Morgunblaðið - 08.06.1923, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1923, Blaðsíða 2
»A.f bragðinu skulu þjer þekkja það« breiða yfir þær og afsaka þær. b'yrir þetta var lionura nýlega hrósað hjer í blaðinn, eins og vera bar, enda þóttist þetta blað sjá, að áhrif frá því hefðu valdið þeim gleðilegum sinnaskift- um, sem komu fram í greinum Tímans um frjálsa verslun og •áburði, vannotkun á tómstundun- lun o. s. frv. Af framansögðu býst jeg þá «kki við, að bændum takist, svo miklu muni að! bæta kjör sín ineð spamaði á lífsnauðsynjum. Það skyldi þá helst vera, að þeir gætu sparað kaffi og sýkur. Og það er gott og blessað að þeir geri það sem geta. Bfnahagurinn verður ekki bætt- ur, sem neinu nemur, með nurli. Þeir tímar, þegar þaði var gert, eru liðnir. Hitt er skylda hvers manns, í hvaða stöðu sem hann er, að gæta hófs í öllum hlutum. VI. Aukin framleiðsla. Heyrt hefi jeg bónda segja, að þegar verið sje að hvetja menn ti! aukinnar framleiðslu, þá finn- ist honum felast í því ásökun til fcænda um leti og ómensku. Þetta er vitanlega mesti misskilningur. I'etta, um að auka framleiðsluna, er einskonar heróp til þjóðanna, bæði Islendinga og annara. Aukin framleiðsla í einni eða annari inynd er að sjálfsögðu hclsta ráðið til þess, að komast úr kútnum. Um það hljóta ailir að verða sammála. Með aukinni framleiðslu greiða bændur götu sína út úr örbyrgðaröngþveitinu ug skuldasúpunni. — Það er veg- viinn, sem leiðir til sigurs í lífs- baráttunni. Um hitt geta verið skiftar skoð anir, á hvern hátt svari best kostnaði að> auka og efla fram- leiðsluna á aðalbúsafurðum bænda — hvort, heldur kjöti eða mjólk <,<: afurðum hennar. En þegar um þetta er að ræða, verður jafn- framt að taka tillit til markaðsins, eða hverjar vörur eru líklegastar til að geta selst fyrir viðunanlegt vcrð, innanlands eða utan. Einnig getur komið til álita, að breyta framleiðslunni á einn eða annan veg. Yerða þær breytingar að miðast við söluhorfumar á hinum einstöku vörutegundum og kostnaðinn við framleiðslu þeirra. ðrcrður ef til vill vikið að þessu ránar síðar. Búskap sínum verða bændur í y i amtíð’inni að haga ineira en þeir hafa gert að undanförnu eftir lcgu, landslagi og staðháttum — Sum hjeruð og sumar javðii eru fcetur en aðrar fallnar til sauðfjár ræktar. Og aftur gagnkvæmt, eru tii sveitir, þar sem íkúa- og nauta- búskapur á betur við. — En þetta er ekki og hefir ekki verið at- hugað sem skyldi. Bættar eamgöngur, mciri jarð- rækt og auknar áveitur, hljóta að liafa áhrif á þetta. og marka meira bás en verið hefir hverri búsaf- urð;, sem framleidd er til sölu. En til þess að auka framleiðsl- una þarf fje, segja menn. Þetta er að vísu rjett. Þegar um stór- feldar framkvæmdir er að ræða, langar girðingar, aukna jarðrækt í stórum stíl, kostnaðarsöm áveitu- fyrirtæki o. s. frv., þá er óhjá- kvæmilegt annað en að útvega fje til þess, að láni eða á annan veg; það segir sig sjálft. En bankamálum landsins er enn ekki betur fyrirkomið en það, að erfitt er að fá lán svo nokkru nemi til jarðabóta. Bæktunarsjóðurinn er sú eina lánsstofnun, er bændur hafa getað leitað til í þessu efni að undan- förnu, og það hefir oft komið sjer vel. En geta hans til aðl greiða úr þessari þörf — að veita lán til jarðabóta — er þó mjög taikmörk- uð. Á þessu ári, 1923, sóttu 62 bændur um lán úr sjóðnum, er námu rúmum 200 þús. kr. En eigi var hægt að mæla með eða lána nema um 50 þús. kr. eða rjett an fjórðapart af því, sem um var beðið. Og meðan ekki breytist til batnaðar um peningamálin, verða bændur að fresta hinum kostnað- arsömu framkvæmdum þar til bet- ur blæs. Hins vegar geta þeir gert margt á búum sínum, er ekki kostar til- tölulega miikið, en styður þó að aukinni framileiðslu, ef ekki strax, þá innan skamms. •Teg nefndi hjer á undan í öðru sambandi, óhirðu ýmsa og van- rækslu með skepnur, áhöld, áburð e. fl. Með því að sýna skepnum meiri nákvæmni, ganga betur um hey, en gert er víða, hirða vel allan áburð, auka og bæta fóður fjen- aðarins með votheysgerð, verja tánin — girt og ógirt — fvrir áf angi, o. s. frv., þá er með þessu öllu verið’ að hlynna að búskapn- um og auka framleiðsiuna. Hjer er að vísu ekki að ræða cm nein stór „uppgrip“, eða milj- ónagróða, en það munar um minna, og safnast þegar saman kemur. Ilvert liár gerir skugga,, og alt, sem gert er til þess að bæta búskapinn og laga misfcil ur hans, bæði þær stærri og minni, það er að auka framleiðs! una, beint og óbeini. Þessar umbætur, ef þeim á að' verða framgengt, krefjast árvekni, hirðusemi og að hvcr stund sjc notuð. Bóndi minn, þitt bú, betur stunda þú. Frh. S. S. ' -------o------ Hminn BlNjlslp. Tíminn var kominn inn á góða braut, farinn að afturkalla villur sinar frá fyrri tímum, reyna að stjettahatrið. En nú brestur blaðið þrefc til að halda áfram á hinni rjettu braut. Það hefir ekki þolað um- talið um, að það væri að láta sannfærast, og ef til vill ertni og stríð því samfara hjá ýms- um, og svo aðkast frá óvitrum fylgismönnum, sem búast má við, að það hafi einnig orðið fyrir. Því er líka svo varið, að miklu meira þrek þarf til þessa heldur en hins, að iáta berast áfram af heimskunnar straumi, og það er ekki heimtandi af öðrum en þeim, sem vaxnir eru meira eða minna upp fyrir umhverfi sitt, en það er Tíminn ekki. í stað þess að halda. áfram á hinum rjetta vegi, halda áfram að taka aftur, breiða yfir og af- saka, kom Tíminn síðastliðinn laugardag með eina af jórtur- greinum sínum, um skuldimar, grein, sem ekkert er nýtt í, ekkert Tjett í og ekkert vit í. Það, sem sagt er í þeirri grein um skuldir landsmanna, var ítarlega rakið í sundur hjer í blaðinu fyrir nokkr- um vikum og sýnt með ljósum rökum, að það væri tóm lokleysa, sem Tíminn færi með í því máli. Þarna átti hann nú að fara aðl eins og í greinunum um frjálsu verslunina og stjettahatrið, taka upp það, sem þetta blað hafði sagt um málið og reyna að til- einka sjer það, en breiða yfir þær staðleysur, sem hann hafði áður flutt og afsaka þær. Það er mis- skilningur, ef blaðið heldur, að slíkt sje minkun fyrir sig. Það er þvert á móti. ------o------- Ferðsipístlar. Eftir Bjarna Sœmundsson. IV. Svo lagði jeg af stað upp að brautarstöðinni og skipstjóri með mjer, og bar farangur minn all- an; það var nú aðeins ein litil handtaska eða koffort,*) sem vóg .10 kg., eða þar um, og gat það ekki heitið mikill farangur í jafn- ianga ferð og jeg átti fvrir hönd- um. En jeg hafði hann af ásetn- ingi svo lítinn, að jég gæti altaf tekið hann sjálfum mjer í hönd og haldið á honum úr einni lest í aðra, eða úr leSt í skip. Það spar- ar manni bæði umstang, áhyggjn ug peninga, og tryggir manni #) Pjetur forleggjari minn heldur náttiúrlega að þetta hafi verið koff- ortið hans, sem „forframaðist* ‘ svona mikið; en honum skjátlast þar illa. petta koffort átti porvaldur systur- tengdasonur minn á Járngerðarstöð- mn, en koffortið, sem Pjetur lánaði mjer komlst nú ekki lengra en til Grindavíkur, og það má Pjetur aldrei fá að vita. Bókamenn! Ný bók! Hamsnn: íslensk þýðing, gjöf skrifstofustjóra alþingis hr. Jóns Sigurðs- sonar. — Tileinkuð Stúdentagarðinum, sem fær allan ágóða. — Tölusett útgáfa. Prentuð á' úrvals pappír. Kápan litprentuð. — Kemur sennilega út í næsta mánnði. Áskriftarverðí kr. 12.00. Þeir, sem vilja eignast hókina eru beðnir <að útfylla áskrifta- seðilinn og s<endft hann hið fyrsta. Til Happdrættisnefndar Stúdentaráðsins, Mensa academica, Reykjavík. Sendið mjer, burðargjaldslaust, gegn greiðslu andvirðis, kr. 12,00, við móttöku . /.......töiusett eintök af „Pan“ eftir Knud Hamsun í ísl. þýðingu eftir Jón Sig. skrifstofustjðra alþingis. Nafn ......................................... Staðá ..................... Heimili............................ stundnm gott sæti í járnbrautar- vagni, þegar margt fólk fer með og allir vilja verða fyrstir í klef- ana. Og mikinn flutning þarf ekki að hafa með sjer, þegar maður er ekki beint sendur eins og legáti, sem verður í „Embeds medför“ að hafa pípuhatt og kjól m. m. í förinni. Annars getur maður verið alstaðar hjá góðu fólki sem ,.íerðamaður“. Maaek yfirgaf mig á sViðinni og bað mig vel að lifa, því að hann varð! að vera við söluna á fiskinum og var jeg nú loks einn míns liðs, og varð að bíða á braut- arstjettinni (the platform) nokkr- ar mínútur, þangað til lestin kæmi. Átti hún að fara með mig tii Lincoin, en þar átti jeg að skifta um lest til Lowiestoft- Var jeg nú því allórólegur útaf því, hvort jeg imindi nú lenda í rjcttri lest, en ekki komast eithvað út í buskann, en tók mig á þar sem ,;eg mintist þess, að nú væri jeg hjá Jóni Bola, sem sjálfur er altaf sagður kaldur og rólegur, hvað sem aði höndum ber, jafnvel þó að sjálf lestin, sem hann er í, velti um koll. En, þey, þey, jeg heyri harðan gný, sem hrynji skriða um grundir“, og lestin brunar fram, másandi og blásandi í blíðviðrinu, og mjer fanst jeg verða svo undurlítill við hliðina á henni, <en hrestist við, er braút- arþjónn einn, cr jeg hafði farið til í raunuin mínum, kallaði til mín : þetta er yðar lest. Með ör- uggri trú á orð þessa dámimanns hoppaði jeg með koffort mitt í hendinni í einn vagninn, en dánu- maðurinn — j.eg hefði getað hengt fciann að skilnaði, að góðum íslensk- um sið — skefcti hurðinni í lás á tftir mjer, og svo rann lestin a.f stað. Jeg kallaði brautarþjóninn dánumann og gerði það í alvöru, því að allir járnbrautar- vagna- og „busa“- (þ. e. ominibus) þjón- ar, er jeg komst í kynni við, bæði enskir og danskir, reyndust hinir áreiðanlegustu- og liprustu menn, alt af boðnir og búnir til þess að leiðbeina, manni, oft í argasta ann ríki. Það er engin þörf á að ,.smyrja“ þá, eins og kunningi rr.inn einn ráðlagði mjer. Þeir eru hjólliðugir, þó „ósmurðiU ‘ sjeu, og þeir ensku ekki síður. Jæja, jeg var þá kqminn af stað; lestin rann hægt gegn um Grimsby, svo að nú sá jeg mikií af bænum: langar raðir af tví- lyftum liúsum, með breiðum göt- um, og garðar sumstaðar, alt þrifalegt og snyrtilegt, en brátt var komið iit úr honum, út á land- ið. Veðrið er inndælt, sólskin og mátulega heitt, eins og á heitustu sumardögum heima. Jeg hafði hlakkáði til að fara þessa leíð: langt suður og vestur í Austur- England, og svo austur yfir það á ská. Það er snautt að málmum og kolum (ungar jarðmyndanir yfirleitt) og því hefir stóriðnaður- inn með öllum hans skuggahliðum afcdrei blómgvast þar, beldur er svipur landsins þar eins og hann var fyrir tveim öldum, nema nátt- úrlega enn meira ræktað. Borgir cru margar, en flestar tiltölulega smáar, nú á dögum, þó að forn- frægar sjeu. Lestin fór hægt, stansaði við hvert smáþorp, og þótti mjer vænt um, því að jeg gat betur notið út- sýnisins: „Landið var fagurt og frítt“, þótt fátt væri um jökl- anna tinda, lágt og öldótt, með lágum, líðándi hæðum, en hvergi sást í bera jörðina, því alt var þakið gróðri, engi, akrar og trje, cinstök trje eða fáein saman, og svo smá bændahús — úr múr- stedni, eins og þorpin og borgim- ar — hvar sem litið var, kýr, hest ar og hænsn eða endur og gæsir á beit, og hópar af bláhröfnum (rostes) við og við; en svölnrnar á ferð og flugi nppi í loftinu. Svona var það alla leið til Lin- c-oln (um Ijincolnshire), en þangað komum við um hádegi. Löngu áð- r.r en við komum þangað, hafði jcg sj.eð í móðu uppi á hárri ha>ð, citthvað, sem líktist klettaborg, i!<eð háum dröngum upp úr, en i iidarlega svipmikið og hrífandi; þcgar jeg kom nær, sá jeg að það var kirkja — jeg kannaðist við • vipinn af mvnd, sem jeg átti — það var Lincohrdómkirkja, ein af m«stu og elstu dómkirkiom Englands, gotnesk, eins og þær ei’u flestar, með 100 metra háum spírulausum turnstöpfcum, gnæf- andi hátt vfir borgina, sem stend- ur utan í hæðinni og neðan undir henni. Borgin er æfagömul, frá dögum Rómverja, og var mektar- borg á fyrri öldum. Mig langaði til að tefja dálítið og skoða borg- ina o g dómkirkjuna — fróður rnaður hefir sagt mjer, að í henni sje mynd af „blessuðúm" Þor- láki helga (banu var við nám í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.