Alþýðublaðið - 31.05.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.05.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐU BLA ÐIÐ Xoli konangar. H. P. Duus Á-deild Haínarstræíi. Ullarkjólatau — Alpaeca, svart og mislitt — efni í Sumarkjóla — Káputau — Brunell — Flauelsmol- skinn — Yatt-teppi — Regnkápur. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Þjónar Kola konungs. (Frh.). IV. Vegna þess, að Richard Parker var önnum kafínn, fekk Hallur tækifæri til þess, að kasta mæð- inni, meðan hann beið. Skrifar- arnir gláptu forvitnislega á hann, en Hallur skeytti því engu, og Pete beið úti á götunni. Það leið ekki á löngu unz Parker, sem var maður vel í skinn komið, nýrakaður og duft- borinn, klæddur ólastanlega, veitti skjólstæðing sínum áheyrn. „Tala eg við málfærslumann ríkisins í Pedrof' spurði Hailur. „Já“, svaraði hinn og leit skjót- lega á Hall. „Þekkið þér nokkuð frekara til ástandsins í Norðurdalnumf" „Nei“, gengdi hinn. „Því skyldi eg vita þaðf“ „Eg kem beina leið þaðan og get gefið yður upplýsingar, sem ef til vill hræra yður. Eitt hundr- að og sjö manns eru grafnir í námunni, og starfsmenn félagsins hafa nú lokað henni og fórna öll- um þessum mannslífum". Hinn lét frá sér skjölin, sem hann hafði verið að blaða í, Ieit upp drungalegum augunum og horfði rannsakandi á skjólstæðing sinn: „Hvernig vitið þér þaðf“ „Það eru örfáar stundir síðan eg fór þaðan. Þetta er staðreynd, sem allir verkamennirnir í hérað- inu vita“. „Þér talið þá um það, sem þér hafið heyrtf“ i,Eg tala um það, sem eg veit frá fyrstu hendi. Eg sá spreng- inguna, eg sá námuopið með fjöl- um yfir, þakta með segli. Það eru meir^ en þrír dagar síðan spreng- ingin varð, og enn hefir ekkert verið aðhafst*. Parker spurði hvernig hann gæti fengið þetta staðfest. „Þér verðið að fara þangað", sagði Hallur. „Þér segið, að allir verkamenn- irnir viti þetta. Látið mér í té nöfn nokkurra þeirra“. „Eg hefi ekki umboð til þess, að nefna nöfn þeirra, herra Parker". „Til þess þurfið þér víst ekk- ert umboð. Þeir segja mér það eflaust sjálfir, er ekki svo?“ „Ef til vill, og ef til vill ekki. Einn maður er þegar búinn að missa stöðu sína; þeir kæra sig ekki allir um það, að verða reknir burtu". „Og þér haldið, að eg fari að fara þangað, bara vegna þess, að þér segið þettaf" „Eg býð yður að staðfesta framburð minn með eiði. Eg full- vissa yður um að eg veit, að það er framinn þar glæpur — að eitt hundrað og sjö mönnum er fórnað. Og þér álítið það ekki einu sinni þess virði, að rannsókn sé hafinf" Málfærslumaður ríkisins vildi gerá skyldu sína og vernda verka- mennina, svo þeir nytu réttar síns, en að berja höfðinu við steininn, hafði hann sannarlega engan tfma til; hann varð að fá nöfn vitn- anna. Hallur vissi ekki hverju hann átti að trúa. Notaði maður- inn bara fyrstu tækifæri til þess að losna við alt saman? Eða gat það verið, að embættismaður rík- isins léti félagið nota sig til þess, að snuðra upp nöfn þeirra verka- manna þess, sem óánægðir voruf Skáldin og ritdómararnir. íslands mjöll og fossaföll frægir listrænn andi. „Skáldin" öll eru’ andleg tröll, sem yrkja hér á Iandi! Dæma ertu’ um bækur bær, — burt með hik og vafa —I ef að penna- ertu fær og ef þú kant — að^stafal G. Ó. Fells. Atvinna. Helzt roskinn maður getur feng- ið fasta atvinnu árlacgt. Gott kaup Afgr. v. á. Járnriím til sölu með tæki- færisverði. Uppl. Grettisg. iS. Verzluxiin „Hlíf“ á Hverfisgötu 56 selur: Sólskinssápu, Red Seal- sápu, Sápuduft (ágætar tegundir), Sápuspæni, Taubláma, Þvottaduft (Vi to Wíllemoes kraft og Richs- kraft), Soda á 0,25 pr. */a kg., Ofnsvertu, Fægilög í smádunkum á 0,50, Handsápur, Handáburð (Arnesan glycerin), Götukústar, Gólfskrubbur, Pottaskrubbur, Hand- bursta, Olíu á saumavélar (f giös- um), Teiknibolur (á 0,20 pr. 3 dús.), Þvottaklemmur o. m. fl. Gerið sto vei og lítið inn £ húðina eða liringið í síma 503. Gjöldum til félagsins er veitt móttaka á afgr. Alþbl. (í Alþýðu- húsinu við Ingólfstræti). — Fyrri gjalddagi var 14. maí. — Lög fél. eru einnig afhent þar. Gjaldkerinn. -A.llir þeir sem vilja fá vel og ódýrt gert við Prímusa koma til Guðna Þorsteinssonar Miðstr. 3. Þar eru einnig lakkhúðaðir og málaðir Barnavagnar og margt fl. Aiþbl. kostar I kr. á mánuði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.