Morgunblaðið - 07.06.1924, Síða 2

Morgunblaðið - 07.06.1924, Síða 2
MORGUNin,A*U* Listsýningin. Hin 5. almenna listsýning verður opnuð í húsi Listvipafjelags- ins laugardáginn 20. september næstkomandi. Mynd'r þær, sem á sýninguna eiga að korna, sjeu komnar til sýningarnefndarinnar fyrir 15. sama mánaðar. Fyr:r hönd nefndarinnar þör. B. Þorlöksson. Tófuyrölinga kaupir eins og að undanförnu hæsta verði Ólaftu* Jónsson í Elliðaey. Umboðsm&ður í Reykjavík: Tómas Tómasson, Bergþórugötu 4. valda hjer vöntun á samæfingu manns og hests. það eru því gleðh tíðindi, að hjer hefir undanfarið verið afburða. góður reiðmaður, norðan úr Skagafirði, við æfingar, og mun hann verða einn af knöp- unum á næstu kappreiðum. Völlurinn hefir verið endur- bættur, svo að nú þurfa menn ekki að óttast að moldryk verði, og yfirleitt hefir fjelagið látið sjer sjerlega ant um að öll regla geti verið !sem best og fullkomn- ust. Girðingar hafa verið bættar og auknar, eftir því sem þurfa þótti. Kappreiðaskrár verða seldar á götunum næstu daga fyrir kapp- reiðar og ættu menn að muna að kaupa þær áður en komið er á kappreiðasvæðið þann dag, er kapreiðar fara fram, svo hægt sje að átta sig frekar á hestum o. fl. Vonandi fjölmenna Reykvíking- ar á kappreiðarnar á annan hvíta- sunnu. purfa menn sjálfsagt ekki að iðra þess. L. 0. M. Ný skáldsaga. Halldór Kiljan Laxness: XJndrr Helgahnúk. Bóka- verslun Arsæls Árnason- ar. — Reykjavík. í elstu sögum sjáum vjer, að forfeður vorir þá þegar höfðu sjerlegar mætur á hestinum sem ágætum og tryggum vini, en mest dálæti komst þó hesturinn í, þegar reiðlistin var uppgötvuð. A ridd- aratímunum var lögð sjerstök á- hersla á að ala upp stóra og streka hesta, sem reyndist auð- velt að bera hin þungu herklæði. Aftur á móti kom það; í Ijós, að ihestar þessir höfðu lítinn flýti til að bera, og gat það oft verið mjög svo bagalegt. Menn fóru því að íhuga, hver ráð mætti finna til þess að auka flýtinn, og sást það fljótt, að, kynblöndun var fyrsta sporið í þá átt. Næst þurfti þá að skera úr, hvar var mestan flýti að fá, og var það gert með því að hleypa saman ákveðna vegalengd kynblönduðum afkvæm- um samhliða öðrum ókynblönd- uðum. pannig eru þá kappreiðar til komnar. pað er tiltölulega stutt síðan byrjað var að iðka kappreiðar hjer á landi, mun það hafa verið skömmu fyrir síðustu aldamót, og eru nú liðin aðeins rúm tvö ár frá því, að stofnað var hjer reglu- legt fjelag í þessu skynn Voru það nokkrir áhugasamir hesta- menn í Reykjavík, sem gengust fyrir því, að slíkur fjelagsskapur komst á laggirnar, og eins og landsmönnum er kunnugt hlaut fjelagið nafnið „Bestamannafje- lagið Fákur.“ Tilgangur þessa fjelags er sá, að efla áhuga og þekkingu á ágæti íslenskra hesta og hestaíþróttum, innanlands og utan, ennfremur að stuðla^ að rjettri og góðri meðferð á faestum, auk þéss að efla til kappreiða á hverju ári. Enda þótt fjelag þetta eigi ekki háan aldur að baki sjer, hefir það þó komiðl töluverðu í fram- kvæmd, eins og bæjarbúum er vel kunnugt um, en skal því þó slept j að telja einstök atriði nú. Fjelagatalan mun nú vera um í'90, og er þó fjöldi hestamanna hjer, sem ekki hafa gengið í fje- jlagið enn; en vonandi er, að allir, j sem yndi hafa af gæðingum láti ekki lengi dragast að styðja að eflingu þessa fjelagsskapar, og það gera menn best með því að ganga í „Fák.“ E'ns og auglýst hefir verið, efnir ,Hestamannafjelagið Fákur‘ til kappreiða, þeirra fyrstu á ár- inu, á skeiðvelli fjelagsins við Elliðaár á annan í hvítasunnu. Jeg brá mjer því inn á völl fyrir nokkru til þess að vera þar við- staddur æfingar, er þar fóru fram. Er mjög vel til kappreiða þeirra, er nú eiga að fara fram ,vandað. Gafst að líta á vellinum fráustu og bestu gæðinga úr nærliggjandi hjeruðum, austan yfir fjall, ofan úr Borgarfirði, 6g yfirleitt úr öllum bestu hestasveitum landsins verða hestar, sem reyndir verða, enda þótt eigendur sumra sjeu búsettir hjer í bænum. par sem að margir nýjir hestar hlaupa nú, verður ekki strax sjeð 'hvei^ fljótastur verður, en líklegt er að bæði „Skjóni“ og „Sörli,“ sem tekið hafa fyrstu verðlaun áður, verða látnir taka þátt í hiaupunum, og verður því „spenn- ingur“ að sjá, hvort þeir láta utanbæjarhesta hrifsa frá sjer verðlaunin. Skeiðið hefir illa mistekist fram að þessu, og er slíkt leiðinlegt mjög, því Islendingar eru reið- menn góðir og hafa kunnað að „taka hann niður“, sem svo er kallað, þá er vekringum er hleypt á skeiðsprett. En mestu mun þó Af ýmsum ástæðum höfðu menn búíst við góðri bók, minsta kosti óvenjulegri bók, frá hendi þessa ! unga höfundar. Ejtki vegna þess, 1 að hamt færi svo glæsilega af 'stað. „Barn náttúrunnar“ er ein- hver sú gloppumesta og fáránleg- asta bók, sem hjer hefir verið gefin út. En það voru smásögur höfundarins og ýmsar blaðagrein- ar, sem síðan liafa birst, sem gáfu mönnum rjett til að vænta góðs skáldrits frá Kiljan. í mörgu því, er hann hafði skrifað meðan hann dvaldi erlendis og sent hingað heim, var kraftur og frumleiki og dirfska — heitt skap. Menn þótt- ust firnia, að þar slægi skáldhjarta á bakfvið. En því er ekki hægt að neita, að þessi bók, „Undir Helgahnúk“, mun reynast mörgum vonbrigði á ýmsan veg, þó hún kunni að vega upp á móti vonunum á annan. Og það er erfitt að kveða á um það, hvort gallar hennar stafa af hirðuleysi eða bresti í skáldgáfu höfundarins. pví verð'ur reynslan að skera fir, skrifi höfundurinn fleira. — En vafalaust gerir hann það. nudurinn úr efninu mikla flatn- cskju. pó er ekki þar með sagt, að ekki sjeu ýmsir góðir kaflar í bókinni og margar góðar athug- anir. Höfundur er glöggskygn og lifsreyndur, þó ungur sje, og lýs- i>' ýmsum sálarlegum umbrotum og hughrifum vel. En hirðuleysis- merkið, eða bresturinn í skáld- gáfunni — hvort sem heldur er — kemur altaf í ljós. pað er mikið af smekkleysum, sálfræðilegum vitleysum og handafiófsviðburðum í bókinni. pað er eins og höf. jnissi flugið, tapi innsýni og næm- leik skáldsins og láta vaða á siið- um hugkvæmninnar. pví hún er ihikil. Jeg ætla, ekki að rekja atburða- röð bókarinnar. pað er að búa til Sögu um sögu. En jeg get ekki stilt mig um að minnast á hirt- ingaratburðinn. Hann held jeg að verði ekki varinn, þegar sjera Kjartan er krufinn niður til botns — eins og höf. lýsir honum. Og ekkert í þeirri lýsingu bendir til þess að hann mundi misþyrma barni sínu að órannsökuðu máli. pó að honum hafi verið „laus höndin“ á Hafnarárum og flæk- ingsárum hans, þá er hann að eðlisfari hæglátt góðmenni, og hefir að baki sjer meiri og marg- háttaðri lífsreynslu en svo, að faann hefði átt að taka svo óþyrmi- lega á messuvínshnupli sonar síng. Og þó hann hefði ekki skilið or- sök'na, þá hefði sjera Kjartan — einmitt sjera Kjartan — ekki brugðist svo við því smáræði. Fleiri gloppur mætti nefna, svo sem svefngönguferðina og máttar- steininn. EFNAÖEP9 REYKiAVÍKUR Hollemk Blýhvíta 1 r/ , , Kem. hrein. — ZiiíbhvitaJ Fernis, fl. teg„ Bílalökk, Kópal- lökk, Gólflakk, afaródýrt, pak- lakk, allskonar þurrir litir, og alt, sem að málningu lýtur. Versl Daníels Halldórssonar, Aðalstræti 11. Ekki verður sjeð, að neitt sjer- stakt vaki fyrir faöf. með bók- inni. Ef til vill er hún þessvegna svo mislit. Atli er ekki neitt ó- vanalegur drengur, og uppvöxtur hans og það, sem mótar hannheld ur ekki sjerkennilegt. parna er ekki um neina óvenjulega æfisögu að ræða, sein gat lokkað höf. til að skrifa. pví skrifar liann þá? Fyrst og fremst vegna þess, að æð'n er sterk, brýst fram, krefst útrásar, þó ekki hafi faún enn fundið sinn farveg. pað er nokk- urnveginn augljóst, að II. K. ^ U- hefir ekki enn náð tökum á sjálf- um sjer, krafturinn býr í honum, en er enn ekki taminn. pú veist ei favað við þjer tekur, það verður, sem endranær: Von þín um ástir og yndi engu um þokað fær. pig langar að ganga' út í lífið, þig langar að vinna sem mest, en öllu, sem ætlarðu’ að gera endalaust slærðu á frest. pú stendur í stormi lífsins stirður og þungur og kyr, en vonar að veröldin gefi þjer vængi og Ijettan byr. Alt verður þjer dauft og dapurt, dáðleysið bakar þjer neyð, mennirnir framhjá þjer fara og fljúga hver sína leið. Gg 1 >ks þegar sólin sígnr í sædjúpið bliítt og rótt, er dagurinn liðinn í draumi að draumlausri andvökunótt. — J. P. F r. Marka má hafíslög norður af ís- landi á tíðarfarinu í Noregi árið aður? „Undir Helgahnúk“ er saga drengs frá fæðingu og fram yfir fermingaraldur. pó hefst bókin á frásögn álífi ísl. stúdenta í Höfn. í henni eru ‘lögð drög til skap- ferlis- og lífskoðunarlýsingar föð- ur Atla, sjera Kjartans, og annars manns, sem mikið kemur við soS' una, Snjólfs Ásgrímssonar. pessir kaflar eru stuttur útdráttur úr langri sögu, að því er hÖf. segir í formála. En þeir eru mergur bókarinnar — þó stuttir sjeu. par befir höf. tekist að þjappa áaman miklu efni á fáar hlaðsíður, efni, sem ekki er tæmt, en gefur þó lesandanum nógu mikið svigrúm til upfyllinga og umhugsunar. Og það er margt ferskt og djarft í þessari lýsingu. En aðalsagan, saga Atla, hefir ekki þessi kosti. par breiðir höf- E’tt er enn ótalið um þessa bok. ^ pað er málið. Islensk tunga er þar ekki í hávegum höfð svo sem skyldi. pó getur höf. ritað gott mál, fallegt mál. En það er hirðu- leysið, sem öleypur með penna hans yíir * allskonar „slettur“ og orðskrípi, sem ekki verða tal- in t:l neinnar tnngu, en síst til ís- lenskrar. petta ætti höf. að leggja niður hið bráðasta. Hann er svo orðríknr og litbrigði málsins svo auðsæ hjá honum, að hann þarf ekki að nota þessa vanskapninga, sem menn hryllir við. Annars er stíll hans nokkuð laus. En hann getur þar líka anðsjáanlega betur en hann gerir. J. B. Úr rekkju reikandi’ í huga ríst þú um dagmálabil, er suðlægur sólskinsvindur suðar um stafna og þil. Formaður fyrir veðurfræðisstöð í Tromsö, Krogúess, hefir nýlega bent á, að hann þykist geta gert sjer grein fyrir því, hvort mikils íss sje að vænta við Austurströnd Grænlands og hjer norður af ís- landi ár hvert. Hann þykist hafa komist að raun um, að sú regla gildi með eigi verulegum und- antekningum, að þegar vorar vel í Noregi þá sje mikið um hafís kringum Svalbarð, en það sje samfara litlum bafíg vestur und- ir Grænlandi. Byggir hann þessar ályktanir sínar á veðurfarinu síð- ustu 25 árin. Afbragstíð var í Noregi í fyrra- vor, og eftir þessari kenningu hans á því að vera mikill ís við Svalharð, en lítill hjer norður- undan í vor og sumar. Og hve mikið sem hæft >er í þessari kenn- ingn hans, þá liafa selfangarar, sem komið hafa að Norðurlandi í vor, sagt mjög litinn ís norður í höfum, enda það eitt einkenni- legt, að engar ísfregnir heyrðust, þrátt fyrir þá afspyrnu norðan- átt, sem hjer var lengi. ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.