Morgunblaðið - 11.04.1923, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
Ql
2 SmásöluDEra á tobafci
m á e k k i vera hærra en hjer segir:
Mellemskraa (Augustinus, B. B.,
Kriiger eða Öbel kr. 22 00 kílóið
Smalskraa (frá söinu firmum — 25 30 —
Rjól (B. B. eða Obel — 10.20 bitinn
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem
nemur flutningskostnaði frá Reykjavík til sölustað-
ar, en þó ekki yfir 2%.
Reiðhjól og Reiðhjólapartar oru ódýrastir frá
Reiðhjólaverksm. 99 F á I k i n r “
a' því að öll varastykki eru keypt frá spesial verksmiðju.
Keðjur príma...............5,00
Petalar....................4,50
Stýri......................6,50
Skermar í..................3,50
Pramhjól, uppsett..........10,50
Lakk í dósum...............0,35
Handföng, gummí............1,60
Dekk (Dansk)...............6,00
Dekk Michelin..............9,50
Slöngur....................2,50
Sæti...................... 8,00
Keðjustrammara .. :. 0,40
Buxnaspennur............0,25
Olía í glösum...........0,60
Afturhjól með Rótax eða
Torpidó fríhjóli .. .. 26,00
Stell með krank og styri
Skermum og sætispinna 74,00
Hjólhestar frá........160,00
og allir aðrir hjólpartar eru
meö viðlíka lágu verði
Yörur sendar út um alt land gegn póstkröfu.
til hans á þessu áiú. En hugheilar
óskir allra góðra Islendinga munu
fylgja þessum söngjötni Islend-
tfiga í fjarlægðinni.
--------o--------
Sigurjóa PjEtursson
Ráðið til iþess að íslensk
þjóð sje ekki eins smá og
hún er fá, er að þjóðin
læri að reynast vel þeim
sem helst gætu gert hana
stærri.
Sigurjón Pjetursson er einn af
þeim mönnum, sem vjer íslend-
ingar, og sjerstaklega vjer Reyk-
víkingar, höfum mesta ástæðu til
að þykjast af, kappi og góður
drengur. Áhrif hans hafa verið
mikil og góð. Unglingum var hann
fyrirmynd í trúleika við starf sitt
og áhuga á að láta. sjer fara fram.
í iitlöndum hefir framkoma lians
verið íslendingum til sóma. Stór-
mikið starf hefir liann kauplaust
nnnið til eflingar íslénsku íþrótta-
lífi. Tilraunir hans til að koma
íslenskum ullariðnaði í betra horf
og nota hverahitann, eru mjög
merkilegar og þakkarverðar. Ef
menn liefðu reynst Sigurjóni, eins
og hann hefir til unnið, þá hefði
ekki þannig farið eins og nú er.
Geri menn samtök til þess að
þessum bræðrum sje rjett hjálpar-
hönd, svo sem þeir eiga skilið.
Gangist íþróttamenn fyrir þessu.
Verði menn svo margir saman, að
enginn þurfi að ofreyna sig. Sje
þetta gert, þá mun vel fara, því
.að miklir skörungar að dugnaði
eiga í hlut, þar sem þeir bræður
eru, en góðir tímar framundan.
Helgi Pjeturss.
Kenriaranámsskeiö
norræna fjelagsins „Norden“
í Danmörku.
Norræna fjelagið, sem var stofn-
að hjer síðastliðið haust, hefir nú
gengið í samband við fjelögin
„Norden“ í Noregi, Svíþjóðu og
Danmörku.
Fjelagið í Noregi ætlar að gefa
Ú1 4 smárit, með mj'ndum, um ís-
land, sögu þess, nútíðar-bókment-
ir og þjóðtrú; hafa þau verið sam-
in hjer.
Danska fjelagið ætlar að halda
námskeið fyrir kennara frá öll-
um norrænu lÖndunum að sumri,
frá 17. júlí til 2 ág. Það verður í
Hindsgavl-höll á Fjóni, og er boð-
ið til 20 kennurUm (og kenslukon-
um) frá hverju landinu. Er til-
gangurinn sá, að veita bennurun-
um þekkingu á andlegu lífi og
menningu í Danmörku og leið-
beining í námi danskrar tungu.
Verður það gjört með fyrirlestr-
um og erindum, er haldin verða
af vísindámönnum og uppeldis-
fræðingum. Gert er í'áð fyrir:
14 fyrirlestrum um nútíðarbók-
mentir Dana og ný-dönsku.
4 fyrirlestrum um nútíðar-sögu
og þjóðlíf Dana,
2 fyrirlestrum um danskar list-
ir, og
2 fyrirlestrum um náttúru
landsins.
Ennfremur kensla í dönsku, einn
t.íma á dag, fyrir þá sem ekki eru
áanskir.
Auk þessara ákveðnu fyrirlestra
verða flutt nokkur sjerstök erindi
af háskólakennurum og öðrum
skólamönnum, og nokkur kvöld
verða hafðar kvöldskemtanir með
margs konar list,
Gert er ráð fyrir að fara smá-
ferðir til annara staða í grendinni
cg lengri ferð til Rípa; koma þá
við, ef til vill í alþýðuháskólanum
i Askov. Einnig er ráðgert að fara
2—3 daga ferð að námsskeiðinu
lolmu til Suður-Jótlands.
Þátt-taka í námsskeiðinu og öll-
um ferðunum, sem farnar verða
neðan það stendur yfir, kostar
110 kr. danskar fyrir manninn.
Förin til Suður-Jótlands bostar
um 25—30 kr. fyrir hvern, sem
tekur þátt í henni.
Námskeiðsmenn hafast víð allir
í höllinni, og geta því ekki vænst
þess, að fá hver sitt herbergi fyrir
s:g einan.
Höllin stendur í nánd við Litla-
belti, í einni af fegurstu sveitun-
um í Danmörku. Er höllin sjálf
mjög skrautleg innan og utan, og
trjágarður mikill og fagur um-
hverfis, en skógar út í frá,
með yndislegum gangstígum og
grösugum rjóðrum, veita hvíld og
liressing. Fögur útsýn er yfir
'oeltið til Norður- og Suður-Jót-
lands. Margir alkunnir sögustað-
i: og aðrir merkisstaðir eru í
grendinni, svo sem Skamlings-
banken, Kolding , með höllinni
Koldinghús, Fredericia o. fl.
Fjelagið „Norden“ í Danmörka,
sem stendur fyrir þessu náms-
skeiði, hefir beðið Norræna fjelag-
ið hjer um að vekja eftirtekt ís-
lenskra kennara á námsskeiðinu
og væntir þess, að þeir sæki það.
Stjórn Norræna fjelagsins tékur
á móti umsóknum frá þeim, er
vilja komast að, og er best að
þær komi sem fyrst.
Sæki fleiri en boðið er, 20, verð-
ur stjórn kennarafjelagsins kvödd
til í’áða um það, hverir fari. Þeg-
ar nánari greinargerð um náms-
skeiðið er fengin hjá danska fje-
laginu, mun stjórn Norræna fje-
lagsins láta frekari upplýsingar
í tje þeim er vilja.
Gert er ráð fyrir að þátttak-
endur geti farið utan með skip-
um Eimskipafjelagsins í júlí, 17.,
18. og 19. ferð hjeðan, og með 20.
og 21. ferð heim, og að þeir fái
far fyrir hálft gjald, en fullráðið
er það þó ekki enn.
Matthías Þórðarson.
-------o—------
EignarrjEtturlnn Enn.
Það væri æskilegt að þeir, sem
eru að skrifa um eignarrjettinn
í Al.þbl., reyndu að haga oröum
sínum ofurlítið gætilegar en þeir
gera stundum. Þá langar sjálf-
sagt ekki til að fjölga þjófum
og fjárglæframönnum, en það er
vatn á myllu slíkra manna, þeg-
ar eignarrjettur er smánaður í
jpinberu blaði. Reynslan sýnir að
það eru æði margir veikir á
svellinu í þeim efnum. Það er í
aimæli, að hver kompa í hegn-
ingarhúsinu sje fullskipuð nú, og
þó nokkrir „bíði að komast þar
aö“, og alt sje það fyrir brot
gegn 7. boðorðinu. Sumir halda
að þeir sjeu þó fleiri, sem ættu
skilið að vera aðgættir í þessum
efnum; og í vetur, eins og oftar,
eru að smá koma í ljós ýmiskonar
þjófnaður hjer í bæ — börnum
og unglingum stundum kent um
og ekki gott að segja nema
slíkt fólk stælist upp í að stela,
þegar það les skammir um eign-
arrjettinn.
Alþýðublaðssinnar vilja ekki,
fremur en aörir, að „stolið“ sje
af kaupi þeirra og vilja hafa
eignarrjett sinn þar í fullum
friði, sem eðlilegt er. En flest
allir, sbm fótum troða eignarrjett
annara í verki, gera sjer engan
raannamun og hafa stundum tek-;
ið frá bláfátæku fólki, og senni-
lega þykir Alþýðublaðsmönnum
ekkert varið í fremur en öðrum,
að lenda í klóin þjófa og fjár-
glæframanna. Skrifið því varlega,
svo að þjófgefnir unglingar mis-
skilji yður ekki á þá leið, að það
geri ekkert til hvað þeir taki,
því að eignarrjettur sje skaðleg-
ur og ófriðhelgur.
x+y.
-------O------
Þingiiðindi.
Eldhúsdagur.
Til viðótar við það, sem áður
er sagt um eldhúsdaginn skal
l’jer getið nánar nokkurra mála,
sem þá voru rædd.
P. O. spurðist fyrir um það,
hvort satt væri, að fjármálaráðh.
Magn. Jónsson hefði ávísað sjálf-
um sjer úr ríkissjóði, húsaleigu
fyrir eitt herbergi í íbúð sinni
í Hótel ísland, og játti fjármála-
ráðh. 'því, og sagði að það hefði
verið nauðsynlegt stöðu sinnar
vegna að hafa slíkt herbergi, til
að bjóða inn í það gestum og
hefði kostnaður við það verið
reiknaður með skrifstofukostnaði
stjórnarráðsins. Og seinna í umr.
s'tgði hann, iit af fyrirspurn frá
M. G„ að hann mundi halda þessu
áfram. Þótti öllum þm. sem um
þetta töluðu, þetta óviðeigandi
og óleyfilegt og töldu hjer farið
inn á hættulega braut, ef embætt-
ismönnum landsins ætti að vera
það leyfilegt að taka þannig í
heimildarleysi fje úr opinberri
eign til sinna eigin þarfa, eins
og þeir töldu hjer vera gert. —
Wögðu þeir að ráðherrar hefðn
sínar sjerstöku skrifstofur í
stjórnarráðinu og bæri landinu
ekki skylda til þess að sjá þeim
iyrir húsnæði að öðru leyti. Jón
Auðunn Jónsson gerði fyrirspurn
um það, hvort hinir ráðherrarnir
væru þessu lnisaleigumáli em-
bættisbróður |síns sammála, en
þeir sögðu báðir, að þeir hefðu
ckkert um það vitað fyr en á
(Idhúsdagsfundinum. Annars var
<j A. Jónsson einna harðastur í
stjdrnarinnar garð út af þessu
máli og vítti mjög aðfarir fjár-
málaráðh., eins og líka aðrir, sem
nm það töluðu. Annað mál, sem
einkum var beinst að fjármála-
ráðh. fyrir, var sala Geysishússins
og hóf Hákon í Haga máls á því
cg var þungorður í garð ráðherr-
ans og sagði að þetta mál, eins
og ýms önnur, t. d. rýrnun land-
helgissjóðsins, sýndu það ljóslega
hversu gerómögulegur ráðherrann
væri til þess að gegna stöðu sinni.
En Geysishúsið, sem undanfarið
hefir verið notað sem gistiliús,
hið eina, sem við Geysi var til,
Ijet ráðh’errann rífa og selja fyrir
um 3 þús. kr. og allir hiis- og
búshlutir voru jafnframt seldir
á um 1500 kr. Fullyrtu andmæl-
endur, að þetta væri lítið sem ekk-
ert verð, auk þess sem að því
væru hin mestu óþægindi að af-
nema þannig eina gistihiisið sem
til var við Geysi, sem allfjölsótt
væri af innlendum og erlendum
ferðamönnum. Einkum var þetta
talið óheppilegt af því, að ann-
að tilboð hafði legið fyrir, eða
Sími 720.
Fyrirliggjandi: Aiuminiumi pottat, kastarholur katlar fiskspaðar ausur diakar Hliltl Bjðrnsson s Go.
Lækjargata 6b.
E.s. GuKlfoss
fer hjeðan nálægt 22 aprii beint
til Kaupmannahafnar. —
Fljót og góð ferð fyrir farþega.
E.s. Villemoes
fer hjeðan væntanlega 25. aprii
til Hull og Leith (í staðinn
fyrir Lagarfoss 11. ferð.
að kostur hefði verið á því fyrir
stjórnina að leigja húsið með
sæmiiegum kjörum duglegri konu,
sem viljað liefði halda þar uppi
veitingahúsi. Fjármálaráðh. hjelt
því hinsvegar fram, að verðið sem
fengist hefði væri ekki svo óvið-
unandi, sem andmælendur segðu
cg auk þess hefði úr húsinu verið
gert sjúkraskýli au.stur í sveitum.
Þriðja málið, sem allmiklar árásir
Urðu úr á f jármálaráðh., var
kensla hans í lagadeild háskólans
og hóf Magn. Jónsson dócent
máls á því. En ráðherrann var
prófessor í lögmm áður en hann
fór í stjórnina. Hefir fastur inaS-
ur ekki verið settur í háskólaem-
bætti hans, heldur því haldið
cpnu, þannig að því var fyrst
gegnt af einum hæstarjettardóm-
ara og einum hinna prófessoranna
i sameiningu. En um síðustu mán-
aðarnót fjell kenslan alveg niður,
og var talinn að þessu mikill
hnekkir fyrir háskólann og sagt
að bæði kennarar og ekki síst
stúdentar væru mjög óánægðir
rr.eð þetta skipulag, og æsktu
: ess mjög ákveðið, að settur yrði
fastur maður í kennaraembættið
nú þegar. Töldu andnrælendur
það óverjandi og óhæfilegt, að
ráðherra beitti háskólann slíkri
meðferð, sem hann hefði gert.
Ráðh. hjelt því hinsvegar fram,
ao bæði væri fordæmi fyrir þessu
áður og svo hefði, þrátt fyrir
ýmsar tilraunir, ekki tekist að fá
fastan kennara í stað M. J.
„Forskrúfaðar hugsjónir".
Næst á eftir fjármálaráðh. (M.
J.) var flestum fyrirspurnunum
btint til forsætisráðherra (S. E.),
en minst var veitst að atvinnu-
málaráðherra (Kl. J.). Snerust
umr. þar mest um Ólafsmálið
svonefnda og var það Magnús
Jónsson sem vakti máls á því
og sagði að sjer virtist svo sem
ékki mætti fram hjá þvtí ganga,
enda væri talsverð ólga í mörg-
um manni iitaf því máli eunþá,
ekki síst útaf afstöðu stjórnar-
innar til hæstarjettar og yfirleitt
útaf því, að stjórnin skyldi hafa
lmúð fram náðun, áður en við-
komandi maður hefði einu sinni