Morgunblaðið - 03.05.1925, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.05.1925, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ JfASKOS“ vörumerkið er trygg- ing fyrir góðri vöru. I heildaölu hjá: Andr. J. Bertelsen Simi 834 Fœgilögur gerir k o p a r og látún skínandi fagurt. Skúriduft í dóBum og pökk- um hreinsar alls- konar búsáhöld á- gætlega. Skúrisápa er ágæt til hreinsun- ar óhreinna handa. Ágæt fyrir sjómenn og til heimilisnotk- unar. ASKOS' ALUMINIUM' PUDSEPiPLVER Aluminiums fægiduft er það besta fyrir öll aluminium3 áhöld, sem verða mjög fögur. Banevaks'JsM, gerir gólfdúkana glj^* andi og eadingargóða- í heildaölu hjá: m. 1. Berfelsen Sími 834 Trolle & Rothe h.f. Rvfik Elsta vátrygglngarskrilstofa landsins. ---------Stofnuð 1910.------ Annast vátryggingar gegn sjó og brunatjóni með bestu fáanlegum kjörum hjá ðbyggilegum fyrsta flokks vátyggingarfjelögum. Hlargar mlljónir króna greiddar innlendum vá- tryggendum f skadabœtur. LAtid þvi aðeins okkur annast allar yðar vá- tryggingar, þá er yður áreiðanlega borglð. Saumur allskonar mjog ódýr. Rúðugler, vanalegt Búðarrúðugler, Iffrnet, fjölða teg JÁRNV ÖRUDEILD JES ZIMSEN. Landsspítalinn skilyrði fyrir ísl. læknavísindum. Læknisfræðin hefir tekið meiri framförum á síðari árum, heldur en ef til vill nokkur önnur vís- indagrein. Með hverju ári koma fram nýjar og nýjar uppgötvanir, sem hafa mikilvæga þýðingu fyrir líf og heilsu manna. pó að við íslendingar sjeum fámenn þjóð, þá erum við áreiðanlega fremur gáfuð þjóð, og við eigum að gera þær kröfur til okkar, að við a. m. k. hlutfallslega við fólks- fjölda getum lagt okkar tiltölu- lega skerf til vísjndanna í heim- inum. petta höfnm ‘ við hingað til ekki getað gert nema á ein- stöku afmörkuðum sviðiim. T læknisvísindum höfum við því miður enn sem komið er, lítið getað látið af hendi rakna, og mest vegna þess, að okkur hefir vantað góða spítalastofnun- Níeis Finsen hefði aldrei getað orðið heimsfrægur maður, ef hann hefði alið ailan sinn aldur á íslandi. Og hver getur sagt um hve mörg ljós hafa sloíknað í læknastjetíinni fyrir það, að þau vantaði skilyrði til að geta lifað. pá fyrst, þegar ríkisspítalinn er reistur getur myndast hjer vísir til vísindalegrar starfsemi í lækn- isfræði. En það er bráðnauðsyn- legt, ef við eigum ekki alveg að dragast aftur úr öðrum þjóðum \ þeirri grein. Af því, sem jeg hjer hefi sagt vona, jeg, að hátt- virtir þingmenn sjái, að hjer er alvörumál á ferðinni, sem ekki má eða á að svæfa lengtir. Lántaka fyllilega rjettmæt. Tillagan gerir ráð fyrir því, að { byrjun verði varið jöfnum hönd- um til byggingarinnar fje úr rík- issjóði og landsspítalasjóðnum. — En þegar sá sjóður er uppeydd- ur kosti ríkissjóður að öllu leyti áframhald byggingarinnar, og að henni verði lokið fyrir árslok 1929. petta þykir nú mörgum nokkuð langur tími, og jeg verð að segja það, að mjer þykir full- langt að bíða í tæp fimm ár eft- ir þessari byggingu. En fjárhag- urinn er nú einu sinni eins og hann er, og svo framarlega sem ekki á að taka ríkislán til þessa fyrirtækis, sem jeg hygg -ið stjórnin gangi ekki inn á, þá verður þess tæplega vænst, að því verði lokið á skemri tíma. Jeg hefi altaf verið og er enn mótfallinn lántökum ríkisins og vil ekki að sú leið sje farin, nema brýn nauðsvn sje fyrir hendi. En jeg verð að segja það, að jeg hefði talið fyllilega rjettmætt, að ríkið 'hefði tekið lán til þessarar byggingar. — Við verðum vel að athuga það, að ríkis- spítali er að litlu leyti reistur fyr- ir núlifandi kynslóð, en að mestu leýti fyrir seinni kynslóðir. Og það felst í sjálfu sjer ranglæti í því, að við, sem nú lifum, her- um allar byrðar af því, sem eft- irkomendum vorum kemur aðal- lega að notum. En þetta geri jeg mjer ekki að kappsmáli, ef hægt er að kljúfa kostnaðinn við þetta fvrirtæki án lántöku ríkisins. Hitt geri jeg frekar að kappsmáli að byggingunni verði lokið fyrir árs- byrjun 1930, og þá kem jeg að síðustu metnaðarhliðinni á þessu máli. sem að minni hyggju hefir hingað til verið gert alt of lítið úr. — Landsspítalinn og sjálfstæðið. Jeg hefi altaf haft andstygð á öllum þjóðarrembingi. Eins og t d. þegar því var haldið fram hjer á Alþingi, að við ættum ekki að þyggja skip af Dönum til land- helgisgæslu, þó að það sje ský- laust ákvæði í lögum milli land- anna, að Danir skuli annast þessa gæslu, a. m. k. með einu skipi. pað kemur því ekki til mála, að við sjeum hjer að þyggja nokkra gjöf af Dönum, heldur að eins taka rjett okkar. pessar og því- líkar fullyrðingar eru því mesti hrokaskapur, og algerður mis- skilningur á sjálfsstæðisþugmynd- inni. En hitt á að vera hverjum ríkisborgara skylt, að sjá um að þjóðin verði sjer ekki til mink- unar í augum annara þjóða. peg- ar við höfðum fengið fullveldið þótti okkur sjálfsagt að fá hæsta- rjett inn í landið, það þótti einn- ig sjálfsagt að fá sendiherra er- lendis, og ýmsar aðrar breytingar þótti sjálfsagt að gera í sambandi við fullveldið. Við þessu er ekk- ' ert að segja, og jeg var-sjálfur samþykkur flestum þessum breyt- ingum. En það felst herfileg mis- ! sögn í því, að telja þetta sjálf- sagt, en telja það ekki sjálfsagt að fá um leið sjerstakan ríkis- spítala. Okkur þótti það þá sæm- andi að vera komnir upp á náðir annara, okkur fjarskyldrar þjóð- ar með sjúklinga okkar. Jeg held ■ satt að segja að sjálfstæðistil- I finningin sje ekki rík í þeim j mönnum, sem ekki finna hve van- sæmandi þetta er fyrir þjóðina. Árið 1930, á 1000 ára afmæli Alþingis, getum við búist við fjölda útlendinga víðsvegar að hingað til lands. Ef nú landsspí- talinn verður þá ekki reistur, og þessir menn spyrjast fyrir um það, hvar ríkisspítalinn sje í þessu ríki, sem haft hafi fullveldi í ellefu ár, þá verð jeg að segja það, að jeg mundi sárlega vor- kenna þeim, sem yrðu fyrir slík- um spurningum, því að þeir gætu ek'bi nema með dýpstu smánar- tilfinjningu og mesta kinnroða sagt sannleikann: „Við eigum engan ríkisspítala. Við lifum á bónbjörgum hjá Frökkum með sjúklinga okkar.“ pessi hlið máls- ins er því ekki eins þýðingar- lítil eins og margur ætlar, því að álit okkar í augum annara þjóða fer áreiðanlega eftir því, á hvaða menningarstigi við stöndum. En 5Ú þjóð, sem á engan ríkisspítala getur tæplega talist standa á háu menningarstigi. Jeg hefi orðið langorðari í þessn máli en jeg á vanda til, og er það af því, að það er svo mikilsvert að það verður e'kki ■ikvrt í fáum orðum. Þeim heiður, sem heiður ber. (Morgunbl. hefir verið beðið -rir eftirfarandi grein til hirt- ígar). pess var getið meðal annara •jetta í 139. thl. Morgunblaðs- ís, að e.s. Mercur hefði komið ið í Vestmannaeyjum á leið til eykjavíkur, en farið þaðan, an ess að taka póst, þareð enginn efði komið út í skipið, þrátt ^rir, að það hefði legið þar í lukkutíma. Þetta var ekki alls- ostar rjett hermt, því að skipið >k hreði póst og farþega, þótt ilt æri í sjó. — Pað er þó ekki sök- m áður nefndra ummæla, að lín- i þessar eru ritaðar, heldur egna þess, að ofi vill verða svo, $ Reýkvíkingar — sem og aðr- — segja rakalaust ljelega íipaafgreiðslu við Eyjar. I Vestmannaeyingum finst að vonum harla hart að liggja undir siíkum ummælum, því að vart mun sá almennur viðkomustaður skipa hjer við land, þar sem eins erfitt er um afgreiðslu, en jafn- framt unnið eins ósleitilega að henni og við Eyjar. — Pað er I vond höfn í Vestmannaeyjum. — Ýgldur Ægir æðir með óbrotnar úthafsbylgjur sínar inn á höfn- ina, og reynist því oft all-erfitt að komast út í skipin. pegar þau liggja í vondum veðrum undir svo nefndu Eiði, tekur það minst þrjá stundarfjórðunga til klukku- stund að hita vjelar í bátum og . komast út, þótt strax sje brugðið J við. Hins vegar gera skipstjórar Eyjaskeggjum oft óþarflega erf- iða afgreiðsluna, með því að leggja skipum sínum langt frá landi; þetta. á þó einkum við er- lenda skipstjóra. i Enginn, sem til þekkir, mun ef- ast um, að Eyjaskeggjar fari það, sem fært er, og mun það oftar j en menn hyggja,, að þeir stofni lífi sínu í hættu við afgreiðslu1 skipa í vondum veðrum og nátt-1 myrkri. Flestum mun í fersku minni hið sorglega slys, sem varð í Eyjum rjett fyrir jólin i vetur, þar sem átta mætir menn ljetu lífið, er þeir ætluðu út í e.s. Gull- foss, og eru skip samt oft af- greidd í verra veðri en þá var. j Annars má það merkilegt heita, hve sjaldan hlýst slys af slíkum: ferðum, og má það mikið þakka því, að Eyjamenn eru ekki altaf með „lífið í lúkunum", heldur stefna að marki sínu með karl- mannlegum kjarki og hugdirfð. Enda ala fjöllin og sjórinn Eyja- skeggja þannig upp, að ef þeir vilja, afla einhverra hinna tor- sóttn gæða lands og sjávar, dug- ir þeim eigi að ala beig í brjósti. Nei, Vestmannaeyingar gera það, sem í þeirra valdi stendur, til þess að afgreiða sldpin, báeði fljótt og vel; en hitt er þeim vorkunnar-mál, þótt þeim gangi illa, sem öðrum, „að hafa hendnr i hári höfuðskepnanna". Oft gef- ur að líta farþega á skipum, æð- andi fram og aftur um þilfarið, kveinandi og kvartandi undan af- greiðslunni, en sem þora þó ekki að hætta sínu dýrmæta lífi og limum með því að fara í land. — pannig er megnið af umkvörtun- um um skipaafgreiðsluna við Vestmannaeyjar, á engum rökum bygðar. Ó. M. Aths. Frjett sú, er Mbl. ílutti um ferðir Mercurs, var samkv. símtali við Eyjar. Heimildir fyrir því taldar öruggar. Að Vest- mannaeyingurinn, er við Mbl. tal- aði, hafði orð á þessu, kom eigi til af því, að -hann teldi að um nokkra vanrækslu væri að ræða hjá afgreiðslunni, heldnr var hitt, talið líklegra, að skipstjóri væri ekki nægilega kunnngur til þess að hann vissi, hve afgreiðslan er þar iirðug, og hefði því hraðað ferð sinni meira en vera bar. kostamjólki n (Cloister Brand) Er holl og nseringarmikil- Lelfur Sigurðsson andursk. Pósth..str,2. KL 10—L Er jafnan rsiSnbninn til að 4smja um endnrskoCun og bdk- aald. 1. fl. íslwwk ^OOOOOOOOOOOOOOOO Hollari fæðu en ávexti, bæði nýja og þurkaða er ekki hægt að fá, nema ef vera skyldi bestu tegundir af átsúkkulaði. Alt þetta fæst í T óbakshúsinuy Austurstræti 17. Til dæmis má nefna: Ný epli og appelsínur. Bestu tegund af döðlum, fíkjum og konfektrúsínum í pökkum. En átsúkkulaðið er í svo miklu úrvali, að upp- talning yrði of löng. 'lobahshúsid Austursræti 17. >0000000000000000 Mussolini bætir við sig bermála- ráðgjafaembættinu. Hermálaráðherra Mnssolini, d» Giorgio, hefir sagt af sjer ec>' bætti, sakir óánægju útaf hinum nýju herlögum. Mussolini bætir » sig embættinu, þrátt fyrir þa'Ý þótt ’hann eigi nú við megna va»' heilsu að stríða. Kraftar hans þrek er frábært. Stórbruni í Kairo. t' Kairo, höfuðborg Egypt.a- lands varð stórbruni nýlega. tÞ11 1300 hús brunnu. Tala særðra skiftir hundruðum, og yfú’ manns hafa farist, í eldsvoðanui*1- Flest voru það konur, er fórusL því það er siður á meðal EgyP^* að geyma þær í rammluktuiu 'úu® unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.