðu- neytinu danska, er farþegi á „Geysi" hingað til lands. Móðir hans er frú Inger Haueh, dóttir Tærgesens kaupmanns, sem var hér í Reykjavík, en hún var áður gift Símoni Johnsen kaupmarmi hér í bæ, bróður Steingríms söng- kennara og frú Soffíu landfógeta- frúar Thorsteinsson. Gunnar Hauch hefir aldrei áður komið hiugað til landsins, en heim- sækir nú æskustöðvar móður sinn- ar, Hann hefir fengist töluvert við ritstörf og ritað mikið í dönsk blöð um söngfræðileg efni. LögfræðingafuDdurinn í Stokkhóimi. Hinn 28.—30. ágúst verður lög- fræðingaþing Norðurlanda haldið í Stokkhólmi. Er þing þetta hið ell- efta í röðiuni. í þetta skifti verða íslenzkir fulltrúar í fyrsta skifti á þinginu og verða það þeir Lárus H. Bjarnason prófessor og Eggert Briem yfirdómari. Afllabrögð Akureyrí, í gær. Norska selveiðaskipið „Ishavet" kom hingað í fyrrakvöld. Hafði fengið 1500 seli á tveim mánuðum. „Framtíðm" kom inn, í gær- kvöldi með 700 tunnur síldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.