Morgunblaðið - 05.09.1919, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.1919, Blaðsíða 1
MOBNHBL 6. árgangur, 282. tölublað Föstudag 5. september 1919 GAMLA BIO Góður drengur. Leikrit i f þáttom. Fjarska falleg og efnhrik mynd, vel leikin og útbúnaður hinn vandaðssti, eins og venja er hjá World Films Comp. Isatoldarprentsmlðla dTra ÍDanmör/tu Flugið. Flogið með íarþega. Kl. 7ya átti flugsýningin í gær að liyrja, en hún var orðin nærri 8 þegar flugvélin tók sig á loft. Voru í vélinni þeir kapt. Faber og brezki vélfræðingurinn og skemtu þeir sér nokkrar mínútur í kveldkyrðinni. Fólk var tillölulega fátt inni á velli, eu fjöldi alt í kring um 'hann, og er það illa farið að fólk skuli ekki gjalda inngangseyri til þess að sjá flugsýninguna. Flugfélagið mun þó þurfa á styrk sem flestra að halda, því það kostar ekki lítið að koma slíku í framkvæmd, sem gert hefir verið, hér á Islandi. Faber flaug lágt í fyrstu ferðinni lín hann dvaldi ekki lengi á jörðu, því nokkrum mínútum eftir að hann lenti, fór hann á stað aftur, en var þá einn. Nú flaug hann hátt nokkuð en skamrna stund, stöðvaði mótorinn í háa lofti og leið í boga til jarðar. í þriðju ferðiuni var Ólafur (Davíðsson útgerðarmaður í Hafn- arfirði farþegi í vélinni. En í síð- ustu ferðinni var formaður Flugfé- lagsins, Garðar Gíslason. stórkaup- maður. Á morgun verður að líkindum aftur flogið, ef veður leyfir. Má bú- ast við því að margir vilji gjarna komast á flug, en það mun fullráð- ið, að Faber flytji farþega í nokkur kvöld. Sfjornars/irá þýzfíalanés Khöfn 4. sept. Þýzkastjóniin álítur breytingar ]>ær, sem bandamenn lcrefjast að gerðar verði á stjórnarskrá ríkis- uis algerlega ónauðsynlegar. cJ’riéarsRilmálar cfiusfurríRis Khöf’n 4. sei>t. Frá Berlín er símað að Austur- 'ikismenn álíti friðarskilmála þá, Sem bandamenn hafi sett þeim al- 8jörlega eyðileggandi fyrir landið. Fjóðþingið liefir verið kvatt Saman á laugardaginn til þess að menn til að undirskrifa Saiuningana. Kliöfn 4. sept. Það hefir verið stungið upp á því að leggja alveg niður sjóvígin við Kaupmannahöfn. Verkfall hafnarmanna stendur enn. %3túmanar reiáir Khöfn 4. sept. Frá París kemur sú fregn að Rúmenar ætli að neita að skrifa undir friðarsamningana við Austur- ríki. Bandamenn kunna þessu illa og hafa í hyggju að slíta stjórn- málasambaudið við Rúmeníu. Alþingi. Frumvarp. Hækkun þingfararkaups. Launamálanefnd neðri deildar flytur frumvarp um þingfararkaup alþingismanna. Hljóðar þiað svo: 1. gr. Alþingismenn skulu liafa 12 kr. þóknun daglega bæði fýrir þann tíma, sem þeir sitja á Alþingi, og þann tíma, sem fer til ferða að heiman til þings og heim af þingi. 2. gr. Ferðakostnað fá alþingis- menn, sem búsettir eru utan Reykjavíkur, endurgoldinn eftir reikningi. — Sameinað Alþing kýs nefnd, sem úrskurðar þingfariar- kaupsreikninga alþingismanna, en foi’setar þingsins ávísa upphæðun- um. 3. gr. Auk hinnar daglegu þókn- unar fá alþingismenn sams konar uppbót á henni eins og embættis- menn landsins fá á launum sínum samkvæmt launalögum. 4. gr. Gjöld samkvæmt lögum þessum greiðast úr ríkissjóði. 5. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1920. Þó skal dýrtíðaruppbót sö, er um getur í 3. gr., greiðast frá 1. júlí 1919 af núverandi kaupi. 6. gr. Með. lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 10, 22. okt. 1912, um þingfararkaup alþmgismanna.“ Greinarger ð. „Það virðist eltki þurfa að færa rök fyrir því, að hækka þurfi þing- fai’arkaupið, né fyrir því, að kaup það, sem sett er í frumvarpið, sé ekki of hátt, enda er það í samræmi við liækkun og stefnu þingsins í launamálinu. Vildi því nefndin flytja frv. þetta eftir tiímælum stjórnarinnar, en þó ekki með sömu þókiiun eins og hún vildi. Ekkert annað virðist rétt o, sanngjarnt en að alþingismenn fái endurgoldinn þann ferðakostnað, sem þeir verða að greiða, og eina ráðið til þess er að greiða hann eft- ir reikningi, sanngjarnlega úr- skurðuðum,“ Nefndarálit. Bifreiðaskatturinn hefir rekið upp höfuðið aftur. Nú er komið svolátandi álit um málið frá fjárhagsnefcd efri deildar, en hjá honni hefir frv. verið síðan í júlí: „Fjárhagsnefnd, eða meiri hluti hennar, hefir við athugun frum- varpsins komist að fastri niður- stöðu um réttmæti þess í aðalatrið- íi. Bifreiðum hefir fjölgað mjög ört hér á landi á síðustu árum, er sýn- ir ljóslega, að þær bera sig vel fjár- hagslega; verður-því heldur naum- ast móti mælt, að mannflutninga- bifreiðar séu mjög arðvænlegar. Eins og á stendur uú, bæði hvað atvinnuveg þennan snertir og þörf ríkissjóðs fvrir tekjuauka, verður ekki annað séð en rétt sé og sami- gjarnt að leggja nokkurn skatt á bifreiðar, eins og aðrar þjóðir hafa þegar gert. En þar sem uefndin vill gæta sem inestrar varúðar við skattálögur á ennan sem aðra atvinnuvegi lands- manna, telur hún rétt, að skattur- inn sé lækkaður til muna frá því, sem hann er í frumvarpinu, og legg- ur því til, að það verði samþykt með þessari BREYTINGU. Við 1. gr. Fyrsta málsgrein orjist þannig: Af bifreiðum, sem notaðar eru til mannflutninga, skal greiða árleg- an skatt í ríkissjóð eins og hér segir: Af bifreið fyrir 1 mann ... 100 kr. Af bifreið fyrir 2 menn .. . 150 kr. Af bifreið fyrir 3 menin ... 200 kr. og' svo áfram þannig, að skattur- inn vex um 50 kr. fyrir hvern mann, sem bifreiðin rúmar, að með- töldum bifreiðarstjóra, þó svo, að skatturinn fari eigi fram úr 450 kr. á bifreið. Alþingi, 2. sept. 1919. Guðm. Ólafsson, skrifari og framsögum. H. Steinsson. Undirritaður telur eigi rétt að leggja slíkan skatt og hér um ræðir á bifreiðar, meðan vegir eru í jafn- mikilli vanhirðu og nú. Maguús Torfason, form.“ Hngfandir í fyrradag. Efri deild. Frumvörp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögunum og um forkaupsrétt á jörðum urðu að lög- um. Br. á lögum um friðun fugla vís- að til 3. umr. Sömul. frv. til laga um landhelg- isvarnir. Til 'annarar umræðu var vísað Frv. til laga um heimild til lög- gildingar á fulltrúum bæjarfógeta, til þess að gegna eiginlegum dóms- störfuní o. fl. Frv. til laga um br. á 1. gr. laga um laun háskólakeun ara. Frv. til laga um lieimild fyrir landsstjórnina til að leyfa íslands- banka að auka seðlaupphæð þá, er bankinn má gefa út. Og frv. til stjórnarskrár konungsríkisins ís- land. Fundur stóð að eins í 40 mínút- ur. Umræður því nær engar, nema hvað forsætisráðherra lét stjórnar- skránni fylgja nokkur orð til nefndarinnar. Mintist hann á bú- setuskilyrðið, og kvaðst ckki muudu láta það mál taka frekar til sín, en vekja kvaðst hann vilja athygli nefndarinnar á ákvæðinu um íslenzkukunnáttu, er neðri deild samþykti. Lýsti hann því yf- ir, að þetta ákvæði væri eftir eín- um skilningi brot á sambandslögun- um. Neðri deild. Kl. 9 árdegis hófst fundur. Fór xá fram atkvæðagreiðsla um II. kafla fjárlaganna. Voru allar br. ■till. fjárveitinganefiidar samþ. nema utanfararstyrkur símamanna —. 2000 kr. Viðurkendi deildin >annig nauðsyn allra þessara fjár- veitinga. Er oss eigi Ijóst, hvers vegna þessi lítilfjörlegi styrkur til síma.manna var feldur, og efumst um að þingmönnum sé það sjálf- um ljóst. Kl. 1 liófust umræður að nýju. Stóðu þ<er með litlum hléum til kl. 12. Pingfnndir í gœr. Efri deild. Afgr. var til neðri deildar frv. til laga um liafnargerð í Ólafsvík og breyting á hafnarlögum Vest- mannaeyja. Frv. til laga um löggiltar reglu- erðir sýslunefnda um eyðing refa varð að lögum. Um breytingu á húsaskattslög- unum urðu talsverðar ximræður. Þingmaður ísfirðinga var frV. mótfallinn,en atvinnumálaráðherra mælti með því. Mun þingmanni ís- firðinga hafa runnið í skap, þótt vel færi hann með það sem endra- nær. Var orðalag og framburður að vanda slétt og fágað. Sagði hann meðal annars, að fáir lygju meir en um helming, en atvinnu- málaráðherra og stjórnina hafði hann í minnihlutanum. Frv. var vísað til 3. xxmr. Frv. til laga um lestagjald af skipum var vísað til 2. umr. og fjár- hagsnefndar. Neðri deild. Þar var framhald annarar um- ræðu um fjárlögin. Fundur stóð í 4 tíma. Fór lengstur tími í atkvæða- ;reiðslu um breytingartillögur fjár- veitinganefndar. Voru þær nær því allar samþyktar. Drepin var þá með 16 :16 atkv. tillagan um fjár- veitingu til að senda íþróttamenn á Olympíuleikana; er eins og skelf- ingarótti grípi þingmenn hvert sinn er það kemur til mála að sýna oss sem sjálfstæða þjóð. Blóð húskarl- anna, er forfeður vorir fluttu hing- að, er trútt eðli sínu. — Bannlagabreytingin i erlendam blöðnm 2. umræða, sem nú er loks hefir tekið afarlangan tíma um vér liér nöfn þeirra, er lopann, og ræðufjölda hvers 1. Jþn Magnússon .... 2. Sigurður Eggerz .... 3. Sigurður Jónsson .. ~)4. Magnús Pétursson . 5. Bjarni frá Vogi ... 6. Björn Kristjánsson 8. Einar Jónsson...... 7. Björn Stefánsson ... 9. Gísli Sveinsson.... 10. Jón Jónsson, Hvanná 11. Magnús Guðmundsson 12. Matthías Ólafsson . 13. Pétur Jónsson .... 14. Pétur Ottesen .... 15. Pétur Þórðarson ... 16. Stefán Stefánsson . 17. Sveinn Ólafsson ... 18. Sigurður Sigurðsson 19. Þórarinn Jónsson . 20. Þorleifur Jónsson . 21. Sigurður Stefánsson 22. Einar Arnórsson .. tey lokið, Birt g'ðu 4 11 2 . 5 . 4 . 3 1 3 . 5 1 1 2 3 6 Nýja Bió Eftirlætiskona stórfurstans. Indverskur sjónleikur i 4 þittum. Tekinn af Nðrdisk Films Co. I Aðalhlutverkin leika þessir alþektu og ígætu leikendur: Lilly Jacobsson, Carlo Wieth og Gunnar Tolnœs. Þeir munu ógjarna gleyma þessiri mynd, er á hana horfa. Margt ér talað og ritað um okk- ur íslendinga nú. Við erum smám saman að flytjast nær athygli er- lendra þjóða. En fátt er það í fari okkar nú, sem nágrannaþjóðirnar hafa rekið eins tilfinnanlega aug- un í eins og bannlagabreytingin í xiiiginu. I nær 40 blöðum, dönskum, norsk- um og sænskum, úir og grúir af feitum fyrirsögnum greina um bannlagabrejdinguna, og rétt til smekks skulu teknar upp nokkrar fyrirsagnir, til þess að menn geti séð hve mikilli virðingu andar af >eim í garð þjóðarinnar yfir þessu skynsamlegaý!) og merka (!) til- tæki. í „Esbjerg Posten“ stendur þessi fyrirsögn yfir helztu bannlaga- breytingunni: ..Jslandsk Gal'.niati- as. Der drikkes Parfumer, Haar- vand og Kogesprit.“ í „Vestsjæl- lands Folkeblad“ : „500 kr. minst for en Rus“. í „Nordsjællands V enstreblad* „Islænderne drik- ker Parfuxne, Haarvand og Koge- sprit“. í „Lolland-Falster Folke- tideride“ : „Nu skal det være Alvor ]>aa Island! Afholdsfanatikerue vil forbyde Indförsel af Parfume og Haarvand!“ í Middelfarts Venstreblad“ : „Islænderne maa ikke drikke Haarvand!“. í „Dag- ens Ekko“ ; „Islænderne drikker Parfume, Haarvand og Kogesprit* ‘. í „Politiken* 1 ‘ : „Islandsk Forbunds- Fanatisme“ 0. s. frv. 0. s. frv. 1 „Landmandstidende“ byrjar greinin á þessa leið: „Það er alt í vitleysu á gömlu sögueyjunni. Hin- ir góðu íslendingar hafa, meðan þeir náðu ekki í glas af góðu víni, glatt sig við hármeðul, ilmvötn og annan hressaiidi vökva.“ Þetta sem nú er talið er minst af þeim liæðnislegu og spottandi um- mælum urn baimlagabreytingarnar, sem erlend blöð eru Tull af. Það er með Öðrum orðum auðséð, að þetta frumvarp hefir ekki einung- is gert okkur minkun helma fyrir, heldur og aflað okkur óafmáan- legrar smánar erlendis. Og grátleg- ast er, að þingið okkar, sem á að lialda sóma okkar og veg á lofti og vera útvörður íslenzkrar menn ingar, það skuli hafa orðið til þess að kalla réttláta lítilsvirðingu ann- ara þjóða yfir höfuð okkar. FuHveldisviðurkenningin aflaði okkur álits og samúðar. Nágranna- þjóðirnar fögnuðu komu okkar í tölu þeirra. En skyldi ekki geta skeð, að bannlttgabreytingin sú arna deyfði það álit og samíið 1 Við getum tæplega búist við, að rnikil virðing sé borin fyrir þeirri þjóð, sem „repræsenterar" sjálfa sig með þiugmönnum, er unga slíku út. En ííú flýgur það um veröldina hröðum fetum, að banna þurfi að- flutniug á íslandi á háfmeðulum, ilmvötnum og öðru slíku, vegna þess að það sé drukkið þar. Og að man öll þjóðin, að það eru þingmennirnir hennar,' sem hafa breytt þennan veglega hróður út um liana. -i.M c DAOBOK Veðrið í gær. Reykjavík: Logn, hiti 7,4 st. Isafjörður: Logn, hiti 6,0 st. Akureyri: Logn, 7,5 st. Seyðisf jörður: Logn, hiti 6,6 st. Grímsstaðir:. Logn, hiti 2,5 st. Vestm.eyjar: A. stinn. gola, hiti 7,4 st. Þórshöfn: SV. gola, hiti 10,0 st. I. O. O. F. 101959. í kvöld verður kept um „Knatt- spyrnuhorn Islands“ (sbr. auglýsingu hér í blaðinu í dag). Þátttaka af hálfu knattspyrnufélaganna er óvenju lítil í þessu móti og keppa eingöngu hin ömlu og þrautseigu félög „Fram“ og „K. R.‘ ‘. Má búast við miklu kappi af beggja hálfu, þar eð „hornið“ verð- ur nú fulleign „K. R.“, ef það vinnur það í kvöld, en hins vegar mun „Fram‘ ‘ hafa mikinn hug á því að svo verði eigi. Þetta verðúr að öllum líkindum síðasti kappleikurinn á þessu ári milli þessara félaga og má þvi vænta að hinir mörgu knattspyrnuvinir þessa bæjar f jölmenni á völhnn í kvöld. Það mun eins reynast í kvöld .eins og ávalt áður, að „spenningurinn“ er mestur þegar þessi félög keppa. „Gullfoss" fór fram hjá Cape Race á þriðjudagskvöldið á leið hingað. Samkvæmt loftskeyti frá skipstjóran- um leið öllum vel um borð. „Gylfi“ mun nú vera á leiðinni frá Bretlandi. Með skipinu kemur Hárald- ur Árnason kaupm. og frú hans, en þau hafa dvalið í Bretlandi um hríð. „Sterling" kom í gær að austan, úr hringferð. Farþegar voru 135 á fyrsta farrými og um 400 á öðru farrými og þilfari. Á meðal farþega voru Jón Sveinsson borgarstj. á Akurevri, Árni •Jónsson verzlunarstjóri á Yopnafirði og frú, Jón biskup Helgason og sonur hans Hálfdán stud. theol., Ari Arn- aids bæjarfógeti og frú hans, Krist- ján Blöndal Sauðárkróki, Olafur Ó. I.árusson læknir, Gunnar Olafsson kaupm., frú Elín Einarsson Yest- mannaeyjum, frú Friðgeirsson, læknis- frú Lára Lárusdóttir, Johansen full- trúi H. S. I. V., stabskapt. Grauslund o. fl. o. fl. Mb. Víkingur fór i gær til Horna- fjarðar með vörur fyrir Þórhall Daní- elsson kaupmann. Fór hann sjálfur með bátnum austur. „Ýmir“ kom til Hafnarfjaröar í fyrradag, af síldveiðum nyrðra. Hefir hann aflað 1700 tunnur. Um 70 far- þegur voru með skipinu. . í dag verður engin flugsýning, en líkindi eru til að á morgun verði aug- lýst farþegaflug, og gæti það orðið um kl. 4 eða 5, þegar -ætla má að fólk sé komið úr vinnu. Þó verður ekki með vissu sagt nema farþegaflugið drag- ist til sunnudags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.