Morgunblaðið - 17.02.1926, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1926, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Hðfum fyrirliggjandi „Bjó3“ b. Dðnsk ostagerð óskar eftir góðum og tryggum samböndum til að kaupa Ementhaler og Mysuost (einungfs í heildsölu). Svendborg Ostefabrik, Svendborg, Danmark. (Hefir búið til osta í 50 ár). Símassimmn§armr. Framsögnræða Magnúsar Guðmtindssonar atvinnumálaráðherra í Neðri deild 13. febr. (Kaf lar.) Landsstjórninni var á síðasta þingi falið að gera samninga um skeytasamninga við útlönd frá þeirn tíma er einkaleyfi Mikla norræna ritsímafjel. væri á enda, eða frá 1. okt 1926, þó þannig, að samningar þessir skyldu lagðir fyrir Alþingi til samþyktar á eftir. Þessir samningar hafa nú verið gerðir og er farið fram á, að Al- þingi veiti samþykki til þess að gera megi endanlega samninga. Saga málsins. Samningar um rekstur sæsímans í Norðursjónum 1924. Saga þessa samningamáls er sú, að á árinu 1924 vissi stjórnin um, að danska stjórnin og Mikla Nor- ræna ritsímafjel. áttu í samning- um um endurnýjun á leyfi fje- lagsins um rekstur sæsimanna í Norðursjónum, en rekstur þessara sæsíma, eða ijettara sagt gjaldið fyrir notkun þeirra, kemur oss mjög við, vegna þess, að öll sím- skeyti vor til Norðurlanda og víðar, verða að fara um þessa sæ- síma. Af þessu var það ráð tekið haustið 1924 að senda landssíma- stjóra utan, til þess að vjer gæt- um haft hönd í bagga um samn- inga þessa, og jafnframt til þess að grenslast eftir, hvort Mikla Norræna fjel. mundi vilja ganga að þeim kröfum, sem vjer yrðum að gera, til þess að endurnýja sjerleyfi fjelagsins. Sömu kjör fást við Norðursjávar- símann fyrir skeyti til íslands eins og Bretlands. Árangurinn af þessari ferð varð sá, að vjer fengum bindandi lof- orð um, að svo framarlega sem samningar tækjust við fjel. um íslandssímann, skyldi ekki hærra gjald tekið fyrir hvert orð í skeyt um til og frá fslandi, er fa’ru um Noðursjávarsímana, en tekið væri á hverjum tíma fyrir hvert orð í skeytum milli Danmerkur og Englands, en hingað til hefði hærra gjald verið tekið fyrir okk ar skeyti en dansk-ensk skeyti. Ennfremur var það ákveðið, að ef það yrði ofan á, að færa niður símgjöldin milli Danmerkur og íslands, svo að þau yrðu ekki hærri en milli Englands og ís- lands, skyldi hlutfallsleg lækkun koma á gjaldið fyrir notkun Norð ursjávar símans. Mikla norræna læst ekki geta orðið við kröfum vorum. Að öðru leyti strönduðu samn- ingarnir alveg um íslandssímanu og Mikla norræna fjel. ljet í veðri vaka, að það mundi *alls ekki geta gengið að kröfum vor- um, og í samræmi við það ljet fjelagið þess getið í skýrslu sinni fyrir árið 1924 til aðalfundar, að hluthafar mættu búast við, að einkaleyfið um íslandssímann yrði ekki framlengt. Samkomulag fæst eftir mikla vafninga. Eft.ir þetta strand samninganna j 1924 voru svo samningaumleit.anir : teknar upp aftur síðastliðið haust I og fór þá enn svo, að f jelagið . kvaðst ekki geta gengið að kröf- , unum; en eft.ir mikið þóf fór þó svo, að fjelagið slakaði til og ; komust á samningar, sem samn- ingamenn vorir töldu oss hag- ! kvæma, og liggja þeir nú fyrir lijer til samþyktar eða synjunar. Leiðirnar fimm. Þegar um er að ræða skeyta- samband við umheiininn, er, eftir því sem nú er komið, um þessar leiðir að velja: 1. Sæsímasamband eingöngu. 2. Sæsímasamband og loft- skeytasamband til vara. 3. Sæsímasamhand og laft- skeytasamband jöfnum höndum. 4. Loftskeytasamband eingöngu. 5. Loftskeytasamband og sæ- simasamband !il vara. Tutækilegasta leiðin, 011 am þeini, sem við samning- í j'a fengust af okkar hálfu kom saman um það, að hvorki síma- samband eingöngu nje loÞskeyta- samband eingöngu væri nægilega t.rygt, en símasambandið þó trygg- ara. Einnig voru þeir allir sam- rnála um það, .eftir nákvæma at- hugun, að það væri altof dýrt að halda uppi bæði símasambandi og loftskeytasambandi sem aðal- sambandi jöfnum höndum, eða eftir vali sendanda, því að þá þyrfti miklu fleira starfsfólk, og skejúin hlytu að verða dýrari. Aðal samhand loftleiðina og sími til vara, mundi einnig verða mjög dýrt, vegna mannahalds og við- halds sí-mans, sem er jafnmikið, hvort sem hann er notaður mikið eða lítið. Lang tiltækilegast þótti því símasamband og loftsamband til vara, svo framarlega sem sím- skeytagjöldin yrðu ekki hærri um símann en loftleiðina. Símasam- bandið er enn sem komið er trygg ara en loftsambandið, og ef hið fvrnefnda yrði ekki dýrara fyrir almenning, væri það hentugra. Lækkun símagjalda. Viðleitnin gekk því mjög í þá átt, að fá símskeytagjöldin svo langt niður, að loftskeytasam- bandið gæti ekki orðið ódýrara, og þetta heppnaðist, eftir þeim upplýsingum að dæma, sem um þessi efni fengust, enda hafa síma g'jöldin lækkað um 8V2 ctm. pr. orð, eða um 34%, og munar þetta 170000 gullfrönkum á ári, eða um 150000 kr. Nokkuð af þessu, eða 4 ctms. fyrir or.ðið, hverfur þó aftur, vegna þeirrar hækkunar á sendi- og móttökugjöldum, sem alþjóða símafundurinn í París síð- astliðið haust samþykti; en sú hækkun er vitaskuld þessum samningum algjörlega óviðkom- andi, enda kemur hún til fram- kvæmda 1. apríl í vetur, en samn- ingarnir ganga í gildi 1. sept. í haust. Með hinuin nýju samning- um græðist því 8y2 ctm, eða sem næst 71/2 eyrir á hverju símuðu orði, og þessi sparnaður rennur vitanlega til þeirra, sem fiím- skeytin senda. Fjárhagslegur hagnaður ríkis- sjóðs af samningnum áætlaður 150 þús. kr. á ári. Lækkun síma- gjalda nemur svipaðri upphæð. Þá kem jeg að hinni hlið máls- ins, þeirri, sem veit að ríkissjóði eða landssímanum. par liggur málið þannig fyrir, að vjer fyrst og fremst losnum við 35000 dansk ar kr., ársgreiðsluna; í öðru lagi fáum vjer 30000 gullfranka á ari eða sem næst 30000 kr., sem nokkurs konar sjerleyfisgjald frá , fjelaginu. 1 þriðja lagi tökum vjer , að oss rekstur símastöðVarinnar á Seyðisfirði, gegn 65000 gull- franka greiðslu á ári, og telur landssímastjóri að vjer munum græða á því um 25000 kr. á ári, með því að vjer getum rekið stöðina ódýrar en Mikla norr- æna. í fjórða lagi fáum við nú umráð yfir veðurskeytum vorum og getum. sennilega haft upp úr þeim um 20000 kr. á ári. 1 fimta lagi fáum við helming brúttó- tekjuauka sæsímans, miðað við orðafjölda 1924, og' áætlar lands- símastjóri það 37000 kr. á ári að jafnaði, en vitaskuld er þetta að- eins líltindareikningur, en hann styðst við þá aukningu símavið- skiftanna, sem hingað til - hefir verið frá árinu 1924 til þessa tíma. Alls ætti því ríkis- sjóður að bera úr býtum að jafn- aði á ári á hinum umsamda leyf- istíma hjerumbil 150000 kr. um- fram það, sem verið hefir hingað til, og er það þá sem næst jafnhá upphæð og skeytasendendur fá í lækkuðum símgjöldum. Fyrir rík- issjóð og símanotendur ætti því munurinn að verða um 300000 kr. á ári. Hagnaður ríkissjóðs er þó eins og jeg tók fram, að sumu leyti ágiskun, og verður að meðal- tali minni, ef samningnum verður sagt upp við fyrsta tækifæri, og veldur því væntanleg aukning sí'm aviðskif tanna. Því sem á hefir unnist við samninga þessa hefir því verið skift nokkumveginn jafnt milli ríkissjóðs og símanotenda. Ef samningar þessir verða sam- þyktir erum vjer bundnir við þá í 3% árs eða til 1. janúar 1930, og síðan má segja þeim upp ann- aðhvert ár, og verði þeim ekki sagt upp, falla þeir úr gildi í árslok 1934, enda eru þá á enda STORNYHEDE Agentur iilbyðes atie. “ il 50 kr. Fírtii Energfiske Personer ogsa i Damer i alle Sam- fundsklasser faar stor extra Bifortjeneste, höi Provision og fast lon pr Maan- ö veö salg af en meget efterspurgt Artikel, som en.'og i öisse ö. a ge Tiöe' er meget letsælgelig. Skn'v s'.raks saa faar De Agentv lkaartne gratis tils nðte Bankfirmaet S. fóondahl. 3 Drottninggatan 3, S'ocbholm, Sverige. samningar þeir, sem Mikla nor- ræna,. hefir gert bæði við Eng- lendinga og Dani, um sæsíma þá, er liggja til þeirra landa. Áður en jeg lýk máli mínu þykir mjer skylt að votta nrn- umboðsmanni vorum í Kaup- mannahöfn, Jóni Krahbe og For- berg landssímastjóra bestn þakk- ir fyrir hlutdeild þeirra í samn- ingunum. Er því meiri ástæða til þess að þakka hinum síðarnefnda, þar sem Öllum er vitanlegt, að hann vann að samningunum, þótt hann væri mikið veikur, svo veikur, að flestir mundn hafa tal- ið ófært að fást við mál sem þetta. .»•« ">«1 ------ Landsmálafjelagið Vörður stofnað á laugardaginn var. Dórín andlitspúður frá París. í litlum öskjum með kvasti, gef- ur andlitinu eðlilegan og fall- egan hörundslit. — — Hent- ugt að hafa í tösku. — Mjög ódýrt. Laugavegs Apótek. Besta sákkBlaðið ei Á fundi, sem haldinn var í húsi K.F.TT.M. síðastliðinn laugardag var stofnað landsmálafjelag hjer í bænum. Fjelagið heitir „Vörð- ur“, og hefir það markmið, að ,sameina til starfsemi þá, sem að- hyllast víðsýna, þjóðlega og var- fa:rna umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis, án tillits til stjettahagsmuna. Fjelagið leggur einkum áherslu á: Að haft sje sí-! felt vakandi auga á heiðri og hagsmunum landsins út á við, að höfuðatvinnuvegum vorum, land- búnaði og sjávarútvegi, sje lið- sint jöfnum höndum, svo að livor- ugur beri hinn ofurliði, að versl- nn og viðskifti sjeu látin þróast í frelsi, án ónauðsynlegra afskifta ríkisvaldsins, að lagt sje af opin- beru fje til samgöngumála, verlt- legra fyrirtækja og aunars þess, er til framfara horfa, eins ríflega og unt er, án þess að ofbjóða gjaldþegnunum, og að hlynt sje að skóla- og mentamálum vorum,: listum og vísindum. Án efa mnn allur þorri bæjar-' húa geta átt samleið um þessa: stefnuskrá, nenia sósíalistarnir og Tímamenn, og er þess að vænta, að fjelag þetta eig'i eftir að vinna mikið og þarft, verk, ef menn sýna því ekki tómlæti. En svo sárt hafa margir góðir menn fundið til uppvöðslusemi sósíalistanna hjer í hænum og víðar, að ekki er hægt að gera ráð fyrir öðru, en menn skipi sjer þjett og ein- dregið utan um þetta merki, sem hjer hefir i’erið reist. Og víðar um landið munu menn þá einnig reisa samskonar merki og hefja nndir því þá sókn, sem nauðsynlegt er að framkvæma til þess að taka, aftur sem mest af því, sem menn ! hafa hálfdottandi látið frá sjer taka. Stjórn fjelngsins skipa: Magnús Jónsson, dósent, for- maðnr og meðstjórnendur eru: Sigurhjörg porláksdóttir, kenslu- kona, Guðmundur Áshjörnsson, kaupmaður, Bjöm Ólafsson, heild- sali og Sigurgísli Guðnason gjald- keri. Heildsölubirgðir hefir Eiríkur Leifsson, Reykjavík. 0 0 af öiium vörum. í M\\ Usen, Laugaveg. Simar: 24 verslunin. 23 Poulsen. 27 Fossberg. Klapparstig 29 SteinsmiðavBrkfæri. Hofum fyrirliggjandi * Telefunken- Lampa-tæki Krystal-tæki Lantpa Hátalara. Hjalti Björnsson & Co.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.