Alþýðublaðið - 01.06.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.06.1920, Blaðsíða 3
einstaka annmarka á mentaskól- anum, sem að miklu leyti stendur í yðar valdi að bæta úr; en það er aðeins lítill hluti af því, sem mætti og þyrfti að segja. Skólinn nær alls ekki tilgangi sínum með- an nemendur finna að ok gamall- ar og nýrrar úlíúðar milli þeirra og einstakra kennara hvílir á þeim, og nemendur þeir, er gegnum skólann ganga, safna ár cftir ár glóðum elds yfir honum úr órétt- læti því er þar ríkir. Gildi manna er þar jafnaðarlega metið á hinn svikna mælikvarða einkananna og fyrirkomulag og stjórn skólans gerir meira til að drepa niður drengskapar- og rétt- Iætistilfinningar en glæða þær. Það er aðeins sálarþreki og fé- lagsskap nemenda og einstökum ágætum kennurum að þakka að eigi koma þaðan tómir andlegir örkumlamenn. Það ætti að vera öllum auðsættt að hverju stefnir. Hér þarf skjótt að taka í taumana og breyta til hins betra, og hvort mun nokkur sá, er treystir hinni gömlu stjórn og hinu gamla fyrirkomulagi til þess, að stýra írá þeim voða er nú er stefnt tii? — Hér skal staðar numið. — Nú fer eg. — Þér komið á eftir. Sigurjón Jónsson frá Snæhvammi. Grein þessi átti að koma í „ Vísi“, en gat ekki komið þar fyr en seinast í vikunni, vegna plássleys- is, en höf. er að fara burtu úr bænum Dm daginn 09 vegii. Hryllilegur athurður. Síðast- liðinn laugardag fann maður, er var að fara á sjó, hvitvoðungslík í koddaveri, vestur hjá Lofts-bryggju. Var vafið handklæði um líkið og var það, ásamt koddaverinu, merkt með ísaumuðu „M“. Steinn var f verinu. Við líkskoðun kom það í Ijós, að barnið var fullburða, en hafði komið dautt í vatnið. Er ekki gott að ákveða hvernig það hefir dáið, þó ýmislegt virðist benda til að því hafi verið ráðinn bani. Lögreglan hefir tekið þetta ALÞYÐUBLAÐIÐ sorglega mál til meðferðar og hyggst að hætta eigi fyr «n upp- lýst er orðið. Má það hrygð valda og hryllingi, er svona atburð ber að höndum og ekki gott að dæma um hverjar orsakir Iiggja til slíkra örvitaverka. Suðurland fer ekki fyr en í kvöld; burtför þess var einhverra orsaka vegna frestað. Allmlklar TÖrur, sem komið hafa með síðustu skipum, eru enn á hafnarbakkanurn. Þar á meðal er prentvél, sem fara á til nýrrar prentsmiðju á ísafirði; er hún merkt „ísafold, ísafirði“. Fálkamerkið er ennþá á Land- símastöðinni og upp yfir dyrum Safnahússins. Hvort mun konung- ur vor eiga að sjá þar óræk merki þess, hve fljótt er framfylgt þeim lögum er Alþingi íslendinga sem- ur og samþykkir, en hann skrifar undir? Væri úr vegi að kippa þessu í Iag? Slys. Á föstudaginn var datt maður að nafni Halldór Sveinsson út úr brautarvagni inn við Elliða- ár og meiddist allmikið á höfð- inu Fallið var ekki hátt, en mað- urinn kom ilia niður; hefir lfklega lent á steini. Hann var þegar fluttur á sjúkrahús meðvitundar- laus og lá með óráði f gær. Hall- dór er einhleypur maður og vann við undirbúning undir smíði raf- veituhússins. Embættispróf í Háskólanum byrja í dag. Reyktnr ranðmagi var seldur í gær á götunum á 1,50 kr. xk kg.; þykir hann góður til átu og mikið að hann skuli ekki hagnýttur meira þannig verkaður. SamTÍnnnskólinn. Athygli ungra manna, er fræðast vilja um þjóðfélagsmál, jafnvel þó þeir ætli ekki að verða verziunarmenn, skal beint að auglýsingu frá skólanum á öðrum stað í blaðinu. Ný bókaútgáfa. Viðtal greinarhöfundar við eigendurna. Hér í bænum byrjar bráðlega starfsemi sína ný bókaútgáfa, und- 3 ir nafninu „Vasaútgáfan". Hefur hún för sína með þýddri skemti- sögu „Kinverska leynifélagið" eftir Fred M. Wihte. Hefir gr.göf. átt tal við hana. „Álítið þér að útgáfan muni borga sig.“ „Það teljum við efalítið, auð- vitað eigi gott að segja ákveðið um það.“ „Hvernig hafið þér hugsað yður að haga útgáfunni?" „Eins og vér höfum auglýst kemur hún út vikulega í einnar arkar heftum ódýrum. Útbýtum við 1. hefti ókeypis til þess að fólk fái að kynnast sögunni. — Aðalstefna útgáfunnar er, að veita fólki hollar skemtistundir að erfiði dagsins loknu með ódýrum bók- um, og álftum við aðferð þessa heppilegasta, einkanlega höfum við ætlað fólki bækur hennar sér til dægrastyttingar á stuttum skemti- ferðum o. s. frv. Og form bók- anna sem þægilegast. — Attur á rnóti getur orðið spursmál um hve aukið bókmentalegt gildi sagan hefir, en það er vandi að velja skáldsögu sem hrífur fólkið og sem hefir listagildi. — En við höfum gert okkar bezta. — Og eitt er víst, sagan er „spennandi* sem nokkur annar „reyfararóman*. „Búist þið við að halda áfram að þessari bók lokinni." “Ekki fullráðið, mikið undir því komið hvernig þessari verður tek- ið, en þó búumst við fyllilega við þvf.“ „Sækjast menn ekki mikið eftir að koma augl. á þetta fyrsta hefti. “ „Jú, raunar er lítil reynd komin á það enn. En meira hræðumst við að okkur berist of mikið af augl. en of lítið, ejnkanlega á 1. hefti, er við sendum ókeypis út.“ Það er efalaust að útgáfa þessi á frarntfð fyrir höndum, og æski eg að henni veitist svo góð við- taka að hver lesandi maður hafi heftin hennar í vasanum, — svo hún geti haldið áfram. Og því vil eg beina til hennar að hún færi okkur eigi aðeins „spennandi" sögur, heldur einnig þær sem hafa bókmentalegt gildi. Þ. Þ. Alþbl. er blað allrar alþýðu!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.