Morgunblaðið - 08.09.1925, Síða 3

Morgunblaðið - 08.09.1925, Síða 3
ORGUTTBLAÐIÐ 3 MORGUNBLASII. IStofnandi: Vllh. Flnaen. Útgrefandi: FJelaK I ReykJaTlk. JRit#tJ6rar: J6n KJartaneeor., Valttr Stefánneoa. ,*.UKlyalnga«tJ6ri: B. Hafber*. Skrifstofa Austurstrœtl 8. Sisaar: nr. 498 og 500. AuKlýslneaskrifst. nr. Eolmasisnar: J. KJ. nr. 741. V. St. nr. 1110. B. Hafb. nr. 770. Áskriftagjald lnnanlands kr. 2.00 & mánuCl. Utanlands kr. 2.50. I lausasölu 10 aura elnt. ÍRLENDAR SlMFREGNIR Khöfn 6. sept. ?25. FB NorfSurför Grettis Algarssonar. Símfregnir hafa borist frá skipi við Franz Jósefs land, þess efnis, að pólferðarskip Grettis Algars- sonar sje stórskemt. Vanderbilt látinn. Símað er frá Portsmputh, að Vanderhilt sje látinn. (Hjer er vafalaust átt við ame- ríska auðmanninn Cornelius Vand- terbilt. Er Vanderbilt-ættin ein- hter frægasta auðmannaætt í Bandarík junum.) Fjármál Frakka. Símað er frá París, að á fjár- lögum 1926 sje 3y2 miljarða tekju- halli. Caillaux ætlar að leggja á mýja skatta. Zeppelinsloftför í Bandaríkjunum. Símað er frá New Ýork, að vegna ófara loftskipsins, þá ætli Bandaríkjamenn að hætta að nota slík samgöngutæki. Zeppelinskip- ið, sem þeir fengu í skaðabóta- greiðslu frá Þýskalandi,. á að selja. Þýskaland og Alþjóðabandalagið. Símað er frá Genf, að upptaka Þýskalands í Alþjóðasambandið sje ofarlega á dagskrá. Búist er við því, að miklar umræður fari fram um tilbcð Þjóðverja um ör- .yggissamþykt. Frá Akureyri. Akureyri, 7. sept. FB. Síldaraflinn. Síldaraflinn síðustu viku: 1161 tn. saltsíld, 1223 tn. kryddsíld. JUls komið á land 207.490 tn. salt- síld og 32776 tn. 'kryddsíld. Á sama tíma í fyrra 95.002 tn. salt- síld og 14.945 tn. kryddsíld. Brynjólfur Bjarnason frá Þverárdal •-á sextugsafmæli í dag. Bjó hann lengi rausnarbúi og þótti hinn mesti höfðingi heim að sækja, gestrisinn og glaðlyndur. Á síðari árum hefir hann stundað verslun- arstörf, en er nú sýsluskrifari hjá bróður sínum,. Páli V. Bjarna- syni sýslumanni í Stykkishólmi. Þótt Brynjólfur hafi lítinn þátt tekið í opinberu lífi hjer á landi, þá er hann þó löngu þjóðkunnur maður og vinsæll með afbrigðum. Er hann maður frábær að lífs- fjöri og andríki, hrðkur alls fagn- aðar og hagmæltur. Er ekki að æfa að margir verði þeir í dag, er senda honum; hlýjar óskir um að æska hins síunga manns megi "verða sem lengst og glöðust. -----<(82»—— Skátamétið i Þrastaskógi frá 26. júlí til 2. ágústs. Úr dagbók eins skátans. Skátar við eldamensku í Þrastaskógi. Skátahreyfingin hjer á landi er að aukast og eflast, svo sem þeir menn hafa veitt eftirtekt, sem íylgst hafa með henni frá því hún hófst hjer. Og það er ekki nema gott eitt um það að segja, að hreyfing þessi festi sem víðast rætur hjer, og safni undir merki sitt sem flestum ungum piltum og stúlkum, því bæði er það, að regl- ur hennar eru góðar og líklegar til þess að þroska hjá þeim, sem undir þær gangast, ýmsa karl- mannlega og heilbrigða eiginleika, og eins hitt, að skátar virðast nú ætla að verða þeir ungra manna, sem mest og*best fá tæki- anda, sem ríkir á Skátamótunum, og þeim svip, sem er yfir útilegu- lífi þeirra. Sjest þá, að mjög heil- brigð stefna, líkamleg og andleg, felst í skátahreyfingunni. 1 frásögn þeirri, sem hjer fer á eftir, er fylgt að mestu dagbók- arbroti því, sem áður er á minst, og hefst frásögnin daginn áður en leggja átti á stað austur í skóg- inn, eða I 25. júlí. Loksins er þá laugardagurinn kominn. Á morgum föruin. við austutr í skóginn, burt úr bænum en út í frelsið og fegurðina. Stöð- Skátar á ferðalagi. færi til að sjá náttúru lands vors og verða fyrir góðum áhrifum af því, að dvelja um hríð fjarri borgarglaumnum, í friði og ró, en undir hollum háttum fjelags- reglanna. Er það auðskilið hverj- um manni, að stórmikils virði er það hverjum ungling, sem kúld- ast verður innanbæjar alt árið, að fá að dveljast um liríð frjáls og óháður, öðru en reglum fjelags síns, í skauti náttúrunnar, þar sem við honum blasir mikilfeng- leiki og fegurð lands vors. En það er ,einmitt einn af kostum Skátahreyfingarinnar, að hún virðist leggja áherslu á það, að meðlimir hennar þroskist meira undir beru lofti, af áreynslu og umhugsun og erfiðleikum, en af bóklegum fræðum innan veggja. Vikuina frá 26. júlí til 2. ág. dvöldu Skátar frá þrem fjelög- um í Þrastaskógi. Morgunbl. liefir borist Idagbókarbrot frá einum Skátanum, sem tók þátt í þessu móti. Það brot hefir ekki inni að halda nema drög til lýsingar á lífi Skátanna í skóginum. En með því að fylla ofurlítið út í eyðurn- nr með frásögn skátans sjálfs, fæst furðulega skýr og sönn mynd af lífi þeirra þar eystra, þeim ugar rigningar hafa verið, það sem af er mánuðinum, en með „gömlu hundadögunum“, er byrj- uðu á fimtudaginn var, breyttist alt til batnaðar. Það er nóg að starfa að búa alt undir ferðina og útivistina. En þó mikið sje að gera, er tilhlökk- unin meiri, að fá að dvelja í heila viku í skauti náttúrunnar með glöðum og góðum fjelögum. 26. júlí. Það er sunnudagur og sólskin, ljómandi ferðaveður. í morgun var lagt á stað austur. Klukkan 9 fóru þeir úr I. Væringjasveit, sem hjól höfðu. Klukkustundu síðar fór II. Væringjasveit, ásamt Skátafjelagi Hafnarfjarðar og „Örnum“, sem hjólríðandi ætluðu. En kl. 1 fór vöruflutningabíll ,með bekkjum', fullskipaður Skát- um og farangri þeirra. Fátt sögulegt gerðist á leiðinni. Hjólreiðamennirnir námu staðar í Hveradal fyrir ofan Kolviðarhól, og hituðu sjer þar kakaó til hress- ingar og borðuðu brauð og egg. Fyrri flokkur hjólreiðamannanna kom austur kl. 4 e. h. en sá seinni kl. 5. Það fyrsta sem lá fyrir að gera, var það að flytja farangur okkar I a tjaldstað. Það er á skóglausu en grasivöxnu svæði. í norðvestri b’asir við okkur Ingólfsfjall, blátt og bert en tignarlegt. Utsýni er ekki fjölbreytilegt eða mikið frá tjöldunum, en á hæð hjer fyrir ofan er það bæði mikið og fagurt. Um kl. 8 vorum við búnir að tjalda. Hvert fjelag eða sveit fjekk sinn ákveðna stað að tjalda á, en þó eru öll tjöldin í einni þyrpingu. Tjöldin voru 12 alls. Eitt stórt tjald er notað fyrir matarbúr, og er hverri sveit skamtaður úr því matur til dagsins. Þar að auki hefir hver sveit sitt sjerstaka eld- hústjald, undir mat og matar- ílát. Fánastöng stendur á miðju tjaldsvæðinu. Þar er liði fylkt og fáni dreginn að hún á morgni bverjum. Nú er sunnudggur að kveldi kominn, fyrsti dagurinn, sem við dveljum í skóginum. Við borðum kvöldverð og leggjumst til hvíld- ar í hvítu bústöðunum okkar. 27. júlí. Við vöknum' um morguninn við háan og snjallan lúðurhljóm. Klukkan er 7. Við klæðum okkur í flýti, förum niður að Sogi og þvoum okkur vel og vandlega. En þó gæta hvers tjalds tveir ; Skátar, hreinsa þeir þau, bera lit teppi og starfa annað, er til þrifn- ■ aðarverka heyrir. Matreiðslumenn eru einnig heima. Starfa þeir að rnatargerð. Veðrið er hið dýrðlegasta •— sólin skín og skreytir Sogið og skóginn. Eftir baðið teygum við að okkur heilnæmt, hreint fjalla- loftið. Við hressumst og styrkj- umst. Þegar heim að tjöldunum kem- ur, er flautað. Allir hlaupa að fánastönginni. Söngur hefst og fáninn er dreginn að hún. Eftir sönginn er enn flautað, og nú til máltíðar. Eftir morgunverðinn vinnuni við að því, að laga kringum tjöldin og færa á ýmsan hátt í haginn fyrir okkur. Klukkan 12 er miðdegisverður á borð borinn — það er að segja á guðsgræna jörðina. Við borðum nýjan lax og velling. Eftir mál- tíðina er hvíld í hálfa klukku- stund, en síðan er gengið um ná- grennið. Uppi hjá Álftavatni er mjög fallegt útsýni. Að göngunni lokinni er kakaó drukkið, en síðan farið í leiki fram að kvöldverði. Þegar búið er að draga niður fánann þennan dag, er komið að einum skemtilegasta liðnum á dag- skránni: það er þegar varðeldur- inn er kyntur. Dálítinn spöl frá tjöldunum er kynt mikið bál. Setjast allir Skát- arnir kringum það, og nú er skemt með sögum, skrítlum, söng og ýmsu öðru. Er þetta skemtilegasta og æfintýralegasta stund dagsins. En þó endar hún með alvöru. Áður en við skiljumst lesum við saman bænir okkar og syngjum sálma. Gerum við það jafnan öll kvöldin áður en við yfirgefum eldinn. Klukkan 11 er blásið í lúð- ur. Eftir það ríkir kyrð yfir öllu. 28. júlí. ’ 1 dag er besta veður — blíða, logn og sólskin. Líður þessi dagur svipað og hinn fyrri, að öðru leyti en því, að nokkrir Skátarnir fóru til Eyr- arbakka á hjólum, en hinir skemtu sjer við það að ganga á gamla gígi í nánd við tjaldstað- inn, og heimsækja fólk á næstu bæjum. Við varðeldinn um kvöldið kvað einn úr skátaf jelaginu „Ernir“ Grýlukvæði, og þótti að því hin besta skemtun. i 29. júlí. Nú er loft skýjað og þoka á efstu tindum Ingólfsfjalls, þó er milt veður. í dag höldum við kyrru fyrir, því von er á gestum, meðal annara yfirforingja okkar, A. V. Tulinius. Klukkan 2 lromu ýmsir gestir. Skoðuðu þeir bústaði okkar og drukku hjá okkur kakaó og borð- uðu með pönnukökur, sem mat- reiðslumenn okkar höfðu búið til. En gestirnir launuðu með kökum og öðru góðgæti, sem þeir höfðu. meðferðis. Um kvöldið var skift um veður, svo að komin var rigning. Var ekki hægt að kynda varðeld. 30. júlL Það er ausandi rigning. Ætluð- um við að ganga á Ingólfsfjall í dag, en verðum að hætta við það. Við sitjum inni í tjöldunum, ■kveðumst á, segjum sögur og syngjum. Undir kvöldið hættir að rigna, og er þá farið í eltingaleik. Varðeldur er kyntur. Þar söng einn Hafnarfjarðarskátinn einsöng *og tókst prýðilega. Þá gerðist og það til tíðinda, að samþykt var að senda Baden Povvell, stofnanda skátahreyfingarinnar, símskeyti í minningu um fyrsta Skátamót íolands. 31. júlí. Besta veður en ekki sólskin. Samkvæmt áætlun dagsins átti að fara upp að Sogsfossum. Var því lagt á stað strax eftir morg- unverð. Fossarnir þóttu fagrir og mikilfenglegir. Eftir að við höfð- um skoðað fossana, skiftum við okkur á þrjá bæi, og fengum við alstaðar hinar bestu viðtökur. — Heim að tjöldunum komum við klukkan 8. 1. ágúst. Nú er heiðskýrt veður og mjög heitt. Kominn er laugardagur. — |Finst okkur vikan hafa verið fljót að líða. Þennan dag átti að fara fram kappmót milli sveita og fjelaga. Átti að keppa í hlaupum, reip- kasti, samtali með flöggum og mörgu fleiru. Verðlaunin voru þau, að sii sveit er bæri sigur úr býtum, átti að fá silfurskjöld til að bera á fánastöng sinni. Mótið fór fram á túninu á AI- viðru. Við varðeldinn um kvöld- ið, síðasta varðeldinn, voru úrslit- in tilkynt. Voru þá hjá okkur ^gestir, ýmsir íbúar Reykjavíkur. Urslitin urðu þau, að 1. og 2. Vær- ingjasveit urðu jafnar. Hlutkesti var varpað og hlaut 2. sveit skjöldinn. Þetta kvöld var setið nokkuð lengur við bálið en vant var. — Á sunnudagsmorguninn var byrjað að taka niður tjöldin og búa farangurinn undir flutning. Síðan var lagt á stað heim. Þessi lýsing Skátans hjer a5 framan sýnir það, að þeir lifaf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.