Morgunblaðið - 06.09.1923, Síða 2

Morgunblaðið - 06.09.1923, Síða 2
AUKGliN KLA91V Höfum fyrirliggjandi: HandsápuPy Knistalsápuy Stangasápuy Blegsóday Sóda mulinn, ylli toc skurepulver Slitlir r einhápur og fyrir karimenn og unglinga nýkomið í Bpauns vepslun Aðalstræti 9. og alt Nýjatestamentið á 126 önn- ur mál, fyrir tilstilli fjelagsins. Að sjálfsögðu hugsar fjelagið jafnframt um að allar þessar b'ibl- íur, testamenti og guðspjöll, safn- ist ekki saman í bókhlöður. Það hefir sjerstaka biblíusala víða um beim, og víðast hvar eru kristni- boðar sjálfboðaliðar í þeim efnum. .Árið 1920—21 ljet fjelagið þannig af hendi 8,655,781 biblíurit, var það um 140 þús. meira en árið áður, í þeim hóp voru 801,766 heilar biblíur og 727,307 Nýja- testamenti, hitt alt einstök rit. Langmest fór til Kína, um þrjár miljónir, til Indlands og Ceylon fóru 1,725,000 eintök, til Japan og Kína 700,000 og heima í Eng- lfindi seldust 809,000 eintök. — Tekjur fjelagsins (1920—21) voru 375,528 sterlingspund, en útgjöld 447,183. Rekstrarhafllinn var svo únikill að annaðhvort var að gera: draga saman seglin, eða auka tekjumar stórum. „TJtlitið er svo alvarlegt í heiminum“, sagði fje- lagið, „að fyrri leiðin er ófær, og því voru tekjurnar auknar ineð s.tálfvilja gjöfum um 75,000 stpd. En jafnframt var hækkað verð á enskum biblíum að stórum mun. Évrir ófriðinn kostaði ódýrasta enska biblían ekki nema hálfan shi'lling/ (4*5 aura) en nú kostar sama útgáfa 2 shillings. Fjelagið gefur og út blindra raanna biblíur á ýmsum málum með upphæklcuðu punktaletri, sem lesa má með fingrunum. Ensk biblía með því letri er í 39 bind- um, sem alls eru 5456 blaðsíður og þarf fyrir þau 2 metra og 25 eentimetra langa bókahillu — Hvert bindi kostar fjelagið að meðaltali sex og hálfan shilling, en er selt fyrir iy2 shilling. — Hver blindur maður í Englandi getur fengið eitt bindi ókeypr’s, ef meðmæli sóknarprests hans fylgja beiðni hans. Árið 1921—22 var enn bætt við 12 nýjum tungumálum, sem e*.k- ert áttu áður af biblíunni. Eitt þeirra mála töluðu ekki nema um 1500 manns, en þeir fengu samt Jóhannesarguðspjall á sitt mál. Tekjur fjelagsins liðið ár voru 394,230, en útgjöld 382,265 ster- lingspund. Fjelagið hefir alls látið af hendi, (selt og gefiðþ síðan það var stofnað 328,059,861 biblíur og biblíurit. S.G. -----o----- t trt MjHflr. Síðdegis í gær andaðist á heim- ili sínu hjer í bænum frú María Ólafsdóttir, ekkja Björns Guð- mundssonar kaupmanns, 78 ára að aldri, mikilhæf kona og vel met- in. Yerður ihennar nánar minst síðar. Erl. símfr^gnir frá frjettaritara Morgimblaðafau Khöfn, 5. sept. Hörmungarnar í Japan. Talá dauðra í Japan af afleið- ingum jarðskjálftanna, er nú tal- in vera 500.000. Fjárhagslegur skaði áætlaður um 1000 milj.. stpd. Þjóðbandalagið að klofna. Þjóðbandalagið er að því komið að klofna. Fulltrúar Norðurlanda, Belga og Eystrasaltslandanna, bóta að fara frá Genf. Skáldsöguverðlaun Gyldendals Rithöfundinum Anker Larsen hafa verið veittar þær 70.000 kr., sem Gyldendals-forlag hjet þeim í fyrra, er1 skrifaði besta skáldsögu. -------o------- Frá ömsurn hliðum. Eftir Hvíting. Durgur — Ratatöskur. Durgur ..Alþ.bl.“ skrifaði fyrir nokkru í blað sitt tilraun til lýs- ingar á mjer, og sýndi mjer þann sóma, að líkja mjer við vitra og og stórfenglega skepnu. Bendir það til þess, að jeg sje stórkost- legur í augum hans, minsta kosti ekki neitt smámenni, og vil jeg engan véginn mótmæla því áliti X> Umboðsmenn: I. Brynjólfsson & Kvaran. hans. Mjer þykir lofið gott — e::ns og öðrum dauðlegum mönn- um. Ennfremur mátti skilja það á grein hans, að j'eg væri Jón Björnsson blaðamaður. Jeg hefi heldur ekkert á móti því, að hann álíti mig vera þann mann — skal hvorki játa því nje neita. Mjer fellur flest vel í geð, sem r. B. skrifar. En jafngott er, að Durgur vaði enn í villu og svima um mitt rjetta nafn, og mun jeg því ekki að svo stöddu flíka því hvorki við hann nje aðra. En hver er Durgur? ,,Æ sjer gjöf til gjalda“. Durgur befir reynt að lýsa mjer. Ekki er nema sanngjamt, að jeg reyni að gera honum sömu skil — og það því fremur, sem hann er ekki ó'kunnur lesendum blað- anna hjer undir þessu nafni. Durg verður ekki líkt við neitt stórhveli. Til þess er hann of lítilmótlegur'. Allar lífsverur, sem nú eru á jörðu, eru honum æðri. Maðkurinn í moldinni, ví- umar í fiskinum, Pærilúsin á fjenu, skelfiskurinn í fjöruborð- inu, marglittan í sjónum, jafn- vel reikult, rótlaust þangið — alt er þetta honum meira, þótt smátt sje og ekki ofarlega sett í tignarstiga náttúrunnar. Þó er Durgur skapaður í mannsmynd. En maðurinn er metinn eftir því, hvert 'er gildi bans fyrir samtíð cg framtíð. En giláí Durgs er minna en ekki neitt — það er neikvætt. Aumustu og vesælustu vemr jarðarinnar em honuim því æðri. Vegna þess, að annar mæli- kvarði er lagður á gildi þeirra en mannsins. Jeg sagði, að Durgur væri skapaður í mannsmynd. Því mið- U" — fyrir okkur hina mennina. F,n myndin er þessi: Hann er lít- ill, væskilslegur, fattvaxinn, herðakúptur, hálsmjór, svart- hærður, höfuðljótur, strískeggj- aður, andlitsmagur. Hann minnir á hvolp, sem flækst hefir um allar sveitir landsins og aldrei fengið hundsfylli. En þó er ekki ► hægt að líkja honum við svo trygt og viturt dýr. Það væri að sýna því mikið órjettlæti. Ekki má þó skiljast svo við þessa lýsingu, að ekki verði fundin líking með Durg og ein- hverri skepnu í jörð eða á. Jeg vil sýna honum sömu kurteisi og hann sýndi mjer. En þá verð- ur að láta það nægja, að líking- in nái aðeins til innrætisins, en ekki til útlitsins. Jeg sagði áður, að allar lífs- verar, sem væru nú á jorðu, væru honum :eðri. En í goða- fræði forfeðra vorra er sagt frá íkoma einum, er Ratatöskur Niuðsynlegar bakur ávalt fyrirliggjandi á skrifstofu vorri, og hafa nú verið settar niður i verði. Þjónustubækur prestakalla: Helgisiðabók (Hanöbók presta), Prestþjónustubók (íDinisterialbók), Sóknarmannatal (Sálnaregistur), Fæðingar og skírnarvottorð, í blokkum á 50 stk. / j Skipa-dagbœkur: Leiðarbók, Leiðarbókaruppkast, Vjelaöagbók, Vjelaðagbókaruppkast, Leiðarbókarhefti (f. Stvrimannaskólanemenður). Einkunnabœkur: Fyrir barnaskóla og kvennaskóla, — gagnfræðaðeilð Mentaskólans, — lærðómsðeilð Mentaskólans. Reikningsbækur sparisjóða: Aðalsjóðbók, Dagbók bókara, Innheimtubók, Innstæðubók, Lánabók, Skulöbinðingabók, Sjóðbók fyrir innlög, Víxilbók. ísafoldarprentsmiðja h.f. II1 hjet. Sá bar róg milli róta og lims asksins Yggdrasils — milli amarinnar í toppnum og drek- aus við rótina. Innræti Durgs er samskonar og Ratatösks — hann ber róg milli allra greina þjóðarmeiðsins, æsir og elur á sundrung og tvístringi, hleypur eins og Ratatöskur með óvjldar- orð milli þeirra, sem við rætur meiðsins búa og hinna, sem haf- ast við í liminu. Að rægja var iífsstarf íkornans. Að sundra og ósætta er lífsstarf Durgs. Innræt- ið er náskylt. Þannig er Durgur. -------o----- iilsuMjp huenna. Nýlega er komin hjer út bók, sem heitir Heilsufræði ungra kvenna, eftir norska konu, — Kristiane Skjerve. En þýðandinn er ungfr. Dýrleif Arnadóttir cand. phil. Á íslensku hefir ekki áður vtrið til samskonar rit, eða heilsu- fræði, sem sjerstaklega væri ætl- uð konum og hefir þó áhugi manna á ýmsum heilsufræðilegum efnum farið vaxandi á síðari ár- um og þekking manna aukist þar, sjálfsagt ekki síst fyrir áhrif frá heilsufræði Steingríms Matthías- sonar og riti Guðmundar Hann- essonar og nokkuð aúkinnar skóla- kenslu í þessum efnum. Annars befir menn greint nokkuð á um það, hvernig, eða að hve miklu leyti ætti að skrifa um eða kenna í skólum sum at.riði þessara mála, einkum þau, er að kynferðismál- um lúta. Þýðandi þessa rits tek- ur fram sína skoðun á þessum efnurn í eftirmála bókarinnar, þá sem sje, „að hispurslaus fræðsla um kynferðismálin'1 sje öflng yörn gegn þeim mannfjelagsmein- um, sem kynferðismálin, eða van- þekking á þeiim, og kynsjúkdómar ýrnsir hafi valdið. Út frá þessu sjónarmiði er bókin líka skrifuð. En hún hefir í upphafslandi sínu, Noregi, náð miklum vinsældum, var verðlaunuð þar af bandalagi kvenna, sem besta rit á þessu s\ iði. En það er svo, eins og Guð- mundUr Thoroddsen segir í for- málanum fyrir íslensku þýðing- unni, að „á erlendum málum eru til fjöldamargar bækur um þetta efni, en mikill meiri hluti þeirra e:- með því marki brendur, að segja aðeins undan og ofan af og taka svo á efninu, sem það væri einhver leyndardómnr, er ekki mætti tala hátt um, og margar þeirra svo, að best er að vera laus við þær“. Efni þessarar bókar er í stuttu máli þetta: Þróun og æxlun jurta og dýra. Kynfæri mannsins.Æsku- skeiðið. Iíjónabandið. Meðgöngu- tíminn. Fæðing og sængurlega. Næring hvítvoðungsins og fóstur. Kynsjúkdómar. TJppeldi og um- sjá æskulýðsins. Erfðir. Það má vel vera, að sumir imis- brúki að einhverju leyti slíkarbæk ur, eða að þær nái ekki altaf til- gangi sínnm, eins og mótstöðu- menn náinnar fræðslu í kynferðis- m&luim halda fram. En þegar rjett er á haldið ætti ekki að vera hætta á slíkn, heldur þvert á móti. Og með þessu riti hefir verið valiun góður leiðarvísir (þó altaf þurfi auðvitað að leita lækn- isráða líka) og þó snmsstaðar kenni óviðfeldins máls, er bókin yfirleitt vandvirknislega og hisp- urslaust þýdd. Frú Smitt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.