Morgunblaðið - 06.03.1923, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.1923, Blaðsíða 4
M 0 R G U N B L A Ð í Ð Utboð. 50—60 föt gufubrætt meðalalýsi eru nú þegar til sölu. — Ennfremur óskast tilboð i alt það lýsi, sem hjer eftir verður fram- leitt til 11. maí þ. á. Tilboð (helst skrifleg) sjeu komin fyrir 15. þ. m. til Eirtars J. Olafssonar (sími 4). Keflavík, 3. maí 1923. 9! Bræðslufjelag Keflavikur* 1*. nugl. dagbók Divanar, allar gerðir, bestir og ó- dýrastin, Húsgagnaverslun Reykja- víkur, Laugaveg 3. íslensk frímerki til sölu. Ander- sen og Lauth, Austurstræti 6. Reiptögl og selar fást fyrir hálf- virði. A. v. á. Túlípanar alla vega litir, fást hjá Ragnari Ásgeirssyni, Gróðrastöðinni (Rauða húsinu). Sími 780. Gljáhrensla og viðgerðir á hjólum er ódýrast í Fálkanum. Góðar mjólkurkýr. 2—3 góðar og gallalausar mjólkurkýr, helst ungar, óskast til kaups. Borgun út í hönd. Tilboð merkt „Kýrkaup" með npp- lýsingum um verð, aldur o. fl. send- ist afgr. Morgunblaðsins fyrir föstu- dag 9. þ. m. ______ . að menn óttuðust, að Heiðarnar, nieð öllum sjerkennileik þeirra, mtfndu h'verfa úr sögunni vegna ræktunarinnar. En í þessu erindi sínu gat I. C. Christensen um það, að sá ótti væri ástæðulaus, því enn væru um 60 ferhyrnings míl- ur eftir af þeim 130, sem órækt- aðar hefðu verið 1864, og að stór landflæmi á heiðunum væru frið- uð í hráð og lengd. Taldi fyrir- lesarinn því áreiðanlegt, að altaf n.undi verða þörf fyrir Heiðafje- lagið, því svæði þau, er komin væru í rækt, þyrftu nýræktar við og nýrra ræktunaraðferða. 1 þakkarræðu til I. C. Cbrist- ensen sagði kammerherra Juel frá Mejlgaard, að Christensen hafði aldrei dregið sig í hljé, þegar þurft hefði að vinna landinu gagn. Og að nafn hans og hæfi- leikar væru Heiðafjelaginu mikill styrkur til þess að það gæti unn- ið gagn. Blöðin dönsku hafa fanð mörg- um lofgamlegum orðum um Aas- berg skipstjóra, er íialdið hefir nýlega tvöfalt afmæli. Aasberg er nýlega sæmdur kommandörkrossi Dannebrogsorðunnar af II gráðu. 1 viðtali, sem „Köbenhavn“ hefir átt við Aasberg skipstjóra, talar hann um umbætur þær, sem orðið hafa í vitamálum tslands. En mál sitt endar hann á því, að hann verði að vísu 65 ára j. sumar, en Þökk til M. Pjeturssonar bæjarlæknis. Jeg get ekki látið vera, aS geta þess opinberlega, sem er í fylsta samræmi við eftirgjafir og ívilnanir \ Magnúsar læknis við efnalitla sjúk- linga, sem leituðu hans í Stranda- sýslu, að hann veitti mjer fæði, húsnæði og alla aðhlynningu nú í tvo undanfarna mánuði, meðan jeg dvaldi hjer til lækninga, og var það gert á líkan hátt og jeg hefði verið nákomið skyldmenni þeirra hjóna, sem þó ekki er; og nú þegar jeg er að fara hjeðan heim, vildu þau hjónin enga borgun þyggja. Fyrir þetta er mjer ljúft og skylt að þakka þeim góðu hjónum, og óska þeim allrar blessunar í framtíðinni. Pt. Reykjavík, 19. febr. 1923. Aðalsteinn Halldórsson frá Heydalsá. . Sj hann hafi fult þrek enn og sje fær um að afkasta hverju verki sem sje. Og þess vegna úski hann eftir að fá að vera lengur á skipi sínu, þar sem hann kunni best við sig og hafi verk að vinna. Vegna afmælisins hafði Aasberg, boð á skipi sínu „íslandi“, og flutti krónprinsinn honum þar hamingju- óskir konungsf jölskyldunnar. Þá bárust honum m. a. blómvöndur frá stjórn D. F. D. S., og silfurmunir frá yfirmönnum „íslands“ og mik- ill f jöldi heillaóskaskoyta. Um kvöld ið hafði Aasberg boð inni á heimili sínu, og sat það boð m. a. krónprins inn. lanKSI&f i| •a.'JNI Tækifæriskaup! Vjer sendum vorur um alt Island. Vér ábyrgjumst að allir verði ánægðir, sem fá vörur vorar. T r y 0 g i n g w o r er sú, að vörurnar má endursenda, ef þær eru ekki að óskum kaupenda. Vjer bætum yður verð vörunnar, alt burðargjaldið og endursend> ingarkostnað að auki. Firma vort hefir starfað í 18 ár, er þjóðkunnugt af hinum göðu wör- um sinum og afarlága verði. I þessu fyrsta tilboði voru til Islands bjóðum vjer: Kvenpeysui1 (Jumpers). Nýtiskusnið þessa'vors og sumars. Fyrsta flokks vörur, handheklaðar; litaskrautið fjölbreytt, efnið er ull og silki, verðið er 20% lægra en á sjálfu efninu (silkinu). Til dæmis: ypV*/- -V J T fSk 4L ÆÉvM IStrA WnUU.’S (J •/ - -rwÉáSf m.'.,' E 1 jH ifljg ilillli Þvkkar, hanöheklaðar pevs- Hanðheklaðar silkipeysur, Fyrsta flokks alullar pevs- ur; allir Iitir, líkar mvnðinni. mjög þykkar, svartar, hvítar, ur, einnig allavega iitar, O QR grænar, marínbláar, »ðrap« hvít-rönðóttar, einkum litl- OjOði og »lilla« eins og mynðin. ar stærðir. 18,85. 6,85. Golf - treyjur. Fyrsta flokks ullarvörur, fagrir litir, og lag eins og á myndunum. Golftreyjur, grænar, gráar, »lilla«, blá- ar, fallepa prjónaðar. 12,85. Golftreyja, mjög þykk, allir litir, með fag- urlitum teningum. Tískusnið. 21,85. Getið um stærð (lítii, meðalstór, stór) og lit. H á I s k E ú t a r , mjög þykkir, alull, einlitir og röndóttir, alla vega litir. Kr. 2,25, hver. 3 fyrir 8 kr. Alt Bent gegn eftirkröfu. R* ScShack® Sl'löller & Gð.y vimm®i»kaKct 45. KÖBEN HAVN K. Utanríkisverslun Frakka. Árið 1922 fluttu Frakkar inn 51.4 miljón smálestir af vörum fyrir 23.900 miljón franka. Er það 11.3 miljón smálestum meira en 1921 og fyrir 1.833 miljón franka hærri upp- hæð, en 7.1 milj. smálestum meira en 1913 og fyrir 15.479 milj. frönk- urc hærri upphæð. Skautakapphlaup um meistaratign Evrópu voru háð við Hamar í Noregi 4. febr. í 15.000 metra hlaupi varð Finninn Thunherg fijótastur á 2 mín. 20,7 sek„ næstur varð Norðmaðurinn Harald Ström á 2 mín. 24,2 sek. og þriðji Rússinn Melnikoff á 2 mín. 24,4 sek. í 10 kilometra hlaupi varð Daninn Ole Olsen fyrstur á 17 mín. 57 sek, en næstur Norðmaðurinn Ström á 18 mín. 5 sek. Lokaúrslitin urðu þau, að Meistaratign vann Ström með 10% stigi, nr. 2 varð Finninn Thunberg með 15 stigum og nr. 3 Norðmaðurinn Roald Larsen með 16 stiguin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.