Morgunblaðið - 02.07.1922, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1922, Blaðsíða 2
MOBGUN BLABII Húskveðja Flutt af sjera Magnúsi Helgasyni. Guði vjer hef'juin hjer helgan kvöldsöng; dagur líður fagur, fríður, fæst því hvíldin hæg, þjáðum hæg, því skal hvert sinn líf og sál líka mál lofa drottinn. Þó að engin nótt sje til á ís- landi um þessar mundir og sól þessa dags skamt farin úr hádeg- isstað, er þó hjer inni, innan þess- ara veggja, eins og brugðið sje lit, eins og einhver helgur kvöld- hugur grípi mann þessa stund, þegar öldruS móðir safnar í síðasta sinn börnum sínum og nánustu vinum að rúminu sínu til að kveðjast undir nóttina. Þagnar- málið frá lokuðum vörum er á slíkri stund máttugra hverju mæltu máli til að lyfta huganum að lofgjörð og þökk og bæn til hans, sem markaS hefir skifti dags og nætur, lífs og dauða, sem leiðir og styður í störfum lífsins, og vakir yfir og veitir frið, þegar nóttin kemur. Þeim kvöldhug fylg- ir engin geigur nje kvíði, miklu fremur bjart skin og blíðuró. Enda hygg jeg, að sú, isem vjer erum aö kveðja — mundi helst vilja svo kveðið hafa, líkt og skáldið: „Kvöldró og klukknahljóð og kyrð við dagsins lát, en . hvorki sút nje sorgarljóð, er set jeg út minn bát“. Hjer er dagur á enda liðinn, heill, langur, æfidagur. Og ekki hyka jeg við að segja, að hann hafi verið „fagur og fríður“ frá (morgni til kvöldis. Morguninn, bemskuárin og æskuárin, hefir líklega ekkert okkar sjeð, sem hjer erum stödd; en oft má marka upphafið af því, sem á eftir fer, auk þess, sem hin ytri atvik liggja opin fyrir. Morguninn var fríður; yfir honum er bjart til að sjá. Uppvaxtarárin liðu á fofnfrægu höfnðbóli, sem þó stóð enn með fullum veg og blóma um rausn og lærdóm og höfðingsskap. Þá voru að vísu minni kröfur gerðar um mentun kvenna en nú, enda engir kvennaskólar hjer á landi aðrir en heimilin. En kennarans var ekki langt að leita þar á Staðastað. Heimilisfaðirinn sjálfur var orðlagður kennimaður, lær- dómsmaður og kennari og hjelt löngum sveina til kenslu. Um þess’a fxUggáfuðu dóttur hans hefir ver- ið ^ögð sama sagan og um kirkju- smiðinn é Hólum á dögum Jóns biskups Ögmundssonar, að hún háfi numið latínu af því að hlýða á þá kenslu, sem öðrum var vcitt í þeirri tungu. Ekki veit jeg hve mikið er hæft í þeirri sögu, nje heldur hitt, hve mikla stund fí ðir hennar hefir lagt á að kenna henni bókleg fræði, en það veit jeg, að hún var gagnmentuð kona. •Það leyndi sjer ekki hálfa stund,i hvorki í tali nje framgöngu. Og mentun hennar var rammíslensk, runnin í merg og blóð betur en erlent getnr nokkurn tíma gert; vafalaust sprottin frá æskuárun- um á Staðastað, en síðan efld og hert í önnum efii áranna og reynslu. Það er líka kunnugt, hve ástúðugt var með þeim feðginum fyr og síðar. Hún var augasteinn hana og eftirlæti í æskn, og hún leit alla æfa upp til lians og þótti hann bera af öðrum mönnum. Heima þar hjá föður og móður hafði vakin verið ást hennar á sveitalífinu íslenska, með tign og fegurð náttúrunnar æ fyrir aug- um, með störfum þess, háttum og hispursleysi, sem átti svo vel við hennar heilbrigða hug. Ástin á því virtist enn loga glatt á hennar efstu stundum og fegurð þess ekki hafa fölnað fyrir því, er síðar hafði borið fyrir augun. Þar heima hafði hún drukkið í sig sögurnar vorar fornu og ís- lenskan skáldskap svo snemma, að kalla inátti að hún lærði málið í senn af mæitu máli alþýðu og ritum snillinganna. Þess bar mál- far hennar merkin til æfiloka; ekki af því, að hún gerði sjer far um að beita fomum orðum; hún var laus við tilgerð í því, sem öðru, hún þurfti ekki að ■ halda sjer til í máli; það var yndi að heyra hennar hversdagsmál. Bók- mentir íslands og saga virtust jífnan skipa öndvegið meðal allra þeirra bókfræða, er henni buðust fyr og' síðar, eins og íslenskan sjálf var einvöld á vörum hennar. Og meðal skáldanna virtust þeir henni kærastir, sem íslenskastir eru að efnisvali og orðfæri. Sagnaritaramir og skáldin höfðu sömu áhrif á hana í æsku hennar sem svo marga unga menn, að vekja ást á ættjörðinni og þrá um viðreisn hennar og lausn úr ánauð og vesaldómi margra alda. Þegar hún var að koma til vits og ára, þá var að rofa fyrir nýj- um degi, og „næturþoka vors þjóðemis var að þynnast af ár- degisvindinum' ‘. Baráttan fyrir þjóðrjettindum vorum stóð að kalla alla æfi hennar. Varla hefir hana þá dreymt um, hversu mik- ið hún og hennar mundu við þá baráttu koma, að fyrir henni lægi, að verða kona eins vaskasta kapp- ans, eins snjallasta talsmannsins, eins ósíngjamasta og áræðnasta foringjans í liði ættjarðarinnar, og eiga fyrir bróður og sonu undir því sama merki. Hún fjekk þar líka verk að vinna, og frýju- laust inti hún það af hendi. Dyggilega bar hún með manni sínum hita og þunga starfsár- anna; hún var honum, sem bróðir að baki, til vamar gegn daglegum áhyggjum um börn og bú. Þar vann hún sín afreksverk. Hún stýrði heimilinu með ráðum og dáð, með hagsýni og fyrirhyggju samfara rausn og stórmensku, þar sagði til sín búkonan, sveita- konan, og höfðingjadóttirin frá Staðastað. Þar ól hún önn fyrir börnunum með mpðurlegri ástúð, en engu síður viturlegri forsjá og framsýni; sparaði ekkert þeim til menningar, en vanrækti ekki heldur að kenna þeim sjálf það, er hún nam í æsku, dagle'g störf og vinnubrögð, trúrækni og aðra mannkosti. En hún var ekki held- uj köld og áhugalaus um störf mannsins síns í stjórnmálunum. Mjer virtist alt, sem snerti Islands hag vera henni hjartans mál til æfiloka. — Jeg efa eigi, að hin stórvitra kona, með hin miklu hyggindi sem í hag koma, hefir oft lagt þar gott til mála. Jeg veit ekki hvort höfuðið hefir alt- af fylgt manninum að málum, en hjartað, held jeg, æfinlega. Aldrei hefði hún synjað honum um hár sitt í bogastreng. Og aldrei virt- ist hann kærri en þá, er hann kom óvígur af vígvelli að lokum. n. a. Hveiti »Goldmedal« »International«, Hafnamjöl / »Acco«. Rúgmjöl Aalborg 'Ny Dampmölle. jaiMtWöat. .. -ieteiEjá& Hálfsigtimjölj Aalborg Ny Dampmölle. Kartöflumjöl 2 teg. Hrisgrjón Rangoon. Sagómjöl. Kaffi ágæt tegund. Grænmeti Danica, margar teg. Súkkulaði Sirius, 9 teg. Cacao Siriua 3 teg. Te Aitken Melrose. Rúsínur. Sveskjur. Kúrenur. Þurkuð epli og ferskjur. Niðursoðið fiskmeti Norcannerc, 22 teg. Niðursoðið kjötmeti Daniea, margar teg. Avaxtasulta Daniea & Batgers. Iirlrliggja Niðursoðin mjólk »Danish Flag Brand*. Soyja & sósulitur Adolf Priors. Handsápa Mill-Bey. Þvottasápa Hazlehurats: ýmsar teg. Grænsápa Hazlehursts: »Marigold«. Stivelsi »Remy«. Taublakka. Skósverta. Gólfáburður. Ofnsverta. H. Beneðiktsson & Co. Þá brosti við honum heimilið svo blítt. sem nokkru sinni fyr, og lofaði hvíld og friði eftir barátt- una og græðslu sáranna, er þar höfðu á hann borist, og brá hlýju kvöldskini yfir síðustu stundirnar hans. Það skin var um leið eins og vígsla þess húss, sem verða iskyldi bústaður hennar þaðan í frá, meðan hún lifði, hins uýja Staðastaðar, þar sem hún átti enn að lifa einn áratug, fram á ní- ræðisaldur, og búa að minning- unum og áhrifunum frá hinum fyrra, lifa upp aftur eigin bernsku, með ástkærum barnabörnum. Allan þann tíma var þrek henn- ar óbugað, líkamlegt og andlegt. Þar hafði verið af óvenjumiklu að t-c'ka. Enn ljek hún sjer að vinnu- biögðunum, sem hún hafði numið í æsku, og gegndi húsmóðurstörf- um þótt í smærri stíl væri en áður. Enn gat hún skemt sjer við það, sem vel var gert, orkt og ritað, og pnn átti hún á vaðbergi skarpar athugasemdir og viturleg tilsvör og hnittin. Enn mættu gcstir hennar og gamlir vinir glöðu bragði og alúð í viðmóti. Þau áttu víst vel heima um hana sjálfa orðin, sem uppáhaldsskáld hennar leggur annari konu í munn: ,Ættgeng eríEgils kyniórofa trygð við foma vini. Vjer höfum aldrei gctað gleymt“. Hún átti líka enn eftir að reyna á þessum sínum efstu árum þann missi, er jeg gæti trúað að henni hafi þyngstur ac höndum borið um dagana, er ástúðlegur sonur var kvaddur frá henni, og konu og ungum böm- um, skyndilega og að óvörum. Það sár hefir víst ekki gróið, fyr en nú. En þó að það hlæddi, blæddi það inn, ekki fyrir ann- ara augum. Það var ekki skap hennar að æðrast nje hryggja aðra með sínum sorgum. Jeg hygg að fáir hafi dyyggilegar en húu rækt þetta karlmenskuboð forfeðra vorra: „Glaór og reifr skyli gumna hverr unz sinn bíðr bana‘ ‘. Hún hafði þrek til að lifa og líða og þor til að horfast í augu við dauðann. Hún brá sjer ekki við það, er hún fann forboða hans, þó að hún bæri kensl á ihann, og það var eins og hún væri þess alhúin að mæta honum ein síns liðs, til þess að leggja það ekki á aðra. Vjer köllum það oft karlmensku að bregða sjer hvorki við sár nje bana, en megum þó muna og vita, að það er aðals- mark kvenna, hinna mestu og hestu aö kjósa heldur sjálfar að líða en að baka það öðrum. Jeg sagði: Ein síns liðs. þ. e. a. s. að mönnunum til, en ekki ein fyrir því, heldur með þann förunaut við hlið sjer, sem hún treysti jafnt í dauðanum sem líf- imr. Þann förunaut átti hún frá bernsku. Það var besti arfurinn, dýrmætasta mentunin, sem hún hafði að heiman haft úr foreldra- húsunum. Sá æfimorgunn einn, þau æskuár ein, eiga skilið að kallast fögur, sem því láni eiga að fagna. Jeg hygg að hún hafi geymt þann arf dyggilega alla æfi. Jeg hygg að það hafi verið einlæg og sterk trú á föðurinn á himnum, forsjón hans, líkn og náð í lífi og dauða, sem umfram alt gerði hana fyr og síðar svo tápmikla, göfuga og góða konu, og æfidaginn allan frá morgni til kvölds, fagran og fríðan. Þvi hefir . löngum verið við brugðið, hversu fagurt kvöldið gcti verið á haustin og sannast það oft á haustkvöldi æfinnar. Það er Sá maður sem býður út vinstúlku sinni og gleymir að taka með sjer Tobler hann er vís til að gleyma ein- hverju fleira. Kex og kökur frá Carr & Co. fyrirliggjandi. Selt með inn- kaupsverði að viðbættum kostnaði Þórður Sveinsson & Co. Aðalumboðsmenn. ?ei|| h 1 1 Þakpappi 1 % ágætur og ódýr § 1 fyrirliggjandi 1 Þórður Sveinsson & Co. á 1 þá stundum eins og „með kórónu gullna kvöldsins stund loks komi í góðu tómi“. Jeg veit ekki, hvort nokkur mynd er fegurri til í öllu málverkasafni mannlífsms en góð og guðhrædd móðir, sem bíður í ró og friði lausnarstundar sinnar í skjóli góðra barna. Þá er skift um hlutverkin: Móðirin orðin að áitríku barni, dóttirin að ástríkri móður, sonurinn að umhyggju- sömum föður, hver hjálp, hver aðhlynning margverðskuldað end- urgjald fyrir samskonar umönn- nn áður, eins og kóróna, sigur- sveigur lagður með lotningu og þakklæti um höfuðið, sem borið hcfir hita dagsins og þunga, báð- um jafnsælt að gefa og þiggja. Hjer er nú þessu fagra kvöldi lokið, æfi sólin sígin í seginn. En þá taka stjömumar að loga blá- um loga og benda andanum vært og hljótt til að dreyma um hærri heima, hold og fold meðan blundar rótt“. Nóttin dimma opnar oss nýja heima, himingeiminn ómæl- (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.